Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993
59
Minning
Aðalsteinn Jóhanns
son frá Skjaldfönn
Fæddur 16. maí 1909
Dáinn 1. desember 1993
Látinn er á Sjúkrahúsi ísafjarðar
Aðalsteinn Jóhannsson bóndi frá
Skjaldfönn í Nauteyrarhreppi 84 ára
að aldri.
Það er á góðu vori 1950 að faðir
minn leiðir mig sér við hönd niður
að Bifreiðastöð íslands við Arnar-
hól, ég er að fara í sveit vestur að
Djúpi, að Skjaldfönn. Ég hafði verið
að suða um nokkurt skeið í foreldr-
um mínum um að fara í sveit eitt-
hvað vestur, helst sem næst ísafirði,
en þangað stefndi hugur minn löng-
um eftir að foreldrar mínir fluttu
suður til Reykjavíkur nokkrum árum
áður. Til tals hafði komið að ég
færi að Kirkjubóli í Bjarnadal, en
úr því varð ekki, því að kunningja-
kona foreldra minna kom í heim-
sókn, eitt sinn sem oftar, en það var
Petra Guðmundsdóttir frá Tungu í
Dalsmynni. Hjá henni hafði elsti
bróðir minn verið í sveit í sex sum-
ur, var hún að leita að snúninga-
og smalapilti fyrir vinafólk sitt á
Skjaldfönn. Hér var teningum kast-
að sem áttu eftir að hafa áhrif á
allt mitt líf og hamingju, og reyndar
konu minnar og bama líka.
Á bifreiðastöðinni er múgur og
margmenni, þijár rútur sem bíða
eftir fólki sem fara vestur í dali og
alla leið að Arngerðareyri. Þar heils-
ar faðir minn fullorðnum manni sér-
lega sviphreinum og geðfelldum. Það
er Jóhann Ásgeirsson. Ég sé að þeir
þekkjast vel, en vissi ekki þá að afí
minn Finnbjörn Hermannsson og
bróðir Jóhanns, Kristján, vom vinir.
Þeir höfðu starfað saman í Ásgeirs-
verslun á ísafirði, urðu síðar verslun-
arstjórar, Kristján á Flateyri en afi
á Hesteyri. Síðan var ávallt nokkur
kunningsskapur milli heimilanna áð
Skipagötu 7 og Skjaldfannar.
Stundvíslega klukkan átta leggja
bilarnir af stað vestur, og er
skemmst frá því að segja að ferðin
vestur að Djúpi tók nánast hálfan
sólarhring. Við brúna á Langadalsá
þjá Neðri-Bakka, bíður okkar ungur
maður, Jóhann frá Laugalandi, sem
flytur okkur síðasta spölinn út
Langadalsströnd, yfir Laugalands-
hálsinn og niður í Skjaldfannardal.
„Þarna sérðu nú Skjaldfönn," segir
Jóhann gamli, en ég sé ekki neitt,
veit varla hvert ég á að horfa, en
þykist sjá ljós frammi í dalnum. Við
ökum um hlaðið á Laugalandi, þar
kemur fólk út á hlað, heilsar Jó-
hanni, síðan er haldið áfram gegnum
túnið á Laugalandi, þar endar reynd-
ar vegurinn, og er nú ekið um síétta
mela eða eyrar milli lyngivaxinna
hólma. Ég sé lítið, enda nánast kom-
ið myrkur. Innan stundar stöðvast
billinn, lengra förum við ekki á bíl.
Þeir nafnamir undrast að ekki skuli
neinn taka á móti okkur, en við för-
um samt út úr bflnum og tínum
dótið út.
Það líður þó nokkur stund, þá
heyrum við til hesta, þeir koma yfir
Selá, en ég hafði ekki áttað mig á,
hver nærri hún var, því varla sást
lengra en bílljósin lýstu, ég er líka
orðinn dofinn og syfjaður, eftir að
hafa verið á ferðalagi frá klukkan
átta um morguninn og vaknað löngu
fyrir brottförina.
