Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 39. tbl. 82. árg. FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vanga- veltur um heilsufar Jeltsíns Moskvu. The Daily Telegraph. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur frestað mikilvægri ræðu á þingi landsins af heilsufarsástæð- um og það hefur valdið vangavelt- um um hvort hann eigi við alvar- leg veikindi að stríða og hvort hann geti lokið kjörtímabili sínu. Jeltsín átti að flytja fyrsta ávarp sitt til beggja deilda þingsins á morg- un, föstudag, en því hefur verið frestað til 24. febrúar. Sú skýring var gefin að for- setinn.hefði verið með slæmt kvef undanfarið og því haldið sig á sveitasetri sínu frá 9. febrúar þar til á þriðjudag þegar hann tók á móti John Major, forsætisráðherra Borís Jeltsín. Bretlands, í Kreml. Fréttafulltrúi Jeltsíns fór hörðum orðum um fréttir rússneskra fjöi- miðla þess efnis að óvíst væri hvort forsetinn gæti haldið út kjörtímabil- ið, sem lýkur eftir tvö ár. Hann sagði slíkan fréttaflutning „ótilhlýðilegan og óþjóðræknislegan", enda væri hann runninn undan rifjum manna sem stæðu í „pólitísku leynimakki og framapoti". Rússar minnast þó þess þegar leiðtogar Sovétríkjanna fyrrverandi snemma á síðasta áratug hurfu af sjónarsviðinu svo vikum skipti og voru sagðir með kvef. Dagblaðið Segodnja uppnefndi forsetann „herra Forfallaður" og sagði að tíð og langvinn veikindaforföll hans væru ein af „ráðgátum Kremlar- fræðinnar", fræðigreinar sem talið var að myndi deyja með kommún- ismanum. Reuter Undirbúningur í herstöðvum NATO HERMAÐUR í breska flughernum yfirfer flugskeyti á Jaguar GR-1 orrustuþotu. Geri NATO alvöru úr hótunum sínum gagnvart Serbum kann vélin að verða notuð til árása eða í könnunarflug. Siðlaus hagnaður Edinborg. Reuter. KONA nokkur, sem bjargað var af skoskum fjalistindi eftir að hafa hafst þar við í frosti og funa í tvær nætur, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að selja sögu sína til blaðanna. Hefur hún verið minnt á, að henni hafi verið bjarg- að fyrir almannafé og því sé rétt- ara, að hún gefi þóknunina til við- komandi björgunarsveita. Hector Monro, íþróttamálaráð- herra Skotlands, og Graham Gibb, sá, sem stjórnaði leitinni að kon- unni, Jacqueline Greaves, sögðu í gær, að hún ætti að gefa féð, sem hún fékk fyrir söguna hjá tveimur dagblöðum, 4,3 milljónir króna, til þeirra, sem björguðu henni. Alls tóku 70 manns úr fímm björgunarsveitum þátt í leitinni og var meðal annars leitað úr þyrlu og með sérstökum sporhundum. Er kostnaðurinn við hana áætlaður nærri 11 milljónir króna. „Það er heldur undarlegt, að sá, sem bjargað var, skuli geta hagnast á leit ij'ölda manna, sem fá ekkert í sinn hlut,“ sagði Monro. Sameinuðu þjóðirnar vilja fjölga um 3.000 manns í friðargæsluliðinu í Sarajevo Rússar segja úrslita- kosti NATO óheimila Moskvu, London, Sarajevo, Zagreb. Reuter. AFSTAÐA Rússa til aðgerða Atlantshafsbandalagsins (NATO) gagn- vart Serbum í Bosníu skýrðist fráleitt í gær, er aðstoðarutanríkisráð- herra Rússlands, Sergej Lavrov, sagði að úrslitakostir bandalagsins brytu í bága við samþykktir Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Lavrov lét þessi orð falla í Dúmunni, neðri deild Rússlandsþings. Yfirmenn friðargæslusveita SÞ hyggjast fjölga um 3.000 manns í gæsluliðinu í Bosníu til að aðstoða við afvopnun Sarajevo og undirbúa hugsanleg- ar loftárásir á Serba. Þingmenn segja skilið við þingflokk Zhírínovskíjs Moskvu. Reuter. TVEIR atkvæðamiklir þingmenn í Frjálslynda lýðræðisflokknum, flokki rússneska þjóðernisöfgamannsins Vladímírs Zhírínovskíjs, sögðu skilið við þingflokkinn í gær til að mótmæla yfirlýsingum og framgöngu leiðtogans eftir kosningarnar í desember. Þetta gæti reynst undanfari klofnings innan flokksins og annar þingmann- anna gaf til kynna að hann gæti skýrt frá Ieyndarmálum sem myndu skaða Zhírínovskíj