Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994
47
I
I
I
I
I
I
I
1
i
i
i
i
i
í
-J
Um samvisku fræðslu
stjórans á Reykjanesi
Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni:
I fréttum Sjónvarpsins mánudag-
inn 1. febrúar og i erlendum fréttum
Morgunblaðsins þ. 10. febrúar mátti
heyra og lesa fréttir af háhymingn-
um Ódysseifi, sem haldið hefur verið
föngnum í sædýrasafninu (les: sæ-
dýrafangelsinu) í Barselóna á Spáni
sl. áratug.
Þetta var átakanleg saga einstakl-
ings sem dýravinir víðs vegar um
veröldina hafa verið að berjast fyrir
að fengi að lifa eitthvað lengur. En
til að svo verði þarf þetta ógæfusama
dýr að fá ekki bara miklu stærri
„sundlaug" en þá sem hann er nú
vistaður í (les: fangelsaður í), heldur
margfalt stærri. Líklega dugar ekk-
ert lengur en náttúran sjálf svo dýr-
inu verði bjargað.
Þama í þessu spænska sjávardýra1
fangelsi hefur sífellt meira þunglyndi
sótt á þennan unga háhyrning sökum
hinnar mjög svo ómannúðlegu ein-
angmnar hans frá ölhim öðrum teg-
undarsystkinum sínum, að ógleymdri
einangrun hans frá náttúrunni sjálfri
sem hann er skapaður til að synda
í og synti í þar til fræðslustjórinn á
Reykjanesi og hans siekti fangaði
hann hér við land í bytjun níunda
áratugarins og seldi þrælasali til
Spánar.
Þessi stórfurðulegi fræðslustjóri
Reykjanesumdæmis, hr. Helgi Guð-
mundsson, er enginn venjulegur
fræðslustjóri. Hann hefur í áraraðir
stjórnað veiðum á villtum háhyming-
um hér við land undir nafni furðufyr-
irtækisins FAUNA og selt þessi
ógæfusömu dýr hæstbjóðanda til
annarra landa. Selt þau þar mjög
misjafnlega mannúðlegum „sýning-
arfyrirtækjum11. til að temja (les:
heilaþvo) og sýna síðan „listir" á
eftir fyrir almenning.
Imyndið þið ykkur, lesendur góðir,
að ykkur væri kippt 3 til 6 ára göml-
um úr faðmi fjölskyldu ykkar af ein-
hverri annarri dýrategund en okkar
og með ykkur farið út í skóg til gjöró-
kunnugs umhverfis og ykkur plantað
þar nauðugum viljugum í smábúr og
þið síðan „tamin“ til að sýna einhver
fáránleg „sýningaratriði" fyrir önnur
eintök þessarar tegundar, þeim til
skemmtunar og aðhláturs.
Svo einfalt væri það síðan i „þjálf-
uninni“ að þið fengjuð ekkert að éta
í smábúrinu sem ykkur væri haldið
í ef þið væruð ekki nógu leiðitöm við
„þjálfara“ ykkar í æfingunum. En
þannig er það einmitt með þessi dýr.
Þau eru svelt alla sína tíð svo þau
verði að vinna fyrir mat sínum fyrir
hvert þessi svokölluðu þjáifunar- eða
sýningaratriði.
Til viðbótar við þetta þá fengjuð
þið ekki að hitta neina aðra mennska
manneskju. Hvað þá að eignast
nokkurn tíman frelsi á ný í þessum
heimi. Þetta er nákvæmlega það
sama og við mannfólkið bjóðum þess-
um háhyrningum upp á sem fræðslu-
stjórinn hefur selt héðan af landi
brott til svona þjálfunar og sýningar-
fyrirtækja með voða fallegum nöfn-
um á borð við Sjávarheim (Sea
World) og önnur í þeim dúr.
