Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Skatteftirlit á villigötum eftir Vilhjálm Egilsson Á síðastliðnu sumri gerði Versl- unarráð íslands veigamiklar at- hugasemdir við framkvæmd svo- kallaðs eftirlitsátaks skattstjóra með skattframtölum fyrirtækja. Fljótlega eftir að eftirlitsátakið hófst komu fram miklar kvartanir frá fyrirtækjum vegna beiðna um ljósrit af reikningum og athuga- semdir við ýmsa kostnaðarliði s.s. félagsgjöld í hagsmunasamtök og framfarafélög atvinnulífsins. I fyrstu var brugðist við með því að hafa samband við skattyfirvöld og koma kvörtunum beint á framfæri. En kvartanaflóðið varð svo mikið að augsýnilega voru ekki á ferðinni mistök skattyfirvalda í einstökum málum heldur kerfisbundin ákvarð- anataka. Við nánari skoðun kom svo í ljós að veigamiklar misfellur voru á framkvæmd eftirlitsátaksins. Þessar misfellur má margar rekja til ákvarðanatöku skattyfírvalda vegna átaksins en sumar má rekja til úreltra ákvæða laga og reglu- gerðar. Þá hefur komið fram að skattgreiðendur njóta ekki jafnræð- is í viðskiptum sínum við skattyfír- völd. Bestu fyrirtækin valin úr Ein veigamesta athugasemd Verslunarráðsins sneri að vali á úrtaki fyrir skatteftirlitið. í það voru fyrst og fremst valin fyrirtæki sem ýmist skiluðu hagnaði eða voru svo nálægt því að breytingar sem gerð- ar yrðu af skattyfírvöldum hefðu í för með sér hækkun á skattgreiðsl- um í ríkissjóð. Þá var einstökum skattstjórum heimilt að bæta við aðilum sem þeim þótti vert að skoða og hætt við að skoða aðra allt eftir eigin geðþótta. Meginsjónarmið skattyfírvalda var því að bera niður þar sem mestar líkur eru á að mál séu í lagi en láta þá vera sem stór- tækastir eru. Fjármálaráðuneytið viðurkenndi að þessi aðferð við val á úrtaki væri ekki eðlileg. Nú hefur verið boðað nýtt eftirlitsátak. Þá mun reyna á hvort skattayfírvöld halda sig áfram við sama heygarðs- hornið eða hvort vinnubrögðin verða bætt. Á að mynda ríkisaðal? Önnur athugasemd Verslunar- ráðsins beindist að því að skattyfir- völd væru að strika út kostnað hjá fyrirtækjum á þeim grundvelli að hann væri einkaneysla. í Finnlandi t.d. er slíkur kostnaður viðurkennd- ur til frádráttar hjá fyrirtækjunum en færður sem tekjur hjá þeim ein- staklingum sem njóta. Slíkt er reyndar hin eðlilega regla ef þetta er raunveruleg einkaneysla. Á síð- ustu áratugum hafa orðið verulegar breytingar á því hvað fyrirtæki gera fyrir starfsfólk sitt til þess að skapa betra vinnuumhverfi og betri vinnu- anda. Þar má nefna orlofshús, að- stöðu og styrki vegna heilsuræktar, árshátíðar, sumarferðir, jólaboð og margt fleira. Þessir kostnaðarliðir hafa farið sérstaklega í taugarnar á skattyfirvöldum þar sem fyrirtæki hafa átt ) hlut. Þó er ekki munur á því hvað fyrirtæki og opinberir aðil- ar gera í slíkum málum og ríkisend- urskoðun viðurkennir sem eðlilegan starfsmannakostnað. Til dæmis hef- ur ríkisendurskoðun viðurkennt bæði sumarbústaði Seðlabankans og gufubaðið í ijármálaráðuneytinu. En skattyfirvöld gera athugasemdir við ýmislegt sem fyrirtæki vilja gera fyrir sitt starfsfólk sem kostar þó mun minna. Vilja skattyfirvöld e.t.v. skapa einskonar ríkisaðal sem býr við aðrar reglur en starfsfólk al- mennra fyrirtækja? Og er það sér- stök stefna skattyfirvalda að amast við aðlaðandi starfsumhverfi í ís- lenskum fyrirtækjum? Mörg dæmi um smásmygli Mörg dæmi má taka um furðu- lega úrskurði. Fyrirtæki skyldu til dæmis fara mjög varlega í að skenkja starfsfólki sínu jólaglögg eða bjóða viðskiptavinum sælgæti nú í jólatíðinni