Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1994 19 Meðferð á Unglingaheim- ilinu í Stóru Gröf hætt 11 starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum ELLEFU starfsmönnum ungl- ingaheimilisins i Stóru Gröf í Staðarhreppi í Skagafirði hefur verið sagt upp störfum og ákveð- ið hefur verið að endurnýja ekki leigusamning við eiganda jarðar- innar. Sljórn Unglingaheimils ríkisins tók þá ákvörðun í fyrra að deildin yrði rekin í tilrauna- skyni til vors 1994 og í seinasta mánuði var ákveðið að hætta starfsemi á Stóru Gröf 31. maí næstkomandi í núverandi formi þegar húsaleigusamningur við eiganda rennur út. Forstjóra Ungiingaheimilisins var falið að kanna möguleika á meðferðarstarfi í breyttri mynd í Skagafirði eða annarsstaðar á Norðurlandi með það að markmiði að minni kröfur þyrti að gera um mönnun vegna öryggisgæslu og kostnaður á hvert rými væri minni en nú er. Fjórir vistmenn Þessar upplýsingar komu fram í máli félagsmálaráðherra í fyrir- spurnartíma á Alþingi á mánudag. A stóru Gröf hefur verið rekin lok- uð meðferðardeild á vegum Ungl- ingaheimilis ríkisins frá sl. sumri en deildin var sett á fót til að mæta bráðum vanda vegna ungl- inga sem eru 'undir sjálfræðisaldri. Ekki reyndist fullnægjandi aðstaða á deildum Unglingaheimilis ríkisins til að vista þessa unglinga gegn eigin vilja. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmátaráðherra sagði að ríkis- stjórnin hefði samþykkt að hennar tillögu að koma á fót aðstöðu til VANliAR EmŒEmMin í GLÆSILEGUR SYNINGARSALUR Suzuki Swift GL árg. 1990, sjsk., hvítur, ek. 18 þús. km, verð 650.000,-. Toyota 4runner árg. 1991, sjálfsk., vínrauður, ek. 47 þús. km. Skipti mögul. Verð 2.400.000,- Subaru Lecacy 2.2 GX 4WD, árg. 1991,5 gíra, blár, ek. 78 þús. km. Skipti möguleg. Verö 1.650.000,-. að vista þessa unglinga. Var geng- ið til samninga við eiganda Stóru Grafar um leigu á íbúðarhúsi og stórri upphitaðri skemmu til starf- seminnar. Varð fljótt ljóst að húsa- kostur yrði í þrengsta lagi. Á deild- inni hafa verið vistaðir fjóra ungl- inga á aldrinum 12-15 ára sem barnaverndaryfirvöld höfðu haft afskipti af vegna hegðunarvanda- mála og alvarlegs skorts á eðlileg- um aðbúnaði. Á stóru Gröf starfa 11 manns í jafnmörgum stöðugildum og að auki er kennari í fullu starfi á staðn- um. Jóhanna sagði að þrír þeirra unglinga sem nú eru vistaðir á Stóru Gröf næðu sjálfræðisaldri fyrir 31. maí og meðferð þeirra hefði skilað þeim árangri að þeir gætu útskrifast í vor og engir ung- lingar væru á biðlista sem þyrftu á víðtækri öryggisgæslu að halda. Sagði ráðherra áð starfið á Stóru Gröf hefði skilað mjög góðum árangri. MARINA RINALDI Yorsendingin er komin! Sérstök kynning á MARjNA RINALDI vikuna 17.-24. febrúar ____Mari_______ Hverfisgötu 52-101 Reykjavik - Simi 91-62 28 62 MMC Lancer GLX, árg. 1990, 5 gíra, ; vlnrauður, ek. 42 þús. km. Skipti • mögul. Verð 820.000,-. Höfum kaupendur að: • Suzuki Vitara eða Sidekick árg. '92-'93. ; VW Transporter, lengri gerð árg. '91-'93. ! BMW 3161 eða 3181 árg. '92-'93. • Toyota touring árg. '92-'93t * « « * « * $$ n * » ii * » * n * » s» íí BÍLASALAN j BÍLFANG j HÖFÐABAKKA 9 I 112 REYKJAVlK ! ©91-879333! Þeir eigfnast ekfci 4.559.039 Wr. sem eyáa peningfum regflmegfa! Leggðu heldur reglulega inn á Bakhjarl Sparisjóðs vélstjóra. Þar færðu ríkulegan ávöxt með því að spara reglulega án þess að neita þér á meðan um nokkuð sem máli skiptir. Með því að gera þér að reglu að leggja inn tiltekna fjárhæð á Bakhjarl sparisjóðsins, eignastu smám saman gildan sjóð sem getur skipt sköpum um fjárhagsstöðu þína, öryggi og afkomu þegar tímar líða. Bakhjarl Sparisjóðs vélstjóra er 24 mánaða sérkjarareikningur fyrir þá sem vilja njóta hagstæðustu ávöxtunarkjara hjá sparisjóðnum. Bakhjar! gaf 6,64% raunávöxtun jan. - des 1993 og gaf hæstu raunávöxtun á sérkjarareikningum í íslenska bankakerfinu árin 1991 og 1992. Reg'lulegur spamaður á Bakkjarli: lagt inn mánaöarlega til ráðstöfunar eftir 25 ár 8.000 kr. 4,75%* 4.559.039 kr. 12.000 kr. 4,75%* 6.838.558 kr. 15.000 kr. 4,75%* 8.548.197 kr. * Vextir eins og þeir eru nú. Vextir eru færðir tvisvar á ári. Endanleg fjórhœð ræöst að sjólfsögöu af hverjir vextirnir veröa ó hverjum tíma. Þú kyrð Letur en ááur meá regluleg’um spamaái á Baklijarli Sparisjóás vélstjóra. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18, sími: 628577. - Síðumúla 1, sími: 685244. - Rofabæ 39, sími: 677788. .................

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.