Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994
MÁLÞING MEÐ LISTRÆNU ÍVAFI
Um listsköpun fatlaðra
laugardaginn 19. febrúar 1994 í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi kl. 10.00-17.00. Húsið opnað kl. 9.30.
Dagskrá:
Ávarp (Ásta B. Þorsteinsdóttir)
Tónlistaratriði (Inga H. Jóhannesdóttir, Guðbjörg Daníelsdóttir)
Ávarp frá Bandalagi íslenskra listamanna
Myndlist fatlaðra (Sjöfn Guðmundsdóttir)
Kaffihlé
Listsköpun fatlaðra - stofnun samtaka (Guðmundur Magnússon)
Blindir og listsköpun (Sveinn Lúðvík Björnsson)
Halaleikhópurinn
Matarhlé
Þroskaheftir og listsköpun (Sigríður Eyþórsdóttir)
Einsöngur (Erla Björk Sigmundsdótttir)
Leikatriði frá Heyrnleysingjaskólanum
Listsköpun heyrnarlausra (Miyako Þórðarson)
Táknmálskórinn
Tónlist og fötlun (Valgerður Jónsdóttir)
Þrjár tónsmíðar fyrir tölvuhljóðfæri (Runólfur G. Fleckenstein)
Leiklist og fötlun (Ómar Bragi Walderhaug)
Tónlistaratriði (Birkir Rúnar Gunnarsson)
Kaffi
Harmónikuleikur (Gunnar Kristinn Guðmundsson)
Ljóðalestur (Oddný Óttarsdóttir)
Leikhópurinn Perlan
Panelumræður - undirbúningur að stofnun samtaka um listsköp-
un fatlaðra
Lokaorð (Ásgerður Ingimarsdóttir)
Meðan á málþinginu stendur og næstu tvær vikur þar á eft-
ir verður sýning í Menningarmiðstöðini Gerðubergi á lista-
verkum fólks sem býr við einhverskonar fötlun.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Túlkað verður á tákn-
máli. Aðgangur ókeypis - kaffiveitingar í boði Landssamtak-
anna Þroskahjálpar og Öryrkjabandalags íslands.
Undirbúningsnefnd.
Hvað
Seinni hluti
eftir Heimi Örn
Herbertsson
í fyrri hluta greinar minnar um
LÍN vakti ég upp spurningar um
það hver væru helstu ágreiningsefn-
in milli námsmanna og yfirvalda um
reglur sjóðsins. Hvers vegna er
námslánakerfið ekki nógu gott eins
og það er í dag? Hér verður leitað
nokkurra svara.
Námsframvindukröfur -
Eftirágreiðslur námslána
Þegar talið berst að námsfram-
vindukröfum þggur stundum við að
maður spytji sig hvort LÍN sé til
fyrir Háskólann og námsmennina
eða öfugt! Námsframvindukröfur
LÍN eru oft í engu samræmi við
kröfurnar hjá HÍ og má nefna dæmi.
Þeir námsmenn sem sitja í heilsársá-
föngum eru ekki í aðstöðu til að
skila námsárangri í desember því
þeir taka engin próf fyrr en í maí.
Námsárangur er skilyrði fyrir
námsláni. LÍN hefur leyst þetta
„vandamál" með því að lána viðkom-
andi nemendum 75% af fullu láni á
haustönn, en fullt lán er, með fullri
virðingu, miðað við lágmarksfram-
færslu. Námsmaður fengi svo 125%
lán á vorönn eftir að hafa staðist
próf. Þannig virðist sá misskilningur
vera uppi að það sé mun ódýrara
að lifa fyrir jól en eftir. Þau rök sem
liggja að baki þessari „lausn“ eru
Nú kveðjum víð ár hanans og heilsum ári hundsins, en samkvasmt kínversku
dagatali hófst það þann 9. febrúar. Ár hundsins er kjörið til að treysta
vínáttutengsl, sömuleiðis asttu þeir sem stunda viðskipti að nota kvöldin til
þess að ná sem bestum árangri. beir sem fasddir eru á ári hundsins eru gasddir
einlasgri ástúð, víðsýni, raunsaei og góðri skynsemi. í tilefni nýja ársins býður
veitingahúsið SJANGHÆ upp á tvö Ijúffeng nýárstilboð.
