Morgunblaðið - 11.12.1993, Síða 39

Morgunblaðið - 11.12.1993, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 39 ÞRIÐJI SUNNUDAGUR í AÐVENTU Fríkirkjan í Hafnarfirði 80 ára Fríkirkjan í Hafnarfirði. í TILEFNI af 80 ára vígsluaf- mæli Fríkirkjunnar í Hafnar- firði verður boðið upp á afmæl- isdagskrá í kirkjunni sunnudag- inn 12. desember. Bamaguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 11. Þar mun barna- kór kirkjunnar koma fram og sýna helgileik. Hátíðarguðsþjónusta verður í kirkjunni kl. 14. Áður en athöfnin hefst mun blásarakvintett úr Tón- listarskóla Hafnarfjarðar leika nokkur lög. Biskup íslands, hr. Olafur Skúlason, predikar, en fyrr- verandi prestar safnaðarins taka einnig þátt í athöfninni. Að lokinni guðsþjónustu hefst svo afmælis- og aðventudagskrá í Hafnarborg. Dagskráin þar hefst kl. 15.30 með söng Kórs Oldutúns- skóla. Þá mun kór Fríkirkjunnar syngja og nemendur úr Tónlistar- skóla Hafnaríjarðar flytja tónlist. Við lok þessarar stundar verður svo gestum boðið upp á heitt súkk- ulaði og smákökur. Jólavaka Frí- kirkjunnar í Reykjavík ÁRLEG jólavaka Fríkirkjunnar í Reykjavík verður haldin að venju á þriðja sunnudegi í aðventu, 12. desember. Dagskrá jólavökunnar hefst kl. 17 en frá kl. 16.30 mun organisti safnaðarins, Pavel Smid, leika á orgel kirkjunnar og frá kl. 16.45 syngur RARIK-kórinn. Efni jólavökunnar er ijölbreytt í tónum og tali. Ræðumaður jóla- vökunnar í ár verður Valgeir Guð- jónsson, tónlistarmaður og rithöf- undur. Fríkirkjukórinn syngur svo og bamakór og kirkjugestir. Ein- söngvarar verða Helga Rós Indr- iðadóttir, Þuríður Sigurðardóttir, Erla B. Einarsdóttir og Ragnar Davíðsson. Þátttakendur í barna- starfinu fara með jólaguðspjallið á sinn hátt og í lokin verða jólaljós- in tendruð eins og venja er. Állir em boðnir velkomnir. Aðventu- messa í Arbæjar- safnskirkju AÐVENTUMESSA verður í Ár- bæjarsafnskirkju sunnudaginn 12. desember kl. 13.30. Prestur verður sr. Þór Hauks- son, aðstoðarprestur í Árbæjar- sókn. Organisti er Sigrún Stein- grímsdóttir ásamt félögum úr Kirkjukór Árbæjarsóknar. Jólavaka við kertaljós í Hafnarfjarð- arkirkju HIN árlega jólavaka við kertaljós verður haldin í Hafnarfjarðar- kirkju þriðja sunnudag í aðventu, 12. desember, og hefst hún kl. 20.30. Ræðumaður verður Gunnar Hersveinn Sigursteinsson, menntaskólakennari á Egilsstöð- um, skáld og heimspekingur. Flutt verður tónlist tengd aðventu og jólakomu undir stjóm Helga Bragasonar organista. Gunnar Gunnarsson leikur á flautu, Ing- unn Hildur Hauksdóttir leikur á píanó. Kór Hafnarfjarðarkirkju syngur m.a. fjóra þætti úr messu eftir William Byrd og félagar úr kómum syngja dúetta, tersetta o.fl. Bamakór Hafnarfjarðarkirkju syngur jólalög undir stjórn Bryn- hildar Áuðbjargardóttur. Við lok vökunnar verður kveikt á kertum þeim sem viðstaddir hafa fengið í hendur. Aðventu- messa Kvennakirkj- unnar AÐVENTUMESSA Kvennakirkj- unnar verður haldin í Hallgríms- kirkju sunnudaginn 12. desember kl. 20.30. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir predikar og sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir ræðir um kvennaguð- fræði og jólatiltektir. Dúfa S. Ein- arsdóttir syngur einsöng, lesin verða jólaljóð og sungin jólalög undir stjórn organistans Sesselju Guðmundsdóttur. Allir em boðnir velkomnir. Vígsluafmæli Askirkju ÞRIÐJA sunnudag í aðventu, 12. desember, era tíu ár liðin frá vígslu Áskirkju í Reykjavík. Þeirra tíma- móta verður minnst í Áskirkju með ýmsum hætti þann dag en þar ber hæst vígsla hins nýja 18 radda kirkjuorgels Áskirkju, sem verður vígt við guðsþjónustu kl. 13.30. Einnig mun orgelleikur skipa veg- legan sess við bamaguðsþjónustu um morguninn kl. 11 og aðventu- samkomuna um kvöldið. Við guðsþjónustuna kl. 13.30 vígir herra Jónas Gíslason, vígslu- biskup, orgelið. Haukur Guðlaugs- son söngmálastjóri Þjóðkirkjunn- ar, leikur síðan einleik á orgelið. Vígslubiskup prédikar, Ingibjörg Marteinsdóttir syngur einsöng og kirkjukór Áskirkju syngur undir stjóm Kristjáns Sigtryggssonar organista en sóknarprestur þjónar fyrir altari. Athöfninni lýkur með ávarpi Björns Kristmundssonar sóknamefndarformanns. Aðventukvöld Aðventusamkoma hefst í Ás- kirkju kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins er herra Ólafur Skúla- son, biskup íslands. Inga Backman syngur einsöng og Hörður Áskels- son organisti leikur einleik á orgel kirkjunnar og einnig munu hann og félagar úr Kammersveit Reykjavíkur flytja Adagio eftir Albinoni. Ennfremur verður al- mennur söngur og samkomunni lýkur með ávarpi sóknarprests og bæn. í tengslum við guðsþjónustu dagsins og aðventusamkomuna mun bifreið flytja íbúa dvalarheim- ila og annarra stærstu bygginga sóknarinnar til og frá kirkju. Aðventuhátíð íkirkju Oháða safn- aðarins AÐVENTUHÁTIÐ verður í Kirlqu Óháða safnaðarins sunndaginn 12. desember kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins er Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi. Rangæingakórinn kemur í heim- sókn og syngur nokkur lög undir stjóm Elínar Óskar Óskarsdóttur. Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari og Vera Gulázsiová organisti leika tvíleik á fiðlu og orgel. Kirkjukór- inn syngur undir stjórn Vera Gulázsiová organista safnaðarins. Ritningarlestrar verða í umsjá fermingarbama. Sr. Þórsteinn Ragnarssonar safnaðarprestur flytur ávarpsorð og bæn. Ferming- arböm tendra ljósin. Við lok aðventuhátíðarinnar verða veitingar í Kirkjubæ. Kúöaflj ótsbrúiii tekin í notkun Hnausum i Meðallandi. NÚ HEFUR Kúðafljótsbrúin ver- ið tekin í notkun og Austurleið breytt áætlun sinni, því aksturs- leiðin hefur styttst. Brúin verður þó ekki tekin formlega í notkun fyrr en næsta sumar þegar vega- gerð að henni er lokið. Nú er unnið við að grjótverja varnar- garðana við brúna. Lokið er við að stika vegina að Kúðafljótsbrúnni öðru megin en nú á að stika hringveginn báðum meg- inn gegnum sýsluna. Er þó ekki víst að því ljúki núna, komið frost í jörð. Varð seinkun á að stikurnar fengjust afhentar, en nú era notað- ar íslenskar plaststikur sem sjást mjög vel í dimmu. Þessar stikur eru Morgunblaðið/Vilkjálmur Eyjólfsson Það gustar kalt suður eftir Kúðafljóti í norðanátt á jólaföstu. Og það er ískrið í fljótinu og allmikið vatn eftir hlýtt haust. sveigjanlegar og ættu að þurfa næsta vor og verður full breidd á minna viðhald en tréstikurnar. báðum brúnum. Brúa á Skálm og Djúpabrest - Vilhjálmur. IKISMENN HF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.