Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 72
'sí>mG69IW0^slSBRÉFNmm, pósthólf'mIo'/ AKUREYRÍ: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 11. ÐESEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Veruleg lækkun á þotueldsneyti Morgunblaðið/Rúnar Þór Unnið af kappi við olíuhreinsun ÁTTA til tíu þúsund lítrar af olíu fóru í holræsi Siglfírðinga og þaðan í sjóinn í fyrrinótt eftir að frosttappi í leiðslu olíutanks SR-mjöls sprakk þegar hlýnaði. í gær var unnið við að dæla olíunni úr holræsakérfínu og hreinsa hana upp og eins og myndin sýnir var það mikið verk. Sjá einnig bls. 33. Gæti sparað Flug- leiðum allt að 140 milljónir kr. á ári VERÐ á flugvélaeldsneyti hefur lækkað á Rotterdam-markaði um 25 dollara tonnið eða rúmlega 13% síðan 18. nóvember síðastliðinn og til síðastliðins miðvikudags. Að sögn Guðmundar W. Vilhjálmsson- ar, forstöðumanns hjá Flugleiðum, er þessi lækkun að verulegu leyti komin fram í rekstri félagsins en þó breytist verðið nokkuð mismun- andi hratt eftir því um hvaða flugvöll og hvaða seljanda er að ræða. Haldist óbreytt verð í botni í heilt ár sparar það Flugleiðum um tvær milljónir dollara, rúmlega 140 milljónir króna, í eldsneytiskostnaði en eldsneytiskostnaður er um 11% _ af rekstrargjöldum. Guðmundur Nýjar áhersl- ur gagnvart ríkjum Asíu JÓN Baldvin Hannibalsson utan- rikisráðherra hefur þegið boð um að heimsækja Asíuríki á næsta ári og hyggst í framhaldi af því leggja fram tillögur um hvernig íslenska utanríkisþjónustan getur best staðið að því að styrkja forsvar Islands gagnvart ríkjum Asíu. Þetta kemur fram í skýrslu utan- ríkisráðherra til Alþingis um utan- ríkismál. kvaðst ekki geta sagt til um hver áhrifín væru þegar orðin í krónum talið. „Þetta er ágætis jólagjöf,“ sagði hann. Aðspurður um áhrif lækkunar- innar á fargjöld sagði hann að fyr- ir lægju yfírlýsingar nokkurra bandarískra flugfélaga um að þau hygðust nýta lækkunina til að bæta fjárhag sinn fremur en að lækka fargjöld. Guðmundur sagði að áður en verðlækkunarinnar tók að gæta um miðjan síðasta mánuð hafí verð á þotueldsneyti um hríð verið undir meðaltali síðustu ára. Á tímabilinu frá janúar 1989 hefur verð á þotu- eldsneyti sveiflast frá 160 dollara lágmarki vikurnar fýrir Persaflóa- stríðið og í yfír 400 dollara tonnið meðan á stríðinu þar stóð en lengst af verið í kringum 200 dollarar. Samkomulag stj órnarflokkanna um sj ávarútvegsfrumvörp Utanríkisráðherra segir m.a. að það sé ekki tilviljun að iðnríki Evrópu og Ameríku beini æ meir sjónum sínum til landa Austur- og Suðaust- ur-Asíu. „Þjóðveijar hyggjast nú endurskipuleggja utanríkisþjónustu sína með aukna áherslu á Asíu í huga og af orðum Clintons Banda- ríkjaforseta í Seattle nýlega mátti ráða að tengsl Bandaríkjanna yfír Kyrrahafíð yrðu forgangsatriði hans stjórrtar. ísland, þótt smærra sé og fjarlægt, getur ekki leitt þessa þróun hjá sér frekar en stærri ríki. Ríki á þessu svæði eru ekki aðeins markað- ur með gífurlegan vaxtarþrótt og möguleika heldur má þess og vænta að þau muni beita sér æ meir á hin- um pólitíska vettvangi," segir utan- ríkisráðherra m.a. í skýrslu sinni. Þar segir einnig að fastmótaðri fríversl- unartengsl við Bandaríkin geti tryggt enn meiri festu og öryggi í viðskiptum landanna. Sjá „Stefna ber ...“ á miðopnu. Yirk sóknarstýring smá- báta með banndagakerfi STJÓRNARFLOKKARNIR hafa náð samkomulagi í aðalatriðum um breytingar á frumvarpi um stjórn fiskveiða og veiðar smábáta skv. tillögum sjávarútvegsráðherra. Gera þær ráð fyrir að komið verði á virkri stjórnun veiða smábáta með banndagakerfi og að hámarks- afli á fiskveiðiári miðist við meðaltal síðustu tveggja ára, sem þýð- ir aukningu frá upphaflegum tillögum upp í um 20 þús. tonna heildarafla. