Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 35 Gísllaug G. Elías- dóttir — Minning Fædd 3. mars 1918 Dáin 11. febrúar 1994 Það var óveðursnóttina, aðfara- nótt 11. febrúar sl., sem hún amma mín kvaddi þennan heim sem við þekkjum. Þó að við hefðum mátt búast við kallinu, er eins og við séum aldrei almennilega viðbúin slíkum frétt- um. Hún var flutt á spítala að morgni fimmtudags og var dáin tæpum sólarhring síðar. Hún hafði átt við veikindi að stríða mörg undanfarin ár, eða meira og minna frá því hún mjaðmagrindarbrotnaði fyrir tæp- um 25 árum. Þrátt fyrir veikindin bar hún sig vel, var ætíð bjartsýn og vongóð um betri tíð. Amma og afi fæddust og ólust upp á Heilissandi. Mikill kærleikur var á milli þeirra alla tíð og fannst mér alltaf eins og þau litu út fyrir að vera nýtrúlofuð. Þau eignuðsut tvo syni, Sævar, f. 1939, og Gunn- ar Jón, f. 1946. Það var þeim mik- ið áfall, er Sævar fóst af slysförum, aðeins 25 ára gamall. Eftir að tengdamóðir ömmu, Guðrún, veiktist fluttist hún til afa og ömmu, ásamt syni sínum Leo- poldi. Á æskuárum sínum, hafði Poldi frændi átt við mikil veikindi að stríða og hefur því þurft á sér- stakri umönnun að halda alla tíð. Amma annaðist þau af miklum dugnaði, en afi var mikið til sjós á þeim tíma. Eftir að Guðrún dó var Poldi áfram hjá þeim og var það í tæp 50 ár, en hann flutti fyrir tveimur til þremur árum á Höfða, elliheimilið á Akranesi. Þrátt fyrir veikindi sín, hugsaði amma um þá bræður af kostgæfni, meðan hún gat. Missir þeirra er mikill, þeir sjá nú á eftir kærri eiginkonu og mág- konu. Ég á margar ljúfar minningar um hana ömmu mína. Hún var hlé- dræg kona, en með stórt hjarta. Hún umvafði mig með elsku sinni og umhyggju, sem ég hef búið að æ síðan. Mér eru mjög minnisstæð- ar heimsóknir mínar til hennar og afa á Hellissandi. Hlýjan og kærleikurinn var ætíð í öllum hennar verkum og gerðum. Mér er minnisstætt þegar ég heim- sótti ömmu á spítalann i Stykkis- hólmi fyrir tæpum 25 árum, þá sex ára gömul, og hún gaf mér ópal pakka. Það var eins og ég hefði fengið fjársjóð. Þannig var það allt- af þegar amma og afi gáfu mér eitthvað, stórt sem smátt, því fylgdi alltaf miklu meira en hægt var að útskýra með orðum eða sjá með augum, en auðvelt var að finna. Það var þessi mikla gjafmildi og kærleikur sem ég fann. Já, það var svo sannarlega gefið af heilum hug og hjarta. Á æskuárum mínum hélt' ég alltaf að afi og amma væru vel efnuð, því þau voru alltaf svo rausn- arleg og gáfu svo fínar og dýrar jóla- og afmælisgjafir. Ég áttaði mig á því þegar ég eltist, að þau voru alls ekki efnuð af veraldlegum gæðum, þau voru nægjusöm og fóru ákaflega sparlega með alla hluti. Þau gáfu barnabörnunum fín- ar gjafir, en létu eitthvað á móti sér í staðinn. Reglusemi var ömmu í blóð bor- in. Matartímar voru alltaf klukkan nákvæmlega tólf og klukkan ná- kvæmlega sjö að kvöldi, éins og allt annað hjá henni ömmu í röð og reglu. Þó matuirinn hennar ömmu væri einfaldur var hann svo einstaklega góður, að auðfundið var, að hann var eldaður af ást og umhyggju, fyrir þeim sem skyldu borða hann. Ég bætti alltaf á mig nokkrum kílóum eftir hvert skipti sem ég var hjá afa og ömmu á Hellissandi. Hellissandur var mér sem himna- ríki á jörð, þar leið mér ákaflega vel. Ég var yfirleitt hjá þeim á sumr- in og um jólin. Þó svo að mér þyki alltaf vænt um Hellissand, verður hann aldrei samur í huga mér og hjarta, eftir að afi og amma flutt- ust þaðan. Amma og afi hafa búið á Akra- nesi síðustu árin. Afi reyndist ömmu styrk stoð í veikindum hennar. Það hefur verið þeim