en það fer sérstak- lega í taugamar á skattyfirvöldum. Ein smekkvís og hagsýn kona í við- skiptalífinu sem heldur stundum kynningarboð fyrir viðskiptavini sína kaus að skenkja hvítvíni í glerglös (þessi ódýru sem fást í IKEA og endast lengi). Það fór í taugamar á skattyfirvöldum sem strikuðu þennan kostnaðarlið út með þeirri athugasemd að hægt væri að nota plastglös. Einn ágætur framkvæmdastjóri hefur haft fyrir sið að kaupa nokkrar áskriftir að Iceland Review og senda helstu við- skiptaaðilum sínum erlendis. Þetta skapar betra andrúmsloft við við- skiptin og er auk þess ódýr og góð landkynning. Þetta þola skattyfir- völd ekki en á sama tíma er kvartað undan því að ekki fáist nægir pen- ingar til landkynningar. -Jarðarfar- akransar vegna látinna starfsmanna hljóta heldur ekki náð fyrir augum skattyfirvalda. Lífeyrisaðall Allmörg fyrirtæki eru með eftir- launasamninga við einstaka starfs- menn og hafa tekið upp sama hátt og ríkið gerir í ríkisreikningi að gjaldfæra áfallnar en ógreiddar líf- eyrisskuldbindingar. Eftirlitsaðilar s.s. bankaeftirlit gera beinh'nis kröf- ur til þess að allar áfallnar skuld- bindingar af þessum toga komi fram í rekstrar- og efnahagsreikningi. Þetta þykir góð reikningsskilavenja enda eru framtíðarskuldbindingar raunverulegur kostnaður og raun- verulegar skuldir. Skattyfirvöld hafa hins vegar neitað að við- urkenna slíkar færslur hjá almenn- um fyrirtækjum jafnvel þótt þau líf- eyrisréttindi sem í hlut eiga séu ekki nema brot af því sem sumir ríkisstarfsmenn eru að ávinna sér. Og þá er alls ekki miðað við ráðherr- ana eða hæstaréttardómarana sem hafa líklega ríflegustu lífeyrisrétt- indin. Hvað þýðir þetta annað en ríkisaðal sem nýtur sérréttinda í líf- eyrismálum? Svo hart er sótt að einstaklingar í atvinnurekstri mega ekki draga neitt frá tekjum í lífeyr- issjóð jafnvel þótt greitt sé í al- menna lífeyrissjóði. Jafnræði nauðsynlegt Á meðan skattyfirvöid fara mik- Vilhjálmur Egilsson „Mörgum skattgreið- endum er nefnilega svo misboðið að þeir láta reyna á alla úrskurði skattstjóra fyrir yfir- skattanefnd og síðan fyrir dómstólum. Þá mun bæði eftirtekjan laekka verulega og kostnaður ríkisins hækka við að ná í aur- ana.“ inn í eftirlitsátakinu sem fyrst og fremst hefur falist í saumnálarleit í bókhaldi hjá þeim sem fyrirtækjum sem skila hagnaði fær raunverulegt eftirlit eða skattrannsóknir litla at- hygli. Þannig er slælega gengið fram í að kanna málin hjá þeim sem sýna slæma stöðu í bókhaldi eða skila seint eða helst aldrei inn fram- tölum. Ljóst er þó að slíkir aðilar eru stærri áhættuhópur í skattsvik- um en þeir sem venja sig á að vera með allt sitt bókhald í lagi. Skatt- rannsóknir sem beinast að neðan- jarðarhagkerfínu hafa engan for- gang haft þrátt fyrir að þar sé eftir mestu að slægjast. Markvisst skatt- eftirlit og skattrannsóknir eru nauð- synlegir liðir í skattkerfínu og því er bagalegt hvemig til tókst sl. sum- ar. Eftirlitsátakið hefur líka dregið fram nauðsyn þess að skattgreið- endur njóti jafnræðis á við skattyfir- völd. Þannig ættu skattyfirvöld að þurfa að endurgreiða oftekinn skatt með sama álagi og dráttarvöxtum og þau krefja skattgreiðendur oftast um. Það gæti leitt af sér vandaðri vinnubrögð skattyfirvalda. Eins ættu álag og dráttarvextir á skatt- greiðendur að falla niður ef úr- skurðaraðili eins og yfirskattanefnd stendur ekki við lögboðna fresti. Þrasið dýrt fyrir atvinnulífið Það hefur komið fram að bráða- birgðatölur skattyfirvalda gera ráð fyrir að eftirlitsátakið sl. sumar hafí