Morgunblaðið - 21.12.1993, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
í viðjum vanans
eftir Björgvin
Brynjólfsson
Einkavæðing, hagræðing og
niðurskurður eru orð sem nú eru
oft notuð síðustu árin. Þetta kemur
ekki á óvart því þjóðin hefur lifað
um efni fram í rúma tvo áratugi.
Þó ofangreind úrræði eigi nú fullan
rétt á sér þá er gengið framhjá
orsökum vandans. Skattastefnan
hefur verið röng um lengri tíma
og er það enn. Vinnan er skattlögð
úr hófi fram en eyðslan og óraun-
hæfar íjárfestingar ekki sem
skyldi. Þjóð sem verðlaunar eyðslu
og ábyrgðarleysi en refsar fyrir
vinnu og framtak með óhóflegri
skattheimtu er á rangri leið í efna-
hagsmálum. Býr við varanlegan
fjárlagahalla þó skorinn sé niður
kostnaður ef eyðslan er á undan
arðseminni, svo einfalt er það.
Nú er þjóðin talin vera um 265
þúsund manns og skuldir okkar
við aðrar þjóðir um 265 milljarðar,
eða ein milljón króna á hvern ein-
stakling, jafnt unga sem aldna.
Þessar erlendu skuldir eru því 2
milljónir á hvern vinnufæran
mann, þó atvinnuleysi væri ekkert.
Pjármagnstekjuskattar eru eðlileg
ráðstöfun ef skattleysismörk væru
færð upp um það sem þeim tekju-
auká nemur.
Virðingarleysi þjóðarinnar fyrir
skattframtölum og skattskilum er
mikið þjóðarböl. Þar á Alþingi sinni
stóra þátt með því að vera sífellt
að breyta skattalögum og gera þau
bæði flóknari og dýrari í fram-
kvæmd en vera þyrfti og tíma
ekki að kosta til auknu aðhaldi.
Aukin skilvirkni í skattheimtu
myndi skíla miklu fé í ríkissjóð.
Niðurskurður á útgjöldum ríkis-
sjóðs er furðulega handahófs-
kenndur. Oft eru sóttar smáupp-
hæðir til fólks sem er með tekjur
undir fátæktarmörkum en öðrum
hlíft sem búa við betri kjör. Eitt
helsta stefnumál stjómvalda hefur
verið að ríkið hætti að reka stofn-
8 ftcTlfcisf hlét...
=i ... Bræðrunum Ormsson, þar sem tækin eru
ódýr, auk þess að vera sterk ogfalleg.
'O ...... .......
Örbylgjuofn
MC-125-w
21 lítra, 850 w,
digital snúningsdiskur
og örbylgjdreifing
verSS kr. stgr.
25.990,-
Matarvinnsluvél i
KM21
Hrærir, þeytir, hnoðar, rífur, hakkar,
blandar, hristir, brytjar, sker...
verb kr. stgr.
9.980,-
8
s
I
•o
8
9
I
8
9
1
•o
Eggjasuðutæki ekói2
Sýður 7 egg í einu
-pú færð eggið
soðið nákvæmlega
eins og þér hentar.
verð kr. stgr. 1 .980/"
Handryksuga Liliput
3.6 volt- nauðsynlegt
tæki á hvert heimili
verö kr. stgr.
3.490,-
Vöfflujárn
Rezept
Gerir 5 hjarta
vöfflur. Hitastillir.
verb kr. stgr.
5.690,-
AT 36 BA
Fyrir tvær sneiðar
-brauðgrind
verð kr stgr.
3.290,-
Áleags-
hnífurAS9oo
Stillanlegur fyrir breidd
sneiða.Hentar vel
fyrir brauð og álegg.
verð kr. stgr.
4.980,-
HADEN
Hraðsuðuketill DSK3LL
KrómaSur ekla breskur ketill
ver& kr. stgr.
4.390,-
Vampyr 821 i
1100 wött, stillanleaur sogkraftur,
fylgihlutageymsla, dregur inn
snúruna. Microfílter.
Sterk oa kraftmikil ryksuga.
verb kr. stg
verð kr. stgr.
14.490,-
(8
fa
JÓLATILBOÐ JÓLATILBOÐ JÓLATILBOÐ JÓLATILBOD O
VELDU GJAFIR SEAA ENDAST !
H/'á Bræbrunum Ormsson bjoöasf þér
gób hejmilistæki á sérstöku jólatilbobsverbi !
Umboösmenn Reykjavík
og nágrenni:
BYKO Reykjavlk, Hafnartiröi
og Kópavogi
Byggt & Búiö, Reykjavík
Brúnás innréttingar.Reykjavík
Fit, Hafnarfiröi
Þorsteinn Bergmann.Reykjavík
H.G. Guöjónsson, Reykjavik
Rafbúöin, Kópavogi.