Skyndilega er ég glaðvakandi þvf
út úr myrkrinu kemur maður, nei
risi, - með fjóra hesta, hann heldur
um taumana í greipum vinstri hand-
ar fast við granir þeirra. Hestarnir
bera höfuðin hátt, það hvítmatar í
augun, þeir eru óttaslegnir. Risinn
er klæddur ljósgráum seglstriga-
stakk, hálfsíðum, girtur sveru snæri,
eða grönnum kaðli, hann er skarp-
leitur, fölur í framan, hann vindur
sér að okkur án þess að gefa hross-
unum neitt ráðrúm, heilsar okkur,
kyssir Jóhann gamla, en allt, um
leið segir hann, „ég var kominn fyr-
ir góðri stundu og leyfði þeim að
bíta, ég hélt að þeir væru orðnir
vanir bílnum, en þeir hafa sjálfsagt
fælst bílljósin og ruku til baka yfir
ána, ég var svo heppinn að fremra
hliðið á túninu við Traðarlækinn var
lokað og þar náði ég bölvuðum fífl-
unum, annars hefði ég misst þá fram
í dal. Ég er holdvotur eftir að vaða
í ána til baka, hún er í vexti.“ Hann
talar hátt en skýrt. Þegar hann hef-
ur heilsað Jóa á Laugalandi, snýr
hann sér að mér og segir, „og þarna
er líklega nýi vinnumaðurinn" og
hann réttir mér höndina, hönd mín
hverfur í þá alstærstu „höndur“, sem
ég á ævinni hef séð. Þetta er Áðal-
steinn Jóhannsson bóndi á Skjaldf-
önn. Hann hefur ekki sleppt takinu
á hestunum, og ég veit ekki hvort
þeir eru hræddir við risann eða bíl-
inn. En hér eiga þeir engra kosta
völ. Síðan réttir hann okkur taumana
einn af öðrum, tekur í snatri af sér
kaðalinn, bindur pinkla okkar á
klakk. Við stígum á bak og um leið
erum við komnir útí ána, hún er vel
í kvið. Þá fyrst geri ég mér grein
fyrir stærð og breidd árinnar. Ég
heyri að Aðalsteinn spyr Jóhann
gamla, hvort ég sé vanur hestum.
Gamli maðurinn svarar kæruleysis-
lega „það veit ég ekki“, eins og það
skipti nokkru máli hvort ein „kaup-
staðapest" færi á hausinn í ána. Én
Aðalsteinn er ekki ánægður með
svarið og spyr mig beint. Ég segist
vera dálítið vanur hestum. Þá tók
ég eftir því að þeir væru nokkuð
ólíkir feðgarnir, Aðalsteinn varkár
aðgæslumaður en Jóhann gamli gat
verið græskulaus eins og unglingur.
Ferðin yfír ána gengur klakklaust
og á skammri stundu erum við
komnir heim að Skjaldfönn.
Þannig voru fyrstu kynni mín af
Aðalsteini Jóhannssyni, sem áttu
eftir að hafa áhrif á mig óharðnaðan
ungling um ókomin ár, styrkur og
áræði. Það eru þeir eiginleikar sem
unglingar taka mest eftir hjá mönn-
um. Og ég var ekki búin að dvelja
lengi á Sjaldfönn, þegar ég var far-
inn að heyra af Aðalsteini sögur um
afl hans og krafta, sem ótrúlegar
þættu nú, læt ég það vera að lýsa
því nokkuð. Á þessum árum geisaði
mæðiveikin, og þá fóru ráðunautar
frá Hesti um Vestfírði, til kaupa á
nýjum fjárstofni. Auðvitað komu
þeir að Skjaldfónn, þar var fé þekkt
að vænleika. Reist var rétt til bráða-
birgða neðan við bæinn. Þá vill svo
til að einn staurinn fellur, Aðalsteinn
hleypur að gijóthleðslu í Bæjaránni,
tekur þaðan hellu segir mér að halda
staurnum, sem hann rekur síðan
jarðfasta. Ég horfí á annan ráðu-
nautinn sem fýlgist með, hann lítur
til himins og blistrar, segir síðan
stundarhátt, „ég hefði nú látið mér
nægja aðeins minni steinvölu". „Það
gengur ekkert," segir Aðalsteinn,
og skýtur steininum í hleðsluna. Það
fór auðvitað ekki hjá því að ungir
menn fylltust stolti, þegar húsbænd-
ur sýndu afl sitt, svo eftir var tekið.
Annnáluð er kvikfjárræktin á
Skjaldfönn, og allur búskapur, frá-
bærlega snyrtilegur, á þeim tíma
þegar ekkert var farið að huga neitt
að snyrtimennsku í sveitum landsins
almennt, þannig var og verklag allt
við heyskap að sjaldan sáust þar
hrakin hey. Það þurfti því sífellda
aðgát og útsjónarsemi á fámennu
heimili, til þess að allt gengi upp,
eins og útkoman varð svo öllum,
sýnileg, frábærir búskaparhættir,
sem kostaði auðvitað mikla vinnu,
og skal því ekki gleymt að engar
vélar voru þá komnar að Skjaldfönn.
