Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 39 ÞRIÐJI SUNNUDAGUR í AÐVENTU Fríkirkjan í Hafnarfirði 80 ára Fríkirkjan í Hafnarfirði. í TILEFNI af 80 ára vígsluaf- mæli Fríkirkjunnar í Hafnar- firði verður boðið upp á afmæl- isdagskrá í kirkjunni sunnudag- inn 12. desember. Bamaguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 11. Þar mun barna- kór kirkjunnar koma fram og sýna helgileik. Hátíðarguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14. Áður en athöfnin hefst mun blásarakvintett úr Tón- listarskóla Hafnarfjarðar leika nokkur lög. Biskup íslands, hr. Olafur Skúlason, predikar, en fyrr- verandi prestar safnaðarins taka einnig þátt í athöfninni. Að lokinni guðsþjónustu hefst svo afmælis- og aðventudagskrá í Hafnarborg. Dagskráin þar hefst kl. 15.30 með söng Kórs Oldutúns- skóla. Þá mun kór Fríkirkjunnar syngja og nemendur úr Tónlistar- skóla Hafnaríjarðar flytja tónlist. Við lok þessarar stundar verður svo gestum boðið upp á heitt súkk- ulaði og smákökur. Jólavaka Frí- kirkjunnar í Reykjavík ÁRLEG jólavaka Fríkirkjunnar í Reykjavík verður haldin að venju á þriðja sunnudegi í aðventu, 12. desember. Dagskrá jólavökunnar hefst kl. 17 en frá kl. 16.30 mun organisti safnaðarins, Pavel Smid, leika á orgel kirkjunnar og frá kl. 16.45 syngur RARIK-kórinn. Efni jólavökunnar er ijölbreytt í tónum og tali. Ræðumaður jóla- vökunnar í ár verður Valgeir Guð- jónsson, tónlistarmaður og rithöf- undur. Fríkirkjukórinn syngur svo og bamakór og kirkjugestir. Ein- söngvarar verða Helga Rós Indr- iðadóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Erla B. Einarsdóttir og Ragnar Davíðsson. Þátttakendur í barna- starfinu fara með jólaguðspjallið á sinn hátt og í lokin verða jólaljós- in tendruð eins og venja er. Állir em boðnir velkomnir. Aðventu- messa í Arbæjar- safnskirkju AÐVENTUMESSA verður í Ár- bæjarsafnskirkju sunnudaginn 12. desember kl. 13.30. Prestur verður sr. Þór Hauks- son, aðstoðarprestur í Árbæjar- sókn. Organisti er Sigrún Stein- grímsdóttir ásamt félögum úr Kirkjukór Árbæjarsóknar. Jólavaka við kertaljós í Hafnarfjarð- arkirkju HIN árlega jólavaka við kertaljós verður haldin í Hafnarfjarðar- kirkju þriðja sunnudag í aðventu, 12. desember, og hefst hún kl. 20.30. Ræðumaður verður Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, menntaskólakennari á Egilsstöð- um, skáld og heimspekingur. Flutt verður tónlist tengd aðventu og jólakomu undir stjóm Helga Bragasonar organista. Gunnar Gunnarsson leikur á flautu, Ing- unn Hildur Hauksdóttir leikur á píanó. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur m.a. fjóra þætti úr messu eftir William Byrd og félagar úr kómum syngja dúetta, tersetta o.fl. Bamakór Hafnarfjarðarkirkju syngur jólalög undir stjórn Bryn- hildar Áuðbjargardóttur. Við lok vökunnar verður kveikt á kertum þeim sem viðstaddir hafa fengið í hendur. Aðventu- messa Kvennakirkj- unnar AÐVENTUMESSA Kvennakirkj- unnar verður haldin í Hallgríms- kirkju sunnudaginn 12. desember kl. 20.30. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir predikar og sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir ræðir um kvennaguð- fræði og jólatiltektir. Dúfa S. Ein- arsdóttir syngur einsöng, lesin verða jólaljóð og sungin jólalög undir stjórn organistans Sesselju Guðmundsdóttur. Allir em boðnir velkomnir. Vígsluafmæli Askirkju ÞRIÐJA sunnudag í aðventu, 12. desember, era tíu ár liðin frá vígslu Áskirkju í Reykjavík. Þeirra tíma- móta verður minnst í Áskirkju með ýmsum hætti þann dag en þar ber hæst vígsla hins nýja 18 radda kirkjuorgels Áskirkju, sem verður vígt við guðsþjónustu kl. 13.30. Einnig mun orgelleikur skipa veg- legan sess við bamaguðsþjónustu um morguninn kl. 11 og aðventu- samkomuna um kvöldið. Við guðsþjónustuna kl. 13.30 vígir herra Jónas Gíslason, vígslu- biskup, orgelið. Haukur Guðlaugs- son söngmálastjóri Þjóðkirkjunn- ar, leikur síðan einleik á orgelið. Vígslubiskup prédikar, Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng og kirkjukór Áskirkju syngur undir stjóm Kristjáns Sigtryggssonar organista en sóknarprestur þjónar fyrir altari. Athöfninni lýkur með ávarpi Björns Kristmundssonar sóknamefndarformanns. Aðventukvöld Aðventusamkoma hefst í Ás- kirkju kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins er herra Ólafur Skúla- son, biskup íslands. Inga Backman syngur einsöng og Hörður Áskels- son organisti leikur einleik á orgel kirkjunnar og einnig munu hann og félagar úr Kammersveit Reykjavíkur flytja Adagio eftir Albinoni. Ennfremur verður al- mennur söngur og samkomunni lýkur með ávarpi sóknarprests og bæn. í tengslum við guðsþjónustu dagsins og aðventusamkomuna mun bifreið flytja íbúa dvalarheim- ila og annarra stærstu bygginga sóknarinnar til og frá kirkju. Aðventuhátíð íkirkju Oháða safn- aðarins AÐVENTUHÁTIÐ verður í Kirlqu Óháða safnaðarins sunndaginn 12. desember kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins er Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. Rangæingakórinn kemur í heim- sókn og syngur nokkur lög undir stjóm Elínar Óskar Óskarsdóttur. Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Vera Gulázsiová organisti leika tvíleik á fiðlu og orgel. Kirkjukór- inn syngur undir stjórn Vera Gulázsiová organista safnaðarins. Ritningarlestrar verða í umsjá fermingarbama. Sr. Þórsteinn Ragnarssonar safnaðarprestur flytur ávarpsorð og bæn. Ferming- arböm tendra ljósin. Við lok aðventuhátíðarinnar verða veitingar í Kirkjubæ. Kúöaflj ótsbrúiii tekin í notkun Hnausum i Meðallandi. NÚ HEFUR Kúðafljótsbrúin ver- ið tekin í notkun og Austurleið breytt áætlun sinni, því aksturs- leiðin hefur styttst. Brúin verður þó ekki tekin formlega í notkun fyrr en næsta sumar þegar vega- gerð að henni er lokið. Nú er unnið við að grjótverja varnar- garðana við brúna. Lokið er við að stika vegina að Kúðafljótsbrúnni öðru megin en nú á að stika hringveginn báðum meg- inn gegnum sýsluna. Er þó ekki víst að því ljúki núna, komið frost í jörð. Varð seinkun á að stikurnar fengjust afhentar, en nú era notað- ar íslenskar plaststikur sem sjást mjög vel í dimmu. Þessar stikur eru Morgunblaðið/Vilkjálmur Eyjólfsson Það gustar kalt suður eftir Kúðafljóti í norðanátt á jólaföstu. Og það er ískrið í fljótinu og allmikið vatn eftir hlýtt haust. sveigjanlegar og ættu að þurfa næsta vor og verður full breidd á minna viðhald en tréstikurnar. báðum brúnum. Brúa á Skálm og Djúpabrest - Vilhjálmur. IKISMENN HF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.