Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1994
Veiðiráðgjöf og reynsla
eftir Kristin
Pétursson
Guðrún Marteinsdóttir fiskvist-
fræðingur hjá Hafrannsóknastofn-
un skrifaði grein í Mbl. 2. febrúar
sl. og á greinin að vera að hluta
til svar til mín vegna greinar
minnar í Mbl. 20. janúar sl.
Guðrún heldur því fram að rrieð
meiri stærðardreifingu í hrygning-
arstofninum þá aukist líkur á betri
nýliðun hjá þorskstofninum. Gagn-
rýni mín á veiðiráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar beindist ekki að
þeim atriðum sem Guðrún §allar
um í grein sinni og er þannig
hæpið svar við .þeim efnisatriðum
(1-10) sem ég var að gagnrýna í
grein minni 20. janúar sl. Islands-
metin í nýliðun þorskstofnsins hér
við land árin 1973, 1983 og 1984
við lítinn stofn eru enginn misskiln-
ingur. Tölurnar eru fengnar úr
skýrslum Hafrannsóknastofnunar
um ástand nytjastofna. Eg tel nú-
verandi veiðiráðgjöf Hafrann-
sóknastofnunar ranga vegna sögu-
legrar reynslu um veiðiþol þorsk-
stofnsins hér við land. Skal þetta
rökstutt enn frekar.
„Skálmöld og hrun“
í viðtali Fiskifrétta við Jakob
Jakobsson forstjóra Hafrannsókna-
stofnunar og forseta Alþjóðahaf-
rannsóknarráðsins, 10. nóvember
1989, sem ber fyrirsögnina
„Skálmöld í Norðursjó — hrun í
Barentshafi" kom fram eftirfar-
andi:
í upphafi viðtalsins er vitnað í
erindi Jakobs á fiskiþingi 1989 þar
sem Jakob lýsti því hvernig ná-
grannaþjóðirnar hefðu ofnýtt auð-
lindir sínar í hafínu (m.a. í Norð-
ursjó og Barentshafi innsk. höf.).
Ástandið á fisknniðum þeirra hljóti
að vera okkur íslendingum víti til
varnaðar. Vestanmegin í Norður-
Atlantshafinu í lögsögu Kanada sé
hins vegar mun betur á málum
haldið. Þótt áætlanir Kanada-
manna hafi ekki gengið eftir sé
staðreyndin þó sú að sóknin í þorsk-
stofninn við Kanada sé helmingi
vægari en sóknin í íslenska þorsk-
stofninn (1989 innsk. höf.).
„Niðurstaða mín er sú,“ sagði
Jakob (1989) „að við vestanvert
Atlantshaf sé mjög ábyrg fiskveiði-
stefna og fiskveiðistjórn, sem
versnar þegar austar (í Atlantshaf-
inu innsk. höf.) dregur.“
Árið 1992 - tveimur og hálfu
ári eftir þessa yfirlýsingu Jakobs
(forseta Alþjóðahafrannsóknar-
ráðsins) lagði Álþjóðahafrannsókn-
arráðið til stöðvun veiða á hluta
af fiskveiðisvæði Kanada til að
„byggja upp stofninn" (eftir tvö og
hálft ár af „ábyrgri fiskveiði-
stjórn"). Þessu var hlýtt. 1993
reyndist stofninn enn hafa minnkað
(alfriðaður) að mati sérfræðinga —
þrátt fyrir (eða vegna???) „ábyrgrar
fiskveiðistjórnunar". Fullyrðingar
um að veiði EB skipa utan 200
mílna Kanada hafi haft áhrif þarna
stenst ekki því um a.m.k. 7 stað-
bundna þorskstofna er þama að
ræða sem ferðast lítið milli svæða
og var það vitað 1943 (A biological
„Við veiddum 41% af
stofnstærð þorskstofns-
insárin 1972-1975. Ég
segi því enn og aftur:
Veiðum nú 40% af
stofnstærð nú 630 x
40%. 252 þúsund tonn.
Þetta var engin áhætta
áður og er því — sögu-
lega séð — engin áhætta
and economic study of cod, —
Harold Tompson, St. John’s, 1943).
Veiðitakmarkanir — við lakari
umhverfisskilyrði — geta haft alveg
öfug áhrif eins og virðist hafa orð-
ið reyndin á þessum slóðum. Sá
áhættuþáttur að loka veiðisvæði
með hungruðum smáfiski (vegna
kulda/fæðuskorts) er líklegri or-
sakavaldur bágs ástands þorsk-
stofnsins þarna heldur en meint
„ofveiði".
