Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUG4RDAGUR 11. DESEMBER 1993 51 Meira um gulrótina kræsilegu eftir Kristbjörn Árnason Á undanfömu hafa farið fram þarfar en að mörgu leyti ósann- gjamar umræður um skylduaðild launafólks að verkalýðsfélögum. Er því haldið fram að þar sem launa- menn em skyldir til að greiða þjón- ustugjöld til stéttarfélaga hvort sem þeir em félagar eða ekki, jafngildi það í raun skylduaðild að verkalýðs- félögum. Það er mjög auðvelt að fallast á að þessi fullyrðing sé rétt, þó að ekkert sé í lögum er leggur þessar kvaðir á fólk í atvinnulífinu heldur þvert á móti. En þar til fyrir nokkmm misserum túlkuðu stéttar- félögin þessar reglur á þann veg að launamenn væm með skylduaðild að stéttarfélögum. Það er á fjölmörgum sviðum að menn era í reynd skyldaðir til að vera þátttakendur, með æmum kostnaði, án þess að eiga um það nokkuð val. Gengur oft svo langt að fólk er nauðugt að eiga viðskipti við ýmis fyrirtæki vegna opinberra krafna og eða samfélagsins á ýmsan hátt. Sumt af þessu em þjóðþrifa- mál, eins og aðild að stéttarfélagi, en þar eiga menn einnig kost á að hafa veraleg áhrif á hvemig þessu fé er varið, en það er ekki þannig með ráðstöfun fyrirtækja með féð. Það er því afar þörf umræða hjá Gylfa Ambjarnarsyni í Morgunblað- inu 30. sept. sl. þar sem hann vekur athygli á sem hann kallar „gjöf rík- is“ til samtaka atvinnurekenda í iðnaði. En um er að ræða, að hluti iðnlánasjóðs verði færður samtökum iðnrekenda til eignar. Þó ég geti tekið undir með Gylfa að atvinnu- rekendur geti ekki talist réttmætir eigendur að þessu fé, er ég ekki sammála honum um að það séu neytendur sem hafi greitt þessa peninga. Það er ekki nema í einstök- um tilfellum þar sem verðmyndun í starfsgreinum er með þeim hætti að þess háttar kostnaði hefur verið hægt að hleypa út í verðlagið. Þá er spumingin hver greiðir iðnl- ánasjóðsgjöldin í reynd og fjölmörg önnur gjöld sem atvinnulífið þarf að láta af hendi í ýmsar áttir, þegar ekki er hægt að velta kostnaðinum út í verðlagið? Því er fljótsvarað að í þeim tilvikum sem hér er lýst era það ekki neytendur. í blaðinu 5. okt. sl. reyndir Sveinn Hannesson forstöðumaður samtaka atvinnurekenda í iðnaði í grein að svara Gylfa. En því miður er sú grein því marki brennt að vera sjón- armið þess hóps manna er Sveinn starfar hjá. Sveinn lýsir að nokkra tilurð sjóðsins og hvemig greiðslur í hann hafa borist. Heldur hann því fram að vegna þess að iðnrekendur höfðu framkvæði að stofnun sjóðsins - og hafi ávallt tryggt að greiðslur bærust til hans - ættu þeir þessa peninga. Ef þessi rök væra hald- bær, ættu launþegasamtökin marga sjóði í þessu landi og væri auðvelt að nefna þar ýmsa stærstu sjóðina sem ég veit að atvinnurekendur telja að þeir eigi fulla aðild að og hafa haldið fram að þeir greiddu einir með „launatengdum gjöldum". Orðrétt segir Sveinn: „Um það er enginn ágreiningur að iðnaðurinn hefur lagt iðnlánasjóði til veralegan hlut af eiginfé hans, umfram það sem skapast hefur af viðskiptum iðnfyrirtækja við sjóðinn. Fram hef- ur komið að séu framlög til sjóðsins reiknuð til núvirðis, er hlutur iðnað- arins um 4,1, milljarður króna eða rúm 70% en framlag ríkisins 1,7 milljarðar króna eða tæp 30%.“ Hér vaknar önnur spuming. Hvað er iðnaðurinn? Hvetjir era þeir sem standa á bak við iðnaðinn t.d. hér „Báðir hafa þeir rétt fyrir sér, Gylfi og Sveinn, varðandi fram- lög til sjóðsins en sleppa báðir veigamiklum at- riðum er skipta sköp- um. Þeir segja ekki all- an sannleikann og nið- urstaðan verður röng hjá báðum.