Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 jHeööur r a morgun ASKIRKJA: 10 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 13.30. At- hugið breyttan messutíma. Herra Jónas Gíslason vígslubiskup vígir hið nýja orgel kirkjunnar og préd- ikar. Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng. Haukur Guð- laugsson' söngmálastjóri Þjóð- kirkjunnar leikur einleik á orgelið og einnig fyrir messu, þar sem einnig verður leikið á eldri orgel kirkjunnar. Kirkjubíllinn ekur. Að- ventukvöld kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins Herra Ólafur Skúlason biskup íslands. Inga Backman syngur einsöng. Hörður Áskels- son leikur einleik á orgel og Adagio eftir Alioni með félögum úr Kammersveit Reykjavíkur. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Barna- og bjöllukórar flytja að- ventutónlist. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Hámessa kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Kór Tónlistarskólans syngur við messuna. Nemendur í Tón- menntadeild syngja jólalög í 30 mín. á undan messu. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Barna- starf í safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjá Maríu Ágústsdóttur. Bænaguðsþjónusta kl. 14. Prest- ur sr. Hjalti Guðmundsson. For- söngvari Ingólfur Helgason. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sókn- arpresta. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Öll börnin saman uppi í kirkju. Fræðsla, söngur og framhaldssagan. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kórsöngur Karla- kórs Reykjavíkur. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Sigurbjörg Hjörleifsdóttir syngur einsöng. Kór Langholtskirkju (hópur V) syngur. Kaffisopi eftir messu. Barnastarf kl. 13 í umsjá Hauks Jónassonar og Jóns Stefánsson- ar. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Ingólfur Guðmunds- son prédikar. Bjöllusveitin Bjarmi leikur. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Börnssonar. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustu. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Messa kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJ ARNARN ESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Hákon Leifsson. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar og Báru. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Jólavaka kl. 17. Frá kl. 16.30 mun organisti safnaðarins Pavel Smid leika á orgel kirkjunnar og frá kl. 16.45 syngur RÁRIK-kórinn. Efni jólavö- kunnar er fjölbreytt í tónum og tali. Ræðumaður jólavökunnar í ár verður Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður og rithöfundur. Fríkirkjukórinn syngur, svo og barnakór og kirkjugestir. Ein- söngvarar verða: Helga Rós Indr- iðadóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Erla B. Einarsdóttir og Ragnar Davíðsson. Þátttakendur í barna- starfinu fara með jólaguðspjallið á sinn hátt. í lokin verða jólaljósin tendruð eins og venja er. Cecil Haraldsson. KVENNAKIRKJAN: Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju sunnudagskvöld kl. 20.30. Sr. Agnes M. Sigurðar- dóttir prédikar. Dúfa S. Einars- dóttir syngur einsöng. Kór Kvennakirkjunnar og Sesselja Guðmundsdóttir stjórna aðventu- söng. Kaffi og umræður. Kvenna- kirkjan. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Organleikur: Sigrún Steingrímsdóttir. Landsvirkjunar- kórinn syngur ásamt kirkjukór. Börn úr 10-12 ára starfi kirkjunn- ar sýna helgileik. Barnaguðsþjón- usta á sama tíma í Árbæjarkirkju og Selásskóla. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Daníel Jón- asson. Tekið við gjöfum í Líknar- sjóð Breiðholtskirkju. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Máté- ová. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í umsjón Ragnars Schram og Guðrúnar Magnúsdóttur. Kvöld- guðsþjónusta kl. 18. Ræðumaður Halla Jónsdóttir. Tónlist Ólafur Schram. Umsjón Ragnhildur Hjaltadóttir. Prestarnir. GRAFARVOGSSÓKN: Vígsludag- ur fyrri áfanga Grafarvogskirkju kl. Guðspjall dagsins: (Mt. 11.) Orðsending Jóhannesar. 16. Biskup Islands Hr. Ólafur Skúlason vígir. Barna- og kirkjukór syngur undir stjórn Sigurbjargar Helgadóttur organista. Einsöngur: Garðar Cortes, trompetleikur: Ás- geir Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson. Lúðrasveit Grafarvogs leikur undir stjórn Jóns Hjaltasonar frá kl. 15.30. Skírnarstund kl. 18.30. Síðasta barnamessan í Fjörgyn kl. 11, Elínborg, Karítas og Valgerður aðstoða. Organisti Ólafur Finnsson. Aðventuhátíð safnaðarins verður 19. des. kl. 20.30 í Grafarvogskirkju. Ræðu- maður: Sr. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Söngleikur í flutningi barna úr Tónlistarskóla Kópavogs. Stjórnandi Anna Júlíana Sveins- dóttir. Organisti Kristín G. Jóns- dóttir. Barnastarf á sama tíma. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Jóla- föndur barnastarfsins í safnaðar- heimilinu Borgum kl. 11. Kópa- vogskirkja kl. 14. Nemendur söngdeildar Tónlistarskóla Kópa- vogs syngja helgileikinn „Hin fyrstu jól“ eftir Michael Hurd í íslenskri þýðingu Önnu Sigur- karlsdóttur og Magnúsar Guð- jónssonar. Maríu syngur Stefanía Valgeirsdóttir, Jósef syngur Hall- dór Björnsson, Gabríel syngur Sigríður Thorarensen, engil syng- ur Hellen S. Helgadóttir. Auk þess fara með sönghlutverk Jón Pétur Friðriksson, Ragnhildur Johns- dóttir og Siggeir Siggeirsson. Auk þeirra koma fram fleiri söngnem- endur í leikhlutverkum og kór. Leikstjóri Anna Júlíana Sveins- dóttir. Undirleik á píanó annast Johannes Andreasen. Eftir flutn- ing helgileiksins orgelleikur, bæn og blessun. Organisti Örn Falkn- er. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ingileif Malberg prédikar. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Sókn- arprestur. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Aðventuhá- tíð kl. 20.30. Sigrún Magnúsdótt- ir, borgarfulltrúi, er ræðumaður kvöldsins. Rangæingakórinn syngur undir stjórn Elínar Ósk Óskarsdóttur. Auður Hafsteins- dóttir og Vera Gulázsiová leika tvíleik á fiðlu og orgel. Kirkjukór- inn syngur. Ritningarlestrar í um- sjón fermingarbarna. Ávarpsorð og bæn í umsjón sr. Þórsteins Ragnarssonar safnaðarprests. Fermingarbörn tendra Ijósin. Veit- ingar í Kirkjubæ. Safnaðarprestur. SÍK, KFUM/KFUK, KSH: „Drott- inn er í nánd“. Almenn samkoma kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Kristniboðarnir Margrét Hró- bjartsdóttir og Benedikt Jasonar- son, sem nýkomin eru heim frá Senegal, taka þátt í samkomunni. Bænastund kl. 20. HVÍTASUNNUKIRKJAN, Ffladelf- ía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Barnasamkoma á sama tíma. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HJALPRÆÐISHERINN: Aðventu- hátíð kl. 16.30 í umsjá barna- starfsins. Helgileikur. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Alt- arisganga. Fyrsta messan eftir endurbætur á kirkjunni. Rútuferð frá safnaðarheimilinu kl. 13.30. Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu eft- ir messu. Barnastarf í safnaðar- heimilinu kl. 11. Börn úrtónlistar- skólanum koma í heimsókn og leika á hljóðfæri sín undir stjórn Dúfu Einarsdóttur. Bíll frá Mos- fellsleið fer venjulegan hring. Jón Þorsteinsson. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 11 með þátttöku Flataskóla. Sunnudagaskóli kl. 13 í Kirkjuhvoli. Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 14. Laufey Jó- hannsdóttir bæjarfulltrúi flytur hugvekju. Kaffiveitingar í Kirkju- hvoli að athöfn lokinni í boði Bún- aðarbanka íslands í Garðabæ. Tónlistarskóli Garðabæjar flytur tónlist bæði í kirkju og í safnaðar- heimili. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐASÓKN: Jólaföndur kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 13. Guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 14. Kór Víðistaðakirkju syngur. Organisti Úlrik Ólason. Ólafur Jó- hannsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Jólavaka við kertaljós kl. 20.30. Ræðumaður Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, skáld og heimspekingur. Flutt verður fögur tónlist tengd aðventu og jólakomu undir stjórn Helga Bragasonar organista. Gunnar Gunnarsson leikur á flautu. Ing- unn Hildur Hauksdóttir leikur á píanó. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur og félagar úr kórnum syngja dúetta og tersetta. Barna- kór Hafnarfjarðarkirkju undir stjórn Brynhildar Auðbjargardótt- ur syngur. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: 80 ára vígsluafmæli. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Barnakór kirkjunnar sýnir helgileik. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Biskup íslands herra Ólafur Skúlason predikar. Fyrrverandi prestar safnaðarins taka einnig þátt í athöfninni. Að lokinni guðs- þjónustu hefst afmælis- og að- ventudagskrá í Hafnarborg. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skólabíl- inn. Aðventutónleikar kl. 17. Kór Keflavíkurkirkju, kór eldri borgara og barnakór syngja jólalög við kertaljós. Hugleiðing. Sóknar- prestur. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barn borið til skírnar. Fermingarbörn lesa ritningarlestra.. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Aðventukvöld kl. 20.30. Einsöngvarar Guðmundur Sigurðsson og Einar Júlíusson. Börn úr Tónlistarskóla Njarðvíkur koma fram. Ræðumaður kvölds- ins Friðrik Ingi Rúnarsson. Ferm- ingarbörn lesa ritningarlestra. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Baldur Rafn Sigurðsson. HVALSNESKIRKJA: Síðasti sunnudagaskóli fyrir jól verður í grunnskólanum, Sandgerði, kl. 11. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Síðasti sunnu- dagaskóli fyrir jól kl. 13.30. Góðir gestir koma í heimsókn. Hjörtur Magni Jóhannsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barn borið til skírnar. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Aðventukvöld kl. 20.30. Einsöngvarar Guðmundur Sigurðsson og Einar Júlíusson. Börn úr Tónlistarskóla Njarðvíkur koma fram. Ræðumaður kvölds- ins Friðrik Ingi Rúnarsson. Ferm- ingarbörn lesa ritningarlestra. Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Baldur Rafn Sigurðsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Jólastund barnanna kl. 11. Barn borið til skírnar. Jólastund íVíðihlíð kl. 14. Barnakórinn syngur. Fermingar- börn aðstoða. Aðventuhátíð í kirkjunni kl. 20. Blönduð dagskrá í tali og tónum. Kirkjukórinn og barnakórinn syngja jólasöngva. Hljóðfæraleikur. Fermingarbörn flytja jólaboðskapinn í helgileik. Sóknarprestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Jólafundur 10-12 ára barna kl. 17. Tómas Guðmundsson. SELFOSSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Barna- og fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Einar Sigurfinns- son og Ingvald Andersen lesa ritningartexta. Munið barnagæsl- una. Að messu lokinni verður haldinn almennur AA-fundur fyrir alla bæjarbúa í safnaðarheimilinu, þar sem rætt verður um efnið: „Jólin og áfengisvandinn". Guðs- þjónustunni verður svo útvarpað á ÚVaff 104 kl. 17. Jólatónleikar kórs Landakirkju kl. 20.30. GAULVERJABÆR: Aðventukvöld kl. 21. STÓRA-Núpsprestakall: Helgi- hald fellur niður í prestakallinu 3. sunnudag í aðventu þann 12. des- ember vegna helgihalds í Skál- holti. Sóknarbörn eru hvött til að sækja þangað og hefst það kl. 20.30. Börn sóknarinnar auk söngfélags Stóra-Núpskirkju syngja það kvöld í Skálholtsdóm- kirkju. HRAUNGERÐISPRESTAKALL: Aðventumessa í Hraungerðis- kirkju kl. 13.30. Barnaguðsþjón- usta í Villingaholtsskóla nk. þriðjudag kl. 11.30. Barnaguðs- þjónusta í Þingborgarskóla nk. þriðjudag kl. 13.15. Leikskóla- guðsþjónusta í Þjórsárveri nk. þriðjudag kl. 14.30. Leikskóla- guðsþjónusta í Þingborg nk. þriðjudag kl. 16. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. HVAMMSTANGAKIRKJA: Að- ventuhátíð sunnudagskvöld kl. 20.30. Kirkjukór Hvammstanga, sem nú erfimmtíu ára, leiðir söng og flytur kórverk undir stjórn Helga S. Ólafssonar, organista. Hugvekju kvöldsins flytur Laura Ann-Howser, kennari. Kristján Björnsson. BORGARPRESTAKALL: Fjöl- skyldumessa verður í Borgarnes- kirkju kl. 11. Börn úr Tónlistar- skóla Borgarfjarðar leika á strengjahljóðfæri. Sóknarprest- ur. Þegar draumórarnir rætast Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Nýliði ársins - Rookie of the Year Leiksfjóri Daniel Stern. Aðal- leikendur Thomas Ian Nichols, Gary Busey, Dan Hedeya, Dani- el Stern. Bandarísk. 20th Cent- ury Fox 1993. “* Er það spurðist út að Daniel Stem ætti að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd hugsaði maður sem svo að nú væri Fox að launa honum þátt hans í stórgröðafyrirtækinu Aleinn heima, þar sem hann leikur annan hrakfailabálkinn. Því synd væri að segja að frægðarljómi stafi af nafni þessa leikara sem hefur sérhæft sig í fíflshætti á hvíta tjaldinu. Með prýðisárangri, að vísu. En Stern kemur á óvart og debúterar með láði, líkt og hann hafí ekki annað gert um dagana en leikstýra. Nýiiði ársins er vel heppnuð unglingamynd, bráðfynd- in og „umhverfísvæn“ í þeirri ein- litu umræðu um óhollustu kvik- mynda sem nú er svo ofarlega á baugi. Og Stern bætir enn einu glópshlutverkinu við safnið. Thomas Ian Nichols leikur Henry, 12 ára strák sem er ósköp venjulegur uns hann handleggs- brýtur sig. Það gerast nefnilega undur og stórmerki þegar gifsið er fjarlægt þá verður þessi fyrrum alræmdi klaufabárður sannkallað undrabarn í hafnabolta. Sinarnar gréru víst eitthvað vitlaust saman með þeim afleiðingum að pjakkur- inn getur nú kastað boltanum hraðar en auga á festir. Og at- vinnumennskan blasir við. Efnið er vissulega margþvælt en fær einlæga og bráðhressa meðferð hjá Stern sem er virki- lega útsjónarsamur og hefur greinilega gott auga fyrir kómísk- um hliðum tilverunnar. Hefur tek- ist að varðveita barnið í sjálfum sér. Sögur sem þessar eru lítið meira en notalegir draumórar, Stern og handritshöfundurinn vita betur en margir starfsbræður þeirra að óþægilegir kaflar eiga þar ekki heima. Að vísu koma tveir „vondir karlar“ við sögu, annar er fláráður náungi sem stígur í vænginn við mömmu Henrys og gerist síðan vafasamur umboðsmaður, hinn undirförull framkvæmdastjóri hafnaboltal- iðsins, leikinn af Dan Hedeya af mikilli innlifun. Senunni stelur þó hinn ungi Nichols sem fer eins trúverðuglega með hlutverk sitt og efni standa til, hefur hreinskil- in augu og verður svo sannfær- andi hissa að eftirminnilegt er. Góður. Aðrir leikarar komast ágætlega frá sínu, hér slá allir á rétta strengi svo úr verður af- bragðsgóð barna- og unglinga- mynd og reyndar ágæt skemmtun allri fjölskyldunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.