Á hinn bóginn hefur verið mok-
veiði af þorski í Barentshafi eftir
„ofveiði", „rányrkju" og „smáfiska-
dráp“ þar frá því umrætt viðtal
átti sér stað við Jakob Jakobsson
1989,
Á íslandi hefur flest gengið aft-
urábak, við tilraunastarfsemina við
að „byggja upp stofni’nn". Náttúran
vill ekki hlýða fyrirmælum reikni-
líkansins. Sífellt er fullyrt að „of-
veiði“ sé orsakavaldur þótt margt
bendi til þess að fæðuslcortur á
uppeldisstöðvum smáþorsksins
(1985-1992) sé líklegri ástæða.
Islenski fiskiskipaflotinn virðist
þannig ranglega ásakaður um að
hafa drepið þorsk sem helst virðist
hafa drepist úr hungri — eða þorsk-
urinn étið sjálfur, m.a. vegna frið-
unaraðgerða sem kunna að hafa
leitt til of harðrar samkeppni um
fæðu (aðallega á uppeldisstöðvum
smáþorsks). Er nema von að spurt
sé hvort fiskveiðistjórnin sé rekin
á réttum forsendum??
Veiðireynsla okkar 1970-1980
Ég rakti staðreyndir um veiði-
reynslu 1970-1980 í grein minni
20. janúar sl. Skekkjan í veiðiráð-
gjöfinni 1975 (svarta skýrslan) var
1,3 millj. tonn af þorski á fimm
árum sem fiskimiðin gáfu af sér
umfram spá Hafrannsókna-
stofnunar. Engin svör fást við því
hvers vegna hafið getur ekki gert
það sama nú. Þetta aðalatriði máls-
ins er reynt að þegja í hel með
ýmsum hætti og finnst mér lítið
vísindalegt yfirbragð af því. Ein
af skýringunum sem Hafrann-
sóknastofnun hefur gefið er að svo
sterkar „Grænlandsgöngur“ hafi
komið á þessum árum og að þess
vegna hg.fi veiðiþol þorskstofnsins
verið meira. Lítum á þessa rök-
semdafærslu Hafrannsóknastofn-
unar.
Árið 1972 færðum við landhelg-
ina út í 50 mílur og þar með jókst
veiðiálagið við Grænland! Árið
1975 færðum við út í 200 mílur
og enn jókst veiðiálagið við Græn-
Kristinn Pétursson
land!! í kjölfarið komu sem sagt
sterkar „Grænlandsgöngur“ — ein-
mitt þegar veiðiálagið jókst við
Grænland!? Enn og aftur er reynsl-
an gjörsamlega upp á kant við
kenningar og fullyrðingar Haf-
rannsóknastofnunar! Eftir að veið-
iálagið nrinnkaði við Grænland
hafa „Grænlandsgöngur" minnkað
og fiskurinn verið lítill og horaður
sem þaðan hefur komið!
Mér virðist að fæðuframboð sé
aðalatriði málsins. Sé lítil fæða á
uppeldisstöðvum þorsksins þá þýð-
ir ekkert áð „draga úr sókn í smá-
fisk“. Stærri étur minni og aðgerð-
in ieiðir af sér vaxandi sjálfát. Flot-
anum og íslenskum fiskimönnum
er svo kennt um þegar þorsk vant-
ar á miðin, vegna veigamikillar
skekkju í tölfræði! Allur þessi
Að fortíð skal hyggja ...
eftir Árna R.
Árnason
í ár minnumst við tvennra mjög
merkra tímamóta og áfanga á leið
íslenskrar þjóðar frá ánauð til frels-
is og sjálfstæðis. Báðir verðskulda
þeir og skipa stóran sess í nútíma-
sögu okkar og báðir leiddu þeir til
straumhvarfa í þjóðlífi, atvinnu-
háttum og lífskjörum. Þeirra beggja
er vert að minnast með hátíðlegum
athöfnum og upprifjun þess sem
með þeim vannst.
Hinn 1. febrúar sl. voru liðin níu-
tíu ár frá skipan fyrsta ráðherra
íslands með búsetu og aðsetri í
Reykjavík, og þar með staðfestingu
á fullum sigri í baráttunni fyrir
heimastjóm.
Hinn 17. júní nk. munum við svo
minnast og fagna fimmtíu ára af-
mælis lýðveldisins.
Framkvæmdavaldið heim
Með hinum fyrri áfanga, 1904,
var æðsta handhöfn framkvæmda-
valds yfir málum lands og þjóðar
flutt' heim' Síðasti landshöfðingi
konungs og umboðsmaður danskra
íslandsráðherra skilaði af sér. Með
þvi lauk jafnframt merkum ferli
þess manns sem orðið hafði per-
sónugervingur og ímynd hins
danska valds, þó hann sjálfur hefði
á annað kosið og raunar tekið nán-
ast nauðugur við því embætti.
