Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 43 Alþjóðlegur dagnr Junior Chamber eftir Guðmund Þór Jónsson í dag, 11. desember, er alþjóð- legur dagur Junior Chamber Inter- national. Tilgangur þessa dags er að gefa almenningi færi á að kynn- ast starfi Junior Chamber og að hvaða málefnum unnið hefur verið að þessu ári. Eðlilegt er að þú, ágæti lesandi, veltir fyrir þér hvað Junior Chamb- er stendur fyrir. Megintilgangur Á landsþingi Junior Chamber íslands sem haldið var 1992 var samþykkt stefnumótun til ársins 1997. Þar segir m.a.: „Junior Chamber á íslandi er alþjóðleg stjómþjálfunarhreyfmg tengd við- skiptalífinu. Hún veitir félögum sínum einstakt tækifæri til þátt- töku í stjórnþjálfun og stjórnun. JC-félagi er virkur þátttakandi í byggðarlagi sínu og alþjóðlegu samfélagi". Tilgangur hreyfingar- innar er jafnframt að stuðla að framförum með sköpun tækifæra fyrir ungt fólk til að öðlast forystu- hæfileika, ábyrgðartilfínningu og þann félagsanda sem nauðsynleg- ur er til að koma á jákvæðum breytingum í samfélaginu. Junior Chambers starfar án tillits til stjórnmálaskoðana, trúarbragða, kyns, litarháttar eða þjóðemis. Markhópur Markhópur hreyfíngarinnar í félagaöflun er „Ungt fólk í at- hafnalífinu - viðskiptalífínu“ og hreyfíngin mun tengjast þessu fólki í ríkara mæli en áður. Junior Chamber mun jafnframt bjóða vel- " ’áífun miðilshæfileika Leiðbeiningar um eflingu þeirra Sanaya Roman & Duane Packer Þjálfun miðilshæfileika er sjálfstsett framhald bókanna LifSi lgledi og Auktu styrkþinn. Hér, eins og í fyrri bókunum, er upplýsingum miðlað frá fræðsluaflinu Orin. Tilgangur bókarinnar er ekki að gera hvern og einn lesanda að miðli, heldur eru þar gefnar markvissar upplýsingar um ýmsa hæfileika sem búa með okkur, en eru alla jafna ónýttir. Gefnar eru haldgóðar leiðbeiningar til að öðlast aukið innsæi, tengjast leiðbeinendum sínum og miðla upplýsingum. Þjálfún miðilshæfileika er nauðsynleg lesning hverjum þeim sem vinna vill að andlegum þroska sínum. Bókaútgáfa Birtings, sími 627700 komið fólk sem hefur metnað til að taka þátt í áhugaverðu starfí og nýta sér þau tækifæri sem hreyfíngin hefur upp á að bjóða í þjálfun, skipulögðu hópstarfi og þátttöku í verkefnum. Félagsmenn á aldrinum 18-40 en það eru þau aldursmörk sem hreyfíngin setur. Starfssvæði Junior Chamber International starfar í yfir 100 þjóðlöndum með yfír 400 þúsund félaga innan sinna vébanda. Junior Chamber var stofnað á íslandi 1960 og hefur ungt fólk allar götur síðan starfað ötullega að framgangi Junior Chamber í anda tilgangs hreyfing- arinnar sem ég nefndi hér að fram- an. Námskeið I dag er verið að vinna ötullega að gerð viðskiptatengdra nám- skeiða, sem munu höfða til nýs markhóps hreyfíngarinnar. Áfram verður haldið að þjálfa félagsmenn í ijáningu, ræðumennsku, fundar- sköpum, skipulögðu hópstarfí og jafnframt verða fleiri námskeið, sem hreyfíngin býður uppá en of langt mál væri að telja upp hér. Nýbúið er að þýða tvö námskeið og stað- færa sem heita „Junior Chamber“ tækifæri til árangurs“ og „Upp- bygging aðildarfélaga“. Fleiri nám- skeið eru væntanleg og verða kynnt þegar þau verða gefín út. Verkefni Það er skoðun Junior Chamber Guðmundur Þór Jónsson „Junior Chamber ís- land hefur verið að vinna að undirbúningi að halda Evrópuþing Junior Chamber Inter- national á íslandi 1997.