Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 23 Tímamót í sögu Graf- arvogssafnaðar hafði verið á bilinu ein til tvær milljónir ísl. kr. á einstakling fyrir meðferðina. Er það ekki þetta sem sparnaður í heilbrigðisþjónustunni ætti m.a. að íjalla um? Verður ekki íslenski heilbrigðisráðherrann að læra að skilja þessa hugsun? Að loka heim- ilinu að Gunnarsholti felur ekki annað í sér en að stofna til kostnað- ar (sennilega meiri) annars staðar í kerfinu. Maður verður að reyna að átta sig á því hvað sé árangur af meðferð og hvað það felur í sér að ná þessum árangri í heild og að til er fólk sem ekki nær árangri en þarf engu að síður á hjálp að halda. Starfsemi SÁÁ er fyrirbyggjandi í sjálfu sér. Það er dæmi um sparn- að í heildarsamhengi heilbrigðis- þjónustunnar sem a.m.k. Svíar eru að reyna að tileinka sér. Um árang- ur af hinni nýju meðferðarlínu geð- deildarinnar að Vífilsstöðum skal ósagt látið, en þess getið að fyrir- byggjandi starf og nýjar áherslur skila oft árangri þegar til lengri tíma er litið og er það af hinu góða. Eins og fram kemur af afstöðu heilbrigðisstarfsfólks sem getið var hér að framan og grein þeirra Tóm- asar og Óttars ber með sér er það allt of algengt að menn innan heil- brigðisþjónustunnar horfi einungis til þess sem þeir sjálfir eru að gera. Þannig sést mönnum yfir hlutverk sitt og vægi í heildarsamhengi þeirr- ar þjónustu sem samfélagið þarfn- ast. Þetta leiðir til þess að yfirmenn heilbrigðismála taka stundum sam- hengislausar geðþóttaákvarðanir, illa yfirvegaðar og óskiljanlegar eins og nú virðist hafa orðið með Gunn- arsholt og boðaður niðurskurður á fjárframlögum til áfengismeðferðar felur í sér. Höfundur er framkv.stj. afeitrunarsjúkrahúss í Svíþjóð. Hann hefuráttsæti íStjórn sjúkrastofnana Reykjavíkur (1986-1990). eftir Vigfús Þór Arnason Það var fyrir rúmum fjórum árum að eiginlegt safnaðarstarf hófst í Grafarvogssókn í Reykjavík- urprófastsdæmi eystra. Stuttu áður eða 5. júní 1989 var stofnfundur Grafarvogssóknar haldinn. Fyrsta verk nýkjörinnar sóknarnefndar var að velja fyrsta sóknarprestinn. Á fyrsta fundi sóknarnefndar kom fram áhugi á að reyna að koma upp kirkjubyggingu sem fyrst, þar sem það skiptir megin máli fyrir alla söfnuði að hafa starfsaðstöðu, að ekki sé talað um í kirkjusókn þar sem fjölgun sókn- arbarna hefur verið mjög mikil frá ári til árs. Þegar sóknin var stofnuð tilheyrðu henni rúmlega þtjú þús- und sóknarbörn, en nú fjórum árum síðar eru þau orðin níu þúsund tals- ins. Safnaðarstarfíð hófst síðan með Innsetningarguðsþjónustu sem fór fram 22. október 1989 í Félagsmið- stöðinni Fjörgyn. Dómprófastur séra Guðmundur Þorsteinsson setti nýkjörinn sóknarprest, séra Vigfús Þór Árnason, í embætti. í félags- miðstöðinni Fjörgyn hefur söfnuð- urinn haft aðstöðu allt til dagsins í dag, þá er við flytjum með allt safnaðarstarfið í Grafarvogskirkju. Það hefur verið gott að starfa í Fjörgyn og samstarfið við starfs- fólkið þar og í skólanum hefur ver- ið mjög gott, en eðlilega hefur ekki verið hægt að komast að með allt starfið þar í félagsmiðstöð sem fyrst og síðast er ætluð fyrir félags- starf unglinganna. En þrátt fyrir aðstöðuleysið hefur söfnuðurinn tekið virkan þátt í safnaðarstarfinu og guðsþjónustur hafa verið afar vel sóttar. .Ef við lítum aðeins að þessu hausti þá má segja að það hafi verið fullt út úr dyrum við hveija guðsþjónustu, bæði