Morgunblaðið - 21.12.1993, Page 16

Morgunblaðið - 21.12.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 t Klippimynd- ir með texta Eyfirskar byggð- ir og búskapur Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Ragna Sigurðardóttir: Borg Útg. Mál og menning, 1993. Þetta mun vera fyrsta skáldsaga Rögnu Sigurðardóttur. Hún snýst um Úllu og Vöku og Loga og gerist í borg. Sú borg er ef til vill Reykja- vík og eru ýmsar tilvísanir í að það sé vettvangur sögunnar. Þó er þetta ekki Reykjavík eins og við þekkjum hana, umhverfis hana eru borgarmúrar, hverfi sem þess vegna gæti verið Arbæjar- hverfi er eyðilegt ogþar býr naum- ast hræða. Lestir bruna um borg- ina, fljótið er gult og mengað. En þetta gæti líka verið einhver annar staður og annar tími..Yfír borginni virðist grúfa óskilgreinanleg ógn og skuggar. Inní skuggunum eru kannski einhverjar mannverur þó þær sjáist ekki. Stemninglýsing Bókmenntir Eðvarð Ingólfsson Bjarki Bjamason Klara og Kölli. Frá hvirfli til ilja 1993. Klara og Kölli nefnist nýtt íslenskt ævintýri. Það minnir að sumu leyti á jóladagatal Sjónvarpsins, a.m.k. hvað formið varðar. Kaflamir eru 24 og aðalpersónan Klara, 12 ára, sér Kölla fyrst á mynd á jóladagatal- inu sínu en síðan birtist hann henni Ijóslifandi í skókassa í bílskúrnum heima hjá henni. Kölli er furðuvera og lítill púki í orðsins fyilstu merk- ingu. Honum líður best í myrkinu, þykir sögur sem enda illa skemmti- legastar og er mjög í nöp við allt jólahald; fær þá „jólasóttina". Sagan lýsir samskiptum Klöru og Kölla annars vegar og Klöru og pabba hennar hins vegar. Þegar innviðimir eru skoðaðir nánar dregur verulega í sundur með þessari sögu og jóladagatali Sjón- varpsins. Höfundur beitir stíl sem er afar sjaldséður í bamabókum. Honum þykir t.d. ástæða að taka það fram að pabbi Klöru „reki við“ á bls. 5, henni leyfist á bls. 48 að segja honum „að troða Vogi upp í rassga- borgarinnar er það besta í sögunni. Höfundur er að leika sér með þetta og það gæti verið hið áhuga- verðasta. Það gæti einnig verið áhugavert að í sögunni eru aðeins þrjár persónur, Úlla, sem vinnur í álverksmiðju, Logi auglýsinga- teiknari og Vaka þýðandi. Líklega er verið að rannsaka samskipti/samband þeirra þriggja. Líklega á að fléttast saman draum- ur, virkileiki, auglýsingahugmyndir Loga, áhrif borgarinnar á þau þijú. Eða kannski er höfundur eitthvað allt annað að fara. Það er ekki gott að segja né heldur að sjá hvert hann er að fara. Það er hlaupið til og frá í textan- um, mikið um breytingar á letri, sumt á það sjálfsagt að þýða aug- lýsingahugmyndir Loga sem koma stundum eins og skrattinn úr sauð- arleggnum og skipta ekki ýkja miklu. Allar þessar leturbreytingar til tið á sér“, vinkonur hennar reykja án þess að sögumaður finni nokkuð að því, dálítið er um blótsyrði og sköpuð er stemmning í kringum áfengisneyslu fullorðinna. Það getur vel verið að einhveijum hálfstálpuð- um unglingum verði skemmt yfír frásögnum af þessu tagi en að mínu mati veikja þær söguna til muna. Það er nefnilega ýmislegt annað já- kvætt við hana. Stíllinn er að öðru leyti t.d. léttur og hraður og greini- Iegt að sá sem skrifar ævintýrið get- ur vel haldið á penna. Kölli er ágæt- lega gerð persóna frá höfundarins hendi og