Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1994 Sjómannasambandið krefst opinberrar rann- sóknar á launaútreikningnm útgerðarfyrirtækis Fjársvik að sjó- menn taki þátt í kvótakaupum SJÓMANNASAMBAND íslands hefur sent ríkissaksóknara bréf með ósk um opinbera rannsókn á uppgjörsaðferðum út- gerðar Alberts HF við launagreiðslur til sjómanna. Hólmgeir Jónsson framkvænidastjóri Sjómannasambandsins segir að sjó- menn telji að útgerðin hafi gerst sek um fjársvik með því að gera upp við sjómenn miðað við lægra fiskverð en fengist hafi fyrir afla skipsins á fiskmarkaði. Aðspurður sagði Hólm- geir að mismunurinn skýrðist af þeirri hlutdeild í kvótakaupum sem útgerðin hefði lagt á sjómennina. Drekkhlaðin að landi Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Áður er fram komið að fimm fyrrum skipveijar á Albert HF, áður Albert KE, hættu á skipinu vegna þess að dregið var af laun- um þeirra vegna kaupa á áflaheim- ildum fyrir skipið og hefur Sjó- mannasambandið að sögn Hólm- geirs í undirbúningi að höfða mál fyrir dómstólum fyrir hönd skip- verjanna. Hólmgeir sagði að eftir skoðun hjá lögfræðingi Sjómannasam- bandsins hefði jafnframt verið ákveðið að óska eftir opinberri rannsókn þar sem talið væri að skjalafals hefði verið framið með því gera ekki upp við skipveijana í samræmi við það verð sem afli skipsins hefði selst fyrir á mark- aði heldur draga 30 krónur á hvert kíló undan skiptum vegna hlut- deildar í kvótakaupum. Hólmgeir sagði að bréf hefði verið sent til ríkissaskóknara fyrir um það bil hálfum mánuði en við- brögð hefðu ekki borist. O HEIMAEY VE kemur drekkhlaðin að bryggju í Vestmannaeyjum. Loðnufrysting stendur í a.m.k. 10 daga enn, hamli veður ekki veiðum. Að því loknu tekur við hrognafrysting í næstu tvær vikur. Loðnan skapar yfír 50 niillj- ónir á sólarhring í Evjum Vestmannaeyjum. LOÐNUFRYSTING gengur vel i Eyjum og hafa tæp 2.000 tonn ver- ið fryst það sem af er vertíð. Gífurleg veltuaukning verður hjá fyrir- tækjum í loðnuvinnslunni og þegar vinna er samfelld allan sólarhring- inn í frystingunni og bræðsla á fullu má reikna með að framleiðslu- verðmæti fyrirtækjanna tveggja í Eyjum sem vinna loðnu sé á bilinu 50 til 60 milljónir á sólarhring. í Vinnslustöðinni fengust þær upplýsingar að búið væri að frysta yfir 1000 tonn. Að sögn Úlfars Steindórssonar, fjármálastjóra fyr- irtækisins, skapar loðnuvinnslan fyrirtækinu mikla veltu og sagði hann að þegar vinnsla væri í gangi allan sólarhringinn mætti búast við að verðmæti framleiðslunnar væri um 25 milljónir á sólarhring. Vinnslustöðin rekur einnig bræðslu og reiknaði Úlfar með að verðmæti mjölframleiðslunnar væri 6 til 7 milljónir á sólarhring. Hjá ísfélaginu var búist við að í gær næðist 1.000 tonna markið, en unnið er á vöktum við íirysting- una allan sólarhringinn nú. Fram- leiðsla ísfélagsins er heldur minni en Vinnslustöðvarinnar og sam- kvæmt upplýsingum fjármálastjóra fyrirtækisins er reiknað með að verðmæti frystrar loðnu þar nemi um 15 milljónum á sólarhring þegar unnið er allan sólarhringinn og framleiðsluverðmæti bræðslunnar nemi um 4 milljónum á sólarhring. Mikil áhrif á atvinnulífið Samkvæmt upplýsingum fjár- málastjóranna nemur framleiðslu- Aðgerðum Fmkka mót- mælt í EES-nefndinni ÍSLENSK stjórnvöld mótmæltu' formlega aðgerðum Frakka