Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1994
13
fáránleiki er „reiknaður út“ í
reiknilíkani sem ég tel afskaplega
hæpið ef ekki ónýtt. Það er alveg
sama hversu margir menn eða
konur eru send á „hlýðninámskeið“
til Tromsö, eða eitthvað annað í
þessum reiknilíkansfræðum þetta
er jafn ruglað samt.
Áhættumat
Við veiddum 41% af stofnstærð
þorskstofnsins árin 1972-1975.
Ég segi því enn og aftur: Veiðum
nú 40% af stofnstærð nú 630 x
40%. 252 þúsund tonn. Þetta var
engin áhætta áður og er því —
sögulega séð — engin áhætta nú.
Árið 1973 veiddum við 47% af
stofnstærð og árangurinn 1973
varð Islandsmet í nýliðun stofnsins
þannig að samtals veiddum við úr
þessum árgangi (1973) tæplega
eina milljón tonna. Þetta var þá
öll „áhættan" skv. reynslunni!
Þetta eru staðreyndir en ekki „mis-
skilningur" (47% nú væru 300
þús. tonn). Varðandi stærð hrygn-
ingarstofns þorsksins er það að
segja að sannanir eru engar til
fyrir því hversu oft þorskur hrygn-
ir í náttúrunni, en loðna og lax
hrygna aðallega einu sinni. Sam-
kvæmt „matseðli" þorsksins þá er
15% af fæðu stórþorsks smáþorsk-
ur. 100 þús. tonna stækkun hrygn-
ingarstofns þurfa 2 þús. tonn í
fæðu á dag (2% af þyngd) 15%
af því er 300 tonn þorskar á dag
x 365 dagar — 110 þús. tonn át
af smáþorski á ári! Fyrst „geym-
um“ við 100 þúsund tonn af milli-
þorski (+ afföll) í sjónum (13 millj-
arða tjón í gjaldeyristekjum). Síðan
étur þessi tilraunastarfsemi undan
sér annað eins árlega (aðra 13
milljarða og — eykur samkeppni
um fæðu í hafinu). Hvað er verið
að gera? Áhættumatið er ekki bara
veiðin eins og alltaf er klifað á.
Veigamiklir áhættuþættir eins og
sjálfát, fæðuskortur, gjaldþrot
fjölda einstaklinga og fyrirtækja
og skaðleg áhrif á markaðsmál
þorskmarkaða eru líka áhættu-
þættir sem aldrei eru ræddir. Hvað
þá að tillit sé tekið til þeirra við
veiðiráðgjöf! Heildaryfírsýn skortir
gjörsamlega. Hvernig má það vera
að ríkisstjórnin láti vaða í að skera
niður þorskveiðar eins og nú og
engin úttekt hefur farið fram á
því hversu geigvænlegt fjárhags-
tjón kann að hljótast af svo ekki
sé nú minnst á atvinnuleysi og
félagsleg vandamál? Kringum
1990 var unnið óbætanlegt tjón á
mörkuðum íslenskra fisksölufyrir-
tækja í Bandaríkjunum vegna
skorts á þorski (sem hægt var að
veiða). Nú er verið að vinna
óbætanlegt skemmdarverk á okkar
dýrustu saltfiskmörkuðum vegna
skorts á afurðum! Hvert er verð-
gildi eyðileggingar þessarar á móti
kreddukenningunum?
Faglega endurskoðun
Eftir að hafa kynnt mér málin
vel og vandlega er ég ekki í vafa
um að lítil áhætta sé að veiða nú
250-300 þúsund tonn af þorski.
Það gæti hins vegar verið veruleg
áhætta — skv. reynslu í Kanada —
að draga úr sókn hér við land eins
og gert var þar 1989! Hvað með
þann áhættuþátt? Ég hef sagt það
áður að það er gjörsamlega ófært
að sömu aðilarnir rannsaki hafið —
dæmi rannsóknirnar — og geri til-
lögur um aflahámark. Dómsvald
og umboðsvald í héraði var aðskil-
ið því sýslumaðurinn mátti ekki
vera lögreglustjóri og dómari við
umferðarlagabrot! (Ekið of hratt.)
En þegar dæma á hundruðir eín-
staklinga og fyrirtækja á hausinn
— jafnvel leggja heilu byggðarlög-
in í rúst — skapa stórfellt atvinnu-
leysi og jafnvel vergang fjöl-
skyldna eins og til forna ásamt
skemmdarverki í markaðsmálum
— þá mega nokkrir menn ráðskast
með bæði rannsóknir og veiðiráðg-
jöf — allt í tómu leynimakki.
Sú fiskveiðistefna og fiskveiði-
stjórnun sem forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar og þáverandi for-
seti Alþjóða hafrannsóknarráðsins
taldi til fyrirmyndar við Kanada
fyrir fjórum árum hefur nú breyst
í hryllilega martröð þar á bæ.
Martröð sem birtist í því að veiði-
skip eru seld á útsölu um heim
allan. Ég vil ekki upplifa slíka
hrollvekju í þessu landi. Hvers-
vegna í ósköpunum á þá að minnka
veiðiálagið á þorskstofninn hér við
land umfram það sem hann
blómstraði við, — milli 1970 og
1980, — þegar slík aðgerð rústaði
öllu í Kanada? Ég trúi því ekki að
það eigi að þegja þessar staðreynd-
ir í hel. 100 þúsund tonn af þorski
gefa 13 milljarða í auknar (eða
minnkaðar) gjaldeyristekjur. Það
þýðir varlega reiknað 26 milljarðar
í auknum (eða minnkuðum) þjóðar-
tekjum árlega. Neikvæð margfeld-
isáhrif niðurskurðar þorskveiða
segja nú til sín á hveijum degi og
Þetta kemur fram í bréfi starfs-
mannafélagsins, sem lagt hefur ver-
ið fram í borgarráð en þar er vitnað
til ummæla borgarstjóra í fréttavið-
tali, þann 28. janúar. Fram kemur
að haft hafi verið eftir borgarstjóra
að starfsmenn sem voru hjá SVR
muni einskis missa í þeim kjörum,
sem þeir hafa áunnið sér og að þeir
munu fara stórvaxandi ef ekki
verður snúið við.
