Morgunblaðið - 21.12.1993, Síða 19

Morgunblaðið - 21.12.1993, Síða 19
. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 19 Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Þorsteinn G. Signrbergsson, Nanna Svavarsdóttir og Steinar Már Ævarsson. Fnimsýning hjá Leik- félagi Hornafjardar Höfn. LEIKFÉLAG Hornafjarðar frumsýnir einþáttunginn Ferðin til skugg- anna grænu eftir Danann Finn Methling, annan dag jóla. Sýningin fer fram í Hlöðunni á Fiskhól, litlu en skemmtilegu húsnæði leikfélagsins. SPENNANDI KRAKKASAGA Leikverkið segir af lífí konu frá barnsaldri til dauðadags og tekur um 40 mínútur. Konan rekur þar ósköp venjulegt líf sitt, segir frá sorgum sínum og gleðistundum, framhjáhaldi og barneignum, fyrstu ástinni, dauð- anum í fjölskyldunni, uppvexti barna sinna og öllu þessu hefðbundna sem nánast sérhver einstaklingur þekkir Nýjar bækur ■ Út er komin bókin Vestlend- ingar, fyrsta bindi eftir Lúðvík Kristjánsson. Þetta er önnur út- gáfa þessa rits, sem fyrst kom út fyrir 40 árum og hlaut þá framúr- skarandi góðar viðtökur. A bók- arkápu segir: „Um leið og upphaf þessa rits birtist fyrir 40 árum varð kunnara en áður, að á Vesturlandi höfðu verið að gerast á tímabilinu 1830-1860 markverðir atburðir, er ekki áttu sér líka annars staðar á landinu. Allir báru þeir vitni um viðleitni Vestlendinga til að auka mennt og sjálfræði þjóðarinnar. Framfarastofnunin og Bréflega fé- lagið í Flatey, útgáfa tímarita, stofnun fyrsta alþýðubókasafns landsins og lestrarfélaga í kjölfar þess, svo og bygging fyrstu bók- hlöðunnar er höfuðefni þessa bindis ásamt kynningu á þeim mönnum sem að öllu þessu stóðu, en flestir þeirra voru áður ókunnir." Þótt þessi hreyfing meðal Vest- lendinga ætti uppruna í og við Breiðafjörð, einkum Flatey, gætti áhrifanna skjótt um Vestfirði og síðar með ýmsum hætti víða um land. Útgefandi er Skuggsjá. Vest- lendingar I var sett og prentuð í Prisma, Hafnarfirði, og bundin í Félagsbókbandinu-Bókfelli, Kópavogi. Kápu hannaði auglýs- ingastofa Guðrúnar Onnu, Hafn- arfirði. Bókin er 292 bls. og verð- ið er 2.976 krónur. pltripjfiN í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI úr eigin lífi. Það er Nanna Svavarsdóttir sem leikur konuna Stellu. Leikstjóri er Þorsteinn G. Sigurbergsson og um lýsingu og hljóð sér Steinar Már Ævarsson. Sýningar verða svo ennfremur á verkinu 28. og 30. desember. - JGG. Bókmenntir Anna G. Ólafsdóttir Einar Kárason: Didda dojojong og Dúi dúgnaskítur. Mál og menn- ing. Reykjavík, 1993. Einar Kárason gerir Hlíðahverfið, einhvern tíma á sjöunda áratugnum, að sögusviði fyrstu barnabókar sinn- ar. Hann kynnir til sögunnar tvo tólf ára krakka, báða utanveltu í samfélagi hinna krakkanna, og fylg- ir þeim í leiðangur til að kanna hella og leynigöng í Öskjuhlíðinni. Áður en langt um líður hafa þau Didda dojojong og Dúi dúgnaskítur hins vegar lent í klóm illskeyttra glæpa- manna og krakkarnir í hverfinu verða að bregðast skjótt við og snúa bökum saman til að frelsa félaga sína og ráða niðurlögum hinnar ut- anaðkomandi ógnar. Þráðurinn er hvorki margbrotinn né flókinn en höfundurinn á auðvelt með að magna upp spennu og Iáta lesandann sjá fyrir sér atburðina, oft eins og í kvikmynd, og má þá nefna þegar hin ráðagóða Didda kemst undan einum bófanna með fulla tösku af peningaseðlum. Hið sama má svo segja um þegar Hólm- geir heljarhnefi þeytir bílskúrshurð- inni yfír foringja ræningjanna og vildu víst fæstir vera í sporum hins síðarnefnda. Jafnframt nýtir höfundurinn afar vel yfirsýn sína yfir atburði sögunn- ar og innsýn inn í hugarheim persón- anna. Án málalenginga eru þær mótaðar skýrum dráttum og verða margar hvetjar ógleymanlegar eins og Helle hin danska sem varla getur sagt eitt óbjagað orð á íslensku. Þannig er heldur aldrei mjög langt í kímni og smá stríðni, eins og kem- ur t.d. fram í lýsingum á Leó ljóns- hjarta og föður hans Hólmgeiri, en að lokum kemur auðvitað fram að allir eru hverfisbúar hinar bestu.sál- ir. Jöfn stígandi er í frásögninni, hápunktinum er náð í síðari hlutan- um og allir lausir enda hnýttir sam- an að lokum. Stíllinn ber þess einnig vitni að höfundinum er einkar lagið að segja sögu. Orðum er ekki eytt í óþarfa en fjölbreytni gæ'tir í orðav- ali og talsmáti persónanna bætir við persónulýsingar. Samtölin eru vel gerð og oft óborganleg eins og þeg- Einar Kárason ar þeir Jón kameljón og Rabbi rabba- bari koma Agnari til hjálpar við að leyna Diddu (bls. 62). Að ofansögðu má ljóst vera að auðvelt er að mæla með Diddu dojo- jong og Dúa dúgnaskít og lætur Einari greinilega ekki síður að skrifa sögur fyrir krakka en fullorðna. Honum tekst með alkunnri frásagn- argleði, hlýju og léttleika að skapa bráðskemmtilega sögu um geðuga krakka og einfaldur boðskapur um samtakamátt spillir ekki. Ekki verður skilið við söguna án þess að minnast teikninga Önnu Cynthiu Leplar. Þær styðja vel við söguþráðinn og bæta við hann með skemmtilegum hætti. Allur frágang- ur bókarinnar er til fyrirmyndar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.