Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994
félk í
fréttum
MANNFAGNAÐUR
Hafnfirskir hestamenn fagna
Félagar í Hestamannafélaginu
Sörla í Hafnarfirði héldu nýlega
upp á fimmtugsafmæli félagsins sem
var stofnað 7. febrúar 1944. Dag-
skráin var tvíþætt. Boðið var upp
afmælissýningu í nýrri reiðhöli sem
Sörlafélagar hafa reist í samvinnu
við bæjarfélagið og svo afmælishóf
um kvöldið í Skútunni í Hafnarfirði.
Ungir sem eldri félagar í Sörla
sýndu fáka sína í klukkustundar-
langri skemmtidagskrá í reiðhöllinni,
sem hlotið hefur nafnið Sörlastaðir.
Fulltrúar nágrannafélaganna fluttu
Sörlafélögum ámaðaróskir og færðu
því gjafir. Einnig flutti Ingvar Vict-
orsson bæjarstjóri ávarp og færði
félaginu veglegt málverk að gjöf.
í hófinu í Skútunni voru fimm
félagar heiðraðir og boðið var upp á
ýmis skemmtiatriði félagsmanna.
Stiginn var dans fram eftir nóttu.
Reiðhöllin Sörlastaðir þykir miki
nýttist vel til hátíðahaldanna þar
velheppnuðum munsturreiðum.
Gefið var út 98 síðna afmælisrit þar
sem rakin er saga félagsins í stórum
dráttum og viðtöl við félagsmenn.
Öflugt félagsstarf er nú hjá Sörla.
aðstöðubót fyrir félagsstarfið og
sem Sörlafélagar sýndu gæðinga í
Ráðinn hefur verið til starfa sá kunni
reiðkennari Eyjólfur ísólfsson og
verður hann með reiðnámskeið á
Sörlastöðum í vetur og fram á vor.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Fimm af þeim sem teljast til eldri kynslóðarinnar í Sörla voru heiðr-
aðir, þeir Kristján Guðmundsson, Jóhann Lárusson, Jón Hansson,
Eggert Isaksson og Björn Ingvarsson, með þeim á myndinni er Birg-
ir Siguijónsson, formaður félagsins.
Stjórnarmenn Sörla voru að sjálfsögðu mættir með bros á vör. F.v.
Sturla Haraldsson varaformaður, Snorri Snorrason ritari, Hafsteinn
Jónsson gjaldkeri, Páll Olafsson, Birgir Siguijónsson formaður,
Halldóra Þorvarðardóttir og Guðný Þorgeirsdóttir.
Námsstyrkir
MENNTABRAUT
Námsmannaþjónusta fslandsbanka
íslandsbanki mun í tengslum við Menntabraut,
námsmannaþjónustu íslandsbanka,
veita sjö námsstyrki að upphæð 100.000 kr. hver
á árinu 1994.
Allir námsmenn, 18 ára og eldri, geta sótt um styrkina,
hvort sem þeir eru í námi hér á landi eða erlendis.
Styrkirnir eru óháðir skólum og námsgreinum.
í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um
na1ri, heimili, símanúmer, námsferil, námsárangur og
framtíðaráform í stuttu máli.
Umsóknir skal senda til:
íslandsbanki hf.
Markaðs- og útibúaþjónusta (Námsstyrkir)
Kringlunni 7
155 Reykjavík
Umsóknarfrestur er til 15. mars 1994
ÍSLÁNDSBANKI
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Þjónninn Bessi sinnir Magnúsi gesti sínum afar
innilega, en lætur gestinn Ragnar lönd og leið.
Það þurfti ekki að segja áhorfendum tvisvar að
tdta undir og klappa.
Sumargleðmni vel fagnað
Skemmtanir
Ragnhildur Sverrisdóttir
Sumargleðin er komin á kreik á
ný og að þessu sinni á Hótel
íslandi. Þar troða þeir upp félag-
arnir Raggi Bjarna, Maggi Ólafs,
Hemmi Gunn, Ómar Ragnars, Þor-
geir Ástvalds og Bessi Bjama.
Þeir geta hins vegar ekki kven-
mannslausir verið og það leysa
þeir með því að fá Siggu Beinteins
til liðs við sig í nokkrum atriðum.
Gestir á sýningunni sl. laugardags-
kvöld voru vel með á nótunum og
fagnaðarlátunum ætlaði seint að
linna í sýningarlok.
