Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Jólabækur frá " Hörpuútgáfunni Smásögur - Endurminningar s / A LANDINU BLAA Smásögur og þættir Afmælisbók Jónasar Árnasonar Fáir íslenskir höfundar hafa notiö meiri vinsælda en Jónas Árnason. Honum hefur tekist að draga upp svipmyndir sem seint gleymast. Hlý kímni hans er grátbrosleg, oftar í ætt við gáska og kæti en kaldhæðni. Skemmtileg bók sem margir munu fagna. LIFSGLEÐI Viðtöl og frásagnir sjö þekktra samferðamanna. Sagt er frá viðburðaríku lífi, skemmti- legum og ógleymanlegum persónum, gildi trúar og já- kvæðs lífsstíls. Þeir sem segja frá eru: Áslaug S. Jensdóttir, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Einar J. Gíslason, Kristinn Þ. Hallsson, Pétur Sigurðsson, Sigfús Halldórsson og Sigríður Rósa Kristinsdóttir. Þórir S. Guðbergsson skráði. Verð: 3420 kr. Verð: 2990 kr. una MATREIÐSL UBOK MARGRETAR Höfundur þessarar bókar, Margrét Þorvaldsdóttir, hefur dvalið víða erlendis og kynnst þar matarvenjum ýmissa þjóðá. Uppskriftirnar eru aðlagaðar íslenskum aðstæðum og innlendu hráefni. Fljótlegt, ódýrt, Ijúffengtog auðvelt, eru aðalsmerki bókarinnar sem er prýdd fjölda litmynda. ENN Ný spumingabók eftir Ragnheiði Erlu Bj'arnadóttur Efni bókarinnar er ætlað lesendum á öllum aldri og spurningarnar ýmist léttar eða þungar um hina ólíkustu efnisflokka. Hér eru um 700 spurningar settar fram með sama hætti og í spurningakeppni framhaldsskójanna. Skemmtilegt tómstundagaman fyrir fjölskyldur,%kóla og vinafundi. Verð: 2990 kr. Verð: 1690 kr. HÖRPUÚTGÁFAN STEKKJARHOLT 8-10 - 300 AKRANES SÍÐUMÚLI 29 - 108 REYKJAVÍK Lokaathugasemd víð lokasvar listrýnis eftir Daníel Þ. Magnússon Bragi Ásgeirsson listrýnir Morg- unblaðsins birtir í Morgunblaðinu 3. desember grein sem hann kallar lokasvar til stjórnarmanns í Nýlista- safninu. Þar sem Bragi hefur ákveð- ið að draga sig í hlé frá þessum skrifum, mun ég gera slíkt hið sama, þó ég finni til vissrar ófullnægju og ógleði hvað varðar svör hans við mínum fyrirspurnum. Mun ég því gera lokaathugasemd við lokasvari hans til að sýna honum og lesendum Morgunblaðsins fram á að listrýnir- inn hefur þar engu svarað. Athugasemd mín er eftirfarandi: I upphafi þegar ég fór af stað með mín skrif í Morgunblaðið var það vegna máls er varðaði gagnrýni á sýningu í Nýlistasafninu. Gagnrýni þessi birtist í Morgunblaðinu 29. september undir titlinum „Kjúkl- ingafræði". Gagnrýni þessi þótti vera slík fordild og aulahúmor að ekki væri hægt annað en svara henni, eða að minnsta kosti gera við hana athugasemd. Ég undirrit- aður gerði það að tillögu minni að ég fengi umboð safnsins til þess arna og var það samþykkt. Um þetta getur Bragi Ásgeirsson sann- færst ef hann fer sjálfur í eigin persónu á skrifstofu Nýlistasafnsins og biður um afrit af fundargerð þessari. Ég vísa því á bug öllum flóttaleið- um Braga Ásgeirssonar þess efnis að greinar mínar og athugasemdir séu „skálkaskjól" til að sverta skrif hans í Morgunblaðið eða persónu hans. Það sem mér gekk til var að benda ritstjórum blaðsins á að grein þessi, „Kjúklingafræði", væri ekki í samræmi við þær kröfur sem þeir gerðu við gagnrýnendur blaðsins, sem er „fagleg vinnubrögð og rök- studd skoðun". Þetta gerði ég skil- merkilega í grein sem birtist 13. nóvember og færði rök fyrir máli mínu. Bragi Ásgeirsson svaraði mér síðan, laugardaginn 20. nóvember, með skætingi og útúrsnúningum og reynir að sveija af sér stóryrðin með því að búktala þau í gegnum saklaust fólk. Þetta sýndi ég fram á í grein sem birtist laugardaginn 27. nóvember, og sannaði með hvaða hætti og af hvaða siðleysi Bragi Ásgeirsson notaði sér heimildir og heimildarmenn einungis til að koma óorði á listastefnur sem falla honum ekki í geð. I þessari sömu grein skoraði ég einnig á Braga að hann útskýrði fyrir mér og iesendum blaðsins, hveijir væru samsæris- menn á bak við uppgang núlista á Norðurlöndum og hver væri þeirra listræni smekkur. I því sambandi bað ég hann að nefna nöfn okkur til jglöggvunar. I grein sinni, „Lokasvar til...