Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994
HJÁ ANDRESI
Skólavörðustíg 22A - sími 18250 - póstkröfuþjónusta.
Danskar buxur, nýkomnar verð kr. 4.900,-.
Vönduð jakkaföt í úrvali verð kr. 14.900,-.
Febrúartilboð
Jakkaföt áðu^k»r^§9ff,- nú kr. 6.900,-
Stakir jakkar áðufto^Stnr,- nú kr. 3.900,-
VANDAÐUR FATNAÐUR Á GÓÐU VERÐI
mmmmmmmmmmm^mmmmm^mmmmmmmmmi^mi
Úkeypis lögfræðiaðstoð
á hverju fimmtudagskvöldi milli
kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012
ORATORf félag laganema
FAGOR
frmwwáiLAW & pvm
FAGOR FE-54 (550 SN/MÍN.)
39.900-
AFBORGUNARVERÐ KR. 42.000-
Magn af þvotti 5 kg
Þvottakerfi 17
Hitar síöasta skolvatn
Sér hitastillir 0-9CPC
Ryöfrí tromla og belgur
Hraöþvottakerfi
Áfangaþeytivinda
Sjálfvirkt vatnsmagn
Hæg vatnskæling
Sþarneytin
Hljóölát
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ NÝTT HEIMILISFANG
RÖNNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI Ó8 58 68
Látið Hótel Örk
ásamt Sigurði Hall
sjá um árshátíðina
★ Rútuferð f f
★ Fordrykkur | I
★ 3ja rétta kvöldverður
að hætti Sigurðar Hall ^P':
★ Dansleikur
★ Ferð heim
1/ið sjáum um allt, svo það eina
sem þarfað gera er að panta
tímanlega í síma 98-34700.
HÓTEL ODK
HVERAGERÐI - SÍMI 98-34700 - FAX 98-34775
BREF TEL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Sameiginlegt umferðarátak
Frá Ómarí Smára Ármannssyni:
Lögrglan á Suðvesturlandi hefur
eina viku í hverjum mánuði haft
með sér sérstakt samstarf umfram
venju, en þá beinir hún athyglinni
að þeim tilteknu umferðarmálefnum
er þarfnast aukins vægis þá stund-
ina. Fram til 21. þessa mánaðar
verður næsta átak iögreglunnar í
þeim efnum og er ætlunin að fylgj-
ast gaumgæfilega með ökumönnum,
kanna ökuréttindi og huga að
ástandi þeirra með tilliti til hugsan-
legs ölvunaraksturs. Auk þess er
ætlunin að athuga sérstaklega bún-
Frá Ágústi H. Bjarnasyni:
Frétt á baksíðu Morgunblaðsins
síðastliðna helgi vakti nokkra undr-
un mína. Þar var sagt frá því, að
kennarar og skólastjóri við skóla
nokkurn hér í nágrenninu væru á
leið til útlanda og forráðamönnum
barnanna hefði verið falið að sjá um
skólahald á meðan.
Nú vil ég ekki amast við því að
utanaðkomandi aðilar komi í skóla
á venjulegum starfstíma og flytji
nemendum einhvern fróðleik, en það
kastar tólfunum, þegar kennarar
sjáifir fela öðrum að sjá um allt
Gagnasafn
Morgnnblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
að þeirra tengitækja sem þá verða
í umferð.
Á hveiju ári þurfa lögreglumenn á
svæðinu að hafa afskipti af u.þ.b. 500
ökumönnum, sem annaðhvort hafa
ekið eftir að hafa verið sviptir ökurétt-
indum eða hafa ekið þrátt fyrir að
þeir hafi aldrei öðlast ökuréttindi.
Sumir ökumannanna hafa áður verið
sviptir ökuréttindum vegna ölvuna-
raksturs, of hraðs aksturs eða af öðr-
um sökum. Aðrir hafa veri það ungir
í akstri að þeir hafa ekki öðlast öku-
réttindi eða þeir hafa fyrirgert rétti
sínum til að öðlast þau. Það er eðli-
legt að lögreglan reyni eftir megni
skólahald á meðan þeir bregða sér
utan. Að sjálfsögðu á skólahald að
iengjast um eina viku fram á vor.
