Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993
vW/ J - Framleiðandi Hamt Vörumerki lorgai Gæðaflokkur phri Fita irggi Vatn p:F Prótein Itao Salt eðlilegt telst 2-3% gga Magurt kjöt »ði Umbúðir
A Síld & fiskur Ali Venjulegur 17,6% 62,7% 16,0% 2,72%« 80,6% Lofttæmt
B Síld & fískur Ali* Úrvals 5,7% 69,9% 19,0% 3,42% t 95,3% Lofttæmt
C Ferskar kjötvörur Góður kostur Venjulegur 16,6% 61,9% 17,9% 2,70%« 90,2% Lofttæmt
D Hagkaup** Ómerkt* Lakasti 27,3% 56,1% 12,6% 3,12% t 63,3% Lofttæmt
E Hagkaup** Ómerkt Lakasti 20,0% 59,3% 15,3% 2,51%« 77,0% Lofttæmt
F S.Ö. kjötvörur S.Ö. kjötvörur/Bónus Venjulegur 17,4% 62,2% 16,2% 1,99% 4 81,4% Ólofttæmt
G Nóatún Nóatún Lakasti 23,9% 57,0% 15,0% 1,63% 75,6% Úr kjötborði
H Kjöt og fiskur** Kjöt & fiskur Venjulegur 21,6% 57,0% 20,1% 1,85% vþ 101,0% Lofttæmt
1 Kjöt og fiskur** Okkar hamborgarhr. Lakasti 14,1% 66,5% 13,9% 4,42% t 70,0% Úr kjötborði
J S.S. S.S.* Úrvals 4,9% 70,7% 22,1% 1,10% 4- 111,1% Lofttæmt
K Goði Goði Lakastí 18,8% 63,4% 13,3% 2,80%« 66,8% Úr kjötborði
L KEA KEA Venjulegur 13,3% 64,4% 17,6% 2,81%« 88,7% Lofttæmt
‘Úrbeinaður hamborgarhryggur. **Varan er merkt versluninni sem álykta má að sé framleiðandi. Rannsókn:RannsóknaistotnunlandbúnaöarinslyrirMorgunbtaðið
Meö efna-
greiningum er
hægt nð segjn
til um efnn-
samsetningu
vörunnarog
hvort öðrum
efnum hafi
verið bætt í
hana og þó í
hve miklum
mæli.
Tvö sýni af 12
í úrvalsflokk, fimm í
venjulegan og fimm í þann lakasta
Hvað kostar vatnið? Hlutfall verð*** Framleiðandi Vörumerki viðbótarvatns kr/kg Þar af fyrir viðbótarvatn kr./kg Verð á hrygg ef viðbótarvatn er dregið frá kr.Tkg
A Síld & fiskur Ali 6,1% 1.165 71 1.236
B Síld&fiskur Ali* 4,1% 1.559 63 1.622
C Ferskar kjötvörur Góður kostur -1,5% 892 0 892
D Hagkaup** Ómerkt* 11,6% 1.499 127 1.620
E Hagkaup** Ómerkt 7,2% 1.099 107 1.206
F S.Ö. kjötvörur S.Ö. kjötvörur/Bónus 6,4% 879 56 935
G Nóatún Nóatún 5,4% 998 53 1.051
H Kjöt og fiskur** Kjöt & fiskur -15,4% 998 0 998
I Kjötogfiskur** Okkar hamborgarhr. 17,5% 998 174 1.172
J S.S. S.S.* -7,0% 1.799 0 1.799
K Goði Goði 17,%3 889 153 1.042
L KEA KEA 3,1% 981 30 1.011
‘Úrbeinaður hamborgarhryggur. **Varan er merkt versluninni sem álykta má að sé framleiðandi. *** Verð getur verið misjafnt eftir verslunum. Úlreikningaraviðbólarvalni:RannsóknarstolnunlandbúnaðarinslyrirMorgunblaðiö
HÉR á eftir fer greinargerð Guð-
jóns Þorkelssonar sem gerði rann-
sóknina fyrir Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins:
Með efnagreiningum er hægt að
segja til um efnasamsetningu vör-
unnar og hvort öðrum efnum hafi
verið bætt í hana og þá í hve miklum
mæli.
í hreinum svínahryggjum getur
fítan verið 5-25% og fer það eftir
snyrtingu hans. Próteinið er frá
16-23% og fer minnkandi með vax-
andi fítu og vatnið er 62-74% og
fer minnkandi með vaxandi fitu. Það
er því erfitt að nota beina mælingu
á vatni sem mælikvarða á hve miklu
af pækli og öðrum efnum hefur ver-
ið bætt í vöruna. Mæling á % pró-
teini er hins vegar góður mæli-
kvarði. Nær allt prótein í kjöti kem-
ur úr fitulausu kjöti, þ.e. úr vöðva
og bandvef. Hins vegar getur það
flækt málið að við söltun eru stund-
um notuð bindiefni með próteinum.