Vesturland:
Málningarþjónustan, Akranesi
Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi
Blómsturvellir, Hellissandi
Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi
Ásubúö.Ðúöardal
Vestfiröir:
Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi
Edinborg, Bíldudal
Verslun Gunnars Sigurössonar
Þingeyri
Verslun E. Guöfinnsson.Bolungarvík
Straumur.ísafiröi
Noröurfand:
Kf. SteingrímsfjarÖar.Hólmavík
Kf. V-hún., Hvammstanga
Kf. Húnvetninga, Blönduósi
Skagfiröingabúö, Sauöárkróki
KEA, Akureyri
KEA, Dalvík
Bókabúö, Rannveigar, Laugum
Sel.Mývatnssveit
Kf. Þingeyinga, Húsavfk
Urö, Raufarhöfn
Austurland:
Sveinn Guömundsson, Egilsstööum
Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi
Stál, Seyöisfiröi
Verslunin Vík, Neskaupsstaö
Hjalti Sigurösson, Eskifiröi
Rafnet, Reyöarfiröi
Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi
KASK, Höfn
Suöurland:
Kf. Rangæinga, Hvolsvelli
Mosfell, Hellu
Árvirkinn, Selfossi
Rás, Þorlákshöfn
Brimnes, Vestmannaeyjum
Reykjanes:
Stapafell, Keflavfk
Rafborg, Grindavík.
vmw
leimilisfæki og hondverkfæri |
Heimilistæki j
HADBN
Heimilistæki
B R Æ Ð U R N I R
0JQRMSSONHF
Lógmúla 8, Sími 38820
Umbobsmenn um land allt
Björgvin Brynjólfsson
„Alþingismenn ættu að
minnast skoðanakönn-
unar Gallups frá apríl
í vor þar sem 48% að-
spurðra voru hlynnt
aðskilnaði ríkis og
kirkju, aðeins 39% vildu
fremur óbreytt ástand
þeirra mála en 13%
tóku ekki afstöðu.“
anir sem telja verður hagkvæmara
að aðrir sjái um rekstur á. Nokkuð
hefur miðað í þá átt en greinilega
er þar stefnan óljós og ríkið látið
vasast í málum sem alfarið ættu
að vera í annarra höndum, þeirra
sem þjónustunnar njóta og hafa
jafnframt rétt að velja og hafna.
Augljósasta dæmið um ríkis-
rekstur sem ætti að vera ríkisvald-
inu óviðkomandi er Þjóðkirkjan,
sem eins mætti kalla Trúmála-
stofnun ríkisins. Þar eru um 200
menn á launum hjá ríkinu, ef öll
störf eru talin sem Þjóðkirkjunni
tengjast. Auk þess veitir ríkissjóð-
ur kirkjunnar mönnum ýmis konar
hlunnindi sem ekki er auðvelt að
meta til fjár. Hóflega áætlað er
hér um einn milljarð króna að
ræða á ári hveiju, eða þúsund
milljónir. Það væri mikil hagræð-
ing að hver greiddi þar fyrir þá
þjónustu sem hann óskar eftir svo
sem aðrir söfnuðir og trúflokkar
þurfa að gera og þeir sem eru utan
allra trúfélaga.
Sérstaða Þjóðkirkjunnar grund-
vallast á 62. grein stjórnarskrár-
innar sem tryggir Þjóðkirkjunni
ríkisvemd sem er augljóslega á
skjön við ákvæðið um trúfrelsið í
landinu. Jafnræðisreglan er þar
þverbrotin og þetta 119 ára gamla
ákvæði sem 62. greinin er þarfn-
ast endurskoðunar sem fyrst — því
trúmálalýðræði er ekkert síður
mikilvægt en stjórnmálalýðræði í
nútíma þjóðfélagi þó jafnræði hafi
verið vanrækt að þróa á því sviði
í heila öld.
Stjórnmálalýðræði hefur oft ver-
ið endurbætt á liðnum árum, með
breytingum á kjördæmaskipun,
lækkuðum kosningaaldri og ýmsu
fleiru. Nú hillir undir enn eina
breytinguna á stjórnarskránni
varðandi kjördæmaskipan og fleira
er tengist þátttöku okkar í fjöl-
þjóðasamstarfi. Þá verður tilvalið
tækifæri fyrir Alþingi að endur-
bæta 62. greinina á þann veg að
hér ríki fullt jafnræði með öllum
trúflokkum og einnig þeim sem era
utan allra trúfélaga.
Alþingismenn ættu að minnast
skoðanakönnunar Gallups frá apríl
í vor þar sem 48% aðspurðra voru
hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju,
aðeins 39% vildu fremur óbreytt
ástand þeirra mála en 13% tóku
ekki afstöðu. Ef aðeins er reiknað
með þeim sem afstöðu tóku aðhyll-
ast 55% aðskilnaðinn, eða afger-
andi meirihluti. Þetta ættu alþing-
ismenn sérstaklega að hafa í huga
þegar næst verður hreyft við
stjórnarskránni, ef þeir vilja að
ísland sé alvöru lýðræðisríki og í
takt við þróun okkar tíma. Svo
undarlega vildi til að umrædd Gall-
up-könnun kom hvergi fram í fjöl-
miðlum nema í ríkissjónvarpinu 1.
maí í vor. í því tilefni ræddi frétta-
maður við biskup Islands sem
sagðist „harma þessa frétt“ og
minnti á 62. grein stjórnarskrár-
innar um ríkisvernd Þjóðkirkjunn-
ar. Þessi ummæli biskups eru íhug-
unarefni fyrir alla þá sem héldu
að Þjóðkirkjan vildi vera fijáls og
óháð öðru en eigin boðskap þegar
kæmi að 1000 ára afmæli kristni-
halds í landinu. Eftir öll þessi ár
ætti engra sérréttinda að vera þörf
fyrir Þjóðkirkjuna. Það er skoðun
þjóðarinnar, enda eru 92% lands-
manna þar skráðir.
Höfundur er fyrrv.
sparisjóðsstjóri á Skagaströnd.
RUSSELL ATHLETIC
Renndu
hettu-
peysurnar
komnar
aftur
Stærðir M-L-XL
Litir: Ljósgrár
dökkgrár
dökkgrænn
dökkblár
vínrauður
Sendum í
póstkröfu:
Laugarvegi
Verö kr.
3.990,-