Morgunblaðið - 21.12.1993, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
29
Bragi þriðji á Disney-mótinu
Skák
Margeir Pétursson
BRAGI Þorfinnsson náði frá-
bærum árangri á barna- og
unglingaskákmóti í Disney-
garðinum í París um helgina.
Bragi varð þriðji í flokki 12 ára
og yngri og var sá eini sem
náði að leggja sigurvegarann,
Adam Horvath frá Ungverja-
landi, að velli. Horvath hlaut
7V4 v. af 9 mögulegum, var
hærri á stigum en Etienne Bac-
rot, Frakklandi, sem hlaut jafn-
marga vinninga. Bragi hlaut 7
v. Jón Viktor Gunnarsson hlaut
4 v. í flokki 13-14 ára og varð
í 21. sæti. Svava Sigbertsdóttir
hlaut 3 v. í flokki stúlkna 13-14
ára og varð í 23. sæti og Berta
Ellertsdóttir hlaut 3'/2 v. í flokki
stúlkna 12 ára og yngri og varð
í 24. sæti.
Tefldar voru hálftímaskákir,
eða svonefndar atskákir. Farar-
stjórar, þjálfarar og foreldrar
fengu ekki að fyigjast með skák-
unum. Þátttakendur á mótinu voru
ails 117 talsins, frá rúmlega 30
löndum. Bragi Þorfinnsson, sem
er 12 ára nemandi í Æfingaskóla
Kennaraháskóla íslands, vann
tvær fyrstu skákimar en tapaði
síðan fyrir Frakkanum Etienne
Bacrot, sem í sumar varð heims-
meistari í flokki tíu ára og yngri.
Síðan kom annað tap fyrir Le-
venta frá Rúmeníu en þá virtist
Bragi loksins kominn í gang og
vann fimm síðustu skákir sínar,
þ. á .m. Horvath í næstsíðustu
umferð og tryggði sér svo þriðja
sætið með því að sigra Richard
Pert frá Englandi, en hann varð
fjórði. Árangur Braga var metinn
á 2.276 ELO-stig.
Bragi er greinilega með þeim
allra efnilegustu í sínum flokki,
líklega hefði árangurinn orðið enn-
þá betri með meiri keppnisreynslu.
Það er líka við ramman reip að
draga, margir keppinautanna eru
þrautþjálfaðir. Sem dæmi má
nefna að sá tíu ára gamli Etienne
Bacrot teflir í tíu skákmótum á
ári hveiju og auk þess sem alþjóð-
legi meistarinn Eric Prie er einka-
þjálfari hans er hann einnig í tím-
um hjá Jozef Dorfman, fyrrum
aðstoðarmanni Kasparovs. Að
sjálfsögðu er Etienne litli líka far-
inn að hagnýta sér tölvugagna-
banka og öflug forrit sem tefla.
Faðir hans áætlar að það kosti
tæpar tvær milljónir ísl. króna á
ári að veita honum þessa mögu-
leika. -
Á þessu sést að þótt ýmislegt
sé reynt hér heima er langt í land
að efnilegir unglingar og börn hér
hafi jöfn tækifæri á við þau frá
stórþjóðunum.
í flokki drengja 13-14 ára sigr-
aði Vladímír Malakov frá Rúss-
landi með 7 v. Rúfat Bagirov frá
Azerbajdzhan varð annar með 6V2
v. og Tifomir Dovramadijev,
Búlgaríu, þriðji með jafnmarga
vinninga. Þetta var afar öflugur
flokkur og þótt árangur Jóns Vikt-
ors hafi ollið nokkrum vonbrigðum
var hann þó síst lakari en stig
hans gáfu til kynna.
í flokki stúlkna 13-14 ára vann
Antoanetta Stefanova frá Búlgar-
íu allar níu skákir sínar. Soffía
Tkeshelasvíli frá Georgíu varð
Bragi Þorfinnsson
önnur með sjö vinninga og Iweta
Radziewicz, Póllandi, þriðja með 6
v, en Mouna Daya, Frakklandi,
hlaut jafnmarga vinninga.
Í flokki stúlkna 12 ára og yngri
sigraði Alína Tarachowicz með 8
v., Parvana Ismailova frá Az-
erbajdzhan varð önnur með 7‘A
v. og Regina Pokorna frá Slóveníu
þriðja með 6‘/2 v.
Þótt íslensku stúlkumar hafi
báðar verið fýrir neðan miðju er
árangur þeirra ágætur þegar litið
er til þess að þær hafa litla eða
enga æfingu fengið.
PCA-úrtökumótið hafið
Mót Atvinnumannasambands
Kasparovs og Shorts hófst í Gron-
ingen í Hollandi í gær. 54 skák-
menn tefla um sjö sæti í áskor-
endaeinvígjum PCA. Nigel Short
verður áttundi þátttakandinn í
keppninni um það hver verður
næsti áskorandi Kasparovs.
Nokkrar breytingar urðu á þátt-
takendalistanum í desember. Va-
silí ívantsjúk, þriðji stigahæsti
skákmaður heims, hætti við þátt-
töku, en þeir Agdestein, Noregi,
Rússamir Khalifman og Rúban,
Ljubojevic, Serbíu, 011, Eistlandi,
Alterman, ísraef Lobron, Þýska-
landi og Serper, Usbekistan, bætt-
ust við.
