Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.1993, Blaðsíða 18
 fram að jólum erum við að bæta við nýjum vörum. Fjölbreytt úrval sloppa, náttfata, nærfata og velúrgalla. Lou, Calida, Louis Feraud, Paloma Picasso. Póstsendum. UU6AVEGI30 • SÍMI624225 PARISARbúðin AUSTURSTRÆTI SÍM114266 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 ► i > I i ) I Vaskur á villigötum eftir Ernu Hauksdóttur í desember fyrir ári voru sam- þykkt á Alþingi lög um 14% virðis- aukaskatt á ýmsa þætti ferðaþjón- ustu, sem ekki höfðu borið skatt fram að því s.s. gistingu og fólks- flutninga innanlands. Samkvæmt lögunum mun skatturinn leggjast á frá og með næstu áramótum. Fyrir skömmu var lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á skattamál- um þar sem aftur eru gerðar róttæk- ar breytingar á virðisaukaskattkerf- inu og er matarskatturinn þar efstur á blaði. Þegar litið er á allar þær breytingar sem felast í bæði sam- þykktum lögum og nýframlögðu frumvarpi og farið er að kalia eftir túlkunum á hinum ýmsu ákvæðum, kemur í ljós þvílík endaleysa að menn rekur í rogastans. Það vekur furðu að verið sé að hækka skatta á þessa einu atvinnu- grein á meðan stefna stjórnvalda hefur verið sú að lækka skatta á atvinnulífið. Bent hefur verið á að ferðaþjónusta er sú atvinnugrein á íslandi sem mesta möguleika á að stækka án frekari fjárfestinga og ferðamannakvótinn ótakmarkaður. Auk þess að mótmæla þeirri óskiljanlegu pólitísku ákvörðun að leggja virðisaukaskatt á þessa þætti ferðaþjónustu á samdráttartímum er fyrirkomulaginu mótmælt. Með þessu er verið að búa til kerfi sem er flóknara en áður var, það stór- skekkir samkeppnisstöðu á mark- aðnum og það býður upp á mun meira skattsvindl en verið hefur. Allt þetta stingur átakanlega í stúf við upphaflega stefnu ríkisstjómar- innar og alla heilbrigða skynsemi. Matarskatturinn í nýframlögðu frumvarpi er kveð- ið á um að virðisaukaskattur á mat- væli í matvöruverslunum lækki úr 24,5% í 14%. Með slíkri ákvörðun er verið að koma á alvarlegri sam- keppnisskekkju, því veitingahúsin eiga áfram að selja sinn mat með 24,5% vsk. Til þess að virðisaukinn í veitingahúsinu fari ekki yfir öll takmörk, hefur verið fundin sú að- ferð að „blása innskattinn upp“ með því að endurgreiða 93,75% af 14% innskattinum. Þessi aðferð gerir veitingahúsin örlítið betur sett en þau em í dag, en er langt frá því „Það er skoðun mín, að ríkisstjórn, sem með annarri hendinni stór- hækkar skatta á at- vinnugrein, en notar hina til að setja á lagg- irnar bjargræðisnefnd í sömu grein þarf aug- ljóslega að hugsa málið upp á nýtt.“ að jafna stöðu þeirra við matvöru- verslanimar. Hvar ætla íslendingar að kaupa þorramatinn? En hvers vegna telst það óeðlilegt að veitingahús og matvöruverslan- imar séu að selja vömr sínar í sitt hvom skattþrepi? Því er auðsvarað. Sala matvöruverslana á tilbúnum mat, jafnt heitum sem köldum, hefur farið vaxandi og er nú orðin mjög umfangsmikil. Algengt er að mat- reiðslumenn séu starfandi í eldhús- um verslana, enda víða verið að selja fjölbreytt veisluföng. Það er því mik- ilvægt að stjómvöld svari því hvort þau séu þeirrar skoðunar að sala á tilbúnum mat, s.s. þorramat, steikt- um kjúklingum, alls kyns skyndibita o.fl. sem fólk kaupir til að taka með sér heim, eigi að bera tvenns konar virðisaukaskatt og fari skatturinn eftir því í hvaða fyrirtæki er verslað. Búbót svarta markaðarins Sem kunnugt er blómstra viðskipt- in í neðanjarðarhagkerfmu og mun vanta u.