Morgunblaðið - 21.12.1993, Page 60

Morgunblaðið - 21.12.1993, Page 60
ðO MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1993 5htmar -FrétUr. ertme&þanr\ eJntt, Sjókdóno se/y) tegget eJdci bor/S £ram.“ Með morgunkaffinu Mér finnst nú að þeir hefðu getað gefið mér gullúr fyrst ég er búinn að vera hér í 10 ár. /HCNKR5CN Í14-J f HÖGNI HREKKVÍSI ..06 HÖSNI BlÐue/OERLESAAÐHBILSA, FRCHkA." BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Athugasemd við Víkverja Frá Svanhildi Kaaber: VÍKVERJI gerir starfstíma grunnskóla að umtalsefni í pistli sínum í gær (16. desember), og telur að við skipulagningu skóla- ársins sé fyrst og fremst miðað við þarfir .. fjölskyldunnar á Síðasta bænum í dalnum", svo fáránlega gamaldags sé það og fjarri íslenskum nútíma, þar sem „... íslenska kjarnafjölskyldan búi í þéttbýli og eigi sér tvær fyrir- vinnur“. Þó að það eigi reyndar ekki að vera umfjöllunarefni mitt hér tel ég þessa staðhæfingu Víkveija í hæpnara lagi. Hvort tveggja er að enn verður nú að telja Island í byggð utan stærstu þéttbýli- skjarnanna — þrátt fyrir „malbiks- stefnu“ núverandi stjórnvalda. Og svo er hitt að þær eru ansi marg- ar íslensku fjölskyldurnar sem ekki hafa tvær fyrirvinnur heldur eina, oftast móðurina. Auk þessa gefur fullyrðing Víkverja tilefni til að hugleiða hvernig margnefnd kjarnafjölskylda er samansett, en það er annað mál. Ytri rammi skólaársins í íslensk- um grunnskólum er ákveðinn í grunnskólalögum og reglugerðum sem þeim fylgja. Ef kennsla er felld niður í skóla getur tvennt komið til: Annaðhvort er um að ræða ákveðna daga sem tilgreind- ir eru í reglugerð um leyfi í skólum (það eru þeir dagar sem Víkveiji telur sérstaka hátíðisdaga kenn- ara!). Hins vegar getur verið um að ræða samstarfs- og skipulags- daga vegna skólastarfsins sem hver skóli hefur heimild til að ákveða innan marka reglugerðar um starfstíma grunnskóla. Báðar þessar reglugerðir eiga sér stoð í grunnskólalögum. Á undanförnum árum hefur mikið verið talað um nauðsyn þess að lengja skólaárið í íslenskum grunnskólum og skipuleggja það öðruvísi en nú er gert t.d. með því að búa svo um hnútana að kennsla verði ekki felld niður vegna ann- arra starfa kennara, eða hátíðis- daga sem byggja á gömlum hefð- um og ekki eru frídagar á öðrum vinnustöðum. Þetta skilur Kenna- rasambandsfólk auðvitað vel — og hefur margsinnis lýst yfir vilja sín- um til að semja um nauðsynlegar breytingar á vinnutíma svo komið verði til móts við þessa ósk samfé- lagsins. En því miður hefur við- semjandi okkar ekki verið tilbúinn til að ganga til slíkra samninga. Þessa dagana mun nefnd sem vinnur að því að móta mennta- stefnu á vegum menntamálaráð- herra vera að ganga frá loka- skýrslu sinni. í áfangaskýrslu sem kom út snemma á þessu ári lagði nefndin til að kennsludagar í grunnskólum verði 175 á skólaár- inu. Opinberlega hefur komið fram að tillaga þessi verði óbreytt í loka- skýrslu nefndarinnar. Þó að ýms- um þyki kyndugt að starfsnefnd þess menntamálaráðherra sem harðast hefur gengið fram í niður- skurði á skólakerfínu skuli leggja slíkt til fagnar Kennarasambandið þessari tillögu. Þess vegna átti sambandið frumkvæði að því sl. vor að taka málið á dagskrá í samningaviðræðum. Þá voru samningsaðilar meira að segja orðnir nokkuð sammála um á Frá Helga Grímssyni: ÞAÐ ER alltaf ánægjuefni þegar jafn upplýstur penni og Víkveiji dagsins fjallar um skólamál. Hann lætur að því liggja að kennarar stöðvi hagvöxt hér á landi með því að kenna ekki á „svokölluðum“ starfsdögum og lögboðnum frídög- um skóla. Víkveija til upplýsingar skal á það bent að kennarar hafa verið og eru tilbúnir til viðræðu við ríkis- valdið um lengd skólaárs og frí- daga skóla. Ríkisvaldið hefur hins hvem hátt mætti meta aukið vinnuframlag vegna breytinganna ef af þeim yrði. En hvað gerðist? Viðsemjendur okkar hættu við allt saman og drógu að sér hendurn- ar. Það voru þeir sem ekki voru tilbúnir til að ganga til samninga um fleiri kennsludaga á ári hveiju! Það er satt að segja orðið held- ur þreytandi