Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 VIKUNNAR \ Milupa 7 korna morgun- verður, 150 g Pampers maxi stelpubleiur 8-18 kg, 42 stk Pampers maxi strákableiur 10-20 kg, 38 stk Beach Nut hrísgrjóna matur, 227 g Bleiur ofl a'J barnamatur SMA 450 g Nan 0-4 mán.1 kg Nan l- mán. 1 kg Johnson's blaut- þurrkur 42 stk. Bónus, Faxafeni 267 98 1.768 (2 pk) Hagkaup, Skeifunni 314 630 693 114 1.098 1.098 Nóatún, JL-húsinu 414 621 635 382 136 999 999 137 Laugavegsapótek 421 416 1.460 127 Borgarapótek 435 Háaleitisapótek 327 673 673 1.188 1.188 Allt að 63% verðmunur á þurrmjólkurdufti milli verslana ÚRVALIÐ er mismunandi og verðlagið líka þegar vörur fyrir ungbörn eru annarsvegar. Síðastliðinn föstudag fórum við á Daglegu lífi í nokkrar matvöru- verslanir og apótek til að kanna verð á ýmsum vörum sem foreldrar ungbarna kaupa gjarnan. í ljós kom að verðmunurinn er mikill á ýmsum vörum og úrvalið eftir verslunum mjög mismunandi. 450 grömm af SMA þurrmjólkur- dufti geta foreldrar keypt á 267 krónur í Bónus en kaupi þeir duft- ið hjá Borgarapóteki borga þeir fyrir sömu stærð 435 krónur. Mjólkurduftið hjá apótekinu er 63% dýrara en hjá Bónus. Duftið var líka mun dýrara hjá hinum stórmörkuðunum en hjá Bónus. Hjá Hagkaup kostaði það 314 krónur og hjá Nóatúni var það hundrað krónum dýrara, kostaði 414 krónur. Háaleit- isapótek var með ódýrara mjólkurduft en Nóatún, seldi það á 327 krónur. Einungis eitt af þeim þremur apótek- um sem við fórum í seldu mat fyrir ung- börn, Laugavegsapótek, og í því tilfelli var maturinn ódýrari í apó- tekinu en í Nóatúni. Það virðist því allur gangur á hvort apótekin eru dýrari en stór- markaðirnir þegar vörur fyrir ung- böm eru annarsvegar. Fólk þarf bara að leggja á minnið hvað það borgar fyrir vöruna og gera sam- anburð þegar það kaupir hana næst. ■ m Áhöld fyrir þá sem vilja beita líkamanum rétt í HJÁLPARTÆKJABANKANUM eru seld margvísleg áhöld sem hönnuð eru með það í huga að auðvelda fólki hin ýmsu störf. Jafnframt eru vitaskuld seld hjálpartæki fyrir fatlaða. Við fyrstu sýn er eins og osta- hnífurinn hafi orðið fyrir alvarlegu hnjaski, því handfangið er í 90 gráður upp af blaðinu en ekki í beinu framhaldi eins og á flestum ostaskerum. Ástæðan er aftur á móti augljós þegar Jóhanna Ing- ólfsdóttir iðjuþjálfi sker ost með hnífnum. Höndinni er beitt þannig að hún er í beinni línu frá hand- legg meðan ostsneiðar eru skorn- ar, en ekki snúin eins og þegar annars konar ostahnífum er beitt. Skæri í mörgum stærðum og af mörgum gerðum eru til í bank- anum og öll líkjast þau garðklipp- um. Þau eru hönnuð með það fyr- ir augum að fólk beiti krafti allrar handarinnar við að klippa en ekki aðeins tveggja fíngra. Með því móti er átakið mun minna. „í liðum handarinnar er bijósk sem er þykkast í miðju. Aflið er því mest í svokölluðu kraftgripi, sem við náum þegar hönd og handleggur eru í beinni Iínu. Þess vegna er mun þægilegra að nota þessi áhöld en þau sem til eru á flestum heimil- um,“ útskýrir Jóhanna. Gigtarsjúklingar eru meðal við- skiptavina Hjálpartækjabankans, en Tryggingarstofnun greiðir nið- ur hluta af verði áhalda ef læknir telur að sjúklingur þurfi á þeim að halda. Verðið er í sumum tilfell- um talsvert hærra en á algengustu tegundum áhalda sem seldar eru í stórmörkuðum. Hönnun er þess eðlis að í sumum tilfellum gæti verið flókið að koma áhöldum fyr- ir í skúffum, en á móti kemur að Skæri sem minna á garðklippur eru hannaðar með það fyrir aug- um að kraftur allrar handarinn- ar sé notaður við að ídippa. Brauðhnífur með skrítnu skapti veldur því að varla er hægt að skera nema beita höndinni rétt. með réttri beitingu Iíkamans ger- um við okkur greiða. ■ BT Jóhanna Ingólfsdóttir iðjuþjálfi. Morgunblaðið/Þorkell Með þessum ostaskera er hönd og handleggur í beinni línu, eða eins og best verður á kosið. Eins konar hattur úr stömu efni auðveldar fólki að skrúfa lok af krukku. Kjötstríðið heldur áfram og enn lækkar verð SLÁTURFÉLAG Suðurlands lækkaði í gær verð á unnu nautakjöti um 10%. Félagið lækkaði verðið um 10% fyrir hálfum mánuði og hefur því lækkað nautakjötsverðið um 20% frá áramótum. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir að ástæða verðlækkunarinnar sé sú að að fjöldi nautgripa bíði slátrunar hjá bændum. Með verðlækkuninni sé SS að reyna að auka söluna. Steinþór segir að með verðlækk- uninni gefi SS viðskiptavinum sínum kost á að bjóða neytendum lægsta nautakjötsverð á markaðnum. Smá- söluverð á filmupökkuðu kjöti er sem dæmi 589 til 620 kr. kílóið af nauta- hakki eftir gæðaflokkum, 1.213 til 1.415 kr. á piparsteik, 1.160 til 1.415 kr. á nautafile, 1.392 til 1.412 kr. á roast-beef, 971 kr. á snitsel og 890 á gúllasi. Steinþór segir að verð á nauta- kjöti til bænda hafi lækkað. Hins vegar sé Sláturfélagið að reyna að koma framleiðslunni á framfæri í vörulínu með lágmarkskostnaði til neytenda. Vínarpylsur Þá lækkaði verð á SS vínarpylsum í gær um 12,5%, en sú lækkun tekur til svonefnds tvöfalds pylsupakka sem í eru 20 pylsur. Vínarpylsurnar kosta nú 698 kr. kg. í smásölu. Sam- hliða lækkuninni hefur SS ákveðið að efna til SS-pylsuleiks, sem gengur út á það að neytendur safna saman límmiðum og fá í staðinn SS-pinna. Lambakjöt á 325 kr. Hjá Bónus verður verð á lamba- kjöti í hálfum skrokkum á 325 kr. kg. frá og með deginum í dag. Bón- us lækkar jafnframt verð á nauta- kjöti um 10-12% í dag í viðbót við þá 12% lækkun sem varð á nauta- kjöti fyrir tíu dögum síðan. Nauta- kjötið í Bónus kemur frá Ferskum kjötvörum hf. Auk þess hefur Bónus þann háttinn á að gefa 10% afslátt við kassa af öllum kjötvörum. Sem dæmi um verð má nefna að fyrsta flokks nautahakk kostar nú í Bónus- búðunum 505 kr., nautasnitsel 865 kr., gúllas 793 kr. og fjórir hamborg- arar með brauði kosta eftir lækkun- ina 232 kr. ■ Lækkar verðið á veitingahúsunum í kjölfar verðlækkunar á kjöti? UNDANFARIÐ hefur verð á svína,- nauta,- og lambakjöti farið lækk- andi. En skilar lækkunin sér í verðlagningu á matseðlum veitinga- húsa? Sveinbjöm Friðjónsson fram- kvæmdastjóri veitingasviðs hjá Hótel Sögu segir að verðið fyrir hópa hafi lækkað að undanförnu og að jafnaði hafa árshátíðamatseðlar lækkað um 10-12%. „Við höfum ekki hækkað verðið á matseðlinum á Grillinu sl. þrjú ár.“ Óskar Finnsson veitingamaður á Argentínu segir að verðið lækki eflaust eitthvað, í síðustu viku fékk veitingahúsið 6% lækkun á nauta- kjöti. „Þetta er viðkvæmt mál því við vitum ekki hve lengi lækkunin varir. Það kostar okkur heilmikið að breyta matseðli og við þurfum að hafa vissu fyrir því að kjötið hækki ekki aftur. Óskar bendir á eins og Sveinbjörn á Hótel Sögu að matseð- illinn á Argentínu hafí ekki hækkað síðastliðin þijú ár. Þá hafa ýmsir réttir lækkað undanfarin ár eins og til dæmis allir forréttir og eftirréttir. Skúli Hansen hjá veitingahúsinu Skólabrú segir að ekki sé farið að kaupa nýjar birgðir af kjöti eftir að lækkunin kom til sögunnar. Hinsveg- ar segir hann að ef lækkunin verði til frambúðar sé ekki ólíklegt að þeir endurskoði verðið hjá sér. ■ grg Morgunbla9ið/Árni Sæbcrg Túlípönum á ekki að gefa sykur eða næringu ÞAÐ er ekki sama hvernig við umgöngumst túlípanana okkar. Uffe Balslev hjá Blómalist segir að best sé að hafa lítið vatn í vasan- um, 5-10 sentimetra og ef að fólk sé í vinnu allan daginn sé tilvalið að geyma túlípanana á köldum stað og pakka þeim inn í Morgunblaðið. Gott er að nota sömu aðferð að nóttu til, geyma blómin á köldum stað og pakka þeim inn í pappír. Uffe segir að ekki eigi að gefa túlípönunum sykur eða næringu. Ráðlegt er að skipta um vatn á hveijum degi. Ef á að setja saman vönd úr páskaliljum og túlípönum þá borgar sig að geyma páskalilj- urnar.um stund eftir að búið er að skera af stilkunum. Ef að stilkirnir á páskaliljum fá ekki að þorna er hætta á að safinn úr þeim stífli stilki túlípananna. I dönsku tímariti var lesendum nýlega ráðlagt að skella einni te- skeið af kartöflumjöli út í vatnið og þá stæðu túlípanarnir teinréttir mun lengur en ella. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.