“ „að bræðralag manna sé þjóðar- stolti æðra“ og „að efla og bæta mannlíf sé öllum verkum æðra“. Junior Chamber leggur mikla áherslu á gildi alþjóðlegrar sam- vinnu með þátttöku ungs fólks, það er félagsmanna sinna. Junior Chamber hefur því unnið nokkur verkefni í anda heimsverkefnis Junior Chamber Intemational, „Heimur án landamæra". Þessu verkefni hefur síðan verið skipt upp í þijú undirverkefni, þ.e. efnahags- þróun, framtíð barna og um- hverfismál. Viðskiptanet Félagsmönnum svo og fýrrver- andi félögum innan Junior Cham- ber gefst kostur á að vera þátttak- endur í alþjóðlegu viðskiptaneti sem hefur verið komið á fót hjá alþjóðahreyfíngunni. Intemational Business Network „IBN“ gefur félögum sínum möguleika til að komast í viðskiptasamband um all- an heim í gegnum gagnanet sitt. Ef þú hefur áhuga á að flytja inn eða selja út vöm þína em mögu- leikar á viðskiptasamböndum fyrir hendi. Á heimsþingi hreyfingarinn- ar 1992 vom gerðir samningar að tilstuðlan IBN fyrir andvirði 100 milljóna bandaríkjadollara. Reykjavík 1997 Junior Chamber ísland hefur verið að vinna að undirbúningi til að halda Evrópuþing Junior Cham- ber International á íslandi 1997. Fyrirhugað er að 1.000 til 1.400 erlendir gestir muni sækja okkur heim ef sú undirbúningsvinna sem unnið er að gengur upp. Þetta mun líklega verða stærsta eða næst stærsta þing sem haldið hefur ver- ið hér á landi. Hvort af verður er háð stuðningi borgaryfírvalda ís- lenska ríkisins, ferðamálayfirvalda og fyrirtækja sem þurfa að leggja þessu máli lið. Þeim aðilum sem áhuga hafa á að koma að þessu verkefni er bent á að setja sig í samband við undirritaðan. Þjónusta Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér Junior Chamber er bent á að hafa samband við skrifstofu hreyf- ingarinnar í Hellusundi 3 í Reykja- vík. Höfundur er landsforseti Junior Chamberá Islandi. Morgunblaðiö/Þorkell Finnskir stjörnudreng-ir SUOMI-félagið hélt upp á þjóðhátíðardag Finna með hefðbundnum hætti í Norræna húsinu þann 6. desember. Var þá ýmislegt til gamans gert og má þar nefna að finnsku-skólinn stóð fyrir uppá- komu svokallaðra stjörnudrengja. Finnar setja upp atriði af þessu tagi á sama hátt og Svíar eru með sína Lúsíuhátíð. Sljörnudrengirn- ir eru fjórir og klæddir í tilkomumikla búninga líkt og vitringarnir á leið til Betlehem. OPIÐHUSIDAG BORGARLEIKHÚSIÐ - LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR BÝÐUR ÖLLUM í HEIMSÓKN í DAG FRÁ14-17. Kynningar á vetrarstarfinu: Opnar æfingar, söngur og dans, skoðunarferðir og upplestrar, veitingar og tónlist. Atriði kynnt á opinni æfingu á nýju leikriti eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson með söngvum eftir Egil Ólafsson. Leikritið byggir á skáldsögunni vinsælu eftir Isabel Allende og verðurfrumsýnt 7. janúar. TíPNJA. RceoínGoolööCCíR Ræningjarnir úr Matthíasarborg verða snemmaáferðinni. s PAMSKFLUGAM Söngatriði úr gamanleiknum sívinsæla eftir Arnold og Bach. Atriði úr gamánleik eftir Neil Simon í staðfærslu, þýðingy og leikstjórn Gísla Rúnars Jónssonar. I aðalhlutverkum eru Bessi Bjarnason, Guðmundur Ólafsson og Arni Tryggvason. ELÍN HELENA Brot úr nýju, íslensku verki eftir Árna Ibsen, sem vakið hefur mikla athygli. KKKEMURí HEIMSÓKN Góðvinir Leikfélagsins, KK og hans menn, mæta og takalagið. UPPLESTUR Leikarar lesa úr nýútkomnum barnabókum - eftir þá sjálfa; Jón Hjartarson og GuðmundurÓlafsson. Reglulegar skoðunarferðir um húsið með leiðsögumönnum. Veitingasala og ókeypis gos í boði Egils Skallagrímssonar og sælgæti í boði Sírusar Nóa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.