Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 KENNLTH BRANAGH RORERT SEAN LEONARD F.MMA THOMPSON MICHAEL KEATON KEANU REE\ ES DENZEL WASHINGTON ÁDOÁBOUT! INOTHINGaí Qemtffi VANP££Bl£S HARDISON Vanræ.kt vor Ys og þys út af engu Stórkostleg mynd sem hefur hlotiö miklö lot gagnrýnenda. Sýnd kl. 5,9 og 11.15. Addams fjölskyldugildin Sönn ást Móttökustjórinn Spennumynd með Al Pacino (Scent of a Woman, Scarfece) og Sean Penn (Indian Runner) í aðalhlutverkum. Pacino afbragð að vanda og Sean Penn hefur verið orðaður við Óskarinn. Sýran og diskóið nýtur sín fullkomlega í nýju DTS DIGITAL hljóðkerfi HÁSKÓLABIÓS. Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Undir vopnum Grín- og spennumynd með CHRISTOPHER LAMBERT og MARIO VAN PEEBLES i aðalhlutverkum. Fíkniefnalögreglumaður handtekur glæpa- mann og í Ijós kemur, að hvor þeirra um sig býr yfir helmingi af leyn- darmáli sem mun gera þá forrika, ef þeir drepa ekki hvorn annan fyrst. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. ★★★ MBL ★★★ Rás 2 ★★★ DV ★★★★ NY POST ★★★★ EMPIRE *★★ MBL. ★★★ Rás 2 ★★★ DV ***** B.T. ***** B.B, Þj óðhátí ðarhöld- in á Húsavík Húsavík. SAFNAHÚSIÐ á Húsavík mun eiga veglegan þátt í því að minnast lýðveldisársins á Húsavík með fyrirlestrum, mynd- listarsýningum og tónleikum. Síðastliðið haust tók til starfa sérstök nefnd til að skipuleggja hátíðarhöldin og hefur hún nú I stórum dráttum skýrt frá því, sem hún hugsar sér fram að færa til að minnast hinna liðnu 50 ára og jafn- framt að ræða, hvernig horfa skal til framtíðarinnar. í frumdráttum er dagskrá- in hugsuð þannig að næst- komandi laugardag, 19. þ.m., munu tveir þjóðþekktir menn, Einar Kárason rithöfundur og Þráinn Þórisson skólastjóri, taka til umræðu: „Munnleg frásagnarlist - Er hæfileikinn til að segja frá að dvína?“ En mörgum finnst að frásagnar- listinni hafa farið aftur og menn séu fúsari til að hlusta en að tjá sig. Sunnudaginn 13. mars verða tónleikar með hljómlist- armönnunum Bergþóri Páls- syni óperusöngvara og tríói Tómasar R. Einarssonar, Þór- is Baldurssonar og Einars Schevings. Um þjóðhátíðarhelgina 17. júní fellur inn í hátíðarhöld bæjarstjómar myndlistarsýn- ing Tryggva Ólafssonar en eftir það verður næsti við- burður 23. september, en þá munu þjóðkunn ljóðskáld lesa úr verkum sínum, en hver þau verða er ekki enn alveg fullr- áðið. Listasafn ríkisins ætlar að vera svo vinsamlegt að hafa hér 15. október myndlistar- sýningu, sem sýna á „Islenska myndlist á lýðveldistíma" og stendur sú sýning í eina viku. Laugardaginn 5. nóvember ræða fyrirlesararnir Kristján Kristjánsson heimspekingur og Guðný Guðbjörnsdóttir uppeldissálfræðingur um: „ís- lensk börn í nútíð og framtíð." Hátíðarhöldunum á svo að Ijúka með tónleikum Þorsteins Gauta Sigurðssonar pínaóleik- ara. Einnig ber að nefna, að í sambandi við þessi tímamót hafa Safnahúsið og Húsavík- urbær látið vinna að kortabók, sem koma á út á vordögum, yfir örnefni og sögustaði í Húsavíkurlandi. Framkvæmdanefnd, sem skipulagt hefur þetta, er skip- uð Valgerði Gunnarsdóttur kennara, Einari Njálssyni bæjarstjóra og Guðna Hall- dórssyni safnverði. - Fréttaritari G-listinn í Kópa- vogi ákveðinn FRAMBOÐSLISTI Alþýðubandalagsins í Kópavogi var samþykktur einróma á fjölmennum fundi i félaginu sl. þriðjudag, 15. febrúar. Listann skipa eftirtaldir: Frá afhendingu tækisins. F.v.: Þór Halldórsson yfirlæknir, Bergþóra Baldursdóttir yfirsjúkraþjálfari, Sigurveig Sigurðardóttir formaður kvennadeildar Rauða kross Islands. Kvennadeild Rauða krossins gaf leysitæki Öldrunarlækningadeild Landspítalans hlaut nýlega að gjöf lágorkuleysitæki frá kvennadeild Rauða krossins. Hér er um að ræða BC Handy Laser 50sx. Lágorkuleysir er nýjasta meðferðartækið í heimi mik- illa tækniframfara í hönnun tækja til notkunar í sjúkra- þjálfun. Meðferð með leysi- tæki nýtist m.a. til þess að draga úr sársauka, bólgu, hita og roða í liðum. Einnig svara álagsskaðar og áverkar á mjúkvefi leysimeðferð al- mennt vel. Leysimeðferð á taugar eða sársaukasvæði hefur gagnast vel sem ver- kjalinun. Þá má nefna að mælt er með leysimeðferð á flest sár. Gróandi virðist auk- ast