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smá- bátaeigenda, segir að mikilvægar breytingar hafi verið gerðar á frumvarpinu til góða fyrir smábátasjómenn en hann segist vera nyög ósáttur við þann fjölda banndaga sem gert væri ráð fyrir og segir þá þýða að smábátasjómenn verði í miklum vandræðum með að stunda sjósókn í banndagakerfinu sem heils árs atvinnugrein. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra mun leggja fram frumvörp- in um stjórn fiskveiða, Þróunarsjóð og Hagræðingarsjóð á Alþingi eftir helgina og leggur áherslu á að Hag- ræðingarsjóðsfrumvarpið verði af- greitt fyrir jól, svo að hefja megi endurgjaldslausa úthlutun aflaheim- ilda sjóðsins. Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra segist vera ánægður með grunnramma breyting- anna en gerir athugasemdir við fjölda banndaga. Rannsóknir RALA o g Hollustuverndar á hamborgarhryggjum Tvökjötsýni af tólf voru metin í hæsta gæðaflokk TVEIR af tólf hamborgarhryggjum, sem Rannsóknarstofnun land- búnaðarins rannsakaði fyrir Morgunblaðið, lentu í úrvalsflokki hvað varðar fituinnihald. Urbeinaðir hryggir frá Síld og fiski og Sláturfélagi Suðurlands voru metnir í úrvalsflokk, fimm aðrir hryggir voru metnir í venjulegan flokk og fimm hryggir frá fjór- um framleiðendum fóru í lakasta flokk. í gerlarannsókn sem Hollustu- vernd ríkisins framkvæmdi á sömu sýnum, kom í Ijós að 11 af 12 stóðust kröfur, en hryggur með beini frá Síld og físki var metinn ófullnægjandi með tilliti til íjölda stafýlokokka. í greinar- gerð Franklíns Georgssonar, sem gerði rannsóknina, kemur fram að frekari rannsókn hafí leitt í ljós að ekki var um að ræða stofna stafýlokokka sem mynda eitur- efni. Því er ekki hætta á að neysla orsaki matareitrun. Tólf sýni frá níu framleiðendum voru færð til rannsóknar og þar sem aðeins var um að ræða eitt sýni af hverri vörutegund, gefur mat RALA og Hollustuverndar aðeins leiðbeinandi upplýsingar um ástand hennar á hveijum sýnatökustað. í einu sýni reyndist viðbótar- vatn vera 17,5%. I greinargerð Guðjóns Þorkelssonar sem fram- kvæmdi rannsóknina hjá RALA kemur fram að eðlilegt er að bæta pækli í hryggina til að bæta upp þomun og uppgufun við vinnslu upp að ákveðnu marki. Fram kemur í greinargerð Guð- jóns að í flestum löndum Evrópu og Norður-Ameríku hafí verið settar reglur um hve mikið af öðmm efnum eins og pækli má bæta í kjötvömr, en íslenskar reglur hafi verið í undirbúningi í nokkur ár. Sjá einnig bls. 30-31. Gert er ráð fyrir að auk veiði- banns í desember og janúar verði veiðar bannaðar sjö daga í Iok hvers mánaðar og sjö banndagar til viðbót- ar í apríl og ágústmánuði eða alls 146 daga á fiskveiðiárinu, sem verði skipt í flögur veiðitímabil. Veiðar umfram aflahámark á hveiju tíma- bili leiði til skerðingar á sama tíma- bili á næsta fískveiðiári. Horfið frá „lífsháskaveiðum" Öm Pálsson sagðist vera sérstak- lega ánægður með að upphafleg ákvæði fmmvarpsins sem hefðu kall- að á lífsháskaveiðar sjómanna væra nú horfnar úr fmmvarpinu. Hins vegar myndi fjöldi banndaga leiða til þess að miðað við óbreytta sókn ættu smábátasjómenn ekki einu sinni möguleika á að ná 14 þúsund lesta lágmarksaflanum sem gert væri ráð fyrir. Sjá „Verulega komið til móts ...“ á miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.