þ.b. 11 milljarða í ríkiskass- ann skv. nýrri skýrslu skattsvika- nefndar. Talið er víst að veitinga- rekstur í ýmsum myndum eigi þar dijúgan hlut. Ákvæði frumvarpsins um lækkun virðisaukaskatts á mat- vöm er mikil búbót fyrir svarta mark- aðinn, sem ekki greiðir útskatt, en situr þó uppi með innskattinn. Kostn- aður þeirra við þessa breytingu lækk- ar umtalsvert og samkeppnisstaða þeirra gagnvart veitingahúsum sem skila sköttum og gjöldum verður mun tryggari en áður. Krafa SVG er 14% vsk. á veitingahúsin Eðlilegast er að 14% virðisauka- skattur verði lagður á veitingahúsin. Þar með er útseldur matur alls stað- ar í sama skattþrepi og engin sam- keppnisskekkja. Benda má á að á hveiju ári borða 150 þúsund erlend- ir ferðamenn á íslenskum veitinga- húsum fyrir erlendan gjaldeyri og hafa greitt 24,5% virðisaukaskatt fram að þessu. Það þætti dijúg skattlagning í útflutningsverslun- inni. Það má benda á að á Islandi og í Danmörku er hæsti virðisauka- skattur á veitingahús í veröldinni. Þó er ólíku saman að jafna þar sem innkaupsverð danskra veitingahúsa á landbúnaðarvörum og áfengi er u.þ.b. þriðjungur af því sem íslensk veitingahús mega greiða. Hvar er hægt að gista skattlaust? Samband veitinga- og gistihúsa hefur lagt á það mikla áherslu, að ef þingmenn eru ákveðnir í því að láta virðisaukaskattinn ganga yfir gistinguna þá sitji öll gisting í land- inu við sama borð. Samkvæmt túlk- unum sem fengist hafa hjá fulltrúum ríkisskattstjóra eru þar tvær mikil- vægar undantekningar, þ.e. orlofs- hús stéttarfélaganna og veiðihús. Stéttarfélögin í landinu eiga gífur- legan fjölda orlofshúsa. Gisting þar er almennt seld hveijum sem kaupa vill þótt félagsmenn gangi alla jafna fyrir þegar eftirspurn er mest. Það verður því skattlaust að gista í sum- arbústöðum í eigu stéttarfélaganna, Erna Hauksdóttir en ef gist er í sumarbústöðum sem teknir eru af hótelum eða ferðaþjón- ustubændum eins og algengt er, þá þurfa gestir að greiða virðisauka- skatt. Þá komum við að þeirri spum- ingu hvar borgi sig fyrir veiðimenn að búa. Samkvæmt túlkun ríkis- skattstjóraembættisins verður gist- ing í veiðihúsi skattlaus ef hún er innifalin í veiðileyfinu, en eins og kunnugt er, em stangveiðileyfin undanþegin virðisaukaskatti. Hvers eiga aðrir gististaðir á árbakkanum að gjalda? Veiðimenn hafa í mörgum tilfellum átt ýmsa kosti varðandi gistingu, en ef heldur fram sem horfír verður valið auðvelt. Glundroði í innanlandsferðum Hér hefur verið stiklað á stóm varðandi rekstur veitinga- og gisti- húsa, aðrir þættir ferðaþjónustu standa frammi fyrir álíka samkeppn- isskekkju og má t.d. nefna ferðir innanlands. Akureyringurinn, sem