Jóhann Hjartarson byijaði vel
er hann gerði jafntefli með svörtu
við Búlgarann Kiril Georgiev,
sjötta stigahæsta þátttakandann á
mótinu. Fátt varð um óvænt úrslit
í fyrstu umferðinni:
Agdestein — Anand 0-1, Kramnik
— Ribli, 1-0, I. Sokolov — Shirov
0-1, Topalov — Granda V2, M.
Gurevich — Barejev 0-1, Kir.
Georgiev — Jóhann V2, Hubner —
Kamsky V2, Khalifman — Lutz
Vi, Polugajevskí — Kaidanov 0—1,
Smirin — Vyzmanavín V2, Yermol-
insky — Beljavskí 0-1, Gulko —
Júdasín V2, Akopjan — Malanjúk
V2, Tivjakov — Rozentalis 1-0,
Tukmakov — Adams V2, Azmaipa-
rasvhvili — Ljubojevic 1-0, Oll —
Dolmatov V2, Júdit Polgar — Curt
Hansen V2, Piket — Hodgson 1-0,
Illescas — Rúban V2, Alterman —
Kortsnoj V2, Nikolic — Van Wely
1-0, Wolff — Benjamin 0—1,
Ehlvest — Lobron V2, Serper —
Chernin 1-0, Romanishin —
Nijboer 1-0, Zsuzsa Polgar —
Vaganjan V2.
I annarri umferðinni í gær átti
Jóhann Hjartarson að tefla við
annan Búlgara, unga og efnilega
skákmanninn Veselin Topalov, 18
ára.
Borgarspítalinn
* _________________________
Alagstím-
inn fyrr en
venjulega
MIKIÐ álag var á bráðavakt á
Borgarspítalanum sl. helgi. Að
sögn Haraldar Briem læknis er
greinilega meira álag á spitalan-
um en allajafna þótt oft sé það
mikið á þessum árstima. Óhætt
sé að fullyrða að álagstíminn sé
fyrr á ferðinni í ár en yfirleitt
áður. Haraldur segir að inflúensa
hafi áhrif á álagið nánast á
hverju ári og greinilegt sé að
inflúensa hafi áhrif núna.
Haraldur segir að álagið sé yfir-
leitt mest í janúar og febrúar þann-
ig að það sé um mánuði fýrr á ferð-
inni nú en venjulega.
Haraldur segir að 32 sjúklingar
hafí komið inn á bráðavaktina á
laugardag og sunnudag og tveir að
auki sem hafi verið sendir heim.
Hann segir að þegar horft sé yfir
bráðabirgðasjúkdómsgreiningar
virðist sem 6 af þessum 34 sjúkling-
um hafi verið með inflúensuein-
* kenni.
Haraldur segir að fullorðið fólk
geti fengið lungnabólgu í kjölfarið
á inflúensu og geti flensan orðið
ansi svæsin í gömlu fólki.
----» ♦.♦----
Lýst eft-
ir bifreið
LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir
eftir bifreiðinni R 37722. Henni
var stolið frá Skeiðarvogi 69 15.
desember sl.
Bifreiðin er drapplituð fjögurra
dyra af MMC Lancer gerð. Fólk sem
hefur séð hana er beðið um að láta
rannsóknardeild lögreglunnar í
Reykjavík vita. |_
Lykill að Hótel Örk
X
í boði eru @ mismunandi lyklar
SÆLU
1 nótt(2 dagar)
alla dága vikunnar
kr. 11.000,- fyrirtvo.
hvunAags
2 nætuí (3 dagar)
í miðri viku
kr. 17.800,- fýrir tvo.
HELGAR
2 nætur (3 dagár)
lösuul. til sunnnd.
kr. 21.800,- fyrir tvo.
'SPARI
4 nætnr (5 dagar)
í miðri viku
kr. 29.800,- fyrir tvo.
Innifalið í lyklum: Gisting, morgunverður af
hlaðborði og þríréttaður veislukvöldverður auk
aðgangs að öllum þægindum hótelsins svo sem
jarðgufubaði, útisundlaug, heitum pottum,
þrekæfingasal, tennisvelli, mu holu golfvelli o.fl.
Einnig stcndur til boða ýmis sérþjónusta svo
sem snyrti- og hárgreiðslustofa, nuddstofa,
hestaleiga, bílaleiga, stangveiði og margt fleira.
Gjafalyklantir eru til sölu í Jólagjafaltúsi okkar í
Kringlunni, Borgarkringlunni eða í síma 98-34700
og þú færð lykilinn sendan heim.
Sendum í póstkröfu. Visa - Euro raðgreiðslur
Gjafalyklamir gilda allt árið 1994
HÓTEL ÖQK
HVF.RAOEROl - SÍMI 98-34700 - FAX 98-34775
Islenskt hugvit
oq handverk
GULLSMIÐJA
ÖNNU MARIU
Vesturgata 3 sími 20376
Þýskur gæða fatnaður
frá Dino Valiano.
Glæsilegur franskur
jóla- og nýársfatnaður.
Hlýjar góðar vetrakápur
frá Vernisage.
Veríð velkomin.
Greiðsluskilmálar.
Pósthússtræti 13, sími 23050.
MÓTORVINDINGAR
og aðrar rafvélaviðgerðir
á vel búnu verkstæði.
RAFLAGNAÞJÓNUSTA
í skipum, verksmiðjum
og hjá einstaklingum.
VANIR MENN
vönduð vinna, áratuga
reynsla.
Vatnagörðum 10 • Reykjavík
7T 685854 / 685855 • Fax: 689974
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!