Morgunblaðið - 21.12.1993, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993
47
Raunir ráðherra
eftir Steindór
Karvelsson
Það varð aldeilis uppi fótur og
fit á síðastliðnu sumri þegar við-
skiptaráðherra lagði fram norræna
skýrslu Hagfræðistofnunar Háskól-
ans um rikisstyrki til landbúnaðar
á íslandi.
í þessari skýrslu kom fram að
ríkisstyrkir til landbúnaðar á ís-
landi næmu 16,7 milljörðum króna
á ári hverju. Þar með var sprengjan
fallinn.
Varðhundar landbúnaðarkerfis-
ins þustu fram á sjónarsviðið og
fordæmdu Hagfræðistofnun og Sig-
hvat Björgvinsson viðskiptaráð-
herra fyrir þá ósvífni að halda því
fram að styrkir til landbúnaðarins
næmu 16,7 milljörðum, þetta væri
fásinna, einfaldlega allt of há tala
og ekkert nálægt raunveruleikan-
um. Haldið var fram að styrkirnir
næmu að hámarki 10-12 milljörð-
um.
Fyrir þessum varðhundum land-
búnaðarkerfisins fór svo „stór fram-
sóknarmaðurinn“ sjálfur, landbún-
aðarráðherrann Halldór Blöndal, og
fór geyst og með miklum látum.
Já hann tekur stórt upp í sig land-
búnaðarráðherrann. Að mönnum
skuli detta í hug að styrkir til land-
búnaðar nemi 16 milljörðum á ís-
landi, þvílík della að mati ráðherr-
ans.
Marklaust hjal
En hversu mikið er að marka það
sem Halldór Blöndal segir?
Fyrir örfáum vikum reyndi hann
að telja þjóðinni trú um að styrkir
til landbúnaðar næmu 10-12 millj-
örðum á ársgrundvelli. Núna einum
mánuði siðar ætlast hann til að
umheimurinn trúi því að styrkirnir
nemi 18,6 milljörðum á ári. Sem
sagt frá því að ráðherrann opnaði
munninn fyrir mánuði hafa styrk-
irnir hækkað um hvorki meira né
minna en 7,5 milljarða. Það er eins
gott að mánuðirnir eru ekki fleiri í
árinu, ef þetta á að vera hækkunin
á hverjum mánuði.
Talnaleikur
Hver skyldi nú vera tilgangur
Halldórs Blöndals með þessum hjá-
kátlega talnaleik?
Jú, það er nefnilega verið að
ganga frá GATT-samkomulaginu
og þá hentar það landbúnaðarráð-
Steindór Karvelsson
„Fyrir örfáum vikum
reyndi hann að telja
þjóðinni trú um að
styrkir til landbúnaðar
næmu 10-12 milljörð-
um á ársgrundvelli.
Núna einum mánuði
síðar ætlast hann til að
umheimurinn trúi því
að styrkirnir nemi 18,6
milljörðum á ári.“
herra íslendinga og hafa háa styrki
til landbúnaðarins, svo hægt sé að
leggja himinháa verndartolla á inn-
flutta matvöru og það sé alveg ör-
uggt að íslenskir neytendur sem
nú beijast í bökkum fari nú ekki
að kaupa þennan óþverra sem neyt-
endur annarra landa þrífast svo vel
á.
Hver segir svo að Halldór Blön-
dal beri ekki hagsmuni og heill ís-
lenskra neytenda fyrir bijósti?
Þjónn hverra
Það er alveg með ólíkindum að
landbúnaðarráðherra skuli bjóða
þjóð sinni upp á þvílíka endaleysu.
Hveijum skyldi svo ráðherrann vera
að þjóna með háttalagi sínu? Ekki
neytendum og kjósendum sínum,
því þeir myndu vafalaust fúsir vilja
borga lægri matarreikning. Ekki
er hann að þjóna hagsmunum
bænda, því að þegar fram líða
stundir munu íslenskir neytendur
einfaldlega ekki kaupa íslenskar
landbúnaðarafurðir verði þeim
haldið svo dýrum sem raun ber
vitni, með allskyns haftaaðgerðum
af hendi Halldórs Blöndals.
Lítil er trú þín á íslenska bænda-
stétt Halldór, ef þú heldur að þeim
sé ekki treystandi til að keppa við
stéttarbræður sína meðal annarra
þjóða. Þeir standa sig örugglega í
þeirri samkeppni, fái þeir frið til
þess fyrir íslenskum stjórnvöldum
og hagsmunasamtökum sínum.
Spurt er
Já, það er alveg með ólíkindum
hvað stjórnmálamönnum á Islandi
dettur í hug. Mikið væri það nú
ánægjulegt ef ráðherra gæti skýrt
fýrir þjóð sinni hvemig öllu þessu
víkur við. í von um að svo geti orð-
ið ætla ég að setja hér upp nokkrar
spurningar:
1. Hvernig stendur á því að
stuðningur íslenskra stjórnvalda
við landbúnað hefur hækkað á
einum mánuði um 7,5 milljarða
samkvæmt GATT-tilboði ríkis-
stjómarinnar?
2. Kemur þessi hækkun fram í
fj árlagafmmvarpinu?
3. Fyrir fáum vikum taldi ráð-
herrann að ekkert heimsmark-
aðsverð væri til á landbúnaðar-
vörum, nú virðist annað vera
uppi á teningnum. Telur ráð-
herrann heimsmarkaðsverð á
landbúnaðarvörum nú vera mun
lægra en fyrir örfáum vikum og
þá af hveiju?
4. Finnst ráðherranum það ís-
lenskum neytendum bjóðandi að
setja-nú toll á þær vörar í GATT-
tilboðinu sem áður vora ótollað-
ar og hækka þannig stórlega
matvælaverð á Islandi?
Mikið væri nú ánæjulegt ef land-
búnaðarráðherra sæi sér fært að
upplýsa íslenska neytendur um
hvernig þessum hlutum víkur við,
svo að við þurfum ekki að velkjast
í vafa á nýju ári um hvem hug
ráðherrann ber til þjóðar sinnar.
Höfundur er stjómarmaður í
Neytendasamtökunum.
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
AJÁRNBRAUTA-
STÖOINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁOHÚSTORGI
Skíðapakkar
Barnaskíðapakkar f rá
kr. 11.916,-stgr.
Unglingaskíðapakkar f rá
kr. 14.976,- stgr.
Gönguskíðapakkar f rá
kr. 10.240,-stgr.
Mikió úrval af
hockeyvörum
SPORT \
MARKAÐURINN
í SKEIFUNNI 7 - SÍMI 31290
r/
/
/
-J
SöBustaðir:
Skátahúsið
Snorrabraut 60
Sími: 23190/15484
Jólatré-básinn
Jólamarkaöinum _J3|
Faxafeni 10
. / t -
m «filf á-j'á
Veitt er 10 ára ábyrgð á endingu -
hvar annarsstaöar?
Ókeypis fallegur og veglegur
stálfótur fylgir með.
Skátar planta tveimur trjáplöntum í
landi Úlfljótsvatns í fyrir hvert sígrænt
jólatré sem keypt er.
• Þú finnur ekki "eðlilegra" og fallegra
jólatré á betra veröi.
• Ekkert vandamál aö geyma -
geymslubox fylgir.
• Brennur ekki, fellir aldrei barr, og
þarf ekki að vökva!
• Ekta jólatré úr gerviefnum í fjórum
stæröum.
Umboðsaðili: Bandalag íslenskra skáta
FAGOR
UPPÞVOTTAVÉLAR
12 manna
7 þvottakerfi
Hljóðlát 40dB
Þvottatími 7-95 mín
Sjálfv.hitastillir 55-65 C
Stillanlegt vatnsmagn
Sparnaðarrofi
Hitaþurrkun
HxBxD: 85x60x60cm
Án topp-plötu:
82x60x58cm
48.900•
STGR. • AFBORGUNARVERÐ KR. 51.500-
RÖNNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 68 58 68
0PN<^r
Fjölskylduspilið í ár!
Fyrirtæki, götur, verslanamiöstöövar,
banki, hús og hótel.
- þú getur eignast þaö allt í M0N0P0LY.
Fæst í bóka-, spila- og leikfangaverslunum um land allt.
Dreifing: Eskifell hf., sími 670930..
Hið eina sanna á ísiensku