Okkur sem störfum við sjávarút-
veg er stundum líkt við veiðibijál-
æðinga sem viljum bara veiða síð-
asta þorskinn vegna skammtíma-
hagsmuna. Ég mótmæli slíkum
dylgjum harðlega. Ég rökstyð flest
mín sjónarmið. Hver á svo sem
ekki hagsmuna að gæta? Eru það
ekki „hagsmunir" veiðiráðgjafa —
að ekki komist upp um þá — að
veiðiráðgjöfin sé byggð á mjög svo
vafasamri og veikri þekkingu, —
eftir allar fullyrðingarnar í fjöl-
miðlum undanfarin ár! Mér finnst
það undarlegt hversu lítill áhugi
er á sögu málsins þar sem allt
stangast á í ráðgjöf og veiði-
reynslu og vísa þá til þeirra stað-
reynda sem ég hef rakið í þessari
grein og greininni 20. jan. sl.
Ríkisstjórn íslenska lýðveldisins
er skyldug til þess að láta endur-
skoða fiskveiðistefnuna — og for-
sendur hennar nú þegar — til þess
starfsmenn muni halda áfram að
ávinna sér réttindi hjá hinu nýja
félagi, eins og þeir hafi gert, hefði
rekstrarformi fyrirtækisins ekki ver-
ið breytt.
Bréflegt loforð
Þá segir: „Þar sem ljóst er að
þeim starfsmönnum SVR hf., sem
að forða frekari hörmungum en
þegar hafa orðið. Til þeirrar endur-
skoðunar mætti fá t.d. eitt — eða
fleiri hlutlaus ráðgjafafyrirtæki
(íslensk — já takk!). Nóg er komið
af tví- og þríhöfðanefndum og
kjaftasnakki út og suður. Þetta
málefni, fiskveiðistjórnun, verður
að vinnast faglega frá upphafi til
enda. Það verður aldrei liðið að
sögulegum staðreyndum um veiði-
þol þorskstofnsins sé stungið undir
stól. Látum Hafrannsóknastofnun
rannsaka og aðra dæma. Við eig-
um nóg af færum náttúruvísinda-
mönnum sem eru fullfærir um að
aðstoða við veiðiráðgjöf. Hér er svo
mikið í húfi að ekki kemur til
greina að láta kreddukenningar
örfárra einstaklinga rústa heilu
byggðarlögunum með tilheyrandi
hörmungum í efnahags- og at-
vinnumálum.
Höfundur er fiskverkandi.
nú þegar hafa gengið frá persónu-
bundnum samningi hefur verið
kynnt þetta loforð bréflega vaknar
sú spurning hvort eitthvað annað
eigi við gagnvart þeim starfsmönn-
um, félagsmönnum St.Rv., sem ekki
hafa gert slíkan persónubundinn
samning en undirrituðu ráðningar-
samning við hlutafélagið í ágúst s.l.
Mjög mikilvægt er að gengið verið
tryggilega frá réttinda- og kjaramál-
um alls starfsfólks í samningi og er
hér með óskað eftir viðræðum við
borgaryfirvöld um það efni þegar í
stað.“
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar
*
Oskað eftir viðræðum um rétt-
indi og kjör starfsmanna SVR hf.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar fagnar yfirlýsingu borgar-
stjóra um að borgaryfirvöld muni tryggja réttindi og kjör starfs-
manna SVR hf. Óskar félagið eftir viðræðum við borgaryfirvöld þar
sem mikilvægt sé að gengið verði tryggilega frá réttinda- og kjaramál-
um alls starfsfólks í samningi.
STORU
A STURTUKLEFUM, BAÐINNRETTINGUM,
HREINLÆTISTÆKJUM OG HURÐAHANDFÖNGUM
AZUR m/öryggisgleri
Klefi kr. 23.778,- stgr.
ELBA m/öryggisgleri
Hurð 80 kr. 14.931,- stgr.
Hurð 90 kr. 15.771,- stgr.
Hlið 80 kr. 11.323,-stgr.
Hlið 90 kr. 12.542,- stgr.
SAN REM0 m/öryggisgleri
Sturtuklefi kr. 54.611,- stgr.
Sturtubotn kr. 13.000,- stgr.
Innihurðahandfög
fyrir Assa og
þýskar skrár.
Formfögur lína frá
Eurobrass.
Verð frá
kr. 1.771
CAPRI m/öryggisgleri
Sturtuklefi kr. 32.717,- stgr.
Sturtubotn kr. 13.000,- stgr.
Aquabella
baðherbergisáhöld úr
messing, krómi,
króm/hvítt og
króm/messing.
Glæsilegt úrval á
kjaraverði. 40% afsláttur.
Opið laugardag kl. 10 - 14
A&tB BYGGINGAVÖRUR
* * Skeifunni 11 b, sími 681570_
Þýskar baðinnréttingar. Verð frá kr. 44.000,-.
NAPOLI
1200 mm kr. 9.445,- stgr.
EUR0
70—80 kr. 9.480,-
80—90 kr. 9480,- stgr.