Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 T Morgunblaðið/Rúnar Þór Fyrsti leikurinn HALLDÓR Jónsson bæjarsljóri á Akureyri lék fyrsta leik mótsins fyrir heimamanninn Gylfa Þórhallsson sem tefldi við 'stigahæsta þátttakandann Bosníumanninn Ivan Sokolov. Fyrsta umferð Islands- bankamótsins tefld í gær FYRSTA umferð íslandsbankamótsins, sem er alþjóðlegt skák- mót og hið annað í röðinni sem efnt er til á Akureyri, var tefld í gær gær. Ivan Sokolov vann Gylfa Þórhallsson, Henrik Dani- elsen vann Klaus Berg, Van Wely vann Þröst Þórhallsson, Margeir Pétursson vann Helga Olafsson, Björgvin Jónsson vann De Firmian og Jóhann Hjartarson vann Ólaf Kristjánsson. Samtals um 1.700 félagar í Dagsbrún og VR nú atvinnulausir Fleiri atvinnulausir í Reylgavík nú en í janúar 800 fleiri VR-félagar atvinnulausir í janúar en fyrir tveimur árum TÆPLEGA 1.050 félagar í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur voru skráðir atvinnulausir í vikunni eftir að farið hafði verið yfir umsóknir um atvinnuleysisbætur. Þetta er nánast sami fjöldi at- vinnulausra og var eftir síðasta fund atvinnuleysisnefndar fyrir hálfum mánuði. Hjá verkamannafélaginu Dagsbrún fjölgaði hins vegar atvinnulausum frá síðustu skráningu um rúmlega 30. Sam- tals voru 657 skráðir og hefur tala atvinnulausra ekki orðið svona há áður á undanförnum árum, en um 500 voru skráðir atvinnulaus- ir þjá félaginu á sama tíma í fyrra. H[já Ráðningarstofu Reykjavík- urborgar voru 3.545 skráðir atvinnulausir í gær, tæplega 200 fleiri en um miðjan janúarmánuð. Kristjana Valgeirsdóttir, starfs- maður Dagsbrúnar, sagði að at- vinnulausum fjölgaði á milli hverrar skráningar en fjölgunin væri ekki eins ör nú og hún hefði verið. Hún sagðist ekki muna eftir að atvinnu- leysi hefði áður orðið jafn mikið hjá félaginu og það sem verra væri að það virtist orðið viðvarandi og mjög lítil hreyfing væri á þeim sem búið væri að skrá atvinnulausa. Á atvinnuleysisnefndarfundi VR á þriðjudag voni 89 nýjar umsóknir teknar fyrir og úrskurðaðar at- vinnuleysisbætur og er þar nánast um sama fjölda að ræða og fór út af atvinnuleysisskrá. Af þeim 1.048 sem eru skráðir atvinnulausir eru 122 á biðtíma og fá þar af leiðandi ekki bætur. Margfalt í janúar Atvinnuleysið hjá VR nú og eins og það hefur verið í janúar er marg- falt á við það sem það hefur nokkru sinni áður verið. Þannig voru í jan- úar árið 1990 275 skráðir atvinnu- lausir, fækkaði í 180 árið eftir og enn í 172 árið 1992. Hins vegar fjölgaði atvinnulausum í janúar verulega árið 1993 þegar þeir voru 659 og aftur er um mikla fjölgun að ræða til janúar í ár þegar at- vinnulausir voru 967 að meðaltali. Hjá Ráðningarstofu Reykjavík- urborgar fengust þær upplýsingar að 3.545 hefðu verið þar á skrá í gær, 1.880 karlar og 1.665 konur, og hefði lítillega fækkað frá 10. febrúar þegar flestir hafa verið skráðir atvinnulausir 3.608. Um miðjanjanúarvoru hins vegar 3.388 skráðir atvinnulausir, 1.796 karlar og 1.592 konur, og á sama tíma fyrir ári, í febrúar 1993, voru tæp- lega eitt þúsund færri skráðir at- vinnulausir, samtals 2.616, 1.527 karlar og 1.089 konur. Þór Valtýsson, formaður Skákfé- lags Akureyri, hélt stutt ávarp við upphaf mótsins, en það er haldið