Miðað við innihaldslýsingar eru þau
ekki notuð í þessi sýni. Með því að
bera próteinmælingamar saman við
mæligildi fyrir hreinan svínavöðva
má fá mælingu á fitulausu kjöti í
sýninu. Kjötmagnið má reikna út frá
efnagreiningum á þrennan hátt.
1. Fitulaust kjöt finnst með því
að bera saman hlutfall próteins í
vörunni við hlutfall próteins í fitu-
lausum svínavöðva.
2. Magurt kjöt er samkvæmt skil-
greiningu kjöt með 10% fítu, þ.e. %
fitulaust Igotxl.l.
3. Allt kjöt í vörunni fæst svo
með því að leggja saman % fitu og
% fítulaust kjöt.
Með því að draga % allt kjöt,
% salt og % ösku frá 100 fæst mæli-
kvarði á hve mörg % af vörunni eru
önnur efni sem að mestum hluta er
viðbótarvatn. Hluti þessara efna
getur verið kolvetni en í þessum
sýnum eru þau innan við 1% af vör-
unni. Gildi fyrir kjöt geta farið yfir
100% og viðbótarvaran getur verið
mínustala ef varan hefur þomað við
vinnslu.
Gæðaflokkar
í flestum löngum í Evrópu og
N-Amríku hafa verið settar reglur
um hve miklu af öðmm efnum eins
og pækli má bæta í kjötvömr. ís-
Ienskar reglur hafa verið í undirbún-
ingi í nokkur ár. í vömflokknum
fyrir hamborgarhryggi er gert ráð
fyrir þremur gæðaflokkum.
í úrvalsflokk fara vömr með mag-
urt kjöt yfír 95% og með minni fitu
en 15%. Tvö sýni falla í þennan flokk,
þ.e. sýni B og J.
í venjulegan flokk fara vömr með
magurt kjöt yfir 80% og minni fitu
en 25%. I þennan flokk falla A, C,
F, H og L.
í lakasta flokk fara vörur með
magurt kjöt frá 60-80% og fitu allt
að 40%, þ.e. vömr sem eiga að vera
ódýrar vegna mikillar notkunar á
pækli eða vegna mikillar fitu. Undir
þennan flokk falla sýni D ,E, G, I
og K. Vömr með minna magn af
mögm kjöti eða meiri fitu en 40%
má ekki framleiða undir þessum
heitum.
Ekki em sett gildi um salt en
eðlileg gildi em 2,0-3,0%.
Samkvæmt drögum af þessum
reglum verða gæðaflokkar að koma
fram í heiti eða á umbúðum.
Við framleiðslu á hamborgar-
hryggjum er eðlilegt að bæta pækli
í hryggina til að bæta upp þomun
og uppgufun við vinnsluna. I besta
flokknum er þessi blöndun í lág-
marki, í venjulega flokknum innan
eðlilegra marka og í lakasta flokkn-
um mjög mikil og þá í sparnaðar-
skyni til að gera vöruna ódýrari til
kaupmanna og neytenda. Ef vörur
í lakasta flokknum eru jafndýrar eða
dýrari en í hinum flokkunum eru það
hagsmunir vinnslu eða verslunar
sem ráða ferðinni á kostnað neyt-
enda. ■
Formaður Umferðamefndar um sýningu á umdeildu atriði hér
Varist kvikmyndina
HARALDUR Blöndal formaður Umferðarnefndar Reylqavíkur skor-
ar á íslendinga að varast kvikmyndina The Program, Fullkomin
áætlun, sem nú er sýnd í Laugarásbíói en í henni gefur m.a. að líta
atriði þar sem drukkin ungmenni leggjast á hraðbraut. Atriðið var
klippt úr myndinni í Bandaríkjunum eftir að unglingar höfðu látist
við að apa það eftir. Haraldur telur að einnig eigi að klippa atriðið
úr myndinni hér en kvikmyndaeftirlitið hefur samþykkt hana óstytta
til sýninga fyrir alla aldurshópa. „Á dauða mínurn átti ég von en
ekki því að farið yrði að sýna þessi atriði hér. Nóg eru vandamálin
þótt við förum ekki að sýna kennslumyndir í því að kasta sér fyrir
bíla,“ sagði Haraldur Blöndal.