Hótel Island býður upp á þrírétt-
aða máltíð fyrir sýningu og er
verð miðans þá 3.900 krónur. í
forrétt var piýðileg portvínsbætt
austurlensk sjávarréttasúpa með
rjómatopp og kavíar. Tveimur
borðnautum blaðamanns þótti ka-
víarnum ofaukið, enda ekki allir
sem hafa smekk fyrir honum. Að-
alrétturinn var koníakslegið grísa-
fílie með franskri dijonsósu, parís-
arkartöflum, oregano, flamberuð-
um ávöxtum og gljáðu grænmeti,
hinn ágætasti matur, þótt blaða-
maður hefði gjarnan'viljað finna
ákveðnara koníaks- eða sinneps-
bragð. Eftirrétturinn var góður
konfektís með piparmyntuperu,
kirsubeijakremi og ijómasúkku-
laðisósu. Þjónustan við borðið var
hin liprasta.
Bláskjár hefði bliknað
Sýningin byijaði með stæl þegar
þeir Sumargleðikappar svifu á
lyftu upp á svið í lítilli rútu, kyrfi-
lega merktri félagsskapnum. Eftir
létta sveiflu byijaði sýningin fyrir
alvöru þegar Ragnar Bjarnason
Beinteinsdóttir flytja ástardú
ettinn True Love.
söng My way og gerði það svo vel
að gamli Bláskjár Sinatra hefði
bliknað. Því næst steig Hemmi á
svið og ræddi við Magnús, senj var
í ágætu gervi Þorbergs Þorra.
Ómar vatt sér svo á sviðið og söng
eins konar einkennislag Sumar-
gleðinnar, Sveitaball. Það er nú
ekkert venjuleg orkari og djöful-
gangurinn í þeim manni! Honum
tókst að minnsta kosti ætlunar-
verkið, að fá salinn til að hrökkva
í gír.
Grínið var látið lönd og leið
næstu mínúturnar, en meiri
áhersla lögð á sönginn. Þorgeir
flutti syrpu af lögum, „Ég fer á
puttanum“_, Pjólublátt ljós við bar-
inn“ og „Ég fer í fríið“ og Sigga
söng einnig syrpu sem var dálítið
sýnishorn af hennar ferli, „Við eig-
um samleið“, „Vertu ekki að plata
mig“, Eurovision-lögin tvö og
fleira. t
Áfram hélt söngurinn, en nú
með formerkjum gríns þegar Ómar
stökk um sviðið í kvengervi og
söng um ást með afborgun, Bessi
Bjarnason sveik ekki aðdáendur
sem Snúlli Snjólfsson og þau
Magnús og Sigga sýndu tilþrif í
gamanleik í hlutverkum Gög og
Gokke. Þá var atriðið, þar sem
Bessi var í hlutverki þjóns sem
gerði mjög upp á milli gesta sinna,
hið skemmtilegasta.
Fögnuður og fjör
Það var mikill hraði í sýning-
unni, en hún virkaði stundum dálít-
ið sundurlaus, því varla voru áhorf-
endur hættir að halda um magann
'eftir brandarana en þau Raggi og
Sigga sungu ástardúettinn Ijúfa
True Love, aftur tóku við lög, grín
og glens, Bessi söng lagið úr Kaba-
rett og svo Raggi og Sigga enn á
Ijúfu nótunum. Þetta sló áhorfend-
ur þó ekki út af laginu. Sýningin
endaði með því að skemmtikraft-
arnir voru allir á sviðinu í einu og
fengu gesti til að rísa úr sætum
sínum og taka vel undir. Það þurfti
greinilega ekki að segja nokkrum
manni það tvisvar, fólk þyrptist
að sviðinu, klappaði, stappaði og
söng.
Grínið og gamanið hvílir mest á
herðum þeirra Bessa, Ómars og
Magnúsar, Hemmi og Þorgeir eru
á ívið rólegri nótum og eru ágætis
mótvægi við allt spaugið og loks
sjá Raggi og Sigga um að gera
það sem best er gert í söngnum.
Blandan fellur greinilega vel í
kramið og ekki má gleyma þætti
hljómsveitarinnar, undir stjórn
Gunnars Þórðarsonar. Leikstjóri
er Egill Eðvaldsson.