tal hans og ýmis uppátæki fyndin. Samskiptum hans og Klöru er lýst á skemmtilegan hátt. Hins vegar er frásögnin af samskiptum feðginanna nokkuð yfirborðsleg. Mér virðist að höfundur sé með þessu ævintýri að storka hinum hefð- bundnu, ljúfu og fallegu jólasögum sem notið hafa hylli barna í áranna rás. Það er allt í lagi að menn fari nýjar leiðir og gagnrýni ýmiss konar „helgislepju" ef þeim býður svo við að horfa - en þá mega þeir ekki sleppa sér alveg lausum eins og hér virðist gert. - Nokkrar ljósmyndir prýða bókina. Þær eru eru velheppn- aðar og góð tilbreyting frá teikni- myndum. Ragna Sigurðardóttir og frá virka tilgerðarlega umfram allt vegna þess að þær þjóna ekki né hjálpa textanum. Það er verið að raða orðum saman, oft ljómandi vandvirknislega. En er verið að segja sögu? Saga verður ekki til úr orðunum einum nema eitthvað sé á bak við þau. Persónumar þijár era eins og klippimyndir með texta framan á sér. Fyrsti kaflinn, sem segir frá Úllu að koma úr vinnunni, er lífleg- ur og ég fór að hugsa um að þetta væri sniðugur frásagnarmáti og forvitnilegur og Úlla sömuleiðis. En að þessum fyrsta kafla loknum virðist höfundur hugsa sér eiskipta um skoðun og þessar þijár persónur hafa ekkert að gera. Þau era öll þijú ósköp leiðinleg. Vera þeirra í bókinni virðist þjóna þeim tilgangi einum að því er ég fékk séð að höfundurinn komi frá sér texta sem á að virka dulúðugur, fullur af merkingu og symbólisma en er við nánari athugun fjarlægur, flatur og rýr. Ástarævintýrið í bókinni gerir hvorki til né frá. Persónur sem holdgerast ekki skipta ekki máli hvort sem þær gefa einhveijar yfir- Iýsingar eða eru í athöfnum. Það er ágætt að höfundar spreyti sig á nýjum stílgerðum en þessi formalismi þar sem allt er lagt í umgjörðina finnst mér ósköp mikið plat. Bókmenntir Erlendur Jónsson Rúnar Ármann Arthúrsson: HAFSTEINN Á ELDINGUNNI. 228 bls. Iðunn. Reykjavík, 1993. Ævi Hafsteins Jóhannssonar hefur verið viðburðarík. Og storma- söm stundum. Hann hefur lengi verið búsettur erlendis og siglt í kringum hnöttinn. Hnattferð telst ekki til einsdæma nú á dögum. En Hafsteinn sigldi þetta — einn á báti! Það hafa sárafáir leikið eftir. Akurnesingur er hann að upp- rana, fæddur þar og uppalinn. Hann hafði lengi stundað sjóinn hér heima áður en hann fluttist af landi brott, mun þá hafa verið kenndur við skip sitt, Eldinguna, sem heiti bókarinnar minnir á, og raunar »landsþekktur af þeirri út- gerð« eins og segir í bókinni. Haf- steinn er sannkallaður atorkumað- ur. Og skjótur til framkvæmda jafnan. »Detti mér eitthvað í hug framkvæmi ég það strax.« Hér heima langaði hann að færast meira í fang en aðstæður leyfðu. Ástæða þess að hann hvarf héðan mun því hafa verið sú að hann fann hér ekki viðnám krafta sinna. Kjarkur hans verður ekki í efa dreginn né áræði til skjótra ákvarð- ana. Slíkum manni tjóir sjaldnast að hanga við heimasnagana, vill heldur reyna eitthvað nýtt, leita á ókunnar slóðir, freista gæfunnar í framandi umhverfi. Hversdags- menn njóta dagdrauma sinna og láta þar við sitja. Hafsteinn lætur hendur standa fram úr ermum. Hann hefur því frá mörgu að segja í þessum endurminningum sínum. Sjóferðasögur hans era að sjálf- sögðu kjarni bókarinnar. Ber þar hæst hnattferðina. Sá