Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 15 Væg fyrir vinum eftir Þórdísi Bachmann Þorri landsmanna var trúlega búinn að gleyma því að útvarps- stjóri Ríkisútvarpsins hefði ráðið til sín sérlegan skipulags- og dag- skrárráðgjafa - þangað til að ráð- gjafanum var vikið úr starfi. Síðan þá hefur staðreyndum og getgát- um um málið rignt yfir landslýð í dagblöðum, sjónvarpi og útvarpi. A því tæpa ári sem liðið er síð- an ráðgjafinn tók til starfa, hefur atvinnuleysi á landinu aukist um 51% og voru 9.500 manns atvinnu- lausir í janúar. Á landsbyggðinni eru heilu byggðarlögin að leggjast i eyði vegna viðvarandi atvinnu- leysis. Þorskafli í janúar var sá minnsti í 25 ár. Viku áður en ráð- gjafa útvarpsstjóra var sagt upp, var 20 dagskrárgerðarmönnum sagt upp hjá íslenska útvarpsfé- laginu, og þess getið á svipaðan hátt og annarra fjöldauppsagna, eða í eindálkum. Þar var á ferð- inni fólk sem birt hafði afrakstur verka sinna daglega mánuðum saman, og enginn þurfti að fara í grafgötur um að vann fyrir kaup- inu sínu. í utandagskrárumræðu sem blásið var til á Alþingi um mál ráðgjafans, lét ráðherra mennta- mála að því liggja, að gífuryrt bréf ráðgjafans hefði aðeins verið dropinn sem fyllti mælinn og að ráðgjafinn, sem átti sex vikur eft- ir af umsömdum ráðningartíma, hefði fyrir birtingu bréfsins fengið fullan kvóta viðvarana. Hveijar svo sem staðreyndir málsins eru, er ráðgjafínn píslarvottur dagsins. Píslarvætti er gott til síns brúks, en það er ekki gildi í sjálfu sér. Sá feiknarfjöldi fólks sem orðið hefur atvinnuleysinu að bráð og það þótt hvorki ráðning þeirra né störf orkuðu tvímælis, gleymist, meðan Hrunadansinn dunar í Efstaleitinu. Það hefur hvarflað að mér í þessari umræðu allri að gaman væri að fá svar við því hvort ráð- gjafinn hafi staðið undir vænting- um útvarpsstjóra, og hveijar þær væntingar hafí verið. Einnig væri fróðlegt að vita hvernig starfslýs- ing ráðgjafans hljóðaði, hafi hún legið fyrir, en stöðuheimild var ekki fyrir hendi. Óneitanlega væri líka forvitnilegt að fá lista yfir 10 verðmætustu ráðleggingar er komu frá ráðgjafanum á 10 mán- aða starfsferli. Upplýsingar um við hvað ráðgjafinn hafi verið að Helgar- skákmót í Hafnarfírði SKÁKFÉLAG Hafnarfjarðar, Taflfélagið Hellir, Taflfélag Kópavogs og Taflfélag Garða- bæjar halda nk. föstudag og laugardag, 18. og 19. febrúar, helgaratskákmót í Hafnarfirði. Mótið fer fram í húsnæði Skák- félags Hafnarfjarðar, Tóm- stundaheimilinu á horni Suður- , götu og Lækjargötu (bak við Hafnarfjarðarkirkju). Tefldar verða 7 umferðir. Fyrsta umferð hefst kl. 20 föstu- daginn og verður mótinu fram- haldið á laugardaginn kl. 14. Fyrstu verðlaun verða 15.000 kr., önnur verðlaun 9000 kr. og þriðju verðlaun 6000 kr. Þátttökugjöld verða 800 kr. fyrir alla félagsmenn en 1.200 kr. fyrir aðra. Mótið er öllum opið og verður reiknað til atskákstiga. sýsla á starfstímanum og hvað liggi eftir hann, væru heldur ekki úr vegi. Miðað við kaup og kjör opinberra starfsmanna má reikna með því að árslaun ráðgjafans hafi verið á bilinu 2 til 3 milljónir. Er hugsanlegt að þeim þreföldu verkamannalaunum hefði verið betur varið í innlenda dagskrár- gerð eða jafnvel eitthvað allt ann- að? Vonandi fóru þó ekki milljónir af almannafé í laun fyrir starf sem reyndist óþarft þegar upp var stað- ið. Hvort sem þeirri spurningu fæst einhvern tímann svarað eður ei, er ótrúleg firring að ætla að opin- „Óneitanlega væri líka forvitnilegt að fá lista yfir 10 verðmætustu ráðleggingar er komu frá ráðgjafanum á 10 mánaða starfsferli.