Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994
Bjame Fidjestöl
prófessor - Miimiiig
Sú harmafregn barst hingað fyr-
ir fáum dögum að Bjarne Fidjestol,
prófessor í Björgvin, hefði orðið
bráðkvaddur daginn áður. Ekki var
annað kunnugt en hann hefði verið
heilsuhraustur alla ævi. Hann var
í miðjum fyrirlestri við háskólann
er hann hné niður skyndilega. Tíu
mínútum síðar var hann kominn á
sjúkrahús, en allar lífgunartilraunir
reyndust árangurslausar. Við frá-
fall hans er mikið skarð höggvið í
raðir þeirra sem leggja stund á
norræn og íslensk fræði víðs vegar
um heim.
Mér er í minni þegar ég hitti
Bjama í fyrsta sinn fyrir tæpum
þrem áratugum. Mér fannst hann
í ásýnd og fasi alveg eins og íslensk-
ur sveitapiltur, enda komu íslensku
landnámsmennirnir flestir frá vest-
urbyggðum Noregs, og enn í dag
eru norskir Vestlendingar skyldast-
ir og líkastir okkur allra erlendra
þjóða. En brátt komst ég að raun
um það að þessi hægláti og feimnis-
legi piltur var í raun víðförull heims-
maður sem hafði ekki aðeins lokið
háskólaprófí í norrænum fræðum
heldur og stundað nám og störf við
ýmsa erlenda háskóla - í Frakk-
landi, Þýskalandi, Englandi og á
íslandi. Hann var ágætlega mæltur
og skrifandi á tungur allra þessara
landa, og auk þess er sérstaklega
minnisvert að hann lagði stund á
rússnesku og þýddi ýmislegt úr því
tungumáli. Meðal annars sneri hann
á norsku bók Steblins Kamenskís,
sem í íslenskri þýðingu nefnist
„Heimur íslendingasagna". Sjálfur
kann ég ekki rússnesku, en ég hef
þá tilfinningu að þessi fræga en
torþýdda bók komist best til skila
á Vesturlandamáli í hinni norsku
þýðingu Bjarna Fidjestöls.
Eins og fram kemur í minningar-
orðum Odds Einars Haugens, sem
prentuð eru hér á eftir, var Bjarni
mjög víðfeðmur bæði í menntun
sinni og viðfangsefnum. Hann
kunni skil á evrópskri menningu
bæði í austri og vestri. Hann var í
senn málfræðingur, sagnfræðingur
og bókmenntafræðingur. Hann
lagði jöfnum höndum stund á hina
fornu norrænu tungu sem og af-
sprengi hennar, nýnorskuna sem
töluð er á vorum dögum. Höfuðvið-
fangsefni hans voru hinar fornu
bókmenntir sem eru sameign ís-
lendinga og Norðmanna, einkum
Laufey Jóhannsdóttir,
Helga, Atli Rúnar og
Hildur Steinþórsbörn,
Valný Eyjólfsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar
og sonur,
STEINÞÓR
ÞÓRARINSSON,
Mávahlfð 31,
lést í Landspítalanum aðfaranótt
16. febrúar.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
LÍSBET GESTSDÓTTIR,
sem andaðist á Garðvangi, Garði, 12. febrúar, verður jarðsungin
frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 18. febrúar kl. 14.00.
Hinrik Albertsson, Ráðhildur Guömundsdóttir,
Helga Albertsdóttir,
Sigrún Albertsdóttir, Eðvald Bóasson,
Ingibjörg Gísladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar og tengdamóðir,
AÐALBJÖRG EGILSDÓTTIR,
Þórsmörk 5,
Selfossi,
sem lést 8. febrúar, verður jarðsungin frá
Selfosskirkju laugardaginn 19. febrúar
kl. 13.00.
Jarðsett verður í Villingaholti.
Fyrir hönd aðstandenda.
Hafsteinn Þorvaldsson,
Eysteinn Þorvaldsson,
Svavar Þorvaldsson,
Gunnar Kr. Þorvaldsson,
Ragnhildur Ingvarsdóttir,
Hörn Haröardóttir,
Hrafnhildur Árnadóttir,
Guðriður Steindórsdóttir.
