Morgunblaðið - 21.12.1993, Side 48

Morgunblaðið - 21.12.1993, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 Á djasshátíð í Montreal Seinni hluti Mathieu Léger ásamt hljómsveit sinni, Lézimpoly. eftirSigrúnu Harðardóttur Það eru kvöld sem breyta lífinu í Montréal, sagði André Ménard í kynningu á hljómsveitinni Galliano og horfði yfir mannþröngina á Place des Arts að kvöldi eins heit- asta dags hátíðarinnar. Eitt hundrað og eitt þúsund áheyrend- ur voru mættir til þess að hlusta á tónleika bresku sýrudjass-, hip hop-, funk-, soul- og rap-hljóm- sveitarinnar Galliano. Þetta var fjölmennasti áheyrendahópur á einum tónleikum á þessari djass- hátíð og-eftir því sem mannþröng- in þéttist þeim mun meir dönsuðu áheyrendur við dúndrandi dans- músík Galliano. Þó nokkuð var um danshljóm- sveitir á þessari hátíð og var þeim vel fagnað af alveg einstökum hátíðargestum sem klöppuðu, sungu og dönsuðu og létu ekki sitt eftir liggja til þess að skemmta sjálfum sér og öðrum. Tónleikar suður-afrísku hljómsveitarinnar African Jazz Pioneers breyttust þannig í hörkuball, enda var þetta sannkallað „sjóvww“ á sviðinu með dansandi hljóðfæraleikurum heldur vandræðalegum í fyrstu lögunum og greinilega ekki vanir að leika fyrir sitjandi áhorfendur. Er þetta í fyrsta sinn sem undirrit- uð sér þetta gerast á innanhúss- tónleikum þessarar djasshátíðar. African Jazz Pioneers er ellefu manna hljómsveit, sem varð til á sjötta áratugnum í Jóhannesar- borg þegar djass- og big band-æði gekk yfír Suður-Afríku. Tónlist þeirra minnir fremur á karabíska tónlist heldur en þau dæmigerðu afrísku áhrif sem lofað hafði verið í tónleikaskrá ef undan eru skilin nokkur bongótrommusóló, sem Velvet Glove' á sviði Ultramar. færðu þessa tónleika örstuttar stund frá Karabíahafínu til Afríku. Það voru margir sem dönsuðu fyrir framan svið Labatt légere er hjómsveitin The Iguanas flutti sinn New Orleans litaða djass og blús með Tex-Mex (texas/mexík- önsk áhrif) blöndu og öllu þar á milli. Erfítt hefur þótt að flokka tónlist þeirra Igunas en sjálfír segja þeir að tónlist snúist um dans og að vera í ofsa stuði. Sam- kvæmt tónleikaskrá er þetta ein „heitasta grúppa“ sem komið hef- ur frá New Orleans í langan tíma. Hljómsveitin komst á blað er hún vann Big Eyasy-verðlaunin 1990 sem efnilegasta hljómsveitin og árið eftir sömu verðlaun sem besta rokkhljómsveitin. New Orleans- búinn, gítarleikarinn John Mooney sem þekktur er fyrir Missisippi Delta blúsleik, og hljómsveit hans Bluesiana léku einnig hjá Labatt Légere. Tímaritið Downbeat segir hann einn besta blús tónlistar- manninn og Washington Post sagði síðustu plötu hans, „Testim- ony (1992), vera eina bestu rokk- plötu ársins. Djúp, gróf rödd Johns Mooneys, hörkugóður leikur og dúndur taktur hríslaðist niður herðar og bak; hér var einn af þessum gömlu góðu blúsleikurum á ferðinni. Annar áhugaverður blús tónlist- armaður, organistinn Denis Lepage ásamt kvintett, flutti blús í anda Charlies Parkers. Þeir voru með sérkennilega hljóðfæraskip- un, Hammond B-3 orgel sem eitt sinn var leikið á í kirkju, trompet, bariton sax og trommur. Saxafón- leikarinn og organistinn skiptu á milli sín sólóum, hörkugóðir hljóð- „í glampandi sól og yfir 30 stiga hita flesta þá 11 daga sem „Le Festi- val International de Montréal“ stóð yfir voru stræti miðbæjar- ins lokuð svo djassinn gæti heltekið borgina. Sú athygli, sem þessi djasshátíð hefur fengið undanfarin ár, hefur gert skipuleggjendum hennar þeim Alain Sim- ard og André Ménard kleift að gera hana að stærstu djasshátíð heims sem og einum mikilvægasta menning- arviðburði Kanada.