Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 17 Morgunblaðið/Þorkell Strangur tími framundan FRAMUNDAN er strangur tími æfinga og uppbyggingar hjá fegurðardrottningum um land allt. Þetta eni stúlkurnar 18, sem komust í lokakeppni Fegurðarsamkeppni íslands 1993. Undankeppni Fegurðarsamkeppni Fegurðardrottn- ing Vesturlands valin um helgina FYRSTA undankeppnin fyrir Fegurðarsamkeppni íslands 1994 fer fram um helgina og aðrar undankeppnir næstu helgar á eftir. Átta til tólf stúlkur keppa i öllum undankeppnunum, nema í Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur þar sem verða 16 keppendur. Fegurðardrottning íslands 1994 verður síðan krýnd á Hótel Is- landi í Reykjavík 13. maí nk. og þar fteppa væntanlega 18 stúlk- ur til úrslita. Fegurðarsamkeppni Vestur- lands fer fram á Hlöðum á Hval- fjarðarströnd nk. laugardags- kvöld. Föstudaginn 25. febrúar verður Fegurðarsamkeppni Norð- urlands í Sjallanum á Akureyri, föstudaginn 11. mars verður Feg- urðarsamkeppni Suðurlands á Hótel Örk í Hveragerði, laugar- daginn 12. mars verður Fegurð- arsamkeppni Suðurnesja í Stap- anum í Njarðvík og föstudaginn 18. mars verður Fegurðarsam- keppni Reykjavíkur á Hótel ís- landi. Enn er óráðið hvenær Feg- urðarsamkeppni Austurlands fer fram og fulltrúi Vestfjarða verður valinn af dómnefnd án keppni. Sigurvegari hverrar forkeppni fer í úrslitakeppnina auk tveggja til þriggja stúlkna úr hverri for- keppni sem dómnefnd velur. í keppnina um Ungfrú Reykjavík koma stúlkur af öllu höfuðborg- arsvæðinu og helmingur þátttak- enda í úrslitakeppninni kemur þaðan. Hinn helmingurinn kemur úr öðrum forkeppnum. Á hverjum stað verður dómnefnd skipuð fimm mönnum, tveimur heima- mönnum og þremur úr aðaldóm- nefnd keppninnar. íslenskt er þema keppninnar Að sögn Estherar Finnboga- dóttur, framkvæmdastjóra Feg- urðarsamkeppni Islands, líður nú lengri tími á milli forkeppna og úrslitakvöldsins og er sá tími nýttur til líkams- og gönguþjálf- unar og sviðsframkomu. Esther segir að stúlkurnar verði meira áberandi fram að úrslitakeppn- inni nú en yfirleitt áður. Þar að auki verði áhersla lögð á ís- lenskt, reynt verður að hafa eins marga íslenska styrktaraðila og kostur er og þema úrslitakvölds- ins verður að sögn Estherar al- íslenskt. Stúlkurnar í keppninni eru á aldrinum 18-24 ára og segir Esther þær dæmdar eftir líkams- burði, útgeislun og persónugerð. „Dómnefnd leitast við að kynnast stúlkunum og innra útlit, ef svo má segja, skiptir alls ekki minna máli en hið ytra,“ segir Esther. Útboð húsnæðlsbréfa Átta tilboðum fyrir 125 milljónir tekið ALLS bárust átta tllboð frá sjö aðilum að nafnvirði 125 miHjónir króna í öðru útboði húsnæðisbréfa á þessu ári, en það er það sextánda úr 1. flokki húsnæðisbréfa 1993. Hæsta ávöxtunarkrafa var 5,0% og einn- ig sú lægsta, þannig að meðalávöxtun var 5,0%. Samþykkt var að taka tilboðunum átta að nafnvirði 125 milljónir króna. Sigurður E. Guðmundsson, for- stjóri Húsnæðisstofnunar, sagði að það væru viss vonbrigði að ekki hefðu borist tilboð í meiri kaup húsnæðisbréfa að þessu sinni. Það væri hins vegar ljóst að lífeyrissjóð- irnir væru ekki að kippa að sér hendinni í kaupunum, heldur væri ástæðan einfaldlega sú að þeir hefðu ekki úr meiru að spila um þessar mundir. Stefnt er að því að næsta útboð húsnæðisbréfa verði 1. mars næst- komandi. Dómsmálaráðuneytið óskar eftir leiðbeiningu borgarráðs Ný staðsetning fyrir dómhús Hæstaréttar DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur óskað eftir leiðbeiningu borg- arráðs um nýja kosti sem til greina kunni að koma, fyrir staðsetningu dómhúss fyrir Hæstarétt í hjarta höfuðborgarinnar. í bréfi ráðuneytisins, sem lagt hefur verið fram í borgarráði, segir að þrátt fyrir ítarlegan undirbúning og kynningu sem fram hafi farið vegna fyrirhugaðs dómhúss Hæsta- réttar við Lindargötu 2, telji ráðu- neytið rétt, vegna umræðna um stað- setningu hússins, að kanna á ný þá kosti sem til greina koma fyrir dóm- hús. Fram kemur að víðtæk samstaða sé um að æðsta stofnun dómsvalds- ins eigi að vera staðsett í hjarta höfuðborgarinnar svo sem sé um æðstu stofnanir hinna tveggja greina ríkisvaldsins, löggjafarsamkomuna og stjórnarráðið, svo og embætti for- seta íslands. Þá segir, „Að öðru leyti vill ráðu- neytið ekki takmarka fyrirfram á þessu stigi þá möguleika sem að þess áliti geta komið til greina fyrir dómhús hvort sem það varðar bygg- ingarlóð eða byggingar sem fyrir hendi eru. Vegna umræðu um þann möguleika að Hæstiréttur flytjist í Safnahúsið við Hverfisgötu þegar núverandi notkun þess húss lýkur, væntanlega þann 1. desember á þessu ári, væri þó heppilegt að fá vitneskju um viðhorf Borgarráðs til þeirrar notkunar Safnahússins. Lyk- ilatriðið er að væntanlegt dómhús geti staðið sjálfstætt og að það hæfi stöðu Hæstaréttar íslands, æðsta dómstóls þjóðarinnar." Bestu haupin í lambakjöti á aðeins398kr./kg. ínœstuvershm *Leiðbeinandi smásöluverð Verðið á 1. ílokks lambakjöti í hálfum skrokkum Iækkar um heil 20%. Fáðu þér ljúffengt lambakjöt í næstuverslun á frábæru verði, aðeins 398 krónur kflóið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.