+
Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐJÓN HANSSON,
Bárugerði,
Sandgerði,
sem lést 11. febrúar, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju
iaugardaginn 19. febrúar kl. 14.00.
Sigurður H. Guöjónsson, Sæunn Guðmundsdóttir,
Guðjón Ingi Sigurðsson, Ósk Elísdóttir,
Gunnhildur Ása Sigurðardóttir, Guðjón Reynisson,
Sigurður Sigurðsson, Jóna Pálsdóttir,
Sævar Sigurðsson, Erla Sigurjónsdóttir
og barnabarnabörn.
hinn forni kveðskapur, en jafnframt
fjallaði hann um ljóðagerð nútímans
og skoðaði bókmenntir þjóðar sinn-
ar í samhengi frá fomöld til vorra
daga. Dæmigerð er aðferð sú sem
hann beitir í doktorsriti sínu um
dróttkvæði Norðmanna og íslend-
inga. í fyrra hluta bókar notar hann
„fílólógíska" rannsóknaraðferð og
endurskoðar á frumlegan hátt hina
gömlu útgáfu Finns Jónssonar,
„Den norsk-islandske skjaldedigtn-
ing“, sem er helsta heildarútgáfa
þessara kvæða. En í síðara hluta
bókar sinnar varpar hann ýmsum
nýjum ljósgeislum á dróttkvæðin
frá sjónarhóli nútímalegrar bók-
menntafræði. Honum er ljóst að
þetta tvennt þarf að greina í sund-
ur þótt hvort tveggja sé mikilvægt.
Hann orðar stefnu sína á þessa leið:
„Det som krevst er at vi freistar
á halde frá kvarandre resultat som
prineipielt er objektive, og vurder-
ingar som ogsá har eit subjektivt
grunnlag, og at vi gjor desse subjek-
tive vurderingar mest mogleg
eksplisitte og kontrollerbare."
Fráfall Bjarna Fidjestöls á besta
aldri er óbætanlegt tjón fyrir þau
norsku og íslensku fræði sem hann
unni og helgaði krafta sína. Hér á
landi syrgir fjölmennur hópur góðan
vin og merkilegan mann. En við
sviplegt fráfall hans er þyngstur
harmur kveðinn að konu hans og
fjórum börnum. Yfír hafíð sendum
við þeim innilegar kveðjur samúðar
og vináttu.
Vinur Bjarna og samstarfsmað-
ur, Odd Einar Haugen, ritaði að
bragði falleg minningarorð sem
birtast munu í tveimur norskum
dagblöðum. Ég hef fengið góðfús-
legt leyfi hans til að birta þessa
minningargrein í Morgunblaðinu,
og fer hún hér á eftir í lauslegri
þýðingu minni.
Jónas Kristjánsson.
Dr. Bjame Fidjestöl prófessor
varð bráðkvaddur miðvikudaginn
+
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Egilsbraut 12,
Þorlákshöfn,
lést 10. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, laugardaginn
19. febrúar kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Þorlákskirkju, Þorláks-
höfn, eða Krabbameinsfélag íslands.
Guðni Karlsson,
Guðrún Guðnadóttir, Jón Dagbjartsson,
Helga Guðnadóttir,
Þorsteinn Guðnason, Lovfsa Rúna Sigurðardóttir,
Katrin Guðnadóttir, Sigurður Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
GUÐRÚN BRANDSDÓTTIR
hjúkrunarkona
frá Fróöastöðum,
Njálsgötu 86,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 18. febrúar
kl. 13.30.
Vandamenn.
+
Elskulegur sonur okkar, unnusti, bróðir, mágur og barnabarn,
JÓEL OTTÓ LÍNDAL SIGMARSSON,
Esjuvöllum 9,
Akranesi,
verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 18. febrúar
kl. 14.00.
Eiríkur Sigmar Jóelsson, Emilfa Líndal Ólafsdóttir,
Pálfna Kristfn Jóhannsdóttir,
Jónína Lfndal Sigmarsdóttir, Guðmundur Sigvaldason,
Auður Lfndal Sigmarsdóttir,
Jónfna Gfsladóttir,
Auður Gísladóttir.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
JÓNA GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR,
Maríubakka 8,
lést í Borgarspítalanum 2. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur
samúð og hlýhug.