Á sjötugsafmæli Aðalsteins, sendi
þáverandi búnaðarmálastjóri, Hall-
dór Pálsson, honum kveðjur með
þakklæti fyrir störf í þágu sauðfjár-
ræktarinnar og annálaða búskapar-
hætti, sem væru bændastéttinni til
sóma. Halldór var þekktur fyrir ann-
að en hálfvelgju í störfum sínum sem
búnaðarmálastjóri.
Aðalsteinn var náttúrufræðingur
af guðs náð og má segja að þar
hafi hugur hans löngum dvalið.
Hann var í sambandi við þekkta
jöklamenn, mældi skriðjökla með
jöklafræðingum í áratugi, var í sam-
bandi við fuglafræðinga, grös þekkti
hann einstaklega vel, og síðasta verk
að kveldi var ritun dagbókar, þar
var ávallt getið um veðurfar og hita-
stig.
Aðalsteinn var vel máli farinn,
flugmælskur en þó skírmæltur, hon-
um var annt um íslenskt mál. Það
var fyrir nokkrum árum að ég var
að aðstoða hann við eitthvert verk,
sem hann finnur að við mig, ég seg-
ist skuli vandi mig betur, og segi
„okey“. Það verður nokkur þögn,
síðan segir hann með undrun og
sárindum, „ert þú líka farinn að
segja þetta bölvaða Ó1 kjæi“. Orðin
voru svo ljót og ill í munni hans að
þau féllu engan veginn að hugsun
hans né framburði. Þetta varð mér
lærdómsrík lexía, og hugsa ég oft
til hennar, og lét að kenningu verða.
Það vidli því brenna við hjá ungu
fólki að taka fyrst og fremst eftir
hinu líkamlega atgervi, þó að verkin
og verklægnin vottuðu um góðar og
miklar gáfur. Ég var lánsamur þeg-
ar ég tók ástfóstri við Aðalstein og
Hólmfríði og Skjaldfönnina. Eftir því
sem árin urðu fleiri og ég komst til
nokkurs þroska, gerði ég mér æ
betur ljósa mannkosti og drengskap
Aðalsteins, og ég hygg að ég tali
fyrir munn ótalmargra kaupstaða-
drengja, þegar ég segi „að öllum
hafí hann komið til nokkurs þroska".
Sú mynd, sem hér hefur verið
dregin upp af Aðalsteini Jóhanns-
syni, er engan veginn tæmandi, og
lesandinn getur þó vonandi séð, að
maðurinn var fyrirmynd sérstök, og
ætti varla að taka fram að Aðal-
steinn var sérstaklega reglusamur.
I hans huga, hvað þá í orði, kom
aldrei nein víma eða reykur.
Þegar ég kvæntist, átti ég mér
þann draum að sýna konu minni
draumastaðinn minn, Skjaldfönnina,
og þangað fórum við í brúðkaups-
ferð. Síðan eru liðin þijátíu og þijú
ár og höfum við síðan notið vináttu
þeirra hjóna og drengskapar. Að
leiðarlokum eru Aðalsteini færðar
þakkir fyrir ómetanlega vináttu og
Guði færðar þakkir fyrir árin öll.
Aðalstejnn var sonur hjónanna
Jóhanns Ásgeirssonr og Jónu Jóns-
dóttur, sem bjuggu á Skjaldfönn
alla síná búskapartíð og hefur sama
ætt setið að búi að Skjaldfönn yfir
200 ár. Jóhann og Jóna eignuðust
átta börn, sem öllu voru sérstakt
myndar- og atgerfisfólk. Nú eru þau
látin systkinin Aðalsteinn og Rósa
fyrrum húsfreyja að Ármúla, sérstök
gæðakona.
Kvæntur var Aðalsteinn hinni
mestu skörungskonu, Hólmfríði
Indriðadóttur, Þorkelssonar og
Kristínar Jónsdóttur frá Ytra-Fjalli
í Aðaldal. Þau Aðalsteinn og Hólm-
fríður eignuðust 3 börn, Indriða, sem
býr á Skjaldfönn, og á hann tvö
börn. Kristínu, hún býr í Keflavík
og á þijú börn. Jóhann sem býr í
Reykjavík og á hann fjögur börn.
Nú hin síðari ár dvöldu þau hjón-
in á Hlíf á ísafirði, en tvö hin síð-
ustu dvaldi Aðalsteinn lengstum á
Sjúkrahúsi ísafjarðar, saddur líf-
daga. Sífellt var Hólmfríður við hvílu
hans og annaðist hann af einstakri
natni, og mátti hann varla af henni
sjá. Áðalsteinn andaðist 1. desem-
ber.