ætlar til útlanda, stendur frammi fyrir kúnstugum kostum ef umrætt frumvarp nær fram að ganga. Ef hann fer með flugvél til Reykjavíkur í beinum tengslum við millilanda- flugið þá greiðir hann engan virðis- aukaskatt af innanlandsfluginu, ef hann flýgur til Egilsstaða til að taka feijuna þá greiðir hann 14% skatt á flugið, ef hann tekur rútuna þá greiðir hann 14% skatt, ef hann tek- ur bílaleigubíl þá greiðir hann 24,5% skatt, en ef hann tekur leigubíl þá greiðir hann engan skatt. Það er ekki furða að menn hiksti. Lokaorð Samgönguráðherra skipaði þann 1. október nefnd sem hefur það verk- efni að gera tillögur um að styrkja rekstrargmndvöll heilsárshótela á landsbyggðinni, væntanlega vegna þeirrar staðreyndar sem fram kemur í hagkönnun SVG að fæst hótel landsins eiga fyrir afskriftum og fj ármagnskostnaði. Það er skoðun mín, að ríkisstjóm, sem með annarri hendinni stórhækk- ar skatta á atvinnugrein, en notar hina til að setja á laggirnar bjarg- ræðisnefnd í sömu grein þarf aug- ljóslega að hugsa málið upp á nýtt. Höfundur er framkvæmdastjóri Sambands veitinga- oggistihúsa. Reglugerðarspaugar- ar ganga enn lausír eftir Gísla Gíslason Bifreiðaskoðun íslands hf. er fyr- irtæki, sem ríkið stofnaði þegar Bif- reiðaeftirlit ríkisins var lagt niður. Öll var sú gjörð í anda þess að einka- væða átti bifreiðaskoðun. Fyrirtækið fór geyst af stað. Byggði skoðunar- stöðvar og kynnti okkur nauðsyn þess að skoðun bifreiða væri í sam- ræmi við reglur og staðla erlendis auk þess sem gera þyrfti sér grein fyrir því að EES-samningarnir legðu á þjóðina auknar skyldur í þessu efni. Nú er mnnin upp sú tíð, að Bifreiðaskoðun íslands hf. telur að vegna tapreksturs verði að hagræða nokkuð í rekstrinum og í stað þess að skoða bíla þar sem þá er að fínna, þá er ætlunin að senda hluta þjóðar- innar í lögbundinn bíltúr á þá staði sem fyrirtækinu þóknast að Iáta skoðun fara fram og flytja þannig rekstrarkostnað sinn yfír á hluta bíleigenda. Svo virðist, sem landsbyggðarfólk hafi ekki áttað sig á þessari hagræð- ingarbrellu fyrirtækisins, en tilfellið er að nú þurfa sumir landsmenn að kynna sér rækilega hvernig standa eigi að skoðun bíla þeirra. Sagt er að Vestmannaeyingar þurfi að fara á Hvolsvöll, én það mun vafalaust hafa góð áhrif á rekstur Heijólfs. Reyndar hefði verið skynsamlegra að styrkja rekstur hans enn frekar með því að senda Sunnlendinga og Suðurnesjamenn til Vestmannaeyja. Eigendur vörabíla á Vestfjörðum em sagðir þurfa að leita eftir skoðun bíla sinna í Borgamesi og fleiri skóndin dæmi em í uppsiglingu. Þegar ljóst var að ekki gengi að Bifreiðaskoðun íslands hf. drægi svo úr þjónustu sinni sem útlit er fyrir samdi ríkið við meirihluta sinn í stjóm fyrirtækisins um að einkarétt- ur á skoðun bifreiða félli úr gildi um næstu áramót og mun svo verða. Margir hugðu gott til glóðarinnar og töldu mögulegt að mæta sam- drætti Bifreiðaskoðunar íslands hf. með því að stofna sjálfstæðar skoð- unarstöðvar. En _ svo virðist, sem Bifreiðaskoðun Islands hf. eða stærsti eigandi þess, ríkið, sé ekki á þeim brókunum að gefa eftir þessa einokunaraðstöðu. I drögum að reglugerð um starfshætti þeirra er annast lögboðna skoðun ökutækja Gísli Gíslason „Eg er ekki viss um að ég vilji að vélaverk- fræðingur fari að fikta í bílnum mínum og þá er það ekki eingöngu vejgna þess að hann verður mun dýrari í rekstri en bifvélavirki.