Morgunblaðið - 11.12.1993, Side 69

Morgunblaðið - 11.12.1993, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 69 Leðursófasett og leðurhornsófar frá NATUZZI, Ítalíu. Frábært verð - Margir litir. Áklæðasófasett og stakir sófar frá EILERSEN, Danmörku. Pennavinir Tvítug þýsk stulka með áhuga á ferðalögum, tónlist, dansi, bréfa- skriftum o.fl.: Evelyn Schauer, K-Adenauer Strasse 16, D-78136 Schonach, Germany. Finnsk 28 ára gömul kona með áhuga á hvers kyns íþróttum, ferða- Iögum og tónlist: Páivi Hartikainen, Ulvilantie 20 B 27, 00350 Helsinki, Finland. LEIÐRÉTTINGAR Ranglega nafn- greindur í frétt Morgunblaðsins í gær um opnun Laxveiðiminjasafns í Húsa- vík var Guðni Halldórsson, safn- vörður sagður heita Halldór Krist- insson í myndatexta. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistök- um. Ekki til hlés I umsögn Einars Fals Ingólfsson- ar um Perlur og steina eftir Jó- hönnu Kristjónsdóttur í blaðinu í gær féll niður hluti texta. Vitnað er til þess þegar Jökull segir við Jóhönnu: „Þér hættir til að skjóta þér til hlés.“ í framhaldi á að standa: En hér (í Perlum og stein- um) skýtur Jóhanna sér ekki til hlés. Hér er blóð og líf. Grace prinsessu- sjóðurinn Þau mistök urðu við birtingu myndar af verðlaunahafa Grace prinsessu-sjóðsins, að Kristín María Ingvarsdóttir var sögð vera lengst til vinstri, en hún er lengst til hægri á myndinni. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Grimmd með þraut I grein Rúnars Helga Vignisson- ar, „Grimmd með þraut“, í blaðinu miðvikudaginn 8. desember vantaði einn staf, þannig að merking breytt- ist smávægilega. í blaðinu hófst setningin svona: „Hálfu öðru ári eftir að hann lofaði í blaðaviðtali samstarfi við aðra yfirmenn stofn- unarinnar...", en átti að vera: „Hálfu öðru ári eftir að hann lofaði í blaðaviðtali samstarfið við aðra yfirmenn stofnunarinnar...". Beðist er velvirðingar á þessu. VELVAKANDI FÚLT JÓLASMJÖR KONA í Vesturbænum hringdi vegna þess að hún vildi segja frá slæmri reynslu af bakstri úr jóla- smjöri. Hún sagðist hafa ætlað að baka úr smjörinu, en þegar hún hafði brætt það hafi húsið fyllst af fúlli þráalykt. Nú langar hana vita hvað þetta smjör sé gamalt sem verið er að bjóða upp á fyrir jólin. ÓSÁTT VIÐ ÞÁTT HEMMA GUNN ERLA Þórðardóttir hringdi og sagðist vera mjög óhress með að Hermann Gunnarsson skyldi í þætti sínum sl. miðvikudagskvöld afklæðast jólasveinabúningnum. Hún sagðist eiga átta börn og þar af þijú lítil og hefðu spumingar vaknað hjá þeim varðandi jólasveina og það að fá í skóinn. Erlu finnst Hemmi hafa brotið niður trú bama á jólasveina með þessu uppátæki sínu. ATVINNULEYSIS- BÆTUROG DESEMBERUPPBÓT ATVINNULEYSI er mikið hér á landi um þessar mundir og sér ekki fyrir endann á því í bráð. Fólk veslast upp hér og þar í eirð- ar- og peningaleysi, því eins og flestir vita duga 100% atvinnu- leysisbætur ekki nema rétt handa sparsömum einstæðingi og stend- ur þó tæpt. Það er kominn desem- ber og jólin eru framundan og fylgja þeim óhjákvæmilega heldur meiri útgjöld en í öðmm mánuðum ársins. Og ekki síst af þeim sökum horfir láglaunafólk til hinnar svo- kölluðu desemberuppbótar með nokkmm létti, því óneitanlega kemur það sér vel um hátíðimar. 40-50 þúsund krónur í mánaðar- laun em svívirðilega lág og öllum fomstumönnum verkalýðsfélag- anna til skammar og sýnir að þeir em einskis megnugir. Hjá mínu félagi (Dagsbrún) fá atvinnuleysingjar með 100% bæt- ur um 17.000 krónur í desember- uppbót, séu þeir á skrá síðustu vikuna í nóvember eða síðar. Sem sagt, sá sem var á bótum frá jan- úar 1993 til 15. nóvember fær enga uppbót, en sá sem er á bótum frá febrúar til 15. desember fær fullar 17.000 krónur. Þetta er hrópandi óréttlæti og dregur úr trú manna og trausti á verkalýðs- félögin. Gunnar Eiríksson, Hraunbæ 154, Reykjavik. TAPAÐ/FUNDIÐ Gleraugu töpuðust MÁLMSPANGARGLERAUGU með plastumgjörð um glerin sem dökkna í birtu töpuðust líklega nálægt Prentsmiðju Guðjóns O., eða fyrirtækinu Sól í Þverholti fyrr í vikunni. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 73461. Lopahúfa tapaðist KONA hringdi og sagðist hafa tapað lopahúfu, sem síðar fannst hjá Strætisvögnum Hafnarfjarðar. Húfan hafði verið sett á bekk við skýlið, en þegar konan ætlaði að ná í hana var hún horfin. Viti ein- hver hvað hefur orðið um húfuna er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 54471. Leðurjakki tekinn í misgripum SVARTUR leðuijakki var tekinn í misgripum í erfidrykkju í sam- komusal KK við Vesturbraut 17 í Keflavík þann 1. október sl. Annar svartur leðurjakki var skilinn eft- ir. Þeir sem kannast við þetta eru beðnir að hafa samband við Guð- björgu í síma 92-12723. í D A G 10-18 KRINGWN Stakir sófar og hornsófar frá CARTER, USA. ValMsgögn O o ARMULA 8, SIMAR 812275, 685375 Niðstöngin er eitt þeirra 32 korta sem eru VÍKINGAKORTIN. Þeim fylgir einnig bók meö leiðbeiningartexta. Sérlega falleg, skemmtileg og þroskandi jólagjöf Fást í öllum helstu bökaverslunum Verð kr. 3255.- DREiriNGARADILI: SALA & DREIFING SlNI: 98S-23334/ 8II380 VIKINCA K O R T I N - VI5KA NORÐURSINS -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.