Hvaða starfsstétt önnur hefði get-
að leyft sér slíka framkomu: Tollþjón-
ar, hjúkrunarfræðingar, læknar, bíl-
stjórar, lögreglumenn, bankastarfs-
menn? Ekki er von til þess að starf
kennara verði metið að verðleikum,
þegar þeir sjálfír hafa forgöngu um
að ala á því, að hver sem er geti
gengið beint inn af götunni og haldið
uppi kennslu. Allt fram á þennan dag
hafa kennarar látið bjóða sér það að
starfa við hlið ómenntaðra eða hálf-
menntaðra manna (stúdenta) eins og
ekkert þyki sjálfsagðara. Meðal ann-
ars eru þess mörg dæmi, að nemend-
ur hafi lokið stúdentsprófi á stærð-
fræði- og náttúrufræðibrautum
(-deildum) án þess að hafa notið
kennslu manna sem hafa stundað
tilskilið nám í stærðfræði og líffræði.
Það mætti segja mér, að bæði
læknatal og hjúkrunarkvennatal
myndu fylla allmörg bindi, ef þar
hefðu verið teknir með allir þeir, sem
einhvern tíma hefðu bundið um fing-
urmein. Ér það rétt munað hjá mér,
að Kennaratal sé sex bindi?
ÁGÚST H. BJARNASON,
Laugateigi 39,
Reykjavík.
að koma í veg fyrir að þessir öku-
menn aki. Brot þessi varða sektum.
Einhveijir ökuréttindalausu öku-
mannanna hafa verið undir áhrifum
áfengis þegar þeir voru stöðvaðir af
lögreglu. Almenningur getur hjálpað
lögreglunni í þessu starfí með því að
tilkynna um athæfi þeirra ökurétt-
indalausu og ölvuðu, sem ekki vilja
láta segjast. Það er öllum fyrir bestu
að þeir einir aki sem til þess hafi til-
skilin ökuréttindi ög að þeir séu þá í
því ástandi að eðlilegt geti talist. Á
síðasta ári þurftu tryggingafélögin
t.d. að krefja tæplega eitt hundrað
ökumenn hér á landi um endur-
greiðslu vegna tjóna í umferðaróhöpp-
um, sem þeir höfðu valdið eftir akstur
undir áhrifum áfengis.
Lögreglan mun jafnframt eftirliti
með ökumönnum athuga með gild-
issvið ökuréttinda viðkomandi með
tilliti til notkunar og réttindakrafna
á tiltekin ökutæki hveiju sinni, hvort
. sem um er að ræða mismunandi
stærðir eða gerðir bifreiða, bifhjóla,
vinnuvéla, dráttarvéla eða atvinnu-
tækja. Ökumenn eru hvattir til þess
að bera á sér ökuskírteini sín og
framvísa þeim verði þess krafist.
Eigendur ökutækja eru jafnframt
hvattir til þess að kynna sér vel þau
ákvæði reglugerðar um gerð og bún-
að ökutækja er lúta að búnaði tengi-
tækja. Fylgst verður sérstaklega með
því hvort skráningarskyld tengitæki
hafi verið skráð, hvort ljósabúnaður
þeirra sé í lagi og að allur frágangur
sé eins og reglur segja til um. Tengi-
tæki sem gerð eru fyrir a.m.k. 750
kg heildarþyngd eru skráningar-
skyld. Búnaður þeirra sem og ann-
arra tengitækja þarf að vera í lagi
í hveiju tilviki fyrir sig. Ef tengitæki
þykir ábótavant verður eftir atvikum
frekari notkun þess bönnuð uns úr
verður bætt. Notkun slíkra tækja
varðar sektum.
Það er von lögreglunnar að öku-
menn taki athugun lögreglumanna
vel og að þeir komi til með að þurfa
að gera sem minnstar athugasemdir
við ökuréttindi þeirra, háttsemi og
ástand tengitækja. Sameiginlega
getum við gert góða umferð betri.
ÓMAR SMÁRI' ÁRMANNSSON,
aðstoðaryfirlögregluþjónn.
an veðurdag sannur. Frétt Morgun-
blaðsins á þriðjudag um hestinn
Tinna hjá tannlækni vakti mikla
athygli lesenda, enda ekki á hvetj-
um degi sem menn reyna að smíða
gullbrú upp í hross.