“, sem átti að vera svar til mín og lesenda blaðsins, kemur hann ekki inn á nein af þeim efnisatriðum sem ég gerði fyrirspurnir um. Þess í stað grípur hann til sama fullyrðinga- raupsins og áður. Vopnaður heims- pressunni sjálfri, talar hann um að „menn eru nefnilega iðulega í ræðu og riti...“ og „alltaf sömu verk ákveðins hóps núlistamanna“ og „er menn fjölfalda skúlptúrverk, eða veggfóðra sýningarsali..." og „sem örfáir listmógúlar stjóma í krafti sambanda og fjármagns," og „Menn hafa lika miklar áhyggjur ef marka má listapressuna". Og svona má lengi telja. Aðeins einu sinni nefnir hann á nafn aðila sem rennt gæti stoðum undir kenningar hans um spillingu og samsæri. Er það lista- maðurinn Daníel Buren, en hann á að hafa skrifað „fræga ritsmíð“. Eins og sjá má er ekki mikið kjöt á þessum beinum, en þegar búið er að ijúfa vök á fituskánina má finna í pottinum aðra bita hálfsoðna, og vil ég nú stinga í þá og kanna þeirra bragð. í upphafi greinar sinnar held- ur Bragi Ásgeirsson því fram að Daníel Þ. Magnússon „í grein sinni „Loka- svar til...“ sem átti að vera svar til mín og les- enda blaðsins, kemur hann ekki inn á nein af þeim efnisatriðum sem ég gerði fyrirspurnir um.“ honum hafi borist njósn af skrifum mínum. Á mér að skiljast að ég fari fyrir hópi kaffihúsagesta sem geri að honum hróp í gegnum mín orð. Þannig að píslarvætti hans er fullkomnað, fyrir svo utan það að ég hafi ekki á hraðbergi ýmsa til- burði sem kitla hégóma hans, eins og þann að enda greinar mínar og athugasemdir á orðunum „yðar ein- lægur“. Hlær skessa mín. Ofan í kaupið reynir maðurinn að klessa á mig þeim ávirðingum að ég hafi ásakað hann um fáfræði.og væri slíkt „lægsta stig rökræðu". Þarna er Bragi að vitna í sjálfan sig en reynir að eigna mér orðin, því hann segir orðrétt í grein sem birtist 20. nóvember: „... um þetta getur Daní- el fræðst ef vill, en ég efast stórlega um og kjósi frekar að orna sér í því cosy comer fáfræðinnar sem hann hefur valið sér í listinni.“ Þarna sprændi bóndinn í eigin brunn. Mér er það óskiljanlegt hvemig Bragi fer að því að lesa persónuníð út úr mínum skrifum. Ég veit ekki betur en hann hafi farið langar leið- ir í þeim efnum að skilja í sundur listrýni frá listgeranda, þegar hann hélt sýninguna „100 rnyndir" á Kjarvalsstöðum fyrir nokkmm ámm. Af því tilefni lét hann útbúa af sér mynd þar sem hann sat sitt hvom megin við sama borðið, og prýddi mynd þessi sýningarskrána. Myndin var notuð til að árétta fyrir sýningargestum að hér væri um sinn hvom aðilann að ræða, annars veg- ar listamanninn og hins vegar list- gagnrýnandann. Eg ætla bara að vona að persóna hans sé sömu meg- in og listamaðurinn. Að gefnu til- efni vil ég því endurtaka fyrri orð, að mér komi persóna Braga Ás- geirssonar ekkert við, hans fata- smekkur og mataræði eru ekki mín- ar jússur, en það sem hann skrifar um myndlist kemur mér við og les- endum blaðsins sömuleiðis. Bragi Ásgeirsson þykist hafa fundið á mér snöggan blett þegar hann furðar sig á því, að ég sem rýmislistamaður skuli telja mér óviðkomandi umræð- ur um endurgerð og fjölföldún skúlptúrverka, og væri af þeim sök- um hægt að sjá hveijum skrif mín ættu að vera þóknanleg!!! Má ég þá álykta sem svo að þar