Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 22
ARGUS/SÍA 22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Jólaþrennan á jólapakkana tvöföld ánægja! he(fuinnrunffám/ Jólaþrennan kemur þér strax í hátíöarskap. Hún er skemmtileg í SKÓINN, kjörin með JÓLAKORTINU og gerir JÓLAPAKKANN ennþá meira spennandi. ÁFENGIÐ OG HEIL- BRIGÐISÞ JÓNU STAN eftir Skúla Thoroddsen Niðurskurður í heilbrigðisþjón- ustu hefur á síðustu misserum vak- ið líflega umræðu. Nirðurskurður fjárveitinga til SÁÁ, áfengisdeilda Landspítalans og í tengslum við það yfirvofandi lokun heimilisins að Gunnarsholti hefur orðið tilefni blaðaskrifa. Ámi Johnsen þing- maður mótmælir lokun Gunnars- holts í Morgunblaðinu 6. október sl. en hnýtir um leið í óhóflega dýra meðferð geðdeildar Landspít- alans að Vífilsstöðum. Óttari Guð- mundssyni geðlækni og Tómasi Helgasyni prófessor þykir að sér vegið og skrifa grein „Til vamar meðferð áfengissjúklinga" í Morg- unblaðið þann 16. október. Mér virðist greinin frekar vera tilraun til réttlætingar á starfsemi Vífils- staða þar sem „reynt er að þróa meðferðina og nálgast vandamál sjúklingsins frá sem flestum hliðum en staðna ekki í staðhæfingum um eigið ágæti.“ Þeir geðlæknar beina svo tilmælum til Ama og annarra velunnara Gunnarsholts um að stefna spjótum sínum að raunveru- legum fjandmönnum áfengismeð- ferðar í landinu. En hveijir eru hinir raunverulegu fjandmenn áfengismeðferðar í landinu? Em það formenn stjórn- arflokkanna sem í opinberu lífi sínu virðast umgangast áfengi á óvenju- lega fijálslegan hátt? Er það heil- brigðisráðherrann? Em það ein- hveijar aðrir? Samkvæmt lauslegri athugun landlæknisembættisins á því hvað heilbrigðisstarfsfólk, stjómmála- menn og verkalýðsleiðtogar vilji helst leggja áherslu á í heilbrigðis- þjónustunni vildi þessi hópur leggja minnsta áherslu á áfengismeðferð. (Mbl. 17. okt. 1993). Eg tel ekki að landlæknisembættið hafi með þessari könnun sinni endilega fund- ið raunvemlega fjandmenn áfeng- ismeðferðar. Það sem er athygli vert er að þennan hóp einstaklinga, sem ætla má að þekkingu hafi, virðist skorta heildarsýn. Þetta fólk telur bráðalækningar mikilvægast- ar, en virðist ekki skilja hversu rík- ur þáttur áfengisneysla og áfengis- sýki heyrir undir bráðaþjónustu, m.ö.o. af hveiju það er mest að gera á slysadeild Borgarspítala aðfaranótt laugardags og sunnu- dags. Þetta fólk virðist annað hvort ekki skilja, eða þekkja þá staðreynd að vemlegur kostnaður sjúk- rastofnana stafar af sjúklingum sem em lagðir inn vegna sjúkdóma sem eiga rætur að rekja beint eða óbeint til ofnotkunar áfengis eða áfengissýki. Sýnt hefur verið fram á hvemig áfengi eykur hættu á krabbameini í munnholi og melt- ingarvegi og óbeint t.d. í tengslum við reykingar einkum í efri hluta öndunarfæra. Áfengi er þekktur sjúkdómsvaldur í meltingarvegi, brisi, lifur, heila og miðtaugakerfi. Áfengi getur, vegna eðliseiginleika sinna, verið valdur að nánast öllum þeim sjúkdómseinkennum sem um er fjallað í nútíma kennslubók í læknisfræði og heilbrigðisþjónust- an er að glíma við með tilkostnaði. Af þessum ástæðum hafa for- ystumenn heilbrigðismála í hinum vestræna heimi vaxandi áhyggjur af aukinni áfengisnotkun og eru Danir og Frakkar ekki undanskild- ir. 30 þjóðir hafa bundist