sem er lang- Bókmenntir Sigurjón Björnsson Eyfirðingar hafa löngum sýnt héraði sínu, lýsingu þess, lífsháttum manna_ og sögu, verðuga ræktar- semi. í hug mér koma mörg og vönduð rit: Lýsing Eyjafjarðar, bækur um Siglufjörð, Olafsfjörð, Dalvík, Akureyri, Skriðuhrepp, ritið frá Hvanndölum til Úlfsdala og Byggðir Eyjafjarðar 1973. Vafa- laust er um fleiri rit að ræða, þó að ég muni ekki eftir þeim í svip- inn. En þetta er nokkuð. Hið mikla rit Byggðir Eyjafjarðar er ný útgáfa af áðumefndu sam- nefndu verki, raunar meira en ný útgáfa, því að þetta er nýtt rit, framhald þessa fyrra. Hér er skráð Saga Búnaðarsambands Eyjafjarð- ar 1970-90. Síðan tekur við um- fjöllun einstakra sveitarfélaga. Er byijað á nyrstu byggðinni, Grímsey, síðan haldið suður að vestan frá Siglufirði inn í fjarðarbotn og þaðan norðureftir að austan. Þeim tveimur hreppum í Eyjafirði sem teljast til Þingeyjarsýslu er sleppt. Alls verða þetta fimmtán sveitarfélög. Umfjöllun hefst hveiju sinni á sveitaríýsingu og fylgir henni gott yfirlitskort. Þá er fjallað um einstök býli. Á einni blaðsíðu er mynd, lýs- ing jarðar, stærð ræktaðs lands og búrekstur. Á annarri blaðsíðu er greint frá núverandi ábúendum og eigendum (1990) ásamt mynd af þeim og að lokum er ábúendatal aftur til aldamóta, ef um það ræð- ir. Fjallað er um kirkjur, samkomu- hús og eyðibýli eftir því sem við á. Ritverk þetta er einstaklega vandað í alla staði. Sveitarlýsingar eru vel samdar, einkar skýrar og málæðislausar og kortin sem gerð hafa verið sérstaklega fyrir þetta ritverk eru afar góð. Allar myndir í ritinu, yfirlitsmyndir, myndir af býlum, kirkjum, samkomuhúsum tímum saman aleinn á úthafinu og stefnir að fjarlægu takmarki gengst undir próf sem ekki er sennilegt að allir stæðust. Margs konar hættur geta steðjað að. Reynir þá fyrst á úthald og þraut- seigju, að ekki sé talað um jafn- vægi hugans, þegar svo líða vikur og mánuðir að maður verður að þreyja eins og hann sé einn á jörð- inni. En sögumaðpr segir reyndar frá ýmsu fleira sem á daga hans hefur drifíð. Sumt er frásagnarvert, ann- að lítt merkilegt. Vantar nokkuð á að bókin sé sem heild svo skipuleg sem æskilegt hefði verið. Þó erfitt sé að greina hvað hvor um sig legg- ur til bókar af þessu tagi, sögumað- ur og skrásetjari, verður hinn síðar nefndi að leggja klárar línur áður en hann byijar verkið, hlýða á allt sem sögumaður segir en velja síðan og hafna, skera niður, skeyta sam- an, auka við og fella úr. Enginn segir svo vel og skipulega frá að frásögn hans standist síðan óbreytt sem skrifaður texti. Sögumaður horfir á efnið innan frá og gerir sér ekki alltaf grein fyrir hvemig lesandinn, sem kemur til með að horfa á það utan frá, kann að meta það. Skrásetjarans er að átta sig á því. Frásagnir af bernsku- brekum sögumanns og í framhaldi af því hugleiðingar um íslenskt réttarfar eru hvergi ómerkar í sjálfu sér en skerpa á engan hátt línurnar í svipmynd þeirri sem les- andinn gerir sér af sögumanni, jafnvel þvert á móti. Þar og víðar hefur skrásetjara láðst að vinna nógu vel úr efninu með þejm afleið- ingum að honum hefur ekki tekist að blása í söguna þeim lífsanda sem efni hennar gefur annars tilefni til. Ekki ber þó svo að skilja að og ábúendum eru litmyndir og