og hinn nýi vefur verður betri og sterkari. Notagildi leysitækni í sjúkraþjálfun eru margvís- leg. Það er því ómetanlegt fyrir öldrunarlækningadeild- ina að hafa nú yfir slíku tæki að ráða, segir í frétt frá Landspítalanum. AIMGEL NEIL JORDAN Myndin sem gerði leikstjóra og aðalleikara The Crying Game fyrst þekkta. Stephen Rea í hlutverki manns sem hefnir ástkonu sinnar sem var á röngum stað á röngum tíma. Skálmöldin á Norður írlandi séð með augum heimamanns. Sýnd kl. 7. Sent út á Sól- inni að nýju ÚTVARPSSTÖÐIN Sólin FM 100,6 tekur aftur til starfa á næstu dögum en lögbann var sett á útsending- arnar 17. desember á síðasta ári vegna vangoldinna STEF-gjalda. Að sögn Guðna Más Henningssonar þáttagerðarmanns stofnuðu nokkrir fyrrverandi starfsmenn nýtt hlutafélag um reksturinn og vonast þeir til að útsendingar geti hafist eftir helgi. Hlutafélagið Grjótið hf. mun taka við rekstri Sólar- innar. Að því standa um sex fyrrverandi starfsmenn og segir Guðni Már að nánast sé búið að ganga frá samn- ingum við Samband tón- skálda og eigenda flutnings- réttar, STEF, og Samband flytjenda og hljómplötútgef- enda, SFH. Segir Guðni að gjaldið til STEF muni taka mið af því að aðeins verði útvarpað 12-13 tíma á dag. Einnig verði klassískri tón- list útvarpað 1-4 tíma á dag og á sunnudögum sem þýði lægri greiðslur til samtak- anna. Yfirleitt er gert ráð fyrir að stöðvar greiði 3% af heildartekjum eða um 3,6 milljónir að lágmarki árlega. Guðni segir að sótt hafi ver- ið um útvarpsleyfi til eins árs og ekkert bendi til þess að það fáist ekki. Sent verð- ur út á sömu tíðni og áður og hafa umsjónarmenn stöðvarinnar tekið tækja- búnað Fjölmiðlunar hf. sem áður sá um útsendingar á Sólinni til leigu. Guðni segir loks að auk útsendinga á klassískri tónlist verði höfð- að til yngri kynslóðarinnar í dagskrárgerð eins og áður. Skákkeppni stofnana að hefjast Valþór Hlöðversson bæjar- fulltrúi, Birna Bjarnadóttir bæjarfulltrúi, Flosi Eiríksson húsasmiður, Guðný Aradóttir yfírtölvari, Helgi Helgason kennari, Lára Jóna Þor- steinsdóttir fóstra, Bjami Benjamínsson nemi, Ragn- hildur Ásvaldsdóttir skrifta, Neil Mac Mahon mennta- skólakennari, Þórunn Björns- dóttir kórstjóri, Logi Krist- jánssoli verkfræðingur, Auð- unn Guðmundsson háskóla- nemi, Elsa S. Þorkelsdóttir lögfræðingur, Valdímar Lár- usson leikari, Guðbjörg Björgvinsdóttir verkakona, Skafti Þ. Halldórsson kenn- ari, Elísabet Sveinsdóttir nemi, Halldór Björnsson varaformaður Dagsbrúnar, Margrét Guðmundsdóttir kennari, Benedikt Davíðsson forseti ASÍ, Sigurlaug Sig- urðardóttir fulltrúi og Ólafur Jónsson, fyrrverandi bæjar- fulltrúi. SKAKKEPPNI stofnana og fyrirtækja 1994 hefst í A- riðli mánudag, 21. febrúar nk. kl. 20 og í B-riðli miðviku- dag, 23. febrúar kl. 20. Teflt verður í félagsheimili Tafl- félags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppnin verður með svipuðu sniði og áður. Tefldar verða níu umferðir eftir Monrad-kerfi í hvorum riðli um sig. Umhugsunar- tími er 'U klukkustund á skák fyrir hvern keppanda. Hver sveit skal skipuð fjórum mönnum auk 1-4 til vara. Fjöldi sveita frá hverju fyrirtæki eða stofnun er ekki takmarkaður. Sendi stofnun eða fyrirtæki fleiri en eina sveit skal sterkasta sveitin nefnast a-sveit, næsta b-sveit o.s.frv. Tátttökugjald er 10.000 kr. fyrir hveija sveit. Nýjar keppnissveitir hefja þátttöku í B-riðli. Keppni í A-riðli fer fram á mánudagskvöldum en í B-riðli á miðvikudagskvöld- um. Umferðartaflan er þann- >g: A-riðill: Mánudagur 21. febrúar kl. 20-23 1.-3. um- ferð, mánudagur 28. febrúar kl. 20-23, 4.-6. umferð, mánudagur 7. mars kl. 20-23 7.-9. umferð og mánudagur 14. mars kl. 20-23 Hraðskáksmót. B-riðill: Miðvikudagur 23. febrúar kl. 20-23 1.-3. um- ferð, miðvikudagur 2. mars kl. 20-23 4.-6. umferð, mið- vikudagur 9. mars kl. 20-23 7.-8. umferð og miðvikudag- ur 16. mars kl. 20-23 Hrað- skákmót. Þátttöku í keppnina má tilkynna í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20-22. Loka- skráning í A-riðil verður sunnudag 20. febrúar kl. 14-17 en í B-riðli þriðjudag 22. febrúar kli 20-22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.