Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 25 Bretadrottning heimsækir Rússa Nizhníj Novogrod, Moskvu. Reuter. ELÍSABET 2. Bretadrottning fer í opinbera heimsókn til Rússlands síðar á þessu ári og er það í fyrsta skipti sem breskur þjóðhöfðingi heimsækir landið eftir byltinguna 1917. Morð bolsévika á Nikulási 2. Rússakeisara og fjölskyldu hans árið 1918 varpaði skugga á sam- skipti ríkjanna um áratuga skeið en keisarafjölskyldan var skyid bresku konungsfjölskyldunni. Breskir embættismenn skýrðu frá því í gær að Borís Jeltsín, Rússlands- forseti, hefði ítrekað boð til drottn- ingar um opinbera heimsókn í sam- tali við John Major, forsætisráðherra Bretlands, í Moskvu á þriðjudag. Kvaðst Major myndu mæla með því við embættismenn Buckingham- hallar að drottning þekktist boðið. Hann er mjög áfram um að af heim- sókninni verði þar sem hún muni innisigla hin auknu samskipti Bret- lands og Rússlands. Þrátt fyrir skyldleika fjölskyldn- anna vildi Georg 5. ekki leyfa rússn- esku keisarafjölskyldunni að setjast að í Bretlandi í kjölfar byltingarinn- ar 1917, af ótta við pólitískar afleið- ingar þess. í júlí 1918 myrtu bolsé- vikar fjölskylduna. Árið 1924 skip- aði Georg 5. forsætisráðherra sínum, Ramsey MacDonaid, að koma sér aldrei í þá aðstöðu að þurfa taka í hendur morðingja ættmenna sinna. Játvarður 7., langafi Elísabetar 2., var síðastur breskra þjóðhöfð- ingja til að heimsækja Rússland, árið 1911. Allt fram til ársins 1988 hefur boðum til breskra þjóðhöfð- ingja um að heimsækja Rússland Söguleg heimsókn ELÍSABET 2. Bretadrottning fer í fyrstu heimsókn bresks þjóð- höfðingja til RúSslands eftir bylt- inguna árið 1917 síðar á árinu. verið neitað. Árið 1989 þekktist El- ísabet drottning boð Míkhaíls Gorb- atsjovs, þáverandi Sovétleiðtoga, en ekkert hefur orðið af för hennar til Rússlands vegna hins ótryggja ástands í landinu. Deila Kóreuríkjanna Ihuga að hætta við heræfingar Seoul. Reuter. SUÐUR-Kóreustjórn fagnaði í gær þeirri ákvörð- un Norður-Kóreumanna að fallast á cftirlit Al- þjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) með norður-kóreskum kjarnorkustöðvum. Stjórnin kvaðst nú vera að íhuga að hætta við fyrirhugað- ar heræfingar með Bandarikjamönnum. Heræfingarnar hafa farið fram árlega, en þeim var þó aflýst árið 1992, og Norður-Kóreumenn hafa litið á þær sem alvariega ögrun og undirbúning undir innrás í Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum hafa hins vegar sagt að þeim sé að- eins ætlað að treysta varnir Suður-Kóreu. Sérfræðingar í málefnum Norður-Kóreu í Seoul sögðu að samkomulag landsins við kjarnorkumála- stofnunina væri aðeins fyrsti áfanginn í löngum samn- ingaumleitunum sem myndu að öllum líkindum ekki ganga snurðulaust fyrir sig. Samkomulagið nær ekki til tveggja verksmiðja þar sem talið er að verið sé að undirbúa smíði kjarnavopna. Kommúnistastjórnin í Norður-Kóreu á við alvarleg- an efnahagsvanda að. etja og margir telja að hún vilji notfæra sér þann stugg sem Bandaríkjamönnum stendur af tilraunum hennar til að smíða kjarnavopn til að tryggja sér loforð um efnahagslegan ávinning og stjórnmálasamband við Bandaríkin. Reuter „Leiðtoginn mikli“ KONA sópar götu við risastóra styttu af Kim il- Sung, „leiðtoganum mikla“ í Norður-Kóreu. í gær var haldið upp á 52 ára afmæli sonar hans, Kims Jong-ils, eða „leiðtogans ástkæra" eins og hann er nefndur í þessu landi taumlausrar leiðtogadýrkunar. Kettir geta smitað ónæmisbælt fólk Kattabakterían hefur ekki greinst hér á landi KETTIR sem bera bakteríuna Rochalimaea henselae geta smitað fólk og valdið sjúkdómum sem eru allt frá því að vera vægir og upp í lífshættulegir, samkvæmt frétt Reufers-fréttastofunnar. Hefur þetta komið í ljós í rannsóknum við Kaliforníuháskólann í San Francisco. Bakterían hefur ekki greinst hér á landi, að sögn Sigurð- ar B. Þorsteinssonar smitsjúkdómafræðings. Skýrt er frá niðurstöðum rann- sóknanna í San Francisco í nýjasta tölublaði læknarits amerísku læknasamtakanna, American Medical Association. Þar segir að það sé einkum ónæmisbælt fólk, menn og konur með skertar ónæmisvarnir, sem hætt er við kattasmitinu, svo sem alnæmis- sjúklingar og aldraðir. Segja vísindamennirnir að þar sem stöðugt fjölgi ónæmisbældu fólki verði að gera ráð fyrir því að sjúkdómum af völdum Rocha- limaea bakteríunnar muni stór- fjölga á næstunni. Smitleiðin frá köttum er bæði gegnum trýni og loppur. Einkenni algengasta sjúk- dómsins af völdum kattabakter- íunnar líkjast einkennum skot- grafasóttar, sjúkdóms sem barst með lús og heijaði á skotgrafaher- menn í Evrópu í heimsstyijöldun- um báðum en er nú sjaldgæfur. Fúkkalyf duga gegn sýkingu og hindra má að smit berist frá kött- um með lyfjagjöf og flóavörn. Virð- ist bakterían ekki valda neinum kvillum í köttunum sjálfum. „Það eru fyrst og fremst alnæm- issjúklingar sem eru í sýking- arhættu vegna skertra ónæmi- svarna þeirra. Eg veit hins vegar ekki til þess að þessi baktería eða sjúkdómar af hennar völdum hafi greinst hér á landi,“ sagði Sigurð- ur B. Þorsteinsson smitsjúkdóma- fræðingur á Landspítalanum. Alnæmissjúklingum og öldruð- um er jafnan ráðlagj; að sækja félagsskap til katta eða annarra gæludýra. 1 Bandaríkjunum eru 57 milljónir heimiliskatta eða einn köttur á þriðja hvert heimili. Tekin voru blóðsýni úr köttum á San Francisco-svæðinu og fannst Roc- halimaea-bakterían í 41%. Sá sem fór fyrir rannsóknarhópnum sagði að ekki bæri að túlka niðurstöðurn- ar og hugsanlega smithættu sem hvatningu til fólks að lóga köttum. Um helgina frumsýnum við nýja gerð af Volkswagen Golf - bíl sem á engan sinn líka. Kíktu inn um helgina! HEKLA Volkswagen Oruggur á alla vegul Sýningin er í Hekluhúsinu, Laugavegi 170 - 174, laugardag og sunnudag frá kl 13 -17. ck) 1414 -1 9l) 4 m (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.