Fræðslustjóranum hlýtur að líða
vel með allar milljónimar sem hann
halaði inn á þrælasölunni. Þessar
veiðar og viðskipti með lifandi hvali
voru orðnar árlegur viðburður hér á
landi í tíð Halldórs Ásgrímssonar,
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra,
síðast allra landa í veröldinni — þar
til fyrir örfáum árum er Eiður Guðna-
son, þáverandi umhverfisráðherra,
stöðvaði þennan ljóta' leik. En það
er ekki iðruninni fyrir að fara hjá
fræðslustjóranum eða alþýðuflokks-
félögum hans í þessu FAUNA fyrir-
tæki. Þeir félagarnir hafa enn á ný
sótt um fleiri leyfi til þessara veiða
og þrælasölu, en sem betur fer feng-
ið synjun yfirvalda til þess.
Meðalævilíkur fangaðs háhyrn-
ings í sjávardýrafangelsum eru á
bilinu 12 til 15 ár, á sama tíma og
jafnaldrar þessara hvalaunglinga
eiga um 60 til 70 ára ævilíkur í haf-
inu hér við land nái fræðslustjórinn
ekki í þá. En venjulegast eru þessi
hvalabörn rétt um 2 til 5 ára þegar
þau eru fönguð því þá fær fræðslu-
stjórinn nefnilega mest fyrir þau.
Fræðslustjórinn góðhjartaði ætti
að setja staðreyndirnar um ævilíkur
seldu hvalabarnanna sinna inn í
námsefni nemendanna í fræðsluum-
dæmi sínu á Reykjanesinu. Hann
ætti að lýsa með tilfinningaþrunginni
innlifun aðbúnaði þeirra og tíðu mót-
mælasvelti í þessum svokölluðu sæ-
dýrasöfnum sem hann hefur svo
ábatasöm viðskipti við. Það hæfði
vel manngæsku hans og félaga hans
og krumpaðri samvisku þeirra.
MAGNÚS H. SKARPHEÐINSSON,
meðlimur í Hvalavinafélagi íslands.
LEIÐRÉTTIN G AR
Undir bláhimni
Vegna greinar minnar í Bréfi til
blaðsins síðast í janúarmánuði um
ljóðið Undir bláhimni, taldi ég af
gáleysi mínu að Magnús H. Gísla-
son, fyrrverandi blaðamaður, væri
höfundur ljóðsins. Eins og Magnús
tók fram í grein sinni um ljóðið er
fræðimaðurinn, skáldið og kennar-
inn Magnús Kr. Gíslason, er var
bóndi á Vöglum í Skagafirði, höf-
undur þess. Magnús H. Gislason
er hér með beðinn afsökunar á þess-
um mistökum mínum, en Guðmundi
Þórðarsyni farmanni þakkað að
benda mér á þennan misgáning.
Sigurjón Davíðsson,
Álfhólsvegi 34,
Kópavogi.
Föðursystir en
ekki fóstursystir
í minningargrein Ástu og barna
frá Efra-Seli um mágkonu hennar
Ástríði Gróu Guðmundsdóttur á
blaðsíðu 31 í Morgunblaðinu í gær
misritaðist orð í upphafi greinarinn-
ar. Þar stóð fóstursystir, en átti að
vera föðursystir. Rétt var því setn-
ingin svona: „Okkur langar til að
minnast elskulegrar föðursystur og
mágkonu.“ Hlutaðeigendur eru
innilega beðnir afsökunar á þessum
mistökum.
VELVAKANDI
ÞAKKIRTIL
VIÐSKIPTAVINA
B. Magnússon hf. vill fyrir
hönd Argos-pöntunarlistans
þakka öllum þeim fjölmörgu við-
skiptavinum er sýndu mikla þol-
inmæði og skilning er tölvukerfi
Argos í Englandi brást, og það
í jólaönnum!
I Velvakanda kóm fram
kvörtun frá einum viðskiptavini
og verður að segjast að það er
lítið miðað við þann fjölda er
varð fyrir erfiðleikum af þessum
sökum og hversu álagið var
mikið á starfsfólk B. Magnús-
sonar, sem margt vann fram á
nætur á þessum álagstíma.
Verst þótti okkur að geta
ekki útvegað jólagjafirnar til
fólks úti á landi þar sem engar
verslanir voru í nálægð.