til minningar um Ara Guðmundsson fyrsta forseta Skáksambands ís- lands o g fyrrverandi formann Skák- félags Akureyrar. Að því loknu lék Halldór Jónsson bæjarstjóri fyrsta leikinn fyrir heimamanninn Gylfa Þórhallsson, sem tefldi á móti stiga- hæsta manni mótsins, Bosníumann- inum Ivan Sokolov. Önnur umferð verður tefld í dag. Þá tefla Gylfi og Danielsen, Berg og Þröstur, Van Wely og Björgvin, De Firmian og Helgi, Margeir og Jóhann og Sokolov og Ólafur. Mótið er alls 11 umferðir og lýk- ur því 28. febrúar. Teflt er á fjórðu hæð Alþýðuhússins við Skipagötu. Útflutningsverðmæti loðnu gæti numið 10 milljörðum í ár Búið er að frysta um 8 þúsund tonn á vertíðinni ♦ »■♦■■■ Vísbending' ekki á rök- um reist VÍSBENDINGIN sem lögreglu í Reykjavík barst um ferðir pilt- anna úr Keflavík í fyrrakvöld reyndist ekki á rökum reist. í fyrrinótt fann lögregla tvo drengi í miðbænum og kom lýsing á þeim heim og saman við lýsingu pilta sem töldu sig vissa um að hafa séð drengina úr Keflavík á leiktækjasal í borginni. Að sögn lögreglu reyndist vera um að ræða drengi úr Reykjavík sem verið höfðu í leiktækjasalnum á þessum tíma og er talið ljóst að þessi vísbending hafi ekki verið á neinum rökum reist. BÚIÐ var að frysta um 5.000 tonn af loðnu til útflutnings hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsa í gær og um 2.000 tonn hjá íslenskum sjávarafurðum auk þess sem ætla má að framleiðendur utan þess- ara aðila hafi fryst um 1.000 tonn. Fer loðnan á markað í Japan en ársneysla þarlendra er um 25 þúsund tonn og eru um 10 þús- und tonna birgðir til þar. Um 100-130 kr. fást fyrir kílóið. Sam- kvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun var gert ráð fyrir í þjóð- hagsáætlun að útflutningsverðmæti loðnuafurða næmi um 7,5 millj- örðum króna á þessu ári en vegna aukinnar frystingar gætu um 2 miHjarðar króna bæst við, eða alls um 10 milljarða kr. heildarút- flutningstekjur á árinu 1994. Náist það markmið næmi útflutning- ur loðnu um 13% af áætluðum heildarútflutningsverðmætum sjávar- afurða á árinu, sem taldar eru verða um 75 milljarðar króna. Á miðnætti á þriðjudag rann út leyfilegur veiðitími Grænlendinga og Norðmanna í íslenskri land- helgi. Þeim tókst ekki að veiða allan þann kvóta sem þeim var úthlutað og því rennur 95-100 þús. tonna loðnukvóti til íslenskra skipa sem skipt verður á milli þeirra í hlutfallslegu samræmi við aflaheimildir. Óvíst er hins vegar hvort íslendingum takist að veiða þessa viðbót. í gær tóku loðnuverksmiðjur við um 10 þúsund tonhum af loðnu og er þá búið að landa rúmum 170 þúsund tonnum á vetrarvertíð, en Hasssmyglið í Danmörku Verðmætið hér 180-200 millj. 4 Aðgerðir Frakka _______________ íslensk stjórnvöld mótmæla til EES 16 Kattabakteria Kettir geta smitað 25 Leiðari Viðskiptadeila Bandaríkjamanna og Japana 26 ___ , Nýir öflugir hlutbafar SllS tilliðsviðFanghf. Fx W&Z- ttlM IKl'MtUKO miilMiki qiuninuuMMn tmwnim l.MKiMn') Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrá ► Nýir öflugir hluthafar Fangs hf. - Markaðsþorp i Borgar- kringluna - Skandia í sókn á heimamarkaði - Styrkar stoðir lífeyrissjóðanna Leikarar grennast og fitna fyrir hlutverk - Hörkutólið Seag- al leikstýrir sinni fyrstu mynd - Eftirsókn eftir sjónvarpsleyfum í Austur-Evrópu bugtina. Fer loðnan vestur með- fram landinu og sagði Ingi Lárus- son, skipstjóri á Bjarna Sæmunds- syni, að hún virtist fara um 20-30 mílur á sólarhring. Skipið annast ekki loðnumælingar að þessu sinni en Ingi sagði að í leiðangrinum hefðu menn einnig orðið varir við ágæta göngu af blandaðri loðnu út af Langanesi fyrir fáeinum dög- um. Sjá bls. 16: „Loðnan skapar...“ heildarveiði á loðnuvertíð er um 625 þúsund tonn. Loðnukvótinn er 975 þúsund tonn en með eftir- stöðvunum frá Grænlendingum og Norðmönnum verður hann um 1,1 milljón tonna. Loðnan fer hratt Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarskipinu Bjama Sæ- mundssyni sem statt var fyrir utan Ingólfshöfða í gær var talsvert af vænum og þéttum loðnutorfum um tvær mílur frá landi og einnig á grunnslóð vestur undir Skaftárósi, á svæðinu kringum Meðallands- Lestarkort í endurskoðun í Evrópulöndum Sala ef til vill óheim- il hér eftir 1. apríl HUGSANLEGT er að ekki verði hægt að selja Interrail-kort á Islandi eftir 1. apríl á þessu ári. Að sögn Ingu Engilberts þjá Ferðaskrifstofu stúdenta barst skrifstofunni bréf frá dönsku ríkisjárnbrautunum fyrir skömmu þar sem greint er frá að svo geti farið. Endurskoðaðar reglur um Interrail-kort- in taka gildi 1. apríl og þar er gert ráð fyrir nýrri verðskrá og að Evrópu verði skipt upp í sjö svæði. Inga segir breyting- arnar í heild til bóta, verið sé að samræma reglur milli EB- landanna, en ekki komi í Ijós fyrr en í næstu viku hvort þetta verði raunin. Inga segir að Interrail-kortin sem seld eru hérlendis séu keypt í gegnum dönsku ríkisjámbraut- irnar og verið sé að endurskoða reglurnar um þau í Evrópu. „Eft- ir 1. apríl verður skipulaginu á Interrail-kortinu breytt þannig að búin verða til sjö svæði fyrir kortin í Evrópu. Svæðin kosta mismunandi mikið og hægt er að takmarka sig meira með tilliti til þess hversu langt maður vill fara.“ Engar járnbrautir „í bréfinu sem okkur var sent í síðustu viku segir að ef við- skiptavinurinn býr í Evrópulandi eða Norður-Afríkuríki sem ekki er hluti af Interrail-jámbrauta- kerfínu sé hægt að kaupa kort hjá skrifstofum í eigu jámbrauta- félags sem er hluti af Interrail- kerfínu. Á íslandi em engar járn- brautir og Ferðaskrifstofa stúd- enta er ekki í eigu jámbrautafé- lags og jafnframt segir að ísland sé ekki sérstaklega nefnt í þess- um nýjum reglum. Samkvæmt þessu gæti því farið svo að við fengjum ekki að selja kortin eft- ir 1. apríl enda segir í bréfínu að tæknilega séð séum við útilok- uð,“ segir Inga. Hún segir hins vegar að staðið sé í viðræðum við járnbrautafé- lög í Þýskalandi og Frakklandi til dæmis í sambandi við skil- greininguna á „að tilheyra" járn- brautafélagi og muni niðurstaða úr þeim vonandi taka af allan vafa. Inga bendir einnig á að ef ísland fengi undanþágu gæti komið babb í bátinn. „Þetta er fyrst og fremst út af EB og ef Island yrði tekið inn á einhverri undanþágu gætu lönd eins og Bretland, Frakkland og Holland farið fram á samskonar fyrir íbúa í fyrrum nýlendum. Þetta er á viðkvæmu stigi og ekki ljóst hvað verður ofan á fyrr en í næstu viku,“ segir Inga að lokum. Í I i I I I \ \ \ \ \ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.