Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 52
HEWLETT PACKARD
lHEk
H P Á ÍSLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika
TVOFALDUR1. vinningur
MORGUNBLADW, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK
SlMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Dreifmgsf.
kærir toll-
, stjóra fyrir
^afturköllun
stjórnvalds-
ákvörðunar
DREIFING sf. hefur sent Friðrik
Sophussyni fjármálaráðherra
sljórnsýslukæru vegna ákvörð-
unar tollstjórans í Reykjavík um
að afturkalla þá ákvörðun sína
að heimila fyrirtækinu innflutn-
ing á frosnum kjúklingabringum,
forsoðnum og húðuðum með
brauðraspi. Tollstjóri tilkynnti
Dreifingu sf. með bréfi dagsettu
4. febrúar sl. að ákvörðun hans
um að heimila innflutninginn
tæki gildi kl. 15 mánudaginn 7.
febrúar, en þann sama dag er
tímafresturinn var liðinn til-
kynnti embætti tollstjóra fyrir-
tækinu að ekki væri unnt að
heimila innflutning nema að upp-
fylltum skilyrðum í reglugerð frá
því í janúar um innflutning bú-
vara. Telur Haukur Hjaltason
eigandi Dreifingar sf. að þetta
ítkvæði tollsljórans feli í sér aft-
úrköllun stjórnvaldsákvörðunar.
I bréfi sínu til fjármálaráðherra
bendir Haukur á að í 100. grein
tollalaga frá 1987 sé fjallað um þau
atriði sem tollstjóra sé ætlað að
úrskUrða um og þar sem framan-
greind ákvörðun tollstjóra lúti ekki
að þeim efnisatriðum sem þar séu
tilgreind leyfi hann sér að kæra
ákvörðun hans um afturköllun til
fjármálaráðuneytisins sem fer með
yfírstjóm tollamála. '
Telur reglugerðina
skorta lagastoð
Telur Dreifing sf. að óheimilt
..hafi verið að byggja afturköllunina
á því að ekki hafi verið fullnægt
skilyrðum reglugerðarinnar frá í
janúar um varnir gegn því að d_ýra-
sjúkdómar berist til landsins. I því
sambandi skorti reglugerðina laga-
stoð bæði varðandi form og efni.
Heimildarlög reglugerðarinnar geri
ekki ráð fyrir því að yfirdýralækni
sé heimilað að takmarka innflutn-
ing á unninni matvöru sem þegar
hafi verið tollafgreidd og loks líti
Dreifing sf. svo á að reglugerðin
taki ekki til soðinnar matvöru og
að við innflutning hennar hafi verið
fullnægt allri upplýsingaskyldu um
tegund og framleiðslu vörunnar.
í gær var síðasta haftið í Botnsdaisgöngum
sprengt í burtu. Halldór Blöndal samgönguráð-
herra setti sprengjuna af stað með því að tendra
kveikiþráð sem lá að henni. Sprengingin tókst
mjög vel og sögðu forsvarsmenn að skekkjan
Sprengt ígegn
á göngunum þar sem þau mættust, annars
vegar frá ísafirði og hins vegar frá Súganda-
firði, hefði verið innan við fimm sentímetrar.
Fjöldi starfsmanna og gesta var viðstaddur
þennan merka áfanga og var honum vel fagn-
Morgunblaðið/Þorkell
að. Meðal annars klifu menn upp á gijóthrúg-
una, sem hlóðst upp við sprenginguna, og skál-
uðu fyrir vel heppnuðu verki.
Sjá nánar á miðopnu.
Forsætisráðherra um ágreining um breytingar á búvörulögunum
Telur að sjálfstæðismenn verði
samstiga iim breytingamar
Viðskiptaráðherra segir enga pólitíska samstöðu um að færa álagningarvald í landbúnaðarráðuneytið
ÁGREININGUR milli stjórnai'flokkanna um breytingar á búvörulögun-
um er óleystur. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagðist eftir þing-
flokksfund sjálfstæðismanna í gær telja að þingflokkurinn myndi verða
alveg samstiga um þær breytingar sem gerðar hafa verið í landbúnaðar-
nefnd þingsins. Forsætisráðherra sagði að samkvæmt lögfræðiáliti sem
kynnt var á fundinum séu breytingarnar ekki brot á samkomulagi
stjórriarflokkanna frá í desember sl. „Það er engin pólitísk samstaða
um að fara með álagningarval'd í tolla- og skattamálum varðandi allar
landbúnaðarvörur og iðnaðarvörur með landbúnaðarhráefni yfir í land-
búnaðarráðuneytið og ég sé ekki að svo verði,“ sagði Sighvatur Björg-
vinsson viðskipta- og iðnaðarráðherra í samtali við Morgunblaðið.