Nyarsmatseðlar
TIL30Ð1 - Fyrir tvo eða fleiri
Nýárssúpa
Chen Pao-Chi kjúklingur
Yú-Síang skelfiskur
Lambakjöt í plómusósu
Luo svínakjöt
Eftirrettir á kínverska vísu.
kr. 1290,- fyrir mannínn
TILB0P 2 - Fyrir tvo eða fleiri
Nýárssúpa
Won-Ton og raskjuflögur
Kanton nautasteik
Humar í satay sósu
Tang-Chu svínakjöt
Smokkfiskur með Szechuan pipar
Eftírráttír á kínverska vísu
'kr, 1490,- fyrir mannínn
Prófaðu nýjan kínverskan snafs.
Tilboðið gildir frá 9. febrúar til 9. mars.
Afslátturfyrir hópa, skóla og íþróttafelög.
Ókeypis heimsendíngarþjónusta
fyrir tvo eða fleiri eftir kl. 10:00 i(ífíl/ERVKa veitingahúsið á íslandi
alla daga. Laugavegi 28b Simi 16513 - 23535 - Fax 624762
m
er að LÍN?
mér með öllu hulin
og það' er skýlaus
krafa að samræmi
verði komið á milli
LÍN og HÍ í þess-
um efnum.
Besti vinur
bankanna
Sú skipan mála
að greiða námslán
út í lok annar hef-
ur í för með sér að námsmaður leit-
ar til banka til að brúa það bil sem
þá myndast. Námsmaður er því
undir þeirri exi að bankalánið falli
nái hann ekki tilskildum árangri.
Hluti af námslánunum sem hann
hefur til að kaupa sér mjólk og
brauð fer þar af leiðandi beint til
bankans í formi vaxta. Færa má rök
fyrir því að þetta fyrirkomulag. sé
nauðsynlegt fyrir sjóðinn á fyrstu
1-2 önnum námsmanns í skóla enda
er þá langalgengast að námsmenn
nái ekki tilskildum árangri eða hætti
í skóla ef það gerist þá á annað
borð. Það er hins vegar undantekn-
ing ef námsmaður nær ekki tilskild-
um árangri þegar lengra líður á
námið og hróplega ósanngjarnt fyr-
ir þessa aðila að fá ekki lán sín
greidd út mánaðarlega. I því felst
lítil áhætta fyrir sjóðinn en mikið
hagræði fyrir námsmenn.
Óraunhæfar
endurgreiðslukröfur
Það er almenn regla í viðskiptum
að menn eigi að greiða til baka það
sem þeir hafa fengið lánað. Sú regla
gildir að sjálfsögðu einnig um náms-
menn. Því má hins vegar velta fyrir
sér hvernig þessum endurgreiðslum
verði best háttað. Forsvarsmenn
LÍN hafa lýst því yfir opinberlega
að greiðslubyrði námslána sam-
kvæmt núgildandi kerfi sé svo þung
að margir námsmenn muni lenda í
miklum erfiðleikum með að uppfylla
þær kröfur. Til dæmis geti það vald-
ið vandræðum við húsnæðiskaup
hve greiðslubyrðin er mikil. í ljósi
þessara upplýsinga hlýtur fólk að
álykta að vanskil við LIN muni auk-
ast til mikilla muna þegar og ef
námsmenn fara að endurgreiða lán
sín samkvæmt þessu kerfi.' Vanskil
hafa hingað tii þótt frekar vond lat-
ína í viðskiptum og það getur ekki
verið markmið LÍN að haga endur-
greiðslukröfum sínum þannig að
námsmenn geti ekki uppfyllt þær.
Þá nær sjóðurinn einfaldlega ekki
tilgangi sínum. Því hljóta námsmenn
að krefjast þess að endurgreiðslu-
byrði verði lækkuð í upphafi endur-
greiðslutíma frá því sem nú er en
verði svo meiri síðar á endur-
greiðslutíma þannig að greiðslu-
byrðin verði mest þegar námsmaður
á best með að standast hana.