alvarlega. Víktor Kobelev, sem á sæti í „æðsta ráði“ Fijálslynda lýðræðis- flokksins, sagði á fundi Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, að hann og annar atkvæðamikill þingmaður, Alexander Pronín, hefðu sagt skilið við þingflokkinn. „Ég er andvígur mörgum af yfirlýs- ingum Zhírínovskíjs - einkum þeim sem hann hefur látið frá sér fara j útlöndum - þar sem flokkurinn hefur ekki lagt blessun sína yfir þær,“ sagði Kobelev við fréttamenn eftir þingræðuna. „Kjósendur kusu mig í Dúmuna til að framfylgja stefnu flokksins, ekki til að styðja bijálæðislegar brellur leiðtogans.“ Meira en 60 þingmenn eru í flokki Zhírínovskíjs og Kobelev hvatti þá til að fara að dæmi sínu og ganga úr þingflokknum. Hann kvaðst ekki ætla að segja sig úr Frjálslynda lýðræðisflokknum og sagði að ekki væri hægt að víkja sér úr flokknum nema það verði samþykkt á flokksþingi sem ráð- gert er í apríl. Þessi uppreisn gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Zhírínovskíj þar sem Kobelev gaf til kynna að hann gæti skýrt frá ýmsum leyndarmál- um ef flokksleiðtoginn reyndi að hefna sín. „Ég hef starfað innan flokksforystunnar í rúmt ár og veit allt um starf hennar frá upp- hafi,“ sagði hann. „Ég er hættuleg- ur maður að þessu leyti." Rússneskir fjölmiðlar hafa ítrek- að verið með fréttir um að öryggis- lögregla Sovétríkjanna fyrrverandi hafi staðið á bak við stofnun flokks Zhírínovskíjs, sem var fyrsti flokk- urinn sem skráður var eftir að al- ræði kommúnistaflokksins vat- af- numið. Þetta hefur þó aldrei verið sannað og Zhírínovskíj hefur alltaf neitað þessu. Zhírínovskíj brást ókvæða við þingræðunni og sagði að þing- mennirnir tveir hefðu í reynd verið reknir úr flokknum „fyrir hegðun sem samræmdist ekki stöðu þeirra sem félaga í Fijálslynda lýðræðis- flokknum, þingmanna og rúss- neskra borgara". Lavrov aðstoðarutanríkisráðherra sagði á þingi að Rússar myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði á vett- vangi SÞ til að koma í veg fyrir fyrirhugaðar loftárásir NATO á víg- hreiður Serba. Rússar teldu þær fara út fyrir þann ramma sem sam- þykktir Sameinuðu þjóðanna hefðu sett og væru því ólöglegar. Yfirlýs- ingar Lavrovs virðast stangast á við orð Andrejs Kozyrevs utanríkisráð- herra, sem sagði á laugardag að Rússar væru reiðubúnir að sam- þykkja hernaðaraðgerðir NATO í Bosníu sem „lokaúrræði". Ósk um fjölgun fálega tekið Ósk frjðargæslusveitanna um fjölgun í gæslusveitum í Bosníu var fálega tekið í ríkjum Evrópusam- bandsins (áður Evrópubandalagsins, EB). Frakkar þvertóku fyrir að senda fleiri hermenn til Bosníu en Frakkar eru fjölmennastir í gæslu- liðinu, um 6.000. Þá lýstu Bretar og Hollendingar því yfir að þeir teldu sig gera nóg nú þegar, en 2.500 Bretar og 2.400 Hollendingar eru í Bosníu. Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði ólíklegt að Bandaríkjamenn sendu hermenn til Bosníu. Rússar neituðu að leyfa að hluti rússnesku friðargæsluliðanna í Króatíu yrði fluttur til Bosníu, en yfírmenn friðar- gæslusveitanna höfðu óskað eftir því. Óvíst hverjir vörpuðu sprengju á útimarkað Serbneskar leyniskyttur skutu einn mann í Sarajevo í gær og er hann annað fórnarlamb leyniskyttna á þeim sex dögum sem liðnir eru frá því að vopnahlé gekk í gildi. Fulltrú- ar SÞ sögðu í gær að útilokað væri að segja til um það hvort Serbar eða múslimar hefðu varpað sprengjunni á útimarkað í Sarajevo fyrir rúmri viku, sem varð 68 mönnum að bana. Reuter Karlaveldinu ögrað Toujan Faisal, fyrsta konan, sem kjörin hefur verið á jór- danska þingið, efndi til setu- verkfalls fyrir framan þinghúsið í Amman í gær til að mótmæla framkomu þingmanns nokkurs við sig. Kvað hún hann hafa móðgað. sig og grýtt í sig ösku- bakka og ætlar að fara í mál við hann. Segir Faisal, að í þessu máli sé raunveruléga verið að takast á um lýðræðislega fram- tíð þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.