“ færaleikarar með fremur óvenju- lega útkomu. Gífurlega góð stemmning var á tónleikunum hins bráðunga drag- spilsleikara Roddie Romero og hljómsveitar hans The Rockin’ Cajuns. Þetta er í annað sinn sem Roddie Romero sækir þessa hátíð heim en hann lék fyrst fyrir áhorf- endur á djasshátíð hér fyrir 6 árum þá 16 ára að aldri og var þá þeg- ar orðinn þekktur í Louisiana og Acadia. Popplituð cajun- og zydeco-tónlist þeirra félaga fékk góðar viðtökur áhorfenda sem tóku virkan þátt í tónleikunum og sungu með eftir ábendingum frá stjömunni. La Bottine Souriante ásamt Klezemer Conservatory Band stilltu saman sína strengi á tvenn- um tónleikum og léku cajun og sígunadjass. Þetta voru einu tón- leikarnir á útisviði að þessu sinni sem voru jafn litaðir af sígunatónl- ist og var fiðluleikurinn alveg frá- bær. The Klezemer Conservatory Band er „grúppa“ frá Boston, þekktust fyrir evrópskar melódíur frá miðöldum. La Bottine Sour- iante er hljómsveit héðan frá Qu- ébéc sem uppruna á í fransk-kana- dískri alýðutónlist. Kvennahljómsveitir eru fremur sjaldgæfar í djassheiminum, ein slík tróð þó upp hér á þessari há- tíð, Velvet Glove sem var stofnuð 1988 af tveimur kanadískum og þremur bandarískum konum. Hljómur þeirra er allt annað en mjúkur, blanda af bebop, klassík og hefðbundnum djassi krydduð með léttum og frumlegum takti bassaleikarans Rosemary Galloway (einnig í Tóróntógrúpp- unni The Swing Sisters) og trymb- ilsins Sherrie Maricle (leikur einn- ig í tríói Olivers Jones auk þess sem hún er með eigin kvartett). Kröftugur leikur Stacy Rowles (leikur einnig með Maiden Voyage sem á aðsetur í LA) á trompet og beittur tónn tenórsaxafónleikar- ans Jane Fair (leikur einnig með hljómsveit Jim Galloway, Wee Big Band) gæddu tónlist þeirra agaðri taktfestu sem píanóleikarinn Jill McCarron (leikur einnig með eigin kvintett í New York) braut upp og „improviseraði“. Þetta voru mjög kröftugir tónleikar að hluta til með verkum sem finna má á nýlegum geisladiski „Velvet Glove — Round one“. Hinn einstaki trommuleikari Mathieu Léger ásamt nýrri hljóm- sveit sinni Lézimpoly flutti stór- góða tónleika á sviði Maurier Ltd. Mathieu Léger er leiðandi tónlist- armaður í „improvaisation" hér í Montreal. Hann hefur áður leikið rokk og bop með ýmsum hljóm- sveitum en þessi hljómsveit hans leggur áherslu á bebop, latneskan djass og djassrokk. Hljómsveitin sámanstendur af tveimur hljóm- borðsleikurum, bassa, saxafón, og flautuleikara, allt ungar stúlkur, hreint ótrúlega ungar, en eigi síð- ar þokkalegir hljóðfæraleikarar. Píanóleikarinn Lyle Mays, kvik- myndastónlistarhöfundur og sex- faldur Gammy verðlaunahafí, lék fyrir fullu húsi í Spectrum. Lyle Mays hefur leikið árlega á þessari hátíð frá árinu 1984 er hann lék með hljómsveit Pat Metheny, þá þrítugur að aldri. Þetta er í fyrsta sinn sem hann leikur á þessari hátíð sem sjálfstæður tónlistar- maður en honum til aðstoðar voru hinn stórgóði saxafónleikari Bob Sheppard, bassaleikarinn Marc Johnson og Mark Walker á tromm- ur. Þetta var þægileg tónlist, hefð- bundinn djass og „fusion“ sem duttu út í klassík í píanóeinleik stjörnunnar sem hefur greinilega fengið full langa klassíska skólun og hreinlega gleymdi að djassa rómantísku klassíkina sína í allt af löngum einleikssyrpum. Saxa- fónleikarinn Bob Sheppard hafði djassinn hins vegar í blóðinu og átti ansi skemmtilegan leik sem trymbillinn Mark Walker tók síðan við og barði fram fjöll sem réttu viðstadda við í sætunum. Á sviði Maurier Ltd. var kanadíski píanó- leikarinn og tónskáldið Andy Milne mættur til leiks ásamt kvartett sem samanstendur aðallega af ungum uppfínningasömum hljóð- færaleikurum frá New York. Andy Milne, sem er tiltölulega nýr í tón- listarlífí New York, hefur á skömmum tíma náð athygli sem fjölhæfur og skapandi tónlistar- maður. Þeir félagar tilheyra nýrri jassklíku í Brooklyn sem leikur M-Base jass (byggist á danstónlist 6. og 7. áratugarins) og er saxa- fónleikarinn Steve Coleman þekkt- astur af þessum hópi. Að undan- fömu hefur Andy Milne leikið með Steve Coleman og hljómsveit hans Five Elements, m.a. á upptöku þeirra „Drop Kick“, einnig með M-Base Collective „Anatomy of a Groove". Það var hörku stuð í leik þeirra félaga og greinilega eitt- hvað nýtt að gerast. Ljósmyndir/Sigrún Harðardóttir Danis Le Page ásamt kvartett. Iguanas, heitasta grúppa sem komið hefur frá New Orleans í langan tíma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.