Morgunblaðið - 11.12.1993, Side 33

Morgunblaðið - 11.12.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 33 Heilsugæslustöðin á Akureyri Kauptilboð frá rfldssjóði í hluta Amarohússins Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar á fimmtudag kynnti Halldór Jóns- son bæjarstjóri kauptilboð frá ríkissjóði í hluta húseignarinnar Hafnarstræti 99, Amarohússins í miðbæ Akureyrar, fyrir Heilsu- gæslustöðina á Akureyri. Um er að ræða fjórar af sex hæðum hússins. Kauptilboðið er bindandi og er byggt á munnlegu sam- komulagi við eiganda Amaro hf. Minjasafnið Jól að fomu o g nýju JÓLADAGSKRÁ verður í Minja- safninu á Akureyri á morgun frá kl. 13 til 17 undir heitinu „Bráð- um koma blessuð jólin“. Ýmislegt er tengist jólaundirbún- ingi að fomu og nýju fer þar fram, kerti verða steypt og unnin ull auk þess sem jólatré verður skreytt að gömlum sið. Búið verður til jóla- skraut og gestum boðið jólasælgæti eins og það tíðkaðist á fyrstu ára- tugum þessarar aldar. Stekkjastaur kemur í heimsókn á safnið kl. 14. Orgeltónleik- ar á aðventu BJÖRN Steinar Sólbergsson org- anisti Akureyrarkirkj u heldur orgeltónleika í kirkjunni á morg- un, sunnudaginn 12. desember, kl. 17. Á efnisskránni eru verk tengd aðventu og jólum eftir Johann Se- bastian Bach, Pál ísólfsson og Naji Hakim. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. -----» ♦ 4--- ■AÐVENTUSAMKOMA verður í Grenivíkurkirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 12. desember kl. 20.30. Kór kirkjunnar syngur jóla- og aðventulög undir stjóm Bjargar Sigurbjörnsdóttur og hún stjórnar einnig nemendum úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar sem leika jólalög á ýmis hljóðfæri. Kveikt verður á aðventu- ljósunum og lesið jólakvæði. Hugleið- ingu flytur Bjarni E. Guðleifsson náttúrufræðingur á Möðruvöilum, en samverunni lýkur með ljósahelgileik. ■BÓKMENNTAKVÖLD verður haldið í Deiglunni á sunnudags- kvöld, 12. desember, kl. 20.30. Lesið verður upp úr nýútkomnum bókum af höfundunum Þorgrími Þráins- syni, Ómari Ragnarssyni, Braga Guðmundssyni, Valgeiri Guðjóns- syni og Birgi Sigurðssyni auk les- ara, en lesið verður úr eftirtöldum bókum: Hengiflugið, Eldhylur, Tvær grímur, Borg, Járnkarlinn, Aðalbjörg og Sigurður, Trega- hornið, Hjartasalt, Helnauð og Kvatt að rúnum. ■JÓLASVEINARNIR hafa við- komu við Vöruhús KEA á morgun, sunnudaginn 12. desember, kl. 15.30 þar sem þeir ætla að skemmta börn- unum með söng og leik svo sem þeir hafa gert skömmu fyrir jól um áraraðir. Bæjarstjóra var á fundi bæj- arráðs veitt heimild til að undirrita fyrir hönd Akureyrarbæjar samning um kaup á húsnæðinu, en sam- kvæmt ákvæðum í lögum er sveitar- félögum gert að greiða 15% af stofnkostnaði heilsugæslustöðva. Samkomulag um aðgengi Bæjarstjóri lagði einnig fram á fundi bæjarráðs samkomulag milli Akureyrarbæjar, ríkissjóðs og Lind- ar hf. um skiptingu kostnaðar vegna aðgengis og umgengnisrétt- ar um húsið Hafnarstræti 97, næsta húss sunnan við Amarohúsið, frá Hafnarstræti og Oddagötu og teng- ingar 5. hæðar Hafnarstrætis 87 við 6. hæð Hafnarstrætis 99. Bæj- arstjóri hefur undirritað samkomu- lagið með fyrirvara um samþykki bæjarstjómar og leggur meirihluti bæjarráðs til að það verði sam- þykkt. ■TÓNLISTARSKÓLI Eyjafjarð- ar efnir til fímm tónleika á aðvent- unni auk þess sem nemendur og kennarar skólans koma fram á að- ventukvöldum í tíu kirkjum á starfs- svæðinu. Fyrstu tónleikarnir verða í Freyvangi kl. 14 á morgun, sunnu- daginn 12. desember. Á mánudag verða tónleikar í Grundarkirkju kl. 20.30 og að Melum í Hörgárdal þriðjudagskvöldið 14. desember kl. 20.30. Fjórðu tónleikarnir verða í gamla skólahúsinu á Greni- vík á miðvikudagskvöld og hinir síð- ustu í Laugarborg á fimmtudags- kvöld. Aðgangur er ókeypis og íbúar við Eyjafjörð hvattir til að fjölmenna. ■HVÍTASUNNUKIRKJAN Sam- koma fyrir ungt fólk laugardags- kvöld kl. 20.30. Bamakirkjan kl. 11 á morgun. Skírnarsamkoma og bamablessun kl. 15.30, ræðumaður Vörður Traustason. Æskulýðs- fundur fyrir 9-12 ára börn næstkom- andi miðvikudag kl. 17.30 og biblíu- lestur og bænastund næstkomandi föstudagskvöld, 17. desember. ■KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26. Messa kl. 18 á laugar- dag og kl. 11 á sunnudag. ■GLERÁRKIRKJA Barnasam- koma kl. 11 á morgun. Aðventu- kvöld verður í kirkjunni kl. 20.30 annað kvöld, þriðja sunnudag í að- ventu. Ræðumaður verður Kristján Baldvinsson yfirlæknir á fæðinga- deild FSA. Kór Glerárkirkju syngur aðventu- og jólalög og einnig syngur bamakór kirkjunnar nokkur lög með kómum. í lokin verður ljósahátíð í umsjón fermingarbarna og æsku- lýðsfélagsins. ■AKUREYRARPRESTAKALL Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun. Barnakór Akureyrarkirkju syngur í athöfninni undir stjóm Hólmfríðar Benediktsdóttur. Sunnudagaskólinn tekur þátt í at- höfninni til að byija með en færir sig síðan í Safnaðarheimilið. Morgunblaðio/Rúnar Þór STARFSMENN Holræsahreinsunar fóru með tæki sín til Siglufjarðar og dældu olíunni úr brunnum á Eyrinni. 