“ ber stofnun geti leyft sér að hafa fólk á mála, sem hefur þær for- sendur helstar til starfans að eiga vini á réttum stöðum. Útvarpsstjóra hlýtur að hafa verið ljóst frá upphafi að ráðgjaf- Þórdís Bachmann inn hafði ekki faglegan bakgrunn til að takast á við endurskipulagn- ingu útvarpsins. Hvað dagskrár- ráðgjöf varðar, hafa bæði Rás 1 og 2 á að skipa dagskrárritstjórum sem starfað hafa við útvarpið árum saman og full ástæða er til að _ætla að gætu veitt slíka ráðgjöf. Islenskir skattgreiðendur eiga kröfu á betri meðferð á Ijármunum sínum, á móðuharðindatímum þar sem niðurskurðarhnífnum hefur verið beitt vægðarlaust. Það er fullkomið siðleysi í garð fólks sem lepur dauðann úr skel og er á barmi örvæntingar vegna atvinnu- leysis, að þyrla upp öllu þessu moldviðri út af einum manni sem þáði laun í tæpt ár, án þess, að því er virðist, að fínna sig knúinn til að standa við það heiðurs- mannasamkomulag sem sérhver verkamaður gerir við sjálfan sig — að rækja sitt starf af alúð og fyrir- tækishollustu. Höfundur er blaðamaður. NYSENDING I DAG SÓÐASTA SENDING SELDIST UPP Á NOKKRUM DÖGUM /Wwhia l(NA ^UNA^^' sprinta 486 SX, 25 MHz, 130 MB diskur, 4 MB minni, LocalBus, laust sæti fyrir Pentium örgjörva, Vesa skjástýring, MS DOS 6.0 stýrikerfi, Windows 3.1, 14" SVGA/LR litaskjár, lyklaborð og mús. cfcÞ Fyrir aðeins krónur: ' SJ94 á mánuði í 24 mánuði. Staðgreiðsluverö tölvunnar er kr. 112.900. Ofangreind afborgun miðast við staðgreiðslusamning Glitnis og mðnaðartegar grelðslur 124 mánuði. Innifalið f afborgun er VSK, vextir og allur kostnaður. 486 DX, 33 MHz, 4 MB mínni, 240 MB diskur, 1 MB skjáminni, LocalBus, laust sæti fyrir Pentium örgjön/a, Vesa skjástýring, MS DOS 6.0 stýrikerfi, Windows 3.1,14* SVGA/LR litaskjár, lyklaborð og mús. Fyrir aðeins krónur: á mánuði í 24 mánuði. Staðgreiðsluverð tölvunnar er kr. 164.900. Ofangreind afborgun miðast við staðgreiðslusamning Glitnis og mánaöarlegar greiðslur í 24 mánuöi. Innifaliö í afborgun er VSK, vextir og allur kostnaöur. fóanlegar Gáðbnp YMxwáv AMHtA Hjá Ambra er öryggi ekki aðeins innantóm fullyrðing, heldur geta kaupendur verið fullkomlega áhyggjulausir um sinn hag. Við stöndum við okkar loforð. Hjá Ambra merkir afkastageta ekki aðeins skjótan svartíma og hraða vinnslu, heldur afburðagæði. Það sama á við um alla okkar þjónustu, vörur og sérfræðilega aðstoð. Hjá AMBRA felast góð kaup ekki aðeins í hagstæðu verði á tilteknum vélargerðum, heldur bjóðum við frábært verð á öllum vörum og þjónustu, sé miðað við gæði. Einstaklega hagstætt verð miðað við afköst. Örugg viðskipti við áreiðanlegt fyrirtæki. Traustar vörur með AMBRA ábyrgð. Eins og þú vift 49*%^ J A M B R -A Tölvunar í þessari auglýsingu eru aðeins tvö dæmi um þá möguleika sem þér standa til boða. Hægt er að aðlaga tölvuna nákvæmlega að þínum þörfum. Þú ákveður diskstærð, minni, skjástærð og velur þér þann aukabúnað sem þú vilt fá. Við útbúum svo tölvuna eftir þínum óskum fljótt og örugglega - Þér að kostnaðarlausu! <Q> NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 69 77 OO AUtaf skrefi á undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.