Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994
VETRAROLYMPIULEIKARNIR I LILLEHAMMER
Bat-Orgil
sextán
klukkutíma
á leiðinni
Mongólskur skautahlaupari, Batc-
huluun Bat-Orgil, leggur mikið á
sig til að geta keppt á Ólympíuleikun-
um. Hann hefur æft síðustu vikurnar í
Þýskalandi en náði siðan ekki nógu
góðum tíma til að fá að keppa í skauta-
hlaupinu. 4. febrúar steig hann upp í
járnbrautalest og hélt til síns heima.
Ferðin tók átta daga en þegar hann
kom heim lágu skilaboð frá Lilleham-
mer þar sem sagði að vegna forfalla
væri honum velkomið að keppa. Hann
sendi svar um hæl: „Þakka ykkur kær-
lega fyrir. Ég er á leiðinni."
Hann var ekki lengi að pakka niður
og svo tók við annað ferðalag með lest
yfir þvera Evrópu og Asíu. Atta daga
lestarferð til Lillehammer og hann verð-
ur mættur þegar hann á að hefja keppni
á þriðjudaginn. Með þessu hefur þátt-
tökuþjóðunum fjölgað úr 66 í 67 því
hann er eini keppandinn frá Mongólíu.
Verðlaunaskipting b
Skipting verðlauna að lokn- 1
um fimm keppnisdögum:
Þjóð gull silfur brons
Noregur ..4 3 0
Rússland ..3 5 2
Ítalía.... ..2 1 2
Bandaríkin ..2 1 0
Þýskaland ..1 1 0
Kanada ..1 0 2
Holland ..0 1 2
Austurríki ..0 1 1
Finnland ..0 0 2
Frakkland ..0 0 1
Japan.. ..0 0 1
Norðmenn
safna gullinu
Norðmenn eru iðnir við kolann
í Lillehammer. í gær gerði
Stine Lise Hattestad sér lítið fyrir
og sigraði í hólasvigi kvenna, en
stúlkan er einnig heimsmeistari í
greininni. Keppnin var hörð og
spennandi og var Stine Lise næst
síðust í rásröðinni í úrslitakeppn-
inni. Ólympíumeistarinn frá því í
Albertville, Donna Weinbrecht frá
Bandaríkjunum varð að sætta sig
við sjöunda sætið. „Ég náði einfald-
lega ekki að einbeita mér,“ sagði
fyrrum meistari.
Heimsmeistarinn í karlaflokki,
Jean-Luc Brassard frá Kanada,
sýndi mikil tilþrif þegar hann sigr-
aði í gær. Rússinn Sergei Shup-
letsov varð annar og Ól-meistari frá
því í Albertville, Edgar Grospiron
varð þriðji.
ISHOKKI
Hanskar
Legghlífar
Skautar:
Allir leikmenn hala hlilar
i hælunum nema markmenn
Johann Olav Koss fagnar sínu öðru gulli og heimsmeti.
Reuter
Koss aftur með
gull og heimsmet
Norðmenn sigursælastir í sögu leikanna með alls 195 verðlaun
JOHANN Olav Koss er á allra vörum í Noregi. Hann setti heims-
met í 5.000 m skautahlaupi um helgina og endurtók ieikinn í
1.500 m hlaupi í gær. Tvenn gullverðlaun og með sigrinum í gær
tryggði Koss Norðmönnum sérstöðu á Vetrarólympíuleikum —
alls hafa þeir fengið 195 verðlaun, en keppendur fyrrum Sovét-
ríkjanna fengu alls 194 verðlaun áður en að leikunum í Albert-
ville kom.
Koss var einbeittur og ákveðinn,
vissi að hann yrði að leggja
allt í hlaupið og fór síðasta hringinn
á mesta hraða sem um getur í grein-
inni. Hann fékk tímann 1.51,29
mín. og bætti heimsmet Hollend-
ingsins Rintjes Ritsmas frá 8. jan-
úar á sama stað um 0,31 sekúndu,
ákaft studdur af 10.600 áhorfend-
um í Víkingahöllinni í Hamri. „Þetta
er góð tilfinning," sagði „Big Boss
Koss“ eins og hann er kallaður í
Noregi. „Mér hefur aldrei liðið eins
frá byrjun tii loka keppni. Fyrstu
200 metrarnir voru í lagi, síðan fór
ég rólega einn hring og setti síðan
á fulla ferð, en þetta var þægilegt
hlaup.“
Ritsma var í öðru sæti og landi
hans, Falko Zandstra, fékk bronsið,
en Koss óttaðist þá helst fyrir
keppnina. Þeir voru á eftir Koss í
rásröðinni og Ritsma var með betri
tíma, þar til kom að síðasta hringn-
um, en hann gaf eftir síðustu 200
metrana og lauk á tímanum
1.59,99.