Fyrir hönd B. Magnússonar
hf.,
Aðalbjörg Reynisdóttir
„HIÐ BLINDA
AUGA KERFISINS“
Heiðraði Víkverji-
Þú ert haldinn sömu áráttu
og við margir fleiri að vilja færa
ýmsilegt til betri vegar í þjóðfé-
lagi okkar. Þökk sé þér fyrir
margar góðar ábendingar.
Nú langar mig til þess að
segja þér sögu: Eg hef yfir að
ráða litlum bletti lands á Suður-
landi. Hann er ætlaður fyrir
sumarbústað. Mér er gert að
greiða af honum fasteignaskatt,
kr. 1.495,00 á ári. Ég er að
fullu sáttur við það en ég er
ekki sáttur við það, hvernig far-
ið er með mig og peningana
mína. Ég veit ekki hvort þú trú-
ir því, en þessari upphæð er
skipt niður í 5 jafnar greiðslur
— segi og skrifa fimm greiðslur
— á jafn mörgum mánuðum, kr.
299,00 í hvert sinn. Frá viðkom-
andi sýslumannsembætti er
sendur formlegur „GÍRÓ-seðill
A“ með skráningarnúmeri og
öllu, fyrir hveijar 299 krónur.
Ja, hérna! Hvað skyldu nú
þessi ósköp kosta? Burðargjaldið
undir hvern einn seðil er kr.
30,00 og hvað kostar hann svo
sjálfur og hvað kosta færslurn-
ar? Ég er ekki fær um að giska
á um það, en ekki get ég látið
mér detta í hug, að mikið verði
eftir til beinna nota. Og ég veit,
að sjálfur verð ég að fara fimm
sinnum á ári í bankann tii að
borga þetta. Væri ekki ráð að
vekja athygli á svona vinnu-
brögðum? Er þarna hið blinda
auga kerfisins að verki?
Með bestu kveðju.
Sumarbústaðareigandi
SAMTÖK
ATVINNULAUSRA
RÉTTINDA-
KENNARA?
LESANDI hringdi til að forvitn-
ast um hvort til væru samtök
atvinnulausra réttindakennara
hér á landi. Hann taldi fulla
þörf á því, og ef svo væri hvert
væri heimilisfang þeirra sam-
taka og símanúmer.
FYRIRSPURN TIL
FJÁRMÁLARÁÐ-
HERRA
1. í hvaða landi eru spariskír-
teini ríkissjóðs prentuð?
2. Hvers vegna er prentsmiðju
ekki getið á skírteinunum
eins og lög gera ráð fyrir?
Gott væri ef svar við þessu
birtist hér á síðunni við fyrsta
tækifæri.
Atvinnulaus prentari.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Vettlingar fundust
ÚTPRJÓNAÐIR vettlingar
fundust við Breiðvang 2 sl.
mánúdagskvöld. Eigandinn má
vitja þeirra í síma 52980.
Gullúr tapaðist
KARLMANNSÚR tapaðist fyrir
framan veitingastaðinn Berlín
sl. laugardagskvöld. Úrið er
erfðagripur af gerðinni Seiko.
Fundarlaun. Skilvís finnandi er
beðinn að hringja í síma 658030.
Seðlaveski tapaðist
LITIÐ svart seðlaveski með skil-
rikjurn o.fl. tapaðist annaðhvort
fyrir utan fimleikahús Gerplu
við Skemmuveg e_ða fyrir utan
eða í fimleikahúsi Ármanns, Sig-
túni, fimmtudaginn 3. febrúar
sl. Skilvís fínnandi vinsamlega
hringi í síma 46785.
„Hann hefur rétt fyir sér,
það stendur í samningnum að við verðum
að semja heiðarlega.“
Með
morgunkaffinu
Það er sjálfsagt að veita þér
500 þúsund króna lán. Útveg-
aðu okkur bara lista með 30
ábyrgðarmönnum.
Svona vinnst honum skemmti-
legast að segja frá nashyrn-
ingaveiðunum sem við fórum
á í sumar.
HÖGNI HKEKKVÍSI
„ þgTTA ETI5. Hte> 'ARlEGA SÆ-LKERAKv^ÖLD þEtRB4/'