Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 21 Tískuföt í stórum númerum VERSLUNIN Max Mara við Hverfisgötu verður undirlögð fatnaði frá Marinu Rinaldi vik- una 17.-24. febrúar. Að sögn tals- manna verslunarinnar er Rinaldi systurfyrirtæki Max Mara. Minnstu flíkur sem seldar eru undir þessu vörumerki eru i stærð 19 sem samsvarar stærð 42 á þýsk- um fatnaði, 44 á frönskum og 46 á ítölskum fötum. Fyrirtækið Mar- ina Rinaldi var stofnað árið 1980 og sérhæfir sig í tískufatnaði í stór- um númerum. ■ Kjúklingar hækka aftur UM síðustu helgi var hægt að kaupa kílóið af kjúklingum á 390-395 krónur bæði hjá Nóatúni og Hagkaup. Neytendur tóku vel við sér og seldust kjúkling- arnir upp. Kjúklingar hafa nú hækkað að nýju. Að sögn forráðamanna hjá Nóa- túni var aðeins um tímabundið til- boð að ræða, núna kostar kílóið hjá þeim 585 krónur. Hjá Hagkaup kostar kílóið af Kraftkjúklingi 598 krónur en af Holtakjúklingi 610 krónur. Árni Ingvarsson innkaupa- maður hjá Hagkaup segir að þeir telji sig góða að eiga kjúklinga þar sem takmarkað magn sé til þessa dagana. Kjúklingar eru uppseldir í Bónus. Hinsvegar segir Jón Ásgeir Jóhann- esson hjá Bónus að von sé á nýrri sendingu og hann býst við að kjúkl- ingaverðið lækki en það var 569 krónur áður. Hjá I'jarðarkaupum var kílóverð- ið á kjúklingum komið í 610 krónur í gær. ■ Besta vörnin gegn meindýrum er hreinlæti KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFEN111 - SÍMI 688055 ★ HSM Pappírstætarar og pressur Ýmsar stærðir og gerðir ► Nýtisku hönnun ► Öryggishlíf ► Litaval ►Þýsk tækni og gæði OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík Símar 624631 / 624699 Kork*0‘Plast Sænsk gæðavara KORK-gólfflísar með vlnyl-plast-áferð Kork'O-Plast: í 10 gerðum Veggkork í 8 gerðum. Ávallt til á lager Aðrar korkvörutogundir á lager: Undirlagskork i þremur þykktum Korkvélapakkningar i tveimur þykktum Gutuþaðstofukork Veggtöflu-korkplötur f þremur þykktum Kork-parkett venjulegt, f tveimur þykktum & Einkaumboð á íslandi: Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Ármúla 29 ■ Reykjavik • Sími 38640 MEINDÝRAVÖRNUM Reykja- víkurborgar berast nær daglega fyrirspurnir um hvernig útrýma megi „óboðnum gestum“ úr hí- býlum mann- Al- geng- ast er að þeirra verði vart inn- Portúgalskur markaður í Hagkaup SÍÐASTA þriðjudag hófst á ný leirmarkaður í Hagkaup, Skeif- unni. Um er að ræða portúgalsk- an leir og nú líka litaða glervöru. Leirinn er bæði handmálaður en einnig einlitur. Varan er ekki seld í kílóatali eins og síðast heldur eru vörurnar nú verðmerktar hver fyrir sig. ■ mjöl- og kornmat í eld- hússkápum þó þeir geti tek- ið upp á því að dreifa sér um alla íbúð. Til dæmis taka sumar pöddu- tegundir sér ból- festu í sófasettum ef nægs þrifnaðar er ekki gætt enda al- gengt að menn mauli eitthvað yfir sjónvarps- glápinu á kvöldin og vill þá gjarnan myljast niður í sætin, segir Guðmundur Björnsson, verkstjóri hjá Meindýravörnum. Ymsum ráðum má beita til að koma í veg fyrir að skordýr og önnur meindýr taki sér bólfestu á heimilinu. Óæskilegt er að skilja eftir brauðmola eða mat óvarin. Hreinlætis skal gæta í éldhúsi og búri og halda skal gólfum og borð- um hreinum. Sorptunnur þurfa að vera þriflegar og æskilegt er að sótthreinsa reglulega. Niðurföll er gott að skola vikulega og nota þvottasóda eða stifluhreinsi ef með þarf. En ef svo illa vill til að mein- dýr herja á heimili þannig að um verulégan vanda sé að ræða, er betra að fá meindýraeyði til að kljást við vandann. „Það fyrsta, sem við bendum fólki á að gera þegar vart verður við pödd- ur í skápum er að ná sýnishorni og leita_ á náðir Náttúrufræðistofnunar ís- lands. Þar er starfandi skordýra- fræðingur sem greinir tegundina. Við förum aldrei af stað fyrr en sú greining liggur fyrir, en þá fyrst vitum við hver andstæðingurinn er, hvaða aðferðum er best að beita og á hvaða svæði í íbúðinni leggja beri áherslu á. Ekki þarf þó að eitra í öllum tilfellum. Þegar t.d. um svo- kallaðar klóakpöddur er að ræða, koma þær til vegna bilunar í skól- plögn. Það þarf þá fyrst og fremst að laga þá brotalöm og þá detta þær niður af sjálfu sér,“ segir Guð- mundur. „í raun og veru má finna pöddur í alls kyns mjöl- og kornamat og við því er ekkert að gera ef við á annað borð kaupum slíkan mat út i búð. Þetta er hluti af náttúrunni. Það má þó sigta fínan mjölmat á borð við hveiti eftir að það hefur verið keypt niður í lokað ílát, en kornamaturinn er mun erfíðari við- fangs hvað það snertir. Aftur á móti stoppast eggin ekki í sigti og ef hveitið er geymt mjög lengi, getur komið að því að þau klekist út, úr verði lirfa og síðan bjalla,“ segir Guðmundur að lokum. ■ TILB0Ð MIMAR G0Ð1 SVlÁKMVrSliNNV 1K _ Ekg \Ol U pr.K?í: HÓMíMUUl OGDALfflRJá UÓMMBRIE115,- ÍVMAMU' 'T'- pr. stk. SlTUGUhM (SPÁNN) pr.kg VÍNBKK GRT\ OGBIA SDÐIJR AFRISK pr.kg. BOGK340g mvískoun 5 AÐÍR69,- BEBM2.TTG. THJÓS30SIK 159 _ pfeHftBBAKUtn 10S1K1VAI*V 61H® 159,- HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.