Við tók ástmögur þjóðarinnar og
þjóðhetja, glæsilegur ljóðmæringur
og heimsmaður, vaxinn upp úr þeim
kjörum sem þjóð hans bjó við.
Fijálsmannlegur foringi og boðberi
nýrrar aldar, nýrra hugmynda og
átaka, nýrra sigra og framfara.
Leiðtogi sem þekkti aðstæður fólks-
ins og hvatti það til dáða með mögn-
uðum ræðum og ljóðum. Stórhuga
brautryðjandi í baráttu þjóðar sinn-
ar fyrir bættum réttindum og kjör-
um. Afburða skáldjöfur sem lýsti
henni með orðkynngi og hugarsýn
langt fram á veginn svo hún fylltist
sama eldmóð, óttaleysi og þreki.
Stórhugur og framfarabarátta
aldamótamannanna hefur allt til
þessa dags lýst sem bjartur kyndill
og enn er til hennar jafnað. Slíkur
var máttur og áhrif fyrsta íslenska
ráðherrans að hann hreif með sér
landsmenn upp úr svartsýni og van-
metakennd til bjartsýni, djörfungar
og sjálfstrausts. íslendingar urðu
stórhuga og samtaka þjóð sem
aldrei fyrr, framfarir hófust á öllum
sviðum þjóðlífsins og-stefnt var með
ráðum og dáð að fullnýtingu auð-
linda og fullnustu réttinda. í kjölfar-
ið fylgdi hörð barátta fyrir auknum
þjóðréttindum, stóð hún með mikl-
um átökum um sambandslögin og
varð ekki full sátt um þau fyrr en
með fullveldi 1. des. 1918.
Hetjudáð hans varð herhvöt
Ráðherrann hafði sem ungur
sýslumaður á ísafirði unnið virðingu
og tiltrú landsmanna fyrir djörfung
og einurð í framgöngu gegn útlend-
um stórvirkum togskipum sem
veiddu í landhelginni upp í íjöru-
steina. Atburðina á Dýrafírði 1899
þarf ekki að rifja upp. Sú fram-
ganga varð herhvöt til baráttu fyr-
ir íslenskri lögsögu yfir fiskimiðun-
um og landgrunninu sem fullur sig-
ur vannst í með útfærslu í 200
mílur á áttunda áratug aldarinnar.
Einnig þá hefði verið verðugt að
minnast Hannesar Hafstein um leið
og sigri var fagnað.
... þá framtíð skal byggja
Aldamótamennirnir börðust fyrir
málstað okkar sem nú byggjum
ísland. Í fótspor þeirra og að dæmi
þeirra um djörfung og dáð hefur
síðan verið farið, og enn á herhvöt
sýslumannsins unga fullt erindi til
okkar. Ekki síst til okkar sem störf-
um á Aiþingi, setjum þjóðinni lög
sem skapa leikreglur og starfsregl-
ur á öllum sviðum. Alþingi og ríkis-
stjórn ber að hafa frumkvæði að
gæslu þjóðarhagsmuna.
Frá fornu fari hefur sjávarfang
ráðið mestu um afkomu íslendinga.
Eftir því sem tækninni hefur fleygt
fram, og einkum eftir tilkomu vél-
knúinna báta í byrjun aídarinnar
og í kjölfar stórstígra framfara í
útgerð með aukinni vélvæðingu
hafa sjómenn okkar sótt æ lengra.
Frá því að urnræða okkar og
athygli beindist einungis að nýtingu
heimamiða og í kjölfar útfærslu
lögsögunnar til að ná fullri stjórn
á nýtingu þeirra, og allt fram yfir
síðasta áratug, var helst sótt á
miðin innan hennar og veiðar utan
hennar bundnar við stofna sem fara
inn i og út úr lögsögunni eða halda
sig á mörkum hennár. í kjölfar
rýrnandi þorskafla hefur orðið
breyting á, athygli og sókn beinist
nú í vaxandi mæli að úthafsmiðum,
raunar sækir allur fiskveiðiflotinn
nú lengra en nokkru sinni fyrr. Á
sama tímabili og raunar allt frá því
fullnaðarsigur vannst yfir 200
mílna lögsögu hefur dregið úr upp-
byggingu Landhelgisgæslunnar.