Þetta var þó ekki í fyrsta sinn
sem Morgunblaðið skýrði frá merki-
legum hrossatannlækningum og ef
til vill hafa sumir haldið að um
gabb væri að ræða. Fyrir allmörg-
um árum var aprílgabb Morgun-
blaðsins nefnilega mjög á svipaða
leið. Þá var skýrt frá því, að ráðist
hefði verið í að smíða tanngarð upp
í hest. Sannleikurinn var sá, að
blaðamaður Morgunblaðsins hafði
mikið fyrir því að útvega sér hross-
haus, sjóða hann og þrífa og hirða
úr honum tennurnar. Tannsmiður-
inn Júníus Kristinsson fór síðan á
kostum við smíðina, gerði góma úr
vaxi og spengdi tennurnar saman
með vírum. Þá lagóí Haukur Claus-
en tannlæknir blaðinu lið og var
birt við hann hið merkilegasta við-
tal um þessar óvenjulegu tannlækn-
ingar. Og hestinn átti svo Jón Sig-
urbjörnsson leikari og hestamaður.
Svo vel var að gabbi þessu stað-
ið, að langflestir lesendur trúðu
hverju orði. Og nú er það loksins
óhætt !
Víkveiji skrifar
Mörgum hafa verið boðin svo-
kölluð peningabréf til kaups
undanfarnar vikur. Talað er um
þýsku keðjuna, Akureyrarkeðjuna
og hvað þau nú heita, öli þessi
keðjubréf. En þó Víkverji kæri sig
ekki um að taka þátt í slíkum bréfa-
sendingum, þá er það honum þó
að meinalausu þó aðrir ákveði að
kasta sínu fé á glæ með þeim hætti.
Önnur keðjubréf finnst Víkveija
sýnu verri, en það eru hin ömur-
legu, illa dulbúnu hótunarbréf. Þeg-
ar Víkveiji mætti til vinnu sinnar
á þriðjudag beið eitt slíkt á skrif-
borðinu, ritað á ensku. Yfirskriftin
er : „With love all things are
possible", eða „ástinni er ekkert
ómögulegt". Þetta fannst Víkveija
lofa góðu, svo hann las áfram:
„Þetta bréf er sent til að færa þér
gæfu. Það kemur frá New England
og hefur farið níu sinnum kringum
hnöttinn. Gæfan hefur nú verið
send til þín. Þú munt verða gæfu
aðnjótandi innan fjögurra daga frá
því að bréfið berst þér í hendur.
Þ.e.a.s. ef þú sendir það áfram.
Þetta er enginn brandari."
Og nú fer að kárna gamanið,
eins og við er að búast þegar til-
kynnt er að ekki sé um brandara
að ræða. Bréfið á að afrita í 20
eintökum og senda þau innan 96
klukkustunda, annars snýr gæfan
við manni baki. Og loks fylgir svo
upptalning á ógæfu þess fólks, sem
hefur rofið keðjuna. Maður nokkur,
Diaz að nafni, fékk bréfið árið 1953
og bað ritara sinn um að afrita það
og senda áfram. Hann vann tvær
milljónir dollara í happdrætti nokkr-
um dögum síðar, en engum sögum
fer af því að ritarinn hafi notið
góðs af. Dadditt var hins vegar
óheppnari. Hann gleymdi 96 stunda
reglunni og missti atvinnuna. Engin
er þó regla án undantekninga og
Dadditt þessi fann bréfið, sendi það
og fékk betri vinnu. Og enn er hert
á hótunum. Fairchild henti bréfinu
og dó níu dögum síðar!
Víkveiji trúir ekki öðru en að
einhver hafi fundið nafn hans í
símaskrá, því hann vill alls ekki
trúa að einhver í hans kunningja-,
vina-, eða ættingjahópi standi fyrir
slíkum sendingum. Svo mikið er
víst, að Víkveiji mun ekki senda
slíkan sóðapóst áfram, jafnvel þó
það gæti kostað hann „rándýrar
bílaviðgerðir" eins og unga konu í
Kaliforníu!
xxx
Sagt er að sagan endurtaki sig,
en hitt mun þó óvenjulegra,
að tilbúningurinn reynist einn góð-
Er kennsla einskis
metið starf?