Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993
Afmæliskveðja
Björn Hjálmarsson,
fv. bóndi á Mælifellsá
Elsku Bjössi minn, það er mér
sönn ánægja að senda þér nokkrar
línur í tilefni af 90 ára afmælinu
þínu hinn 7. desember.
Öðlingsmaðurinn Björn Hjálmars-
son, fyrrverandi bóndi á Mælifellsá
í Skagafirði, varð níræður hinn 7.
desember síðastliðinn. Björn er
fæddur að Breið í Lýtingsstaða-
hreppi 7. desember 1903. Foreldrar
hans voru hjónin Rósa Björnsdóttir
og Hjálmar Pétursson. Hjálmar lést
þegar Björn var fjögurra ára og stóð
Rósa þá uppi ein með börnin og það
elsta aðeins 12 ára. Þegar Björn var
sex ára fór hann í fóstur til móður-
bróður síns Ófeigs Björnssonar
bónda í Svartárdal og var þar fram
á unglingsár.
Bjöm steig mikið gæfuspor þegar
hann giftist Þorbjörgu Ólafsdóttur,
mikilli myndarkonu, frá Starrastöð-
um. Þau Þorbjörg og Björn vom
mjög ólík en elskuðu og virtu hvort
annað. Hún var mikill búforkur og
bar yfirleitt áhyggjurnar, en Björn
er einnig mjög duglegur og léttlynd-
ur en yfirleitt ekki með áhyggjur
út af morgundeginum. Bjössi er sér-
staklega ljúfur og elskulegur maður
enda vinsæll mjög og vinamargur.
Ég tel mig mjög lánsama að hafa
fengið að kynnast þessum góðu
merkishjónum.
Fyrst bjó ég með þeim í gamla
húsinu á Mælifellsá í þrjú ár og síð-
an í næsta húsi í fímm ár eftir að
það var byggt. Ég tel mig ekki halla
á neinn, þó að ég segi að fáa hefur
mér fundist vænna um, sem ég hef
kynnst á lífsleiðinni, en hann Bjössa
minn. Hann hefði svo sannarlega
ekki getað verið betri við mig þó að
hann hefði verið faðir minn. Mikið
voru þau Bjössi og Þorbjörg góð við
börnin mín, Hrafn og Þorbjörgu,
meðan við bjuggum hjá þeim og
ætíð síðan. Bjössi leit inn oft á dag
úti í húsi hjá okkur og sagði ævin-
lega við krakkana: „Hafið þið vefið
þekk í dag?“ Þau Þorbjörg og Bjössi
eignuðust þrjú börn: Margeir, bónda
á Mælifellsá, Rósu, húsfreyju á Hvít-
eyrum, og Önnu, kaupmann á Akra-
nesi, allt mjög dugmikið fólk. Af-
komendurnir eru orðnir 17 talsins,
þar af þtjú lítil barnabarnabörn.
Árið 1977 brugðu þau Þorbjörg
og Björn búi og fluttust út á Sauð-
Áttræður
Halldór Elíasson
Hann Halldór Elíasson frá Strönd
í Vestur-Landeyjum varð 80 ára hinn
2. desember síðastliðinn. Halldór,
eða Halli eins og hann var oftast
kallaður, var fæddur á Strönd í
Vestur-Landeyjum. Hann var sonur
Guðrúnar Jónsdóttur sem þar var
fædd og uppalin og Elíasar Guð-
mundssonar bónda í Oddhól á Rang-
árvöllum. Halldór ólst upp á Strönd
með móður sinni og stjúpföður, Her-
mundi Einarssyni. Hann ólst þar upp
með fjórum systkinum, þeim Eiði
Hermundssyni, Jóni Hermundssyni,
Kristínu Hermundsdóttur og Ingu
Hermundsdóttur, en hún lézt fyrir
nokkrum árum.
Halldór fór snemma að vinna enda
var hann elztur barnanna, svo að
ábyrgð var snemma á hann lögð.
Hann var einstaklega duglegur og
hlífði sér lítið. Hann fór einnig ár-
lega á vetrarvertíð í Eyjum í mörg
ár meðan hann var yngri, eins og
siður var í Landeyjunum. Þar átti
hann góðar stundir og kynntist
mörgum mönnum og konum, og
varð sumt af þessu fólki vel þekkt
á íslandi seinna meir.
Þegar Halli hætti að fara á vertíð-
ir féll búskapurinn á Strönd á hans
ábyrgð þar sem foreldrarnir voru
orðnir eldri og bjuggu við heilsu-
brest. Hann gerði mikið til að stækka
túnið og slétta það. Einnig lét hann
gera skurði um landareign Strandar
til þess að þurrka láglendið, en vatn
hefur alltaf verið í meira lagi í lönd-
um Landeyinga. Þetta varð til þess
að hægt var að fjölga búfénaði þar
sem þurrlendið gerði ræktun auð-
veldari. Hann var einn af þeim
bændum sem snemma fengu sér
dráttarvél til að gera ræktun og
árkrók, en síðustu árin hafa þau
verið vistmenn á Sjúkrahúsi Skag-
firðinga á Sauðárkróki. Þorbjörg lést
síðastliðið sumar eftir nokkurra ára
veikindi, en Björn er ennþá mjög ern
og heilsugóður, fer allra sinna ferða
og keyrir meira að segja bílinn sinn
ennþá, geri aðrir betur.
Hann Bjössi minn var samt ófá-
anlegur til að láta halda upp á níræð-
isafmælið sitt þrátt fyrir nokkurn
þrýsting. Sennilega vill hann láta
minninguna lifa um hina glæsilegu
afmælisveislu, sem haldin var í Ar-
garði fyrir fimm árum, þegar hann
varð 85 ára. Það var 200 manna
veisla, sem stóð fram undir morgun
að hætti Skagfirðinga, og voru þar
haldnar ræður og sagðar fyndnar
sögur af þessum heiðursmanni, að
ógleymdum öllum söngnum. En þeg-
ar Skagfirðingar koma saman til að
skemmta sér hljómar söngurinn svo
að um munar, og stundum allt í
heyskap auðveldari. Er það alveg
furða hve einn lítill Massey Fergu-
son, sem ég man eftir, létti undir
við búskapinn.
Halldór var einnig í félagsmálum
Landeyinga og í búnaðarfélaginu.
Hann hafði mjög glöggt auga fyrir
skepnum og þeirra kyni og hæfileik-
um. Þetta sást á Strönd á þeim
gæðaskepnum sem þar voru og
ágætis kinda- og hrossakyni sem þar
var og er enn. Halldór var einn af
bændunum fenginn til að ferðast
vestur í Barðastrandarsýslu til að
ná í fé fyrir Landeyinga snemma á
fimmta áratugnum eftir að allt
sauðfé Landeyinga hafði verið skorið
niður vegna mæðiveiki. Heppnaðist
þetta svo vel að nú er fénaður Lan-
deyinga með þeim bezta í landinu.
Það má efalaust þakka mönnum eins
og Halldóri, sem voru fengnir til að
endurnýja stofninn fyrir um 40
árum.
Halldór bjó allan sinn aldur á
Strönd, fyrst í sambúi foreldra sinna,
en þegar þau féllu frá, með Ingu
systur sinni. Á síðustu árum hans
þar var hann með systursyni sínum,
_______________________________53 ,
röddum þar sem svo margir eru þjál-
faðir úr kórum.
Hann Bjössi minn heimsótti mig
þegar ég varð fimmtug fyrir tveim
árum og þegar fólkinu var farið að
fækka um fjögurleytið um nóttina
sagði þessi lífsglaði öldungur, að við
ættum alveg eftir að dansa.
Bjössi minn, margs er að minnast
frá því að ég kynntist þér fyrst fyr-
ir tæpum 30 árum. Alltaf mun þó
góðvildina og þína léttu lund bera
þar hæst.
Elsku Bjössi minn, ég og fjöl-
skylda mín sendum þér okkar bestu
hamingjuóskir á þessum merku
tímamótum ævi þinnar. Vonandi átt
þú mörg góð ár eftir enn.
Megi þín létta lund og lífsgleði
fylgja þér ævina á enda.
Kær kveðja.
Arnfríður Helga
Richardsdóttir.
Gunnari Karlssyni, sem þar stýrir
nú búskap með mikilli rausn.
Fyrir nokkrum árum hætti Halli
búskap og fluttist að vistheimilinu
Lundi á Hellu á Rangárvöllum. Þar
fann hann sig í hópi margra gam-
alla og góðra vina og kunningja.
Hann unir sér þar vel, en ferðast
mikið um nálægar sveitir og héruð
og kemur stundum í Landeyjarnar
að líta á hlutina. Eitt sem ég hefi
tekið eftir með Halla er að hann
labbar um allar trissur. Einkum varð
þetta auðveldara eftir að hann
gekkst undir mjaðmaruppskurð
vegna giktarsjúkdóms. Held ég að
allar þessr göngur hafí haldið honum
vel við og furðar fólk á hve em og
sperrilegur hann er á þessum aldri.
Vissulega hefur Halldór lært að hafa
ánægju af „gullnu árunum" eins og
elliárin eru stundum kölluð.
Kæri Halli minn, ég óska þér
hjartanlega til hamingju með þennan
merkisáfanga lífs þíns og óska þér
margra ára í viðbót.
Lifðu heill.
Númi.
VEÐUR AISLANDI
I ÍOO ÁR
Hvað veist þú um veðrið?
Verð3.490hÍ
Bráðnauðsynlegt uppsláttarrit fyrir áhugamenn um veðurfar og náttúru.
\*^C^ókin hefur að geyma
upplýsingar um veðurfar
á íslandi 1893-1993.
Stiklað er á stóru um
tíðarfar hvers mánaðar
og markverðustu tíðinda
veðurlagsins getið.
Fjallað er um helstu
óveður tímabilsins og
algengustu veðuráttir.
Sagt er frá helstu hafis-
árum, jarðskjálftum,
eldsumbrotum, snjó-
flóðum, vatnsflóðum
og skriðuföllum. Þetta er
bók sem allir íslendingar
hafa bœði gagn og
gaman af
Isafold Austurstrœíi 10. Ath. opið öll kvöld til kl. 22:00