Um langt árabil hefur skipakostur
hennar ekki verið endurnýjaður og
flugvélakostur tekið hægum fram-
förum. Málefni gæslunnar hafa
ekki notið eðlilegrar athygli fjöl-
miðla né Alþingis. Helst hefur borið
á háværum kröfum þegar sjóslys
hafa höggvið óbætanleg skörð í fjöl-
skyldur sjómanna. Þær umræður
hafa stjórnast af tilfínningahita, en
skynsemi og yfirsýn um hlutverk
og þarfír gæslunnar hafa ekki feng-
ið hljómgrunn við þær aðstæður.
Tengsl gæslunnar við aðra aðila við
leit og björgun hafa ekki verið
rædd, heldur eingöngu horft á gæsl-
una sem einangrað fyrirbæri — sem
hún er alls ekki.
Eflum Landhelgisgæsluna
Ég mæli með því að málefni
Landhelgisgæslunnar verði tekin til
víðtækrar athugunar og umræðu.
Með tilliti til breytinga og þróunar
í sjósókn á fjarlæg mið og á úthafs-
svæði langt norður í höfum, með
tilliti til samhæfingar hennar við
aðra sem þátt eiga í leit og björg-
un, með tilliti til þess ábyrgðarhlut-
verks sem við gegnum í stjórn al-
„Málefni Landhelgis-
gæslunnar verði tekin
til víðtækrar athugunar
og uraræðu."
þjóðlegrar flugumferðar yfir stór,
opin hafsvæði og væntanlegs hlut-
verks okkar í starfi flugbjörgunar-
sveitar varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli þarf að skilgreina að nýju
hlutverk Landhelgisgæslunnar. Það
nær yfir löggæslu innan lögsögunn-
ar, eftirlit með fiskveiðum og aðstoð
við íslensk fiskiskip á miðum innan
hennar og utan, jafnvel á fjarlægum
miðum og úthafssvæðum. Hún
þarfnast samhæfíngar við önnur
eftirlitsskip, að ekki sé minnst á
samhæfingu hennar við birgða- og
aðstoðarskip sem eðlilegt má telja
að samtök sjávarútvegsins, eða
þjónustufyrirtæki við hann, starf-
ræki til að auðvelda og tryggja ör-
yggi við sókn á fjarlæg mið. A sama
hátt þarf að samhæfa störf gæsl-
unnar og annarra við leit og björg-
un við sjávarháska eða flugslys yfir
hafi. Við slíka atburði tel ég eðli-
legt að gæslan hafi á hendi stjórn
ailra aðgerða. Enn fremur þarf að
samhæfa störf hennar og annarra
þegar hún tekur þátt í leit og björg-
un inn til lands og á öræfum.
Við þessa umijöllun þarf að liggja
fyrir hvar aðsetur og höfuðstöðvar
hennar verða til næstu frambúðar.
Fyrir liggja tillögur undirritaðs og
sérstakrar nefndar forsætisráð-
herra um flutning stofnana út á
land, að aðsetur hennar verði í
Keflavík. Þar er gæslan í nágrenni
við mjög fjölfarnar siglingaleiðir
sem reynst hafa afar hættulegar,
við fjölsótt fiskimið, við öruggasta
flugvöll okkar og eina alþjóðaflug-
völlinn og við einn helsta samstarfs-
aðila hennar við leitar- og björgun-
arstörf sem brýnt er að samhæfa
sem best við.
Á grundvelli skilgreiningar á
hlutverki gæslunnar er unnt að
leggja hlutlægt mat á þörf hennar
fyrir skipakost, flugvélakost, hvort
tveggja hvað varðar stærð, vélarafl
og sérbúnað, og hvern annan tækja-
búnað og starfsaðstöðu sem hún
þarfnast ásamt áhöfnum og öðrum
mannafla til að gegna því hlut-
verki. Að síðustu verði lagt hlut-
lægt mat á hve hratt gæslan þarfn-
ast þess búnaðar og unnið að upp-
byggingu hennar samkvæmt lang-
tímaáætlun. Öll stefnumótun og
ákvarðanir um hlutverk, starfshætti
og búnað stofnunar af því tagi sem
Landhelgisgæslan er þurfa að ráð-
ast af yfirvegaðri athugun og yfir-
sýn. Starfsumhverfi hennar á að
mótast af aga og virðingu fyrir því
hlutverki sem hún gegnir. Okkur
Islendingum hlýtur að vera það
metnaðarmál að Landhelgisgæslan
sé á hveijum tíma vel búin og fær
um að gegna hlutverki sínu, það
verður hún ekki ef þarfir hennar
eru einungis ræddar án athugunar
eða undirbúnings og í ljósi einangr-
aðra atvika. Hún verður það ein-
ungis ef málefni hennar eru rædd
í ljósi yfírsýnar um hlutverk hennar
og þarfir til langs tíma.
Höfundur er aíþingismaður
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi.