Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Kosningar í Rússlandi eftir Arnór Hannibalsson Jeltsin forseti Rússlands bar sigur úr býtum í átökum í ágúst 1991. í kjölfarið leystust Sovétríkin upp. Að völdum sátu í Rússlandi þjóðfulltrú- aráð (1.068 þingmenn) og Æðsta ráðið (252 manns). Þessar valda- stofnanir urðu að taka ákvarðanir um stjórnarfar Rússlands. Æðsta ráðið hummaði fram af sér að setja nauðsynleg lög. Það fékkst ekki til að setja lög um eignarrétt. Það setti ekki lög um fjármálakerfi, um eign- arhald á landi. Þingmenn gerðu sér sýnilega ekki ljóst, að án laga verð- ur ekkert atvinnulíf rekið. Þetta þing var kjörið á tíma Sovétríkjanna. 85% þjóðþingsfulltrúa höfðu verið í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna. Sá flokkur gaf upp öndina við lítinn orðstír, er Stjórnlagadómstóll kvað svo á, að réttmætt hefði verið að banna hann sem samtök glæpa- manna. Það kom til togstreitu og átaka milli forseta og þings. Forseti vildi stefna að markaði og stofnun borg- aralegs samfélags. Þingið vildi halda í sovézk eignarréttarform. Forystu- menn þess bentu á, að öll helztu fyrirtæki í landinu væru í ríkiseign. Því bæri ríkinu að reka þau fyrir- tæki og greiða halla af rekstri þeirra. Þetta olli því að peningaprentsmiðj- an hafði ekki undan og áður en lauk nam fjárlagahalli svimandi upphæð- um, og ekki minna en 25% af þjóðar- framleiðslu. Eftir að þingið sam- þykkti íjárlög í haust stefndi í að peningamagn í umferð ykist um 50% á mánuði. Seðlabankastjóri, Géras- énko, lýsti því yfir fyrir skömmu, að verðbólga ársins 1993 yrði um 1000%, og má þá treysta því að hún er ekki undir, ef til vill yfir, þessu. Kreppan var orðin óviðráðanleg. Vikur og mánuðir liðu. Forsetinn reyndi sitt ýtrasta til að semja við þingið, gaf eftir af stefnu sinni, en án árangurs. í apríl 1993 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla. 67% kjós- enda studdu tillögu um, að kosið yrði til nýs þings áður en kjörtíma- bili sitjandi þings lyki. Að lokum skarst í odda. Þann 21. september þraut forsetann þolinmæðina. Hann rauf þing og boðaði til kosninga. Þingforseti og varaforseti ríkisins bjuggu um sig í þinghúsinu, og kom þá loks í ljós að Rútskoj varaforseti miðaði að því að endurreisa sovézkt skipulag. Hann hvatti fylgismenn sína til uppreisnar, að taka sjón- varpsstöð ríkisins og borgarstjórnar- skrifstofur í Moskvu. Til átaka kom, og tvær skriðdrekasveitir úr her- stjórnarsvæði Moskvu gerðu áhlaup á þinghúsið þann 3. október. Jeltsin var enn sigursæll. Hann boðaði almennar þingkosningar þann 12. desember og jafnframt yrði ný stjómarskrá lögð fyrir þjóð- ina til samþykktar. Stjórnarskrá Þegar haustið 1991 hafði verið samið stjórnarskrárfrumvarp. Það mælti fyrir um þingræðisstjórn með valdalitlum forseta. Þegar innan- landsástandið hélt áfram að versna og átök hörðnuðu, komst Jeltsin að þeirri niðurstöðu að Rússlandi hæfði betur stjórnarfar með valdamiklum forseta. Haustið 1992 lagði hann fyrir stjórnarskrárnefnd að semja nýtt frumvarp. Það var lagt fyrir stjórnlagaþing 1993. Niðurstaðan er stjórnarskrá sem hefur þrískiptingu ríkisvaldsins að hornsteini. Hún er sömu gerðar og stjómarskrá Weimar-lýðveldisins, og Finnar tóku upp og hafa haldið sér við, þar til fyrir skömmu, að þeir fóru að draga úr völdum forseta. Forsetinn skipar forsætisráðherra með samþykki þingsins. Hann legg- ur til við þingið hveijir skuli vera aðalbankastjóri Seðlabankans, dóm- arar Stjórnlagadómstóls, Hæstarétt- ar og aðalsaksóknari ríkisins. For- setinn hefur takmarkað synjunar- vald. Hann getur rofið þing og ákveðið kosningar. Hann stýrir utan- ríkismálum landsins, hann er æðsti yfirmaður herafla ríkisins, hann hef- ur tils'kipanavald. Vera má, að þörf sé á skýru úr- slitavaldi, við þær aðstæður sem nú eru í Rússlandi, og binda svo um hnútana að þing þæfi ekki mál. En hætt er við að oft kastist í kekki milli forseta og þings. Mannréttindaákvæði eru hin mik- ilvægustu í þessari stjórnarskrá. Sérhver borgari á rétt til lífs, per- sónulegrar virðingar og mannhelgi. Trúfrelsi, 'félagafrelsi og málfrelsi er tryggt. Ríkið tryggir einkaeignar- rétt og einkaeign á landi, einnig rétt til húsnæðis, trygginga og heilsuverndar og menntunar. Engan má dæma tvisvar fyrir sama afbrot. Engan má neyða til að bera sakir á sjálfan sig. Ríkið hefur ekki rétt til að reka rússneska borgara úr landi. Nauðungarvinna er bönnuð. Skoðun- arfrelsi er tryggt, svo og réttur til að leita eftir, fá, flytja og breiða út vitneskju, fréttir og upplýsingar. Ritskoðun er bönnuð. Nýr kafli hefst í sögu Rússlands, þegar þessi mannréttindabálkur verður gildandi stjórnskipunarlög landsins. Fyrir hann einan er hægt að horfa framhjá mörgum göllum. Rússland verður sambandsríki. Innan vébanda þess verður 21 sjálf- stjórnarlýðveldi. Þau hafa rétt til fullveldis, en ekki rétt til að segja sig úr lögum við sambandsríkið. Á þessu sviði verða margir ásteyting- arsteinar, því að erfitt verður að samræma miðstýringu sambands- stjórnarinnar og viðleitni lýðveld- anna til sjálfsstjórnar. Mörg ákvæði stjórnarskrárinnar lúta að því að gera þessi samskipti sem þýðust. Þingið verður í tveim deildum. Neðri deild, Dúma, er löggjafarþing, en ekkert lagafrumvarp verður að lögum nema efri deild samþykki og forseti undirriti. í efri deild sitja tveir fulltrúar hvers sjálfstjórnarlýðveldis „Rússneska þjóðin hefur um langt árabil beðið um, að ekki komi til borgarastyrjaldar. Við því má búast, að mikið og margt muni ganga á, áður en til vopnaðra átaka kemur. En það mun taka allmörg ár að koma atvinnulífi af stað og stöðugleika í stjórn- málum þessa volduga og víðlenda ríkis.“ og héraðs Rússlands, en í Dúmunni sitja 450 þingmenn. Þeir mega sitja í ríkisstjórn, a.m.k. þeir sem verða kosnir 1993 til ijögurra ára. Um dómsvaldið gilda hinar viður- kenndu reglur, að dómarar eru óháð- ir og dæma einungis eftir lögum. Dómara er ekki hægt að reka úr embætti fyrir embættisverk sín. Dómarar njóta friðhelgi. Breyti þingið stjórnarskránni, ber að leggja hina nýju stjómarskrá fyr- ir þjóðina, og telst hún samþykkt, ef meir en helmingur kjósenda taka þátt í atkvæðagreiðslu og að helm- ingur þeirra greiði henni atkvæði sitt. Atök framundan Alls fékk 21 flokkur rétt til að bjóða fram til kosninganna 12. des- ember. Sjö þeirra náðu ekki að safna 100.000 meðmælendum, og bjóða því ekki fram. Þeir 13 flokkar sem taka þátt í kosningarbaráttunni beijast af hörku. Þótt margir hljóti að gera Jeltsin-stjórnina ábyrga fyrir því ólýsanlega kreppuástandi sem ríkir í landinu, er gert ráð fyr- ir að flokkur hans, Val Rússlands, muni verða stærsti flokkur á þingi, en þó fær hann ekki meirihluta. Það verður því að mynda samsteypu- Arnór Hannibalsson stjórn, og má gera ráð fyrir átökum, bæði innan stjórnar og á þinginu. Jegor Gajdar, efnahagsmálaráð- herra, hefur lýst því yfir, að mark- mið hljóti að vera að draga úr verð- bólgunni og koma fjárhag ríkisins á viðunandi grunn. Það þýðir að dreg- ið verður úr útlánum banka og pen- ingamagni í umferð, fyrirtæki fá ekki lán til að greiða óreiðuskuldir og halla, en það þýðir að fjöldi þeirra verður gerður upp sem gjaldþrota. Því fylgir gífurlegt atvinnuleysi, sem ríkið hefur ekkert bolmagn til að mæta, því að það á ekki fé til að leggja í atvinnuleysisbætur. Hrika- leg átök eru því framundan og mun þegar eftir kosningar hrikta í hinum nýreistu innviðum ríkisins, sem stjórnarskráin kveður á um. Rússneska þjóðin hefur um langt árabil beðið um, að ekki komi til borgarastyijaldar. Við því má búast, að mikið og margt muni ganga á, áður en til vopnaðra átaka kemur. En það mun taka allmörg ár að koma atvinnulífi af stað og stöðug- leika í stjórnmálum þessa volduga og víðlenda ríkis. Höfundur erprófessor í heimspeki við Háskóla Islands. Bókmenntaumræða á kúpunni eftir Dagnýju Kristjánsdóttur Fyrir hvem er bókmenntagagn- rýni? Fyrir höfunda, lesendur eða annað fjölmiðlafólk? Ákveða gagn- rýnendur í raun hver eftirmæli bóka og tímabila verða? Allar nýjar kynslóðir höfunda og gagnrýnenda hafa þörf fyrir að beija í borðið og segja: Hér er ég! Það höfum við séð í bókmenntasögu ald- arinnar. Yfirleitt notar nýja kynslóð- in sömu aðferðina til að vekja á sér eftirtekt, þ.e. að gera næstu kynslóð á undan hlægilega, búa til hryllings- mynd af verkum hennar, taka svo afstöðu gegn hryllingnum og lofa staðfastlega að nú sé komin betri tíð. Níundi áratugurinn Hryllingsmynd níunda áratugarins af þeim áttunda heitir „Nýraunsæja tímabilið". Aðalhlutverk myndarinn- ar leikur heil kynslóð einbeittra sós- íalrealista, illa skrifandi og illa hugs- andi - en það var samt ekki það versta. Það versta var hve skelfilega leiðinleg verk þessa fólks voru. Þessi goðsögn um áttunda áratug- inn hefur verið endurtekin með nokkrum tilbrigðum í mörg ár og tímabilið verður æ herfilegra eftir því sem sagan um það er sögð oft- ar. Áttundi áratugurinn var „eitt helsta niðurlægingartímabilið í ís- lenskum bókmenntum" sagði Kol- brún Bergþórsdóttir í sjónvarpsþætti fyrir stuttu. Það er ekki furða þó maður verði langleitur yfir svona yfirlýsingum. Á áttunda áratugnum skrifuðu margar kynslóðir rithöfunda; þetta var mikið blómaskeið hjá Guðbergi Bergssyni, Thor Vilhjálmssyni, Svövu Jakobs- dóttur og Jakobínu Sigurðardóttur. Sömuleiðis hjá Þorgeiri Þorgeirsyni, Þorsteini frá Hamri, Vilborgu Dag- bjartsdóttur, Matthíasi Johannessen, Sigurði A. Magnússyni og Jóhanni Hjálmarssyni. Á áttunda áratuginum sló Pétur Gunnarsson í gegn og var bæði heimspekilegur, fyndinn og nýskap- andi í stfl, hið sama má segja um Þórarin Eldjám, Steinunni Sigurð- ardóttur og Sigurð Pálsson. Um hvaða höfunda og verk eru menn að tala sem „nýraunsæja"? Ef einhveijir skrifuðu „ný- raunsæjar" skáldsögur á tímabilinu vom það sennilega Guðlaugur Ara- son, Vésteinn Lúðvíksson, Ólafur Haukur Símonarson og Ása Sólveig. Ætli verk þeirra séu ekki um það bil tíu til fimmtán prósent af öllu því sem skrifað var? Að mínu viti eru þetta líka mjög ólíkir höfundar. Er það virkilega meiningin að þessir höfundar eigi að vera ábyrgir fyrir því að áttundi áratugurinn sé kallað- ur „mesta niðurlægingartímabil“ ís- lenskra bókmennta? Vanir menn og villtar meyjar Að einhveiju leyti verður að skilja goðsögnina um áttunda áratuginn sem lið í baráttu ungra höfunda og gagnrýnenda níunda áratugarins við að komast í sviðsljósið. Og sviðið var svo sannarlega uppljómað á síðasta áratug. Fjölmiðlasprengingin sem varð á þessum tíma, breyt.ti hinni opinberu umræðu hér sem annars staðar. Blöð, útvarp og sjónvarp hafa í æ ríkara mæli svælt undir sig lungann af tíma fólks. Fjölmiðlarnir hafa tekið við upplýsinga- og fræðsluhlutverki bókanna, lagt undir sig þann tíma sem samskipti manna á milli fengu áður og náð á vald sitt hugsun okkar og tilfinningum. Það kom í ljós á níunda áratugn- um að fjölmiðlarnir voru afar viljug- ir til að fjalla um bókmenntir en það varð jafnframt að gerast á forsend- um þeirra sjálfra. Þegar litið er yfir umræðuna í blöðum níunda áratugarins má sjá hvernig höfundurinn fer að skipta æ meira máli, texti hans æ minna. Það eru hin ungu andlit sem Ijósmyndar- arnir elska og það er íjölmiðlavant fólk sem fjölmiðlarnir vilja helst tala við. Og þegar rennt er yfir hin enda- lausu persónulegu viðtöl má sjá hvernig höfundunum er þrýst inn í undarlega stöðluð hlutverk sem lúta meira lögmálum amerískra kvik- mynda en íslenskra bókmennta. Það voru búnar til „stjörnur" sem ætlast var til að léku sín hlutverk. Við vorum t.d. kynnt í myndum og máli fyrir töffurunum Einari Má og Einari Kárasyni, hinni dularfullu „femme fatale" Vigdísi Grímsdóttur, súrrealistanum Sjón sem fékk gjarna „djöfullega" kynningu, eins konar sambland af púka og engli, og Gyrð- ir Elíasson varð hinn feimni smá- strákur sem okkur gat ekki annað en þótt vænt um - svona mætti lengi telja. Eftir að fjölmiðlarnir höfðu mótað höfundana svo í sinni mynd, höfðu þeir áhuga fyrir sínum eigin tilbún- ingi og menn höfðu af þessu öllu nokkurt gaman. En nú, á tíunda áratugnum, virðist gamanið farið að kárna. Nýjar stjörnur Á tíunda áratugnum höfum við séð breytingar í fjölmiðlaheiminum sem virðist meira en nokkru sinni vera að lokast utan um sjálfan sig. Þeir rithöfundar sem héldu að blöð og sjónvarp væru sínir bestu vinir eru væntanlega að uppgötva það núna að það er eðli fjölmiðlanna að eiga enga vini. Bókmenntaáhuginn hjá Stöð tvö er ekki meiri en svo að þegar forlög- in skrúfa fyrir auglýsingapeninga skrúfar sjónvarpsstöðin fyrir bók- menntaumræðuna og snýr baki við Dagný Kristjánsdóttir „Hinar nýju menning- arstjörnur eru ákaflega fjandsamlegar í garð fræðilegrar bók- menntaumræðu. “ bæði stjörnunum og verkum þeirra. í dagblöðunum sjáum við líka þessa dagana hvernig fjölmiðla- myndin er að breytast. Ungir og metnaðargjarnir bókmenntagagn- rýnendur hafa ekki sama áhuga á að búa til stjörnur úr höfundunum; þeir vilja vera stjörnurnar sjálfir. Tónninn í gagnrýninni er orðinn hvassari, menn slá um sig vegna þess að það eru illgjarnar, ögrandi og árásargjarnar staðhæfingar sem vekja mesta athygli. Hið nýja hlut- verk bókmenntanna er þá að vera nauðsynlegt efni fyrir gagnrýnand- ann til að geta slegið sér upp, sýnt sig svo að almenningur geti dáðst að honum og klappað saman lófun- um og klappað gagnrýnandanum öllum utan vegna þess að hann er svo „assgoti harður" og aðrir fjöl- miðlamenn fyllist af undrun og að- dáun og bjóði í umræðuþætti og móttökur. Þetta hlýtur að vera miklu skemmtilegra líf en grúskið. Það segir sig sjálft að hinar nýju menningarstjörnur eru ákaflega fjandsamlegar í garð fræðilegrar bókmenntaumræðu og afar íhalds- samar í dómum sínum. Hvernig má annað vera? Það er aldrei tími til að stoppa við, lesa sér til eða hugsa hálfa hugsun á hinum hröðu hlaup- um á milli umræðuþátta og tölvunn- ar. Illkvittnar athugasemdirnar eiga að breiða yfir yfirborðslegan og oft verulega slæman lestur, hálf- meltan texta og það stress sem fylg- ir því að vera mögulega að gera sér til háborinnar skammar. Að sjálfsögðu eiga gagmýnendur að hafa „stíl“ og skoðanir, en það skiptir meira máli að þeir hafi þekk- ingu, yfirsýn yfir það sem er að ger- ast hér og erlendis og standi undir nafni sem menningarblaðamenn. Árásir ritdómara á „gáfumannaliðið", húmorslausa og óskiljanlega fræðagrúska, og þá hryllilegu femín- ista sem enn ganga lausir, eru sömu- leiðis litaðar af ofsóknarbijálæði; ég veit hreinlega ekki til þess að þessir meintu árásaraðilar hafi opnað sinn munn á hveiju sem á hefur gengið. Lýst er eftir umræðu Vjð eigum ákaflega góða rithöf- unda á Islandi, eldri og yngri höf- unda, gáfaða og vel lesna karla og konur sem eru að reyna að skapa eitthvað nýtt og metnaðarfullt í text- um sínum. Þeir eiga sannarlega skil- ið meiri virðingu og metnaðarfyllri bókmenntaumræðu en þá sem hér hefur verið í uppsiglingu. Höfundur er dósent í íslensku við Háskólann. > i ► i i i ’ i i l i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.