“ virðast ráðgjafar og höfundar þjóna bæði ráðuneytinu og fyrirtækinu, enda gera fyrirliggjandi drög útilok- að fyrir nokkum mann að stofna skoðunarstöð. Bifvélavirkjar eru vanhæfir rekstraraðilar, en krafa gerð um að vélaverkfræðingur veiti slíkri skoðun forstöðu. Ég er ekki viss um að ég vilji að vélaverkfræð- ingur fari að fikta í bílnum mínum og þá er það ekki eingöngu vegna þess að hann verður mun dýrari í rekstri en bifvélavirki. í einni grein þessara draga er landið sagt eitt skoðunarsvæði en í annarri að land- inu verði skipt í svæði sem verði úthlutað til skoðunarstofa. Þetta minnir á gamlar hugmyndir um lög- gildingu verslunarstaða hér fyrir aldamótin og virðist ekki beint í frelsisátt. Þá er sú sérstaka kvöð á skoðunarstofum á höfuðborgar- svæðinu að þær verði að taka að sér ,jafna markaðshlutdeild á lands- byggðinni" hvað nú sem það þýðir. Fleira verður að teljast spaugilegt í tengslum við þessi reglugerðardrög og vonandi að þau verði aldrei undir- rituð. Það er reyndar athugunarefni hvort maðkur sé í mysunni varðandi það hvemig unnið er að skipulagn- ingu þessara mála í ráðuneytinu. Fullyrðingum um að sömu aðilar þjóni fleirum en einum herra og að Bifreiðaskoðun íslands hf. sem væntanlegur samkeppnisaðili ann- arra skoðunarstofa hafi óeðlileg áhrif á gang mála, þarf að svara. Um þessi skoðunarmál má lengi fjalla, en látið verður nægja að varpa fram nokkmm umhugsunaratriðum. Hvers vegna er gerð strangari krafa um skoðun bifreiða en annarra far- artækja, t.d. flugvéla, en eins og kunnugt er annast eigendur far- þegaflugvéla á íslandi sjálfir skoðun þeirra? Hvers vegna á að gera strangari kröfur til skoðunar bifreiða á íslandi en víða er gert í nágranna- löndum okkar? Er ekki nægjanlegt að vera með skoðun bifreiða á tveggja til þriggja ára fresti eins og tíðkast t.d. í Þýskalandi og Dan- mörku? Hvers vegna á lögbundin skoðun að vera misjafnlega dýr fyr- ir landsmenn ef hluti þjóðarinnar þarf vegna reglugerðagirðinga að sækja skoðunina um langan veg? Er það til þess að. tryggja rekstur fyrirtækis í eigu ríkisins? Hvert renna sektir sem greiddar em þegar bifreið er ekki færð til skoðunar á réttum tíma? Er það rétt að þeir peningar renni til Bifreiðaskoðunar Islands? Enn má lengi spyija, en í ljósi þess, sem sagt hefur verið um að eini iðnaðurinn sem blómstri á ís- landi sé eftirlitsiðnaðurinn, er lagt, t.il að einhveiju af þeim fjármunum sem til hans renna verði varið til raunverulegrar framleiðslu. Af- gangnum mætti veija til umferðar- fræðslu, enda liggur fyrir að lang- minnstur hluti slysa verður vegna ástands ökutækja, en stærstur hluti sökum vangæslu ökumanns. Höfundur er bæjarstjóri á Akrancsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.