8-10 þús. lítrar af olíu fóru í holræsi Siglfirðinga og í sjóinn Frosttappi í leiðslu olíu- tanks sprakk þegar hlýnaði UNNIÐ var við að dæla svartolíu úr holræsakerfi Siglfirðinga síðdegis í gær, en talið er að á milli 8-10 þúsund lítrar af olíu hafi lekið úr tanki sem er á lóð SR-mjöls á Siglufirði í fyrrinótt. Nokkrum klukku- stundum áður en olíulekans varð vart hafði um 10 þúsund lítrum verið dælt í skip í Siglufjarðarhöfn og þá var það lán í óláni heima- manna að mengunarvarnarbúnaður var nýlega kominn til bæjarins. Sigurður Hlöðversson bæjar- tæknifræðingur á Siglufirði sagði að í fyrstu hefði verið talið að um mun meira magn af olíu hefði farið úr geyminum, eða allt að 20 þúsund lítrar, en síðdegis kom í ljós að það var um helmingi minna. „Þetta var sem betur fer mun minna magn en við óttuðumst í fyrstu, þetta leit ekki vel út, en hefur í raun bless- ast ótrúlega vel,“ sagði Sigurður. Þórður Andersen verksmiðju- stjóri SR-mjöls á Siglufirði sagði að skýringin á óhappinu væri lík- lega sú að vatn hefði komist í leiðsl- una og frosttappi myndast í ventlin- um, en nokkuð frost var á fímmtu- dagskvöld og síðan snögghlánaði og við það hefði tappinn sprungið með fyrrgreindum afleiðingum. Mest fór í holræsakerfið Langstærsti hluti olíunnar rann ofan í holræsakerfið í Siglufirði og komu menn frá Holræsahreinsun hf. þangað síðdegis í gær til að dæla henni upp úr kerfinu, en síðan verður unnið við hreinsun þess um helgina. Sigurður sagði það lán í óláni að mengunarvarnarbúnaður var nýlega kominn til Siglufjarðar, m.a. flotgirðing sem strax var gripið til og tókst að ná þeirri olíu sem fór í sjóinn í hana. Óhappið uppgötvaðist fljótlega þar sem menn voru að störfum um nóttina tilbúnir að taka á móti loðnuskipinu Helgu II sem kom til löndunar á Siglufirði með rúm 570 tonn af loðnu í fyrrinótt. „Við urð- um sem betur fer varir við þetta fljótlega af því að menn voru þama að störfum, ef skipið hefði ekki verið væntanlegt hefðu menn sofið á sínu græna fram á morgun,“ sagði Þórður. Sjálfstæöismenn Akureyri Auglýst eftir frambaðum til prófkiörs i kjörnefnd eru: Haraldur Sveinbjörnsson, Birgir Björn Svavarsson, Knútur Karlsson, Margrét Kristinsdóttir, Guðmundur Heiðar Frímannsson, Árni Pálsson, Gísli Símonarson, Björn Magnússon. Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokks- ins við næstu bæjarstjórnarkosningar fari fram laugardaginn 22. jan. 1994 kl. 10.00-17.00 og sunnudaginn 23. jan. 1994 kl. 10.00-15.00. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti: a) Gerð er tillaga innan ákveðins framboðsfrests, sem kjörnefnd setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokks- mann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri tillögum en hann má fæsta kjósa i prófkjörinu. Tillaga skal borin fram af 20 flokks- mönnum búsettum í kjördæminu. b) Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til við- bótar frambjóðendum skv. a-lið. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs sbr. a-liö hér að of- an. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling, enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu bæjarstjórnarkosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn, búsettir á Akureyri, skulu standa að hverju framboði og enginn flokksmaður getur staðið að fleiri fram- boðum en 10. Framboðum þessum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi, til kjörnefndar á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Kaupangi við Mýrarveg, eigi síðar en 31. desember 1993, kl. 12.00 á hádegi. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins á Akureyri Þú faerð mikið fyrir lítið hjá okkur Úrval af búsáhöldum og gjafavörum á ótrúlegu verði. Verðdæmi: 18 glös f pk„ kr. 910,- Eldföst form kr. 650,- Ávaxtasett kr. 690,- 1 2 manna matar- og kaffistell kr. 7.320,- Opið mánudaga tii föstudaga frá kl. 12-19. Laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 13-17. BÚSÁHALDAMARKAÐURINN, SMIÐJUVEGI30, RAUÐ GATA, KÓPAVOGI.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.