samtökum um að reyna að minnka neyslu per. íbúa um 20%. Norsk yfirvöld hafa nú í október birt skýrslu þar sem talið er að áfengisnotkun sé næst stærsti sjúkdómsvaldur þar í landi, næst á eftir tóbaksreykingum, beinum og óbeinum. Sænsk heilbrigðisyfirvöld telja að um þriðjungur sjúklinga á sjúkrastofnunum í Svíþjóð liggi inni vegna áfengistengdra sjúkdóma, og er þá ekki verið að tala um þá einstaklinga sem þróað hafa sjúk- dóminn alkohólisma eins og vist- mennimir í Gunnarsholti hafa gert. Kannanir í Svíþjóð benda til þess að meira en 10% Svía séu alkohó- listar, þ.e. séu háðir áfengi og að þróa áfengissjúkdóminn. Prófessor Tómas Helgason hefur í könnun á íslandi komist að svipaðri niður- stöðu. Hvað er svo gert vegna þessa vandamáls á Norðurlöndunum? Persson, sænskur fræðimaður, lýsir því svo í „Nordisk Medicin“ 1992/107: „Fyrst gerir maður ekk- ert vegna ofneyslu af því að það er of snemmt. Síðan gerir maður ekkert, vegna þess að það er of seint. Þannig að það er ekkert gert.“ Við Islendingar höfum frá árinu 1977 fengið að kynnast því á hvern hátt má ná tökum á ofneyslu og áfengisvandamáli. Með tilkomu SÁÁ hafa um 4% þjóðarinnar verið þar í meðferð og ætla má að fleiri en 60 af hundraði sjúklinga hafi náð góðum árangri. Að aðstand- endum þessara sjúklinga meðtöld- um er líklegt að_ 35 til 40 þúsund einstaklingar á íslandi hafi öðlast betra líf og það sem meira er, heil- brigðisþjónustan hefur hagnast umtalsvert. Auðvitað er ekki hægt að ætlast til þess að árangur af starfi SÁÁ sé fullkominn. Af þeim ástæðum er einnig þörf fyrir aðrar vistanir t.d. á borð við Gunnars- holt. En borið saman við hefð- Skúli Thoroddsen „Einstaklingar á ís- landi leita sér aðstoðar vegna ofneyslu u.þ.b. 10 til 15 árum fyrr en einstaklingar í Sví- þjóð.“ bundnar aðferðir geðlæknisfræð- innar, sem beitt er vegna áfengis- neyslu í Danmörku, Noregi og S_ví_- þjóð þá er meðferðarárangur SÁÁ ótrúlegur. Árangur á Norðurlönd- um er varla merkjanlegur og erfitt reynist að fá upplýsingar um þau mál. Árangur af starfi SÁÁ hefur vakið athygli á Norðurlöndum. Ein- staklingar á íslandi leita sér aðstoð- ar vegna ofneyslu u.þ.b. 10 til 15 árum fyrr en einstaklingar í Sví- þjóð. Á íslandi næst árangur vegna þess að ofneyslan er meðhöndluð sem slík meðan svo er ekki gert í Svíþjóð. Um 1500 einstaklingar frá hin- um Norðurlöndunum voru í með- ferð á íslandi á árunum 1985 til 1991, þar sem aðferðum SÁÁ var beitt. Kannanir benda til að meira en 60% þessara einstaklinga hafi látið af áfengis og/eða eiturlyfja- neyslu. Árangurinn var metinn einu til tveimur árum eftir íslandsdvöl- ina. Tryggingastofnun ríkisins í Borlange í Svíþjóð lét kanna kostn- að vegna 15 sjúklinga ítvö ár áður en þeir voru sendir til íslands og í eitt til tvö ár eftir að þeir komu þaðan. Um kostnað af völdum sjúk- dóma var ekki að ræða hjá neinum þessara einstaklinga eftir að þeir komu frá íslandi, en kostnaður Notid tagkifærid og sparld fyrlr jóljn^ 20% afsláttur af allri gjafavöru og jóla skreytingum um helgina Mjög gott úrval af gjafavöru og sérstakar jólaskreytingar unnar á íslenska steina. Opid laugardag og sunnudag kl. 9-22 Verið velkomin 6% V- NY-BLOM Nýbýlaveg 14, Kópavogi, sími 641129.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.