sem ég hafi ekki áhuga á því að Bragi skuli kalla sýningu á verkum Rodins súkkulaði lindubuff, þá hljóti ég að halda með Rodin? Gunnari Kvaran? Jacques Valin? Nei, Bragi Ásgeirs- son, ég hef efnislega engan áhuga á því hvaða dóma þú ert að fella yfir öðrum listviðburðum, þú verður sjálfur að klóra þig út úr þeim vanda. Enda sýnist mér þú ekki vera í neinum vandræðum hvað það snertir þegar þú ávarpar Jacques Valin með þeim orðum að hann hafi „heiðrað mig með athuga- semd“. Þá hló skessa mín í annað sinn, því sá maður ásakar þig um að hafa móðgað bæði frönsku þjóð- ina og aðstandendur sýningarinnar. Ekkert minna en það Bragi minn. Sjálfur var ég að gera Braga „vafa- saman heiður" þegar ég ruddist inná vettvang blaðsins með „ávirðingar í hans garð“, svo notuð séu hans eigin orð. Það virðist vera dæmigert fyrir hinn íslenska karakter að hann er jafnan afmyndaður í grettum þegar hann hreytir fúkyrðum í sína eigin Iandsmenn, en þegar hann heyrir nafn sitt kallað frá útlöndum í dúr og moll, rís hann upp og gnæf- ir yfir sláturgerðinni eins og finn- gálkn á strönduðu víkingaskipi, með blandaða svipgerð bergþursa og fjallkonu, fullviss þess að hin út- lenda rödd sé að blessa þá og allt þeirra íslenska vit. Og hana nú. Bragi Ásgeirsson leggur hluta af grein sinni í að draga mig upp sem illa lesinn á listtímarit ýmiss konar sem hann nefnir þó ekki með nafni af einhveijum ástæðum. Sjálfur út- málar hann visku sína fyrir lesend- um þegar hann vitnar í Zeit Magas- in frá 29. október, en ekki til að boða þeim nætursaltaðar og ferskar upplýsingar úr listheiminum, heldur til að færa þeim, og náttúrulega mér, nýjustu fréttirnar úr dýrarík- inu, nefnilega þær að núna eru Þjóð- veijar manna færastir í þeirri list að framrækta beljur. Finnst und- irrituðum það gott og blessað hjá þýskurum. En hvernig honum tekst að spyrða þessar fréttir við sam- tímalist er mér hulin ráðgáta, og ef Bragi væri ekki búinn að segja sitt síðasta orð, myndi ég góðfúslega biðja hann að útskýra þetta með dæmum og tilvitnunum. Allt þetta útúrdúrapár finnst mér vera slappir og hallærislegir síðkjólar til að fela appelsínuhúð málefnaleysis og rök- þrota. Langar mig því einfaldlega til að spyija: Hvað er það sem Bragi Ásgeirsson er að fela? í hveiju ligg- ur allur þessi ótti sem veldur því að hann getur ekki tekið til baka þau orð, sem sýnt hefur verið fram á að vera sprottin af fordómum og vanþekkingu? Og ef ég á að vera persónulegur, þá tel ég að þessi margumrædda gagnrýni hans, „Kjúklingafræði", sé einn mesti smánarblettur á ferli hans sem gagnrýnanda hjá Morgunblaðinu. Að lokum þetta: Bragi Ásgeirsson kallar grein sína lokasvar, og er það gott og blessað. Honum er í sjálfs- vald sett hvort hann les eða svarar athugasemdum mínum. En í lok greinar sinnar segir hann: „Hér hefur því punkturinn á lyklaborðinu mesta vægið í augnablikinu, en ég tel mér fijálst að íjalla um sitthvað er skarar þessi mál í sjónmennta- vettvöngum mínum seinna." Má túlka þetta svo að Bragi hafí ekkert meira um þetta mál að segja, en hann muni vitna í það seinna, í heil- um og hálfum skrokkum, og þá sennilega sér til eldsneytis af ein- hveiju tagi, en á hvaða forsendum verður tíminn að leiða fram. En eitt má Braga vera ljóst, að í því sam- hengi að hann er að draga sig út úr þessari deilu, má einungis líta á lokaorð hans sem ragmennsku og flótta, en í leiðinni barnalega hótun um að koma að málinu bakdyrameg- in á öðrum vettvangi. Yðar einlægur, Daníel Þorkell Magnússon. Höfundur er myndlistarmaður og gegnirstöðu varaformanns í stjórn Nýlistasafnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.