til að hindra innflutning á fiski á fundi svonefndrar EES-nefndar í gær, en sú nefnd fjallar um meint brot á EES-samningnum. Meðal ann- ars er gerð krafa um fjárhagslegar þætur vegna skaða sem aðgerð- irnar hafa valdið íslenskum útflytjendum. Þá afhenti utanríkisráð- herra sendiherra Frakka einnig mótmælabréf í gærmorgun. stæðisflokks hvatti utanríkisráð- herra til að ræða við Mitterrand for- seta Frakklands og minna hann á yfirlýsingar sem hann gaf hér þegar hann kom í opinbera heimsókn til íslands. En þá hefði Mitterrand lýst yfir miklum skilningi við sérstöðu Islendinga sem fiskveiðiþjóðar. verðmæti fyrirtækjanna tveggja sem vinna loðnu í Eyjum því um 51 milljón á sólarhring þegar best lætur, en samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru tölur þessar varlega áætlaðar og verðmæta- sköpunin því eitthvað meiri þegar unnið er með fullum afköstum. Að sögn framleiðslustjóra Isfé- lagsins má reikna með að frysting geti staðið í að minnsta kosti tíu daga enn ef veður hamlar ekki veið- um og síðan tekur við frysting hrogna sem getur staðið í tvær vik- ur. Það er því ljóst að gífurleg verð- mætasköpun á sér stað í Eyjum meðan loðnuvinnslan fer fram og hefur það mikil áhrif á allt atvinnu- líf í Eyjum. Til að gera sér grein fyrir hversu mikilvægar þessar tekjur eru bæjar- félagi eins og Eyjum má geta þess að sameiginlegár tekjur bæjarsjóðs Vestmannaeyja af útsvörum og fasteignagjöldum eru áætlaðar 490 milljónir árið 1994, sem nemur rúm- lega níu sólarhringa framleiðslu- verðmæti fyrirtækjanna tveggja meðan loðnuvinnslan er í fullum gangi. - Grímur Þetta kom fram í utandagskrár- umræðu á Alþingi í gær, þar sem aðgerðir Frakka voru ræddar. Þar sagði Steingrímur J. Sigfússon þing- maður Alþýðubandalagsins að utan- ríkisráðherra hefði fuilyrt að EES- samningurinn myndi tryggja íslend- ingum hindrunarlausan og greiðan aðgang að mörkuðum Evrópubanda- lagsins. Því skuldi utanríkisráðherra skýringu á því sem gerst hefði í Frakklandi síðustu daga. Þá hvatti Steingrímur til gagnaðgerða gegn Frökkum, svo sem að stöðva inn- flutning á frönskum vínum og fleiri vörum. „Við eigum, Islendingar, að láta hart mæta hörðu þótt í litlu sé. Það er prinsipatriði að láta ekki vaða svona yfir okkur þó að það muni ekki mikið um nokkrar flöskur af rauðvíni eða fáeinar Citroen-druslur þá ber samt að stoppa það til að sýna að við látum ekki fara svona með okkur,“ sagði Steingrímur. Grafalvarlegt mál Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra sagði að íslensk stjórn- völd litu á þetta mál sem grafalvar- legt mál. Frakkland væri einn stærsti viðskiptaaðili íslendinga og útflutningur þangað væri um 12% að heildinni að verðmæti 8-9 milljóna króna. Hann sagði að ástæðurnar væru innanlandspólitískt mál í Frakklandi. Jón Baldvin sagði að Frakkar væru í raun að misbeita heilbrigðisreglum til að hindra við- skipti og það væri brot á EES-samn- ingnum. Jón Baldvin sagði að réttur íslend- inga væri enginn, ef EES-samning- urinn væri ekki fyrir hendi hefðu Frakkar getað sett innflutningsbann á íslendinga í stað þess að beita þessum aðgerðum. Það hefði verið með vísan til EES-samningingsins sem Frakkar neyddust til að setja íslendinga á lista yfir ríki sem þeir yrðu að flytja inn vörur frá. Utanríkisráðherra sagði að ís- lendingar ættu sér