Koss, sem á einnig heimsmetið í
10.000 m hlaupi, á möguleika á að
verða fyrstur karla til að sigra í
þremur hlaupagreinum síðan Eric
Heiden frá Bandaríkjunum vann til
fimm gullverðlauna í Lake Placid
1980. „Þetta er ekki búið hjá mér
— ég á eina keppni eftir,“ sagði
meistarinn. „En ég er mjög ánægð-
ur. Ég hef náð að stilla hraðann
rétt.“
Ritsma sagði að landar sínir
Zandstra og Bart Veldkamp væru
góðir í 10.000 metrunum, „en Koss
er of sterkur um þessar mundir.“
Urslit / Bls.49
Lelkmenn:
Hvert liö má hafa
18 leikmenn á skýrslu,
þar af einn aöalmarkvörö
og eínn tíl vara.
Hrlngurlnn
Leikstaölr
Leiktlmí:
Léikurínn stendur i
yfirf þrjár 20 mínútna
hrinureöa lolur me615
mlnútna leikhléum á milli.
Liö skipta um vallartielming eftir
hvert lelkhlé.
Rangstaöa:
Þegar leikmaöur er
á svæði 2 eöa 4
þegarpökkurinn er
sendur frá svæöi 1
eöa 3 (sjá skýringar-
mynd) þá erum
mgstóöu aöræöa.
H Hí
FIN-TÉK RÚS-NOR AUT-GER
SVÍ-SLÓ FRA - BAN ÍTA-KAN |
ÞÝS- NOR RÚS - FIN TÉK-AUS j ,
SVÍ-ÍTA KAN-FRA BAN-SLÓ
AUS-RÚS NOR - FIN TÉK- ÞÝS
SLÓ - ÍTA KAN - BAN FRA-SVÍ
ÞýS- RÚS TEK- NOR FIN - AUS
KAN - SL0 BAN-SVI ÍTA - FRA
RÚS-TÉK NOR-AUS ÞÝS-FIN
SVÍ- KAN BAN-ÍTA SLÓ-FRA
Playoff Games
Leikiö um sæti Leikiö um sæti
Leikiö um sæti Leikiö um sæti
Leikiö um sæti Leikið um sæti
Leikiö um sæli Leikiö um sæti
ÚRSLIT '
FIN Finnland, TÉK Tékkland,
AUS Austurríki, PÝS Þýskaland,
SVÍ Sviþjóö, SLÓ Slóvakía,
FRA Frakkland, BAN Bandarikin,
NOR Noregur, RÚS Rússland,
KAN Kanada, ÍTA ítalfa
Moe er búinn að ákveða afmælisgjöf
IMISSAIM
í stödugri sókn
Það ríkir mikil spenna fyrir risa-
svigskeppni karla sem verður í
dag. Nýkrýndur meistari í bruni,
Tommy Moe, er talinn líklegur til
afreka en Norðmaðurinn Kjetil
Andre Aamodt er staðráðinn í að
verja titilinn frá því í Albertville,
en fjölmargir aðrir gætu sett sett
strik í reikninginn.
Moe segist ætla að gefa sjáfum
sér afmælisgjöf í dag, en þá heldur
hann uppá 24. afmælisdag sinn.
Hann náði í gullið í bruninu á dög-
unum, aðeins 0,04 sekúndum á
undan Aamodt en hann besti árang-
ur hans í risasvigi er þriðja sætið,
en því á að breyta í dag, enda öðlað-
ist piltur mikið sjálfstraust vlð sig-
urinn í bruninu.
Hinn 22 ára gamli Norðmaður
er hins veerar vanur að vinna. Hann
á þegar þijá gullpeninga frá Ólymp-
íuleikum og er mjög líklegt að hann
hann komist í hóp með Hanni Wenz-
el frá Liechtenstein og Alberto
Tomba frá Ítalíu en þeir eru sigur-
sælustu alpagreinamenn í sögu leik-
anna. Sumir segja að Aamodt munu
slá met þeirra áður en leikarnir í
Lillehammer séu allir.
Fleiri keppendur eiga afmæli í
dag. Atli Skaardal frá Noregi verð-
ur 28 ára í dag og hann er talinn
geta blandað sér í toppbaráttuna
eins og Marc Girardelli frá Lúxem-
borg, Giinther Ma’der frá Austur-
ríki, Franck Piccard frá Frakk-
landi, Hannes Trinkl frá Austur-
ríki, Markus Wasmeier frá Þýska-
landi, Armin Assinger frá Austur-
ríki og heimamaðurinn Jan Einar
Thorsen.