barna og al- mennar guðsþjónustur. Slíkan hug sóknarbarnanna til kirkjunnar ber að þakka, en við vitum og trúum, að enn mun starfið vaxa, er við fáum aðstöðu í okkar eigin kirkju. Nú þegar fyrri áfangi kirkjunnar verður vígður eignumst við safnað- arsal, sem notaður verður fyrir guðsþjónustur, barnamessur, æskulýðssamkomur, tónleika o.s.frv. Á þeirri hæð kirkjunnar sem nú verður tekin í notkun, er einnig fundarherbergi, kennslu- stofa fyrir fermingarbörnin og að- staða fyrir æskulýðsfélag, skrif- stofa sóknarprests, eldhús, tækja- geymsla, tæknirými o.s.frv. Þegar litið er til safnaðarstarfs- ins kemur fljótt upp í hugann hve lánsöm við höfum verið með fólk sem hefur valist til forystu í söfn- uðinum. Við eigum að fólk sem er reiðubúið að fórna óendanlega miklum tíma fyrir söfnuðinn. Það er því eðlilegt við þau tímamót sem nú blasa við að þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóginn fyrir fórn- fúst starf á liðnum árum, um leið og við hlökkum til að halda áfram uppbyggingarstarfinu. Byggingu kirkjunnar sem stend- ur mjög miðlægt í sókninni, er ekki lokið. Enn er unnið að allri gerð hennar, en hún er teiknuð af Séra Vigfús Þór Árnason. „Það upphaf markast af vígslu næsta sunnu- dag, 12. desember, þá er biskup Islands herra Ólafur Skúlason vígir fyrri áfanga kirkjunn- ar. Vígsluathöfnin hefstkl. 16.00.“ arkitektunum Finni Björgvinssyni og Hilmari Þór Björnssyni. Næstu verkefni verða væntan- lega að ganga frá kirkjunni utan- húss og fegra allt umhverfi henn- ar. Hér má bæta við því verkefni sem er uppbygging á Borgarbóka- safni í kirkjunni. Því verkefni, þeirri áætlun Reykjavíkurborgar, hefur verið fagnað mjög svo, af íbúum hér í Grafarvogi. Þegar þetta er skrifað er farið að líða á aðventu, sem ávallt er yndislegur tími. Þá tendrum við aðventuljósin sem lýsa svo bjart í skammdegismyrkrinu. Öll benda þau í eina átt, til þess „sem stend- ur við dyrnar og knýr á, til þess“ sem brýtur ekki brákaðan reyrinn“, til þess „sem varð hold á jörð og býr með oss“. Fyrir okkur sem búum í Grafarvogi, verður þessi aðventa sérstaklega minnisstæð, þar sem við erum nú að eignast hús, kirkju, hvar starfið fyrst og síðast mótast af boðskapnum um aðyentukonunginn, um barnið sem fæddist á hinum fyrstu jólum, mót- ast af boðskapnum um Jesú Krist. Við hefjum nú starfið í húsi sem er tileinkað honum, þar sem allt starfið er unnið Guði til dýrðar og manninum til heilla. Það upphaf markast af vígslu næsta sunnudag, 12. desember, þá er biskup Islands herra Ólafpr Skúlason vígir fyrri áfanga kirkjunnar. Vígsluathöfnin hefst kl. 16.00. Við þessi tímamót í sögu safnað- arins má óska sóknarbörnum í Grafarvogi til hamingju með merk- an áfanga. Höfundur er sóknarprestur í Grafarvogssókn. FLÍSASKERAR OG FLISASAGIR z - -±- -'ó s -1 iyfi 1U lis m Stórhnfða 17. við Gullinbrú, sími 67 48 44 RAUNSÖNN FRÁSÖGN JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR 3.290 kr. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ - góð bók um jólin H F Margbrotíð líf Jökuls Jakobssonar .UND, Jóhanna er raungóð kona og sannkölluð hetja sem • barist heíur við lausn ýn ú isa verk- ITie^ ótrúlegum ártuigri." i.Það þarf vissulega kjark til að opinbera einkalíf sitt með þeim hætti sem hér heíur veriðgert" . Jón Birgir Pétursson, I * Alþýðublaðið 3. desember o & s&tí ^sember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.