bandamenn í framkvæmdastjórn Evrópubanda- lagsins sem hefðu komið því á fram- færi við frönsk stjórnvöld að verið væri að bijóta EES-samninginn. Þá gætu íslendingar leitað réttar síns hjá EES-nefndinni og það yrði gert strax á fyrsta fundi nefndarinnar, sem var í gær. „Þar er sýnt fram á að um sé að ræða brot á reglum EES-samningsins. Það er sýnt fram á að þessi brot hafi leitt til fjárhags- legs skaða. Það eru settar fram kröf- ur um fjárhagslegar bætur í slíku tilviki. Það eru settar fram kröfur um að EES-nefndin komi fram innan 5 daga, ef niðurstaða er ekki á fyrsta fundi, og það er vakin athygli á því hve alvarlegt málið er fegna þess að hér er um að ræða svo hátt hlut- fall af útflutningi okkar,“ sagði Jón Baldvin. Björn Bjamason þingmaður Sjálf- Forstjóri Nord Morue um aðgerðirnar í Frakklandi „Staðan ömurleg við upphaf föstunnar“ FORSVARSMENN fyrirtækja í Frakklandi sem flytja inn freðfisk og saltfisk segja að fyrirtækin hafi ekki getað fyllt upp í gerða samn- inga vegna aðgerða sjómanna og yfirvalda í Frakklandi undanfarnar vikur. Birgir S. Jóhannsson, forstjóri Nord Morue, segir að nú sé háannatimi í saltfisksölu og allar birgðir að verða búnar. Pétur Einars- son, hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í París, segir að heilbrigðis- kröfur hindri enn innflutning en miðstöðin væri að leita annarra leiða til að koma fiski inn í landið. Birgir segir að staðan sé ömurleg. Fyrirtækið, sem er í Jonzac um 80 km norður af Bordeaux, selur salt- fisk til um 20 landa og á Frakklands- markað og segir hann að um 75% af fiski fyrirtækisins sé fluttur inn frá íslandi, eitthvað sé keypt frá öðrum EB-löndum en mjög lítið inn- an Frakklands. í febrúar og mars kaupi verksmiðjan yfirleitt 7-800 tonn af hráefni á mánuði en það sem af er febrúar hafi aðeins náðst að flytja inn um 200 tonn. „Við erum í hörmulegri aðstöðu," segir hann. „Aðalsölutíminn er að fara í hönd sem er fastan fram að páskum. Við höfum alltaf verið með þokkalegar birgðir sem endast í 4-5 vikur en nú eru geymslur að tæm- ast og ég hugsa með hryllingi til þess að byija mars án þess að hafa allar geymslur fullar.“ Vika er síðan að fyrirtækinu tókst að koma norskum saltfiski inn í land- ið en þijár vikur eru síðan fiskur kom frá íslandi, segir Birgir. Um 160 manns vinna hjá Nord Morue um háannatímann, en vegna hráefn- isskorts segir hann að stefnt sé að því að fækka mannskap um 50 manns til að byija með. Fyrirtækið hefur getað staðið við viðskiptasamninga sína innan Frakklands hingað til og ástandið hefur frekar bitnað á erlendum kaupendum, segir hann. SH kannar aðrar leiðir til innflutnings Pétur segir að frönsk stjórnvöld hafí ekkert slakað á heilbrigðiskröf- unum og því haldi fyrirtækið að sér höndum í innflutningi en verið sé að kanna aðrar leiðir, meðal annars að láta tollskoða fiskinn í öðru EB- landi. Hann segir að Sölumiðstöðin bíði eftir niðurstöðum mótmæla íslend- inga við frönsk stjórnvöld og í EES- nefndinni sem fjallar um meint brot á EES-samningnum. Hann segir að þeir hafi ekki getað afgreitt fisk upp í samninga um af- hendingu á fiski og nú séu nokkur hundruð tonn óafgreidd. „Viðskipta- vinirnir geta ekki skammað okkur mikið,“ segir hann. „Það er mikill skilningur á ástandinu hér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.