Guðlaugur Guðmundsson,
Sigrún G. Óskarsdóttir,
Ingigerður S. Óskarsdóttir, Konráð P. Ólafsson,
Jónfna Mitchell, Dan V. Mitchell,
Ósk M.S. Guðlaugsdóttir, Sigurður Kristinsson,
íris Guðlaugsdóttir, Finnbogi H. Lárusson,
barnabörn og barnabarnabörn.
9. febrúar, aðeins 56 ára að aldri.
Hann hneig niður í miðjum fyrir-
lestri í háskólanum, og örvilnaðir
stúdentar og kennarar fengu enga
rönd við reist. Fráfall hans hefur
lamað starfsvettvang hans, nor-
rænustofnun háskólans í Björgvin,
en þar var hann forustumaður bæði
í lærdómsgreinum og félagsmálum.
Hann var einstakur meðal norrænu-
fræðinga í landi sínu og sjálfkjörinn
arftaki eftir prófessor Ludvig Holm-
Olsen þegar sá merki fræðimaður
og háskólakennari lét af embætti
fyrir nokkrum árum.
Bjarne Fidjestöl var fæddur 30.
september 1937 í Hægebostad.
Hann var prestssonur og fluttist
með foreldrum sínum á ungum aldri
milli ýmissa staða á Suður- og Vest-
urlandi, en flest sín bernskuár átti
hann heima í Luster, á gamla prest-
setrinu við Dalakirkju. Eitt sinn lét
hann svo um mælt að hann teldi
þessa kirkju vera einna best varð-
veitta af gersemum norskrar mið-
aldalistar. Síðustu árin sem hann
átti þarna heima var unnið að við-
gerð kirkjunnar, og þá starfaði
hann sem hjálparsveinn og „hand-
langari“ fyrir kirkjumálarann Ola
Sæter, og hafði þá meðal annars
það hlutverk að bijóta niður kalk-
lagið sem huldi veggskreytingar frá
endurreisnartímanum. Seinna á
ævinni fékkst Bjarne iðulega við
rannsóknir á kirkjulist, einkum
málverkum frá miðöldum sem oft
varpa ljósi á ritaðar heimildir.
Arið 1957 tók hann stúdentspróf
við menntaskóla Rogalands og
stundaði síðan nám í Háskólanum
í Osló. Aðalgrein hans var norska,
en aukagreinar rússneska og
franska, og lauk hann prófí með
ágætiseinkunn í öllum þeim grein-
um. Aðalritgerð hans fjallaði um
eitt elsta dróttkvæði sem varðveist
hefur, svonefnt Haraldskvæði, sem
segir frá orrustunni í Hafursfirði
og lífínu við hirð Haralds hárfagra.
Þar glímdi stúdentinn ungi við flók-
inn og skörðóttan texta, og setti
fram sjálfstæðar og rökstuddar
hugmyndir um sköpun og varð-
veislu kvæðisins. Þessi ritgerð
beindi honum inn á braut norrænn-
ar textafræði. En áhugi hans
stefndi jafnframt í fleiri áttir, að
almennum viðfangsefnum málfræði
og menningarsögu. Á árunum
1969-73 var hann meðritstjóri tíma-
ritsins Syn og Segn, og frá 1985
var hann meðritstjóri tímaritsins
Maal og Minne.
Starfskrafta sína helgaði Bjarne
umfram allt Háskólanum í Björg-
vin, en þangað kom hann fyrst sem
styrkþegi árið 1969 eftir þriggja
ára vist í Strasbourg sem lektor í
norsku. Síðan hefur hann starfað
við Norrænustofnunina í Björgvin
(Nordisk Institutt), sem dósent frá
1975 og sem prófessor frá 1982.
Þar kenndi hann norska tungu og
bókmenntir á öllum stigum og hafði
jafnframt með höndum margvíslega
stjómsýslu. Hann gat fjallað af
þekkingu um allt hið mikla fræða-
svið, hvort sem um vár að ræða
málsögu eða sálmakveðskap, norsk-
ERFIDRYKKJUR
dá.___
perlan sími 620200
Erfidrykkjur
Glæsileg kaiii-
hlaðborð Íídlegir
Sídir og mjög
góð þjónusta.
Upplýsingar
ísíma22322
FLUGLEIDIR
HÚTEL LOFTLGIBIR