Við hjónin vottum Hólmfríði,
börnum, tengdabörnum og barna-
börnum samúð okkar, og biðjum
þeim blessunar Guðs.
Mynni Skjaldfannardals horfir
móti opnu Djúpi í norðvestur, en um
miðjan dal skiptir fjallsrani dalnum
og sveigir hann til norðausturs og
horfir þá til jökulsins. Á þessum
rana, sem við kölluðum Horn, eftir
fegurstu vörðu á íslandi, stóð áður
hin ævaforna Digranesvarða. Þar
hlóð ungur maður Hornvörðuna fyr-
ir langalöngu. Hugaðir ferðalangar
geta gengið upp í vörðuna og horft
til dalsins og jökulsins. Hún ber
höfundi sínum vitni um fegurð og
styrk og kraft. Um það vottar jökull-
inn, Hljóðbunga og Hrolleifsborg,
sem bíða hljóð eftir nýjum kynslóð-
um, honum líkum.
Finnbjörn Hjartarson.
í dag, laugardaginn 11. desem-
ber, verður til moldar borinn frá ísa-
fjarðarkapellu Aðalsteinn Jóhanns-
son, bóndi á Skjaldfönn í Nauteyrar-
hreppi. Hann andaðist á sjúkrahús-
inu á ísafirði á fullveldisdaginn 1.
desember 1993.
Aðalsteinn var fæddur á Skjald-
fönn hinn 16. maí 1909 sonur hjón-
anna Jóhanns Ásgeirssonar, bónda
á Skjaldfönn, f. 22. janúar 1885, og
Jónu Jónsdóttur, ljósmóður, f. 2.
ágúst 1882. Jóhann var sonur Ás-
geirs Ólafssonar bónda á Skjaldfönn,
f. 1843, og konu hans, Steinunnar
Jónsdóttur, f. 1841 á Grænanesi við
Steingrímsfjörð. Foreldrar Jónu voru
Jón Ólafsson og Guðrún Sturludóttir
í Ytri-Hjarðardal í Önundafirði, en
þar er Jóna fædd. Þau fluttust að
Stað í Súgandafirði. Jóna lauk ljós-
mæðraprófí 1904 og gerðist þá ljós-
móðir í Nauteyrarhreppi. Börn þeirra
Jóhanns og Jónu voru átta og var
Aðalsteinn þeirra elstur. Þau eru öll
hið mesta myndar- og dugnaðarfólk,
enda ekki liðið skort hvorki í mat
né klæðum, það tryggðu foreldrarn-
ir mjög vandlega, svo og í andlegri
uppfræðslu. Er Skjaldfannarsystk-
inin voru að vaxa upp var alltaf
mannmargt í heimili á Skjaldfönn.
Á Skjaldfönn hefur alltaf ríkt mikil
gestrisni. Þaðan fór engin svangur
frá garði. Aðalsteinn tók við búi á
Skjaldfönn um 1940, en þá kvæntist
hann eftirlifandi konu sinni, Hólm-
fríði Indriðadóttur frá Ytra-Fjall í
Aðaldal.
Á Skjaldfönn var alltaf stórt bú.
Búið var með sauðfé, kýr og hesta.
Þar undi fólk hag sínum vel og mik-
ið starfað, heimilisiðnaður var þar
mikill eins og tíðkaðist á flestum
bæjum til sveita, ull var unnin í fatn-
að og skór saumaðir að ógleymdri
úrvinnslu úr alls konar landbúnaðar-
afurðum. Hangikjötið frá Skjaldfönn
var sérlega vel verkað og komu ná-
grannamir hér áður fýrr með kjöt
sitt til reykingar þangað.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast fólkinu á Skjaldfönn á mínum
uppvaxtarárum, enda mér alltaf vel
tekið þar. Þau Jóna og Jóhann vom
líka skírnarvottar við mína skírn og
auk þess tók Jóna á móti mér er ég
kom í þennan heim. Kann að vera
að þetta hafi haft sín áhrif. Það var
alltaf mikill samgangur og vinátta
á milli heimilanna á Skjaldfönn og
Laugalandi allan ársins hring, Selá
var þar engin farartálmi. Þau vom
mörg vetrarkvöldin sem við á Lauga-
landi komum að Skjaldfönn. Vom
þá oft tekin upp spil og spilað og
gleymdu menn þá tímanum og var
stundum komið fram á nótt þegar
hætt var. Þá var og spjallað um líf-
ið og það sem var að gerast í þjóðfé-
laginu og heiminum. Það sem ein-
kenndi heimilið á Skjaldfönn var
hversu allt var þar hreint og snyrti-
legt bæði utanhúss og innan. Þar
var allt í röð og reglu og hlutir til
flestra nota og þeim sérlega vel við
haldið. Þar fóru ekki verðmæti í
súginn, þar nýttust allir hlutir, að
þeim þurfti ekki að leita þegar átti
að nota þá. í búskapartíð Áðalsteins
og Hólmfríðar fengu þau verðlaun
fyrir snyrtimennsku á Skjaldfönn.