Áformað að vígja Þjóðarbókhlöðuna 1. desember
Bókageymslur safnsins
fyllast fyrr en áætlað var
STEFNT er að því að vígja Þjóðarbókhlöðuna 1. desember á þessu
ári, að sögn menntamálaráðherra. Upplýsingar komu fram á Alþingi
*í gær um að húsið sé of lítið til að þjóna því hlutverki sem því er
ætlað. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður segir það ekki rétt.
Safnið muni allt komast fyrir í Þjóðarbókhlöðunni. Bókakostur safns-
ins hafi aukist á löngum byggingartíma og því Ijóst að bókarými
safnsins muni fyllast fyrr en áætlað var. Ljóst sé að þá þurfi að
leita að rými utan safnsins.
I fyrirspurnarti'ma til ráðherra
spurði Kristín Ástgeirsdóttir þing-
maður Kvennalista hvort rétt væri
að starfsemi sú sem vera á í Þjóðar-
bókhlöðunni sé þegar of umfangs-
mikil til að rúmast í húsinu. Ólafur
G. Einarsson menntamálaráðherra
sagðist ekki hafa heyrt að Þjóðar-
bókhlaðan væri. orðin of lítil. Hins
vegar væri það eðli safna að þau
stækkuðu með tímanum, og Þjóðar-
bókhlaðan hefði verið hönnuð fyrir
20 árum við allt aðrar aðstæður en
nú ríktu.
Kristín Ástgeirsdóttir sagðist
hafa upplýsingar frá fólki sem sé
að huga að fyrirhuguðum flutningi,
að Þjóðarbókhlöðuhúsið væri of lít-
ið. Kristín sagði að flytja ætti bóka-
safn og lestraraðstöðu Iláskóla ís-
lands í Þjóðarbókhlöðuna og ljóst
væri að nýja safnið myndi ekki
anna þörf sem væri á lestrarrými.
„Það er ekki eðlilegt að krefjast
þess að hluti tollskrár sé tekinn af
fjármálaráðherra og færður í hendur
fagráðherra. Ef það verður niður-
staðan mun ég krefjast þess að öll
mál sem varða undirboðs- og jöfnun-
artolla í iðnaði fari undir iðnaðar-
ráðuneytið. Ef undirboðs- og verð-
jöfnunartollar í landbúnaðarfram-
leiðslu og hreinum iðnaði úr landbún-
aðarhráefnum eiga að fara til land-
búnaðarráðherra þá verða menn að
vera samkvæmir sjálfum sér og gera
ráð fyrir að atvinnuvegaráðuneytin
fái sambærilegar heimildir hvert á
sínu sviði,“ sagði Sighvatur.
Of eldfimt fyrir
landbúnaðarnefnd
Gísli S. Einarsson, fulltrúi Alþýðu-
flokksins í landbúnaðamefnd, segir
að leysa þurfi þetta mál. á ráðherra-
grundvelli, enda telji hann það of
eldfimt fyrir landbúnaðarnefnd.
Stjórnarflokkana greinir á um þá
breytingu sem gerð hefur verið í
landbúnaðarnefnd á 72. gr. búvöru-
laganna um heimildir landbúnaðar-
ráðherra til álagningar verðjöfnunar-
gjalda. Egill Jónsson formaður
nefndarinnar telur að standi hún
óbreytt þá takmarkist verðjöfnunar-
heimild ráðherra við þær vörur sem
taldar eru upp á bannlistanum svo-
kallaða sem samkomulag varð um
um seinustu mánaðamót. Nauðsyn-
legt sé að ráðherra fái vald til að
leggia gjöld á, ^ljar innfluttar landx.
búnaðarvörur, eins og hafi verið
markmiðið með samkomulaginu sem
gert var í desember. Egill segir að
það væri samkomulagsbrot að gera
ekki þessa breytingu en Sighvatur
Björgvinsson segir að sér sýnist að
menn séu að tala um að setja inn í
búvörulögin hvaða fyrirkomulag eigi
að vera á þessum málum eftir GATT,
sem stangist á við alþjóðlegar skuld-
bindingar og játti hann því að sam-
kvæmt þessu héldi ekki það sam-
komulag sem gert var innan ríkis-
stjórnarinnar í janúar.
Sjá nánar á miðopnu.
------«--------
Tvær bílvelt-
ur við Höfn
TVÆR bílveltur urðu í grennd
við Höfn í Hornafirði í gærdag
að sögn lögreglunnar á Höfn.
Jeppi valt í Öræfum með fjórum
farþegum og hlutu þrír þeirra tals-
verð meiðsli. Þau eru ekki talin lífs-
hættuleg en farið var með fólkið
til Hafnar. Að sögn lögreglu valt
jeppinn í beygju, niður 20-30 metra
vegkant yfir stórgrýti. Einnig valt
fólksbíll með tveimur innanborðs
skammt frá bænum og sluppu báð-
ir með skrekkinn. Að sögn lögregl-
unnar var bílstjórinn óreyndur og
krapj ,á götum þegar slysið yarð.