hafa flestar þeirra verið teknar vegna þessarar útgáfu. Er það mikill kost- ur því að með því móti fæst gott samræmi og öll áferð verður betri og ritið því mun fallegra og eigu- legra. Eyjafjörður er svo stórt og marg- breytilegt hérað að þar á ekki við eitt kennileiti viðvíkjandi landbún- aði. Afskekktar, margar sveitir finnast þar en einnig búsældarlegar og dropadijúgar. Fyrir þær er Eyja- fjörður rómaður sem landbúnaðar- hérað. Rit þetta ber að sjálfsögðu með sér að víða er búið stórt, bygg- ingar góðar og staðarlegt heim að líta. En einnig er þá sögu að lesa sem einkennir margar sveitir, að sums staðar hafa á þessu tuttugu ára tímabili jarðir lagst í eyði eða hefðbundinn búskapur dregist veru- lega saman. Þetta er tími „loðdýra- ævintýrsins" sem lék marga grátt, tími framleiðsluhafta og ýmissra annarra hremminga. Kúm hefur t.a.m. fækkað frá 1975-1989 úr 6.528 í 5.666. Sauðfjárræktin hefur dregist saman enn meir eða úr 42 þúsundum í 26 þúsundir fjár frá 1970-90. Nýjar búgreinar hafa raunar skotið upp kollinum eða lítið stundaðar greinar aukist, s.s. hrossarækt, svínarækt, hænsna- og alifuglarækt, grænmetisrækt og loks er að nefna ferðaþjónustu sem fest hefur rætur á þessum áratug- um. Um allt þetta fæst glöggt og gott yfirlit. Fyrst almennt yfirlit í uppþafskafla ritsins, Búnaðarsam- band Eyjafjarðar, og síðan í ein- stökum greinum, þegar til jarðanna kemur. Ritstjórnin og hjálparfólk hennar hefur unnið vandað og gott verk. En ritstjóm skipuðu Guðmundur Steindórsson, Jóhannes Sigvalda- son og Kristján Sigfússon. Hafsteinn Jóhannsson Hafsteinn á Eldingunni sé ekki all- vel læsileg bók þegar öllu er á botninn hvolft. Sæfarar og sigl- ingamenn geta vafalaust nokkuð af henni lært. Og enn einu sinni sannast að margt gerist á sæ, en sýnu fleira á lífsins ólgusjó! ----------♦ ♦ ♦----- Nýjar bækur ■ Út eru komnar þijár nýjar þýdd- ar skáldsögur; Hulin augu, eftir Else-Marie Nohrs. 148 bls. Þýð- andi Skúli Jensson. Komatímar koma ráð eftir Erik Nerlöe. 176 bls. Þýðandi Edda Ársælsdóttir. Hamingjudraumar eftir Barböru Cartland. 176 bls. Þýðandi Skúli Jensson. Útgefandi er Skuggsjá. Allar bækurnar eru settar og prentað- ar í Prentbergi, Kópavogi, og innbundnar í Félagsbókbandinu- Bókfelli, Kópavogi. Verð hverrar bókar er 1.984 krónur. Nýjar bækur Sögukaflar o g ræð- ur Olafs Sveinssonar ÚT er komin bókin „og turninn rís hærra og hærra“ eftir Olafs Sveinsson. í kynningu útgefanda segir: „Hér er um að ræða allnýstárlega bók þar sem beitt er óvenjulegum að- ferðum við að nálgast tilfmningar sögupersóna - tilfinningar sem flestir ættu að þekkja af eigin raun. í stuttum söguköflum og ræðum nær Ólafur að túlka hugmyndir og lífssýn persóna sinna, sem sumar búa að biturri reynslu og þurfa að takast á við vandamál sem erfitt er að nálgast á varfærinn hátt. Textinn er stundum hugljúfur og stundum ógnandi, en hann ögrar ávallt Iesandanum og knýr hann til að horfast í augu við sjálfan sig og þann sammannlega veraleika sem bókin lýsir. “ Ólafur hefur áður birt ljóð í ýms- NÝSTÁRLEGT JÓLAÆVINTÝRI Ólafur Sveinsson um tímaritum. Bókin er 40 bls. að lengd og kostar 1.680 krónur. Margt gerist á sæ i i t t.. I i I K I I i ■ i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.