Samvinna um árangur
Eins og vikið var að hér í upp-
hafi er grundvallarágreiningur milli
talsmanna stúdenta og forsvars-
manna LÍN um þær afleiðingar sem
breytingarnar á LIN hafa haft í för
með sér. Þann ágreining þarf að
leiða til lykta. Ríkið og námsmenn
geta ekki staðið í endalausu stríði
um LÍN því það er raunverulegt
fólk sem hefur raunverulega hags-
muni af því að viðunandi niðurstaða
fáist. Sá hagur sem Lánasjóður ís-
lenskra námsmanna getur skapað
liggur beggja vegna við borðið. Það
er kominn tími til að vinna saman
að árangri.
Höfundur skipar 1. sæti á
fnunboðslistn Vöku fls. til
Stúdentaráðs.
Heimir Örn
Herbertsson
Sæluvika Skagfirð-
inga undirbúin
Stefnt að því að endurvekja „Sumar-
sæluviku“ á Sauðárkróki
Sauðárkróki.
UNDIRBÚNINGUR fyrir hina árlegu Sæluviku Skagfirðinga er nú
í fullum gangi og meðal annars munu æfingar hafnar hjá Leikfélag-
inu á gamanleikritinu Karlinn í kassanum, undir leiksljórn Jóns
Ormars Ormssonar, en einnig mun verða að vanda mikið um söng
og tónlistarflutning að ógleymdum dansleikjum víðsvegar um hérað.
Fyrir nokkrum árum reyndu
Sauðkrækingar að halda Sumar-
sæluviku og vildu á þann veg auka
fjölbreytni í menningar- og skemmt-
analífi Skagfirðinga yfir sumarmán-
uðina. Hin hefðbundna Sæluvika
sem haldin er síðla vetrar ár hvert
var höfð til hliðsjónar, en menn
væntu þess að' Sumarsæluvikan yrði
ef til vill til þess að skapa sérstakt
tilefni fyrir brottflutta Skagfirðinga
til þess að heimsækja átthagana og
gera sér dagamun með heimamönn-
um.
Sú tilraun sem gerð var heppnað-
ist ekki, en nú hefur verið ákveðið
að hefjast aftur handa og nefnd sett
í málið.
Eitt það fyrsta sem ákveðið hefur
verið er að efna til dægurlagakeppni
í tengslum við Sæluvikurnar og skal
lögum til keppninnar skilað á nótum
(hljómsettum með laglínu) og sungn-
um eða spiluðum á hljómsnældu,
eins og segir í auglýsingu undirbún-
ingsnefndar. Dómnefnd mun svo
velja 10 bestu lögin, sem keppa til
úrslita á Vetrarsæluvikunni sem
stendur frá 10. til 17. apríl nk. og
verður það lag sem best verður val-
ið veglega verðlaunað og gert við
það myndband, auk þess að verða
kynningarlag á Sumarsæluvikunni.
Skal lögunum skilað fyrir 20.
mars nk. til dómnefndar sem hefur
aðsetur í Stjórnsýsluhúsinu við
Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
Að sögn Vigfúsar Vigfússonar
ferðamálafulltrúa eru mjög margir
þættir í skoðun og undirbúningi,
meðal annars sagið hann að haldin
yrðu ýmis íþróttamót í tengslum við
Sumarsæluvikuna og mætti þar
nefna golf- og bridsmót, auk þess
sem áhugi væri á að þreytt yrði
Drangeyjarsund.
Þá yrði Leikfélag Sauðárkróks
væntanlega með einhverja dagskrá
og rætt hefði verið við kóra og söng-
listafólk sem hefði margt lýst mikl-
um áhuga á þátttöku.
Sérstök áhersla sagði Vigfús að
yrði lögð á dagskrá fyrir börn og
unglinga, með leikjum og íþróttum
og tónleikahaldi. •
Sjóstangaveiði yrði væntanlega
stunduð á firðinum, og skákmeist-
arar mundu tefla til sigurs, undir
berum himni ef veður leyfði.
Vigfús sagði að unnið væri að
undirbúningi af miklum krafti og
væru menn mjög áhugasamir um
að gera þessa sumarhátíð sem glæsi-
legasta.
- BB
Word námskeið
94026
Tölvu- og verkfræöibjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegi 16 • © 68 80 90