„Ég get ekki séð að það gildi
önnur rök á íslandi en í Bandaríkj-
unum um hættuna af þessum atrið:
um,“ sagði Haraldur Blöndal. „í
auglýsingum fyrir myndina er þessa
sérstaklega getið að þessi umdeildu
bílaatriði séu sýnd. Ég veit ekki
hvort þetta er að kröfu framleið-
anda eða að ósk sýnanda en ég fæ
ekki séð að brýnni nauðsyn beri til
að sýna þessi atriði hér á landi en
í framleiðslulandinu. Sömu rök
hljóta að gilda um áhrif þessa atrið-
is hér og vestra og mér finnast sjón-
armið kvikmyndaeftirlitsins vægast
sagt mjög undarleg. Auglýsingin
er annað hvort ósvífín storkun
gagnvart almenningi þar sem á
purrkunarlausan hátt er verið að
benda á atriði sem kostað hafa
unglinga lífið eða heiðarleg tilraun
kvikmyndahúss til að vara almenn-
ing við myndinni og ég ætla að
vona að síðari skilningurinn sé rétt-
ur og almenningur varist þessa
mynd,“ sagði Haraldur Blöndal.
Aðspurður hvort hann teldi að
þessi umræða yrði ekki til að vekja
athygli á myndinni og atriðinu
umdeilda fremur en hitt sagði Har-
aldur að sýning myndarinnar og
hins umdeilda atriðis væri þegar á
almannavitorði úr fjölmiðlum. í
umræðunni væri að sporna gegn
sýningu gegn ofbeldismyndum þar
sem talið sé að þær auki ofbeldi í
þjóðfélaginu. Sannað sé að krakkar
hafi dáið af því að apa þessa mynd
eftir. „Svona mynd getur eyðilagt
margra ára starf varðandi umferð-
arfræðslu, þarna er beinlínis verið
að hvetja krakka til að leika sér á
götunum,“ sagði hann.
Haraldur var spurður hvort og
þá hvers vegna hann teldi þetta
- atriði á einhvem hátt frábrugðið
ofbeldisatriðum eða eiturlyfjaneyslu
sem eru sýnd í fjölmörgum kvik-
myndum hér á landi. Hann sagðist
telja að í því sambandi skipti máli
að í myndinni væri það gert að leik
að leggjast á hraðbraut en alls stað-
ar þar sem eiturlyfjaneysla væri
sýnd kæmi fram að hún væri refsi-
verð og neikvæð þótt færa mætti
rök að því að kókaínneysla hefði
aukist þar sem hún hefði verið
kynnt sem tómstundargaman fína
fólksins í kvikmyndum. Gagnrýni
við ofbeldisatriði í myndum byggð-
ist nú m.a. á því að hetjur kvik-
mynda séu í vaxandi mæli látnar
beita purrkunarlausu ofbeldi.
Bandaríkin
Hættulegt
æði meðal
unglinga
New York. The Daily Telegraph.
KVIKMYND um skólahetju í
bandarískum fótbolta, sem
sýnir fram á karlmennsku
sína með því að leggjast flat-
ur á fjölfarna hraðbraut,
virðist vpra að valda hættu-
legu æði meðal sumra ungi-
inga í Bandaríkjunum. Er
einn látinn og tveir alvarlega
slasaðir eftir að hafa leikið
„hetjudáðina" eftir.
Hundruð unglinga hafa apað
eftir atriðið í myndinni, sem
heitir „The Program", og til
dæmis er haft eftir lögreglu-
stjóra í Pennsylvaníu, að á
hverjum tírna megi gera ráð
fyrir, að fjórir drengir liggi ein-
hvers staðar á hraðbrautunum
í ríkinu. A Long Island söfnuð-
ust saman meira en hundrað
skólakrakkar til að verða vitni
að þessum karlmennskutilburð-
um strákanna.
Michael Shingledecker, 18
ára gamall, fær þó ekki fleiri
. tcnlf.-færi tjl jrð.sanna si'álfan
Allt lindar-
vatn er
ómengað
á Heiðar-
fjalli
ALLT lindarvatn á vatnasvæði
Heiðarfjalls á Langanesi er
drykkjarhæft og ekki hafa
fundist þrávirk halógenlífræn
efni í sýnum sem þar hafa ver-
ið tekin. Hollustuvernd ríkisins
sem stóð fyrir rannsókn á svæð-
inu í sumar hefur lagt til að
efnagreining á lindarvatni um-
hverfis fjallið verði endurtekin
eftir 3 ár til að fá samanburð
við þær niðurstöður sem nú
hafa fengist.
í skýrslu Hollustuvemdar er
bent á að niðurstöður útiloki ekki
að { gömlum sórphaugum á fjall-.
inu geti verið spilliefni í því magni
að ástæða væri til sérstakra að-
gerða.