skilað samtals 506 milljónum króna. Sú tala á eftir að lækka veru- lega. Mörgum skattgreiðendum er nefnilega svo misboðið að þeir láta reyna á alla úrskurði skattstjóra fyrir yfírskattanefnd og síðan fyrir dómstólum. Þá mun bæði eftirtekjan lækka verulega og kostnaður ríkis- ins hækka við að ná í aurana. En sjaldnast er spurt um kostnað fyrir- tækjanna sem þurfa að eyða ómældri orku og miklum fjármunum í að svara skattyfírvöldum. Útlagður kostnaður hleypur auðveldlega á bilinu 200 þúsund upp fyrir eina milljón hjá hverju fyrirtæki sem telst þá í hundruðum milljóna fyrir öll fyrirtækin í eftirlitsátakinu. En dý- rast er þó að hafa bestu stjórnendur landsins upptekna við að þrasa við skattyfírvöld í stað þes að hagræða og auka verðmætasköpun í fyrir- tækjum sínum. Almenningur í land- inu hagnast ekki á því heldur fyrst og fremst stétt lögmanna og endur- skoðenda. Höfundur er alþingismnður og framkvæmdasfjóri Verslunarráðs íslands. c I c ( I - I k Nokkur orð um hús Menntaskól- ans í Reykjavík eftir Vilborgu Auði ísleifsdóttur Á síðustu áratugum hafa húsfrið- unarmenn og aðrir vinir gamalla húsa unnið gott starf hér í Reykja- vík, bjargað mörgum gömlum hús- um frá ómaklegu niðurrifi, einkum hér í miðborginni, og átt sinn góða þátt í að finna þeim nýtt hlutverk. Á þennan hátt hefur tekist að varð- veita hinn þekkilega og yfírlætis- lausa svip miðbæjarins, sem minnir á aðra daga en nú eru, daga spar- semi, nýtni og hófsemdar. Eitt er það hús, sem ég vil vekja athygli allra velunnara gamalla húsa á, og það er hús Menntaskól- ans í Reykjavík. Þetta virðulega hús er líklega fyrsta opinbera byggingin á síðari öldum, sem Islendingar reisa fyrir eigið fé, og kom það úr Mjölbótasjóði, en í þann sjóð runnu skaðabætur, sem Danir greiddu ís- lendingum fyrir að selja þeim skemmt mjöl. Þá kom einnig fé úr Kollektusjóði, sem safnast hafði erlendis til hjálpar landsmönnum vegna móðuharðindanna. Sýnir það best framsýni 19. aldar manna að ráðast í allri örbirgðinni í það stór- virki að reisa myndarlegt skólahús. Þeim hefur sennilega verið ljóst, að menntun er undirstaða andlegrar og efnahagslegrar velmegunar. Hús Menntaskólans í Reykjavík er sögufrægt hús; það hýsti þjóð- fundinn 1851, sem markaði tíma- mót í stjórnmálasögu þjóðarinnar, það hýsti konunga og aðra höfð- ingja, en síðast en ekki síst hefur það á aðra öld hýst öfluga skóla- starfsemi og þaðan hefur útskrifast mikill fjöldi stúdenta, sem hafa lagt hönd á plóginn og verið til umtals- verðs gagns í þessu samfélagi, þó svo að sumum kunni að hafa fund- ist menntun þeirra gamaldags. Upphaflega mun hafa verið gert ráð fyrir, að um 60 nemendur væru í þessum skóla, þar af 40 í heima- vist. Nú skiptir tala þeirra hundruð- um og er kennt í hveiju skoti og útihúsum og eru þrengslin þrúg- andi. Um gamla skólahúsið ganga hundruð manna. dag hvern. Það gefur augaleið, að mikill ága'ngur er á húsi, sem fleiri hundruð ung- lingar ganga um á hveijum degi — öðruvísi getur það ekki verið. Þótt húsið sé traustbyggt er ekki vansa- laust að jaska því svona út öllu leng- ur. Og þótt halda megi þar skóla- starfsemi áfram í nokkur ár eða áratugi í viðbót, þá sér hver heil- skyggn maður, að þetta ráðslag er ekki til frambúðar. Nú er skóli annað og meira enn bygging; hann er kennaraliðið, Vilborg Auður ísleifsdóttir „Þetta eru gósentímar miðað við þá sultar- tíma, þegar menn ákváðu að reisa það skólahús, sem nú stend- ur, fyrir fé úr Mjölbóta- sjóði og Kollektusjóði.