“ á landi? Sveinn virðist halda að eng- ir aðrir menn séu starfandi í iðnaðin- um en atvinnurekendur. Maður gæti haldið að Sveinn hafí aldrei komið út í iðnfyrirtækin og séð að þar era starfandi fjölmargir menn sem skapa þau verðmæti er verða til í þessari annars ágætu atvinnu- grein. Ég er einfaldlega að benda á þá staðreynd að það eru allir jafnir að því að skapa framleiðsluverð- mætin í iðnaðinum, sama við hvaða störf þeir vinna þar. Það sem skipt- ir máli er að allir leggi sig fram um að skila sínu hlutverki. Því er stað- reynd að ef starfsgreinar í iðnaði hafa skilað einhveijum greiðslum í sjóði geta þeir ekki verið í eigu at- vinnurekenda einna, heldur og ekki síður launamannanna í greininni. Ef það getur talist eðlilegt að sam- tök iðnrekenda eigi að fá fé iðnlána- sjóðs til eignar á forsendum sem Sveinn hefur tilgreint verður að telj- ast eðlilegt að samtök launamann- anna eigi í þessum sjóði a.m.k. jafn- an hlut á við samtök atvinnurek- enda. Þ.e.a.s. ef rök Sveins standast um framlag iðnaðarins til Iðnlána- sjóðs. Báðir hafa þeir rétt fyrir sér, Gylfi og Sveinn, varðandi framlög til sjóðsins en sleppa báðir veiga- miklum atriðum er skipta sköpum. Þeir segja ekki allan sannleikann og niðurstaðan verður röng hjá báð- um. Þær starfsgreinar er njóta vemd- ar á einhvem hátt, t.d. njóta mið- stýrðs verðlags eða hafa einokunar- aðstöðu, geta velt slíkum álögum út í verðlagið með fullum þunga og hafa ætíð gert það. Laun starfs- manna í þessum greinum era gjam- an hærri en í greinum sem ekki njóta þessa hagræðis á markaði. I þessum greinum greiða neytendur iðgjaldið. I starfsgreinum s.s. í iðngreinum er búa við óhefta samkeppni erlend- is frá geta fyrirtæki ekki velt slíkum álögum út í verðlagið. „Markaður- inn“ einfaldlega hafnar slíkri verð- lagningu. Launin í þessum greinum er yfirleitt lægri en í fyrmefndu greinunum. Einnig hafa þessar greinar minni áhrif í umhverfi sínu en þær greinar er njóta. í þessum greinum greiða launamenn iðgjöld. í árlegum samniingaviðræðum um kaup og kjör starfsfólks í þeim starfsgreinum er búa við samkeppn- ina er jafnaðarlega tekist á um laun- in. Ævinlega benda atvinnurekend- ur á launatengdu gjöldin, þau þurfi að greiða. Þegar launamenn vilja leiðrétta launakjör sín er þeim bent á að launin verða að vera lægri sem þeim kostnaði nemur. Því er Ijóst að það era launamenn þessarra starfsgreina sem greiða þessi gjöld, einnig iðgjöld Iðnlána- sjóðs. Þeir era ekki spurðir, gjaldið er bara tekið, launamenn era skyld- aðir til að greiða án þess hingað til að hafa nokkra möguleika á að hafa áhrif á hvemig þetta fé er notað. Höfundur er kennari í Grindavík. jólagjöf' VEIÐI- MANNSINS HOUSE OF HARDY Flugustangir og hjól. Lífstíöar eign. ^Abu Garcia Þrautreyndar sport-veiöivörur á veröi viö allra hæfi. Barbour Besti fatnaöurinn fyrir versta veöriö. John Partndge Njóttu útiverunnar í úrvals fatnaöi. Nýtt! oeiSimcuwa- Opiö kl. 9 ■ 18. Föstud. til kl. 19. Lauaard. og sunnud. kl. 10 -16 HAFNARSTRÆ T I 5 R E Y K | A V í K SÍMAR 91-16760 & 91-14800 Um leið og við þökkum stuðninginn viljum við benda á, að með því að kaupa þessa frábæru plötu styrkir þú gott málefni. VISINDASJOÐUR MND FÉLAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.