Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1994
Morgunblaðið/Rúnar Þór
••
Oskudagsgleði
AÐ VENJU var mikið um að vera á Akureyri í gær, á öskudaginn. Börnin fóru fylktu liði milli verslana og fyrirtækja, sungu hástöfum
og þáðu sælgæti í poka að launum.
Sundlaug Akureyrar )
Opið lengur
um helgar
OPNUNARTIMI Sundlaugar
Akureyrar verður lengdur um
helgina frá því sem áður hefur
verið þannig að framvegis verð-
ur opið frá kl. 8 að morgni til
kl. 18 að kvöldi.
Akureyrarbær framlengir
samning við Saga-Reisen
Sigurður Guðmundsson, for-
stöðumaður Sundlaugar Akur-
eyrar, sagði að með þessu væri
verið að auka þjónustuna bæði við
bæjarbúa og ferðafólk með því að
hafa opið lengur fram á daginn
en áður hefur verið um helgar.
Fyrir ferðafólk
„Það hefur verið rætt um að
gera þetta síðustu tvö ár, en nú
höfum við ákveðið að láta verða
af þessu. Það er ekki síst verið að
koma til móts við ferðafólk, hingað
koma margir til að renna sér á
skíðum í Hlíðarfjalli og hvað er þá
betra en slaka á í sundlauginn á
eftir,“ sagði Sigurður. „Við erum
að reyna að auka vægi vetrar-
íþrótta og fá ferðafólk í því skyni
þannig að það verður að huga að
því í leiðinni að bjóða betri þjón-
ustu eins og til dæmis í sundlaug-
inni.
BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi í fyrradag að
gera samning við Saga Reisen til eins árs eða fyrir árið 1994.
A fundi bæjarráðs í liðinni viku var bókað að gera þyrfti
ferðaskrifstofunni skýra grein fyrir því að Akureyrarbær
teiji samningsgrundvöll að mörgu leyti brostinn og því þurfi
að skoða mjög vandlega frekari stuðning í framtíðinni.
Félags- og fræðslusvið Akureyrarbæjar
Flutningar fyrirhug-
aðir í Glerárgötu 26
FLEST bendir til að samningar takist um að Félagsmálastofn-
un Akureyrar verði flutt úr núverandi húsnæði í Hafnar-
stræti að Glerárgötu 26 í húsnæði í eigu Lífeyrissjóðs Norður-
lands.
Björn Jósef Arnviðarson vara-
formaður bæjarráðs Akureyrar
greindi frá því á fundi bæjarstjórn-
ar í fyrradag að svo virtist sem
húsnæðismál félags- og fræðslu-
sviðs bæjarins myndu leysast á
góðan og hagkvæman hátt með
væntanlegum flutningi úr Hafnar-
stræti í Glerárgötu. Hann sagði
einnig að fyrirhugað væri að fleiri
kæmu inn í þetta húsnæði og
nefndi Fræðsluskrifstofu Norður-
lands eystra og Svæðisstjórn um
málefni fatlaðara á Norðurlandi
eystra í því sambandi.
Félagsmálastjóri greindi bæjar-
ráði í síðustu viku frá athugun sem
fram fór á húsnæðismálum félags-
og fræðslusviðs Akureyrarbæjar.
Lagt var til að gerður yrði leigu-
samningur til 10-12 ára um hús-
næði Lífeyrissjóðs Norðurlands við
Glerárgötu 26 með ákvæði um
kauprétt að hinni leigðu fasteign
og kynnti félagsmálastjóri drög
að slíkum samningi.
Fjárhagsaðstoð
Á sama fundi bæjarráðs greindi
félagsmálastjóri frá auknum um-
sóknum um fjárhagsaðstoð, en í
janúarmánuði bárust 124 umsókn-
ir á móti 40 í janúar í fyrra. Sam-
þykktar voru styrkveitingar upp á
3,5 milljónir á móti 690 þúsundum
á síðasta ári, en auk þess voru
samþykkt lán að upphæð 227 þús-
und krónur í mánuðinum á móti
541 þúsund krónum í fyrra. Verði
framhald á er ljóst að fjárveiting
til fjárhagsaðstoðar verður uppur-
in um mitt ár.
Björn Jósef sagði að erfitt at-
vinnuástand skýrðí það hversu
miklu fé væri veitt í fjárhagsað-
stoð og vert væri að vekja athygli
bæjarfulltrúa á að taka þyrfti á
þessu máli, en á þessu stigi væri
ekki ástæða til að grípa til sér-
stakra aðgerða.
Á vegum ferðaskrifstofunnar
Saga-Reisen hefur verið flogið
beint í Akureyrar síðastliðin fjögur
ár og hefur Akureyrarbær veitt
ferðaskrifstofunni styrki á móti.