fyrir kennara hvernig sífellt er látið að því liggja að skipulag skólaársins í íslenskum grunnskólum sé á þeirra ábyrgð. Svo er ekki. Félagsmenn Kennara- sambandsins eru þess albúnir að semja um breytt skipulag. Það hefur ríkisvaldið hins vegar ekki verið tilbúið til að gera fram að þessu. En nú eru samningar Kennarasambandsins lausir. Nú er tækifærið ef vilji er til þess að fylgja eftir öllum ræðunum um mikilvægi þess að fjölga kennslu- dögum í íslenskum grunnskólum. Stuðningur Vfkveija til að ná fram því markmiði er vel þeginn — en þá verður hann að beina spjótum sínum að réttum aðilum. Það eru stjórnvöld — því þeirra er ábyrgðin. SVANHILDUR KAABER, formaður Kennarasambands íslands. vegar ekki verið tilbúið til að greiða fyrir aukna vinnu kennara og því hefur málið fallið um sjálft sig. Ég leyfi mér að efa að Vík- veiji væri tilbúinn til þess að starfa í sjálfboðavinnu til þess að koma Morgunblaðinu út alla sjö daga vikunnar. Það er því eðlilegra að Víkveiji dagsins beini spjótum sínum að ríkisvaldinu í stað þess að eggja kennara til lögbrota. HELGI GRÍMSSON, kennari. Ekkí hengja bakarann! Athugasemd við skrif Víkverja 16. desember Víkverji skrifar Ef marka má tal fólks er jóla- hald á íslandi smátt og smátt að falla í skynsamlegri farveg. Frá því, að þjóðin komst í einhver efni hefur kaupæði almennings fyrir jólin verið nánast takmarkalaust. Allt hefur þurft að gera „fyrir jól- in“. Fólk hefur lagt í ótrúlegar fjárfestingar „fyrir jólin“. Nú er kreppan smátt og smátt að koma landsmönnum í jarðsamband. Einn af viðmælendum Víkveija hafði orð á því, að algengt væri, að fjölskyldur tækju sig saman um að draga úr jólainnkaupum og jólagjöfum og hafa þetta allt í meira hófi, en tíðkazt hefur um nokkurt árabil. Þetta er jákvæð þróun. Jólamánuðurinn hefur verið tími spennu og streitu fyrir alltof marga af ofangreindum ástæðum. Eftir að greiðslukortin komu til sögunnar hefur þetta tímabil framlengzt fram á fyrstu mánuði hins nýja árs. En nú er sem sagt ástæða til að ætla, að breyting sé að verða á lífsmáta landsmanna í jólamán- uðinum. Vonandi verður sú breyt- ing ekki tengd við krepputímabilið heldur er ástæða til að ýta undir, að hún verði til frambúðar. Það verður öllum til farsældar. xxx að er slæmt, að bankar og söluaðilar hafa ekki náð sam- an um notkun hinna nýju debet- korta. Því verður ekki á móti mælt, að bankarnir hafa klúðrað þessu máli rækilega. Þeir ætluðu sér alltof stóran hlut í upphafi og merkilegt, að þeir menn, sem halda öðrum fremur um púlsinn að þessu leyti, skuli ekki hafa gert sér grein fyrir því, að sá tími er liðinn að hægt sé að bjóða fólki hvað sem er. En hvað sem öðru líður er æski- Iegt og nauðsynlegt að þessir aðil- ar nái samkomulagi. Debetkortin geta orðið til þess að draga úr notkun kreditkorta. Það getur varla verið þjóðinni til góðs að taka upp þann lífsmáta til fram- búðar að lifa dag hvern út á krít. Eða hvað segja umsýslumenn fjár- mála þjóðarinnar um það? XXX að var gott framtak hjá Matthíasi Bjarnasyni, alþing- ismanni, að taka saman á einn stað margvíslegar upplýsingar um Sambandslögin 1918 og aðdrag- anda fullveldisins. Þessi bók á ekki sízt heima í höndum fram- haldsskólanema. Við eigum að leggja meiri rækt við 1. desember og þau tímamót, sem þá urðu í sögu þjóðar okkar. Hátíðahöld þennan dag hafa áratugum saman verið í höndum stúdenta. Því mið- ur hafa þeir ekki síðustu tvo ára- tugi eða svo haldið hátíð þennan dag með þeirri reisn, sem hæfir og t.d. alls ekki á 75 ára afmæli fullveldisins hinn 1. desember sl. Það er tímabært, að háskólastúd- entar endurskoði afstöðu sína til þessara hátíðahalda eða að aðrir óþreyttir aðilar taki við. xxx Ríkissjónvarpið sýndi í fyrra- kvöld þátt um Árna Johnsen, alþingismann, þar sem hann söng nokkur lög, sem eru á nýútkomn- um diski, sem þingmaðurinn hefur sent frá sér. Þetta var býsna vel gerður þáttur, sem var þingmann- inum til sóma og sýndi vel sterk tengsl hans við heimabyggð sína, Vestmannaeyjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.