Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Skynsemi þín reynist þér
gott veganesti í starfí. Þér
eða félaga þínum hættir til
að eyða of miklu í óþarfa í
dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Misstu ekki stjórn á þér við
innkaupin í dag og keyptu
ekkert sem þú hefur ekki
not fyrir. Sýndu tillitssemi í
vinnunni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní) 1»
Þú hefur tilhneigingu til að
slá slöku við í vinnunni í dag
og smá ágreiningur getur
komið upp. Kvöldið verður
rólegt.
Krabbi
(21. júní - 22. júl!)
Félagar standa vel saman í
dag en ágreiningur getur
komið upp milli vina varð-
andi peninga. Samkvæmis-
lífíð heillar í kvöld.
Ljón
(23. júll - 22. ágúst)
Dómgreind þín er góð en
einhver í vinnunni lætur sér
ekki segjast. Þolinmæði
þrautir vinnur allar og þú
nærð settu marki.
Meyja
(23. ágúst - 22. septembcr)
Eitthvað getur gert þér
gramt í geði í vinnunni í dag
og starfsfélagi á það til að
ýkja einum um of. Kvöldið
læknar öll sár.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Hafðu hagsýni að leiðarljósi
við innkaupin og sýndu ást-
vini umhyggju í dag. Þú
nýtur heimilisfriðarins í
kvöld.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember) Hfj0
Það er mikilvægt að muna
að standa við loforð gefíð
ástvini í dag. Láttu ekki smá
truflanir á þig fá og njóttu
kvöldsins.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Flýttu þér hægt í vinnunni
í dag og reyndu að varast
mistök. I kvöld væri ekki úr
vegi að bjóða heim góðum
gestum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) X*
Það getur verið þreytandi
að hlusta á málglaðan vin
teygja lopann. I kvöld ættir
þú að halda þig heima með
ástvini.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Varastu bráðlyndi í sam-
skiptum við ástvin eða vini
í dag og gættu hagsýni í
viðskiptum. Kvöldið verður
rólegt.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Einbeittu þér að því sem
gera þarf í dag svo þú kom-
ist hjá mistökum. Þú átt
ánægjulegt kvöld með þín-
um nánustu.
Stjörnuspána á ad lesa sem
dœgradvól. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staóreynda.
DÝRAGLENS
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
UÓSKA
SMAFOLK
N0THIN6 WOULD MAKE
ME HAPPIERTHAN TO 5ÉE
Y0U THROW THAT 5TUPIP
BLANKET AWAV..
Ekkert myndi gleðja mig meira
en að sjá þig henda þessu asna-
lega teppi í burtu.
© 1994 United Feature Syndicate, tnc.
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
Þegar sveitir Zia Mahmood og
Landsbréfa mættust í næstsíðustu
umferð Flugleiðamótsins átti Zia út
gegn þremur gröndum með þessi spil
í vestur:
Vestur
♦ Á93
V 1095
♦ K2
♦ D10854
Vestur Norður Austur Suður
Zia Þorlákur Bramley Guðm.
— — — 1 hjarta
Pass 1 spaði Pass~" 3 grönd
Pass Pass Pass
NS spil eðlilegt kerfi og stökk suð-
urs í þijú grönd sýnir 19-20 punkta
og góðan hjartalit. Og nú er það
spurningin: Spilar lesandinn eins og
Zia?
Hvað er athugavert við að spila
út laufi? Svo sem ekki neitt. Lauf er
hið eðliléga útspil og hafið.yfir gagn-
rýni, hvernig sem það heppnast. I
þessu tilfelli gefur það níunda slaginn:
Austur
♦ KDG75
y 874
♦ 843
♦ 73
En Zia hafði engan áhuga á lauf-
litnum. Hann lagði niður spaðaás og
vömin tók fimm fyrstu slagina. „Takk
fyrir útspilið," sagið Bart Bramley,
hrifinn.
„Ekkert annað kom til greina,"
svaraði Zia og þakkaði fyrir leikinn.
Þetta var síðasta spilið.
Hvers vegna var Zia svona sann-
færður um að spaðinn væri litur varn-
arinnar? Hann vissi auðvitað út frá
sögnum að suður átti lítið í spaða,
en norður hafði þó sagt litinn, fjand-
inn hafi það. En Zia hafði eina vís-
bendingu sem í hans augum skipti
sköpum. Norður hafði hugsað sig um
í fáeinar sekúndur áður en hann pass-
aði þrjú grönd. Um hvað gat hann
verið að hugsa? Auðvitað að breyta
í fjögur hjörtu. Af einhveijum ástæð-
um var norður hræddur við gröndin
og líklegasta skýringin á áhyggjum
hans var einmitt veikur spaði.
Norður
♦ 8642
▼ 63
♦ D765
+ K96
Vestur
♦ Á93
+ 1095
♦ K2
♦ D10854
Suður
♦ 10
V ÁKDG2
♦ ÁG109
+ ÁG2
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Þessi staða kom upp á 16.
Reykjavíkurskákmótinu í viður-
eign þeirra H. Van Parreren
(2.195), Hollandi og Jóns Garð-
ars Viðarssonar (2.310) frá Ak-
ureyri, sem hafði svart og átti leik.
29. — Bxg3! og hvítur gafst
upp, því 30. fxg3 er svarað með
30. — He2 og hvítur tapar drottn-
ingunni eða verður mát.
Um helgina: Helgarmót í at-
skák (30 mínútna umhugsunar-
tími) hefst föstudaginn 20. febr-
úar kl. 20 í húsnæði Skákfélags
Hafnarfjarðar, Tómstundaheimil-
inu, á horni Suðurgötu og Lækjar-
götu (bak við Hafnarfjarðar-
kirkju). Mótinu lýkur daginn eftir
og þá hefst keppnin kl. 14. Tefld-
ar verða sjö umferðir. Skákfélag
Hafnarfjarðar, Taflfélag Kópa-
vogs, Taflfélag Garðabæjar og
Hellir standa öll að mótinu. Öllum
er heimil þátttaka.