Björn Jósef Arnviðarson vara-
bæjarfulltrúi sagði á fundi bæjar-
stjórnar að í samkomulagi milli
Akureyrarbæjar og Saga-Reisen
væri gert ráð fyrir að ferðaskrif-
stofan beindi viðskiptum sínum til
akureyrskra fyrirtækja væru þau
samkeppnisfær í verði, en nú væri
mál manna að Saga-Reisen beindi
viðskiptum meira en góðu hófi
gegndi til fyrirtækja utan bæjar-
ins. „Þetta beina flug hefur verið
mikilvægt í ferðamálum Norðlend-
inga og ég tel að Akureyringar
ættu ekki að sjá ofsjónum yfir því
þó að aðrir njóti aukinna viðskipta
með okkur. Eg bendi líka á að það
eru ekki bara Akureyringar sem
fljúga til útlanda með þessari
ferðaskrifstofu,“ sagði Björn Jó-
sef.
Halda stillingu
Jakob Björnsson (B) sagði mik-
ilvægt að framlengja samninginn
við Saga-Reisen um eitt ár. „Mér
finnst stundum að skorti úthald,“
sagði hann, „allir sem ég hef rætt
við eru á einu máli um að það sé
mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna
að félagið fljúgi áfram hingað, en
í kringum þetta beina flug hafa
sk’apast meiri umsvif en ég gerði
mér grein fyrir.“
Heimir Ingimarsson (G) taldi
rétt að menn héldu stillingu sinni,
styrkur til ferðaskrifstofunnar
væri nánast samþykktur með sem-
ingi af því hún beindi viðskiptum
sínum við aðila utan bæjarins.
Hann benti á að á Húsavík væri
samvinna ferðaþjónustuaðila til
fyrirmyndar, þar væru allir þræðir
á einni hendi. Akureyringar hefðu
misst af bitanum af því þeir hafi
ekki náð að samræma ýmsa þætti
er ferðaþjónustuna varðar.
Málverka-
uppboð
GALLERÍ Borg heldur mál-
verkauppboð á Akureyri í
samvinnu við Listhúsið Þing
og Listmunauppboð Sigurð-
ar Benediktssonar hf. á Hót-
el KEA sunnudaginn 27.
febrúar kl. 20.30.
Uppboðsverkin verða sýnd í
Listhúsinu Þingi, Hólabraut 13
á Akureyri, laugardaginn 26.
febrúar og sunnudaginn 27.
febrúar frá kl. 14 til 18.
Þeim sem vilja koma verk-
um á uppboðið er bent á að
snúa sér til Þórhalls Arnórs-
sonar á Akureyri eða Gallerís
Borgar við Austurvöll í
Reykjavík.
(Fréttatilkynning.)
Lægsta tilboði tekið í sorppoka fyrir Akureyrarbæ
Milljón sem sparast
varíð til atvinnuátaks
SAMÞYKKT var á fundi bæjarstjórnar að taka lægsta tilboði
í 330 þúsund sorppoka fyrir Akureyrarbær, en það var frá
Þórshamri og hljóðaði upp á rúmlega 2,9 milljónir. Munur á
hæsta og lægsta tilboði var rúmlega 1 milljón kr. og verður
þeim fjármunum varið til atvinnuskapandi verkefna. Atta til-
boð bárust.
lUordlenskt atfiafnafolk!
Iðntæknistofnun veitir ráðgjöf og tækniþjónustu í
iðnaði og sjávarútvegi
lóntæknistofnun 11
Starfsmaóur Iðntæknistofnunar
á Akureyri er
Kristján Björn Garóarsson.
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS
Glerórgötu 36, 600 Akureyri
Sími (96) 30957
Fax (96) 30998
Björn Jósef Arnviðarson vara-
formaður bæjarráðs sagði á fundi
bæjarstjórnar að erfitt hefði verið
að ganga framhjá lægsta tilboðinu
þegar munur væri eins mikill og
raun bar vitni milli tilboða. Hann
VZterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
sagði að í fjárhagsáætlun væri
gert ráð fyrir að verja hærri upp-
hæð til sorppokakaupa og yrði
þeirri milljón sem sparaðist við það
að taka lægsta tilboðinu varið til
atvinnuskapandi verkefna.
20 mannmánuðir
Hann nefndi að bæjarstjórn
hefði verið gagnrýnd fyrir að
kaupa útlenda sorppoka, en fyrir
eina milljón króna væri í atvinnu-
átaki hægt að veita atvinnu sem
svaraði til 20 mannmánaða. Hlut-
ur innlendrar framleiðslu- væri
metinn á sem svaraði til tveggja
mánaða vinnu fyrir einn starfs-
mann. Það væri því spurning hvort
ákvörðun bæjarstjórnar um að
taka lægsta tilboðinu væri þrátt
fyrir allt meira virði fyrir atvinnu-
lífið, en að taka lægsta innlenda
tilboðinu líkt og gert var á síðasta
ári. Það hefði varla þótt vetjandi
núna þar sem um 30% verðmunur
var á tilboðunum.
Jakob Björnsson (B) sagði að
ekki hefði verið ástæða til annars
en taka lægsta tilboðinu, það væri
hættuleg þróun ef það væri ófrá-
víkjanlegt að ætíð ætti að skipta
við akureyrsk fyrirtæki. Fyrirtæk-
ið í bænum vildu gjarnan geta
sótt á markaði utan Akureyrar
með sína vöru.
I