Éyrirhyggja og það að vera viðbúinn
öllu sem að höndum bar einkenndi
þá Jóhann og Aðalstein mjög. T.d.
var aldrei hey- eða eldviðarlaust á
Skjaldfönn í þeirra búskap. Sama
gilti um húsmæðurnar, þær sáu um
það að heimilið yrði ekki matar-
laust, þær gerðu sér grein fyrir því
að ekki var hægt að hlaupa út í búð
þegar varning vantaði.
A Skjaldfönn var mikið til af bók-
um sem höfðu að geyma ýmsan fróð-
leik og voru þær mikið lesnar. Aðal-
steinn hafði unun af að lesa bækur
þegar hann gaf sér tíma til þess frá
önnum dagsins. Ræddi hann þá um
efni þeirra, enda var hann mjög fróð-
leiksfús og vel að sér á mörgum
sviðum, þó að skólagangan væri
ekki löng. Aðalsteinn var mikill nátt-
úruunnandi. Hann fylgdist vel með
öllu lífi og gróðri, enda alinn upp í
skógivaxinni hlíð Skjaldfannardals.
Gróður spilltist ekki í þeirra búskap,
þar var rétt staðið að málum í sam-
skiptum búsmala og gróðurs. Þar
verndaði snjórinn gróðurinn á vetr-
um þannig að hann kom grænn
undan, er vorsólin hafði brætt snjó-
inn.
Aðalsteinn hafði það starf með
höndum að fylgjast með hvernig
Drangajökull hagaði sér, hvort hann
hopaði eða skreið fram. Því starfi ■
sinnti hann af alúð og nákvæmni.
Aðalsteinn skráði niður mjög vand-
lega örnefni í Skjaldfannarlandi og
lýsti stöðum vel og rakti í sumum
tilvikum sögur sem tengdust þeim.
í ársriti Sögufélags ísfirðinga 1986
er mjög fróðleg grein eftir Aðalstein
þar sem hann fjallar um þann þátt
í atvinnusögu Djúpmanna að sækja
rekavið norður á Strandir. Þar lýsir
hann mjög vandlega hvernig var að
þessu staðið og hvemig þurfti að
útbúa hestana í þessar ferðir en við-
urinn var fluttur á hestum yfir
Drangajökul. Ber að þakka að þessi
fróðleikur fór ekki í gleymsku.
Eins og annað var umhirða um
búfénaðinn, kýr, hesta og sauðfé
mjög góð, sem kom fram í góðum
og hollum afurðum. í þessu um-
hverfí ólst Aðalsteinn upp og starf-
aði. Hann sofnaði á kvöldin og vakn-
aði á morgnana við margraddað suð
í Bæjará og Traðarlæk, sem falla
ofan af Skjaldfannarfjalli í gegnum
túnið á Skjaldfönn, og hið lygna suð
í_ Selá, sem rennur meðfram túninu.
Ég vil þakka Aðalsteini fyrir þann
mikla áhuga sem hann sýndi er
kirkjan á Melgraseyri var endur-
byggð fyrir rúmum 20 árum, en
faðir hans, Jóhann, var lengi um-
sjónarmaður með henni í þá tíð þeg-
ar þar var bænahús.
Áðalsteinn á Skjaldfönn er sá
persónuleiki sem aldrei gleymist, en
þetta er víst ferð okkar allra sem
verður ekki undan komist. Ég sendi
konu hans, Hólmfríði, börnum
þeirra, Indriða, Kristínu og Jóhanni
svo og mökum þeirra og börnum,
alúðar samúðarkveðjur með von um
að minningar um hinn látna muni
bregða hlýrri birtu í huga þeirra.
Blessuð sé minning hins látna
heiðursmanns, Aðalsteins Jóhanns-
sonar frá Skjaldfönn.
Jóhann Þórðarson.
Kaupmammhöfn
Það kostar minna |
en þig grunar að j
hringja til útlanda
PÓSTUR OG SÍMI
*58 kr.: Verð á 1 mínútu símtali
(sjálfvirkt val) til Kaupmannahafnar
á dagtaxta m.vsk.