mikill stuðningur að búa í nágrenni við Gunnar Jón og Kristnýju, tengdadóttur sína, sem hafa reynst þeim mjög vel. Amma var trúið kona. Hún vildi trúa að eftir þetta líf, tæki við ann- að líf. Það hefur örugglega glatt hana að hitta ástkæran son sinn og aðra ættingja og vini, þarna fyrir handan. Með þakklæti kveð ég elskulega ömmu mína og mun ætíð geyma minninguna um hana í hjarta mér. Börnin mín, Hildur Inga og Sævar Örn, þakka langömmu sinni yndis- legar stundir og fyrir alla fallegu og hlýju ullarsokkana. Maðurinn minn, Éinar, þakkar einnig ánægju- legar samverustundir. Ég bið góðan guð um að styrkja þig elsku afí minn og Polda og Gunnar Jón og íjölskyldu í sorginni og söknuðinum, er við kveðjum nú elskulega eiginkonu, mágkonu, móður, tengdmóður, ömmu og langömmu, sem var okkur svo mik- ils virði. Blessuð sé minning hennar. Sigurlaug R. Sævarsdóttir. t Maðurinn minn, GUÐLAUGUR HANNESSON gerlafræðingur, lést í Landspítalanum þann 15. febrúar. Ingunn Ingvarsdóttir. t Elskuleg fósturmóðir mín og amma okkar, ÞÓRHALLA GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR, Meiri-Tungu, Holtum, andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 11. febrúar. Jóna Steinunn Sveinsdóttir og börn. t Hjartkær vinkona okkar, ÓLAFÍA HALLDÓRSDÓTTIR PETERSEN, áðurtil heimilis í Skipholti 49, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. febrúar. Vinir og aðstandendur. t Móðir okkar, SIGURRÓS JÓNSDÓTTIR frá Felli í Dýraf irði, lést á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10, þann 16. febrúar sl. Hákon Torfason, Jón Torfason, Bergur Torfason, Dagbjört Torfadóttir, Össur Torfason, Anna Torfadóttir. T ómstundaskólinn •• VORONN Ný nómskeið oð hefjos* Framköllun og stækkanir Glerskuröur Glerperlugerö Trölladeig Fluguhnýtingar Sjálfsnudd (do-in) Brauðtertur og snittur Boröskreytingar úr ávöxtum Fatasaumur Litir og lýsing Sumarbústaðalandið Hlíföargassuöa Hattagerö Viötöl og greinaskrif Stjórnun og gerö útvarpsþátta Munnharpa - kynning Silkimálun Garðaskipulagning Garðrækt Matjurtir - lífræn ræktun Krydd- og ilmjurtir Trjáklippingar Hofið sombond!!! Tómstundaskólinn Grensásvegi 16q • Sími 67 72 22 Auglýsing um starfsleyfis- tillögur skv. gr. 8.5. f mengunarvarnaeglugerð nr. 396/1992 í samræmi við gr. 8.5. ofangreindrar reglugerðar liggja frammi til kynningar hjá upplýsingaþjónustunni (1. hæð) í Ráðhúsi Reykjavíkur, frá 7. febrúar sl., starfsleyfistillögur fyrir eftirtalin fyrirtæki: 1. Hvíti Svanurinn, Hringbraut 119,107 Rvík 2. Efnalaugin Hreinn, Lóuhólum 2-6,111 Rvík 3. Kyrr mynd, Dverghöfða 27,112 Rvík 4. Efnalaugin Nóatúni, Nóatúni 17,105 Rvík 5. Hvíta Húsið, Kringlunni 8-12,103 Rvík 6. Efnalaugin Höfðabakka, Dverghöfða 27,112 Rvík 7. Seigla hf., Grandagarði 18,101 Rvík 8. Gjörvi hf., Grandagarði 18,101 Rvík 9. Dýraspítali Watsons, Víðidal, 110 Rvik Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá, sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvars- menn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starf- semi. 2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar. Athugasemdir, ef gerðar eru, skulu vera skriflegar og sendast Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápu- hlíð 14, A 05 Reykavík, fyrir 8. mars nk. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. STORUTSALA! Gluggatjaldaefni frá kr. 200 Rúmteppaefni kr. 995 Handklæði og fleira. 20% afsláttur af öðrum vörum Opið kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16. GAKDÍNUBÚÐIN Skipholti 35, sími 35677.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.