“ nemendurnir og allt þeirra starf. Bæði kennurum og nemendum þyk- ir vænt um skólann sinn og vilja hafa hann á sínum stað. Þegar nú Ijóst er, að Menntaskólinn í Reykja- vík hefur sannað ágæti sitt í saman- burði við aðra framhaldskóla, þá tel ég rétt að hreyft sé þeirri hugmynd að byggja myndarlegt skólahús á lóðunum fyrir ofan gamla skólahús- ið án þess að óttast, að ráðamenn menntamála leggi til að skólinn verði lagður niður í núverandi mynd eða gerður að einhveiju öðru, t.d. safni. Mér er reyndar fullljóst, að tvö ljón kunna að vera á veginum; ann- ars vegar sú skoðun innanhúss- manna í MR, að þetta geti vel geng- ið áfram sem hingað til, það sé bara vesen að standa í byggingum. Hitt ljónið gæti verið sú rómantíska glýja, sem er í augum gamalla nem- enda skólans. Áratugum eftir setu sína í skólanum finnst þeim 'öll skólagangan hafa verið eitt sam- fellt ævintýr í góðu veðri. Gamli skólinn þeirra sé fullgóður fyrir æskulýðinn í dag og á morgun. Það eru helst þeir yngstu, sem hafa fullan skilning á nauðsyn nýrrar byggingar, því sá er eldurinn heit- astur, sem á sjálfum brennur. Sann- leikurinn er sá, að þrengslin voru orðin þrúgandi fyrir 30 árum og bagaði vellíðan nemenda og allt skólastarf. Að rúmlega sex árum liðnum mun söguþjóðin hefja vegferð sína á nýju árþúsundi. Þá væri við hæfi, að búið verði að reisa gott skólahús fyrir ca 6-700 nemendur fyrir ofan núverandi skólahús. Kenna mætti 6. bekkingum í gamla skólahúsinu og ætti sú vist innan hinna fomu veggja að nægja til þess að glæða áhuga þeirra og virðingu fyrir þvi sem traust er og gamalt. Síðan má nýta það húsrými, sem afgangs er undir bókasafn skólans. Þetta tel ég vera biýnasta verkefni allra húsfriðunarmanna. Nú kann einhver að segja, að ekki sé ráðlegt að leggja út í slíka stórbyggingu á öðrum eins kreppu- tímum og nú eru. Því er til að svara, að þetta eru gósentímar miðað við þá sultartíma, þegar menn ákváðu að reisa það skólahús, sem nú stendur, fyrir fé úr Mjölbótasjóði og Kollektusjóði. Nú er einmitt hægt að ná hagstæðum samningum við verktaka og um leið að ráða skynsamlega bót á atvinnuleysinu. Um þessar mundir er nóg af auðu skrifstofuhúsnæði í borginni, sem vel mætti nýta sem bráðabirgðahús- næði til skólahalds. Ekki held ég að nemendur MR myndu gera stór- ar athugasemdir við það, því þeir eru illu vanir. Og eitt enn. Velflestum nemend- um þessarar virðulegu skólastofn- unar hefur vegnað ágætlega í líf- inu; þeir hafa unnið vel launuð störf og komist í álnir. Sumir hafa jafn- vel komist í mestu áhrifastöður í £ þjóðfélaginu. Er það ekki hvað síst að þakka bærilegri menntun, sem þeir hlutu í menntaskóla sínum. ( Við, þessir gömlu nemendur skól- ans, eigum að taka upp budduna og leggja fram okkar skerf til þess að hrinda þessuverki í af stað. Ég er þess fullviss, að aðrir velunnarar skólans munu koma á eftir. Þessi hugmynd kann að þykja ungmenna- félagsleg og því ekki samkvæmt nýjustu tíku. En því er til að svara, að ýmis gömul viðhorf standast tímans tönn, en mörg tískubólan hjaðnar. Inntak ungmennafélag- anna var, að menn hefðust sjálfir handa, sér og umhverfi sínu til hagsbóta, en væru ekki að bíða eftir að aðrir gerðu hlutina fyrir þá. Ef við látum hendur standa I fram úr ermum, þá er ég þess full- viss, að við verðum búin að reisa gott skólahús og friða það gamla a um aldamót. Þá verðum við okkur ' ekki til skammar og þá verður gam- an að lifa. g P.s. Auk þess legg ég til að * gangaslagir verði lagðir niður. Höfundur er sagnfræðingur og gamall nemandi í MR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.