Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994
Mandela
fellst á til-
slökun
NELSON Mandela, leiðtogi
Afríska þjóðarráðsins (ANC) í
Suður-Afríku, sagði í gær að
flokkurinn væri reiðubúinn að
tryggja hér-
uðunum auk-
in réttindi í
nýrri stjórn-
arskrá lands-
ins, en það
hefur verið
ein megin-
krafa hvítra
og svartra
hægrimanna
sem hafa hótað að sniðganga
kosningarnar 26.-28. apríl.
Mandela sagði að ANC gæti
einnig fallist á að kosið yrði
sérstaklega til héraðsstjórna í
kosningunum. Hreyfingin hafði
áður verið andvíg því og talið
að tvennar kosningar yrðu of
fióknar í framkvæmd.
PDS sakaður
um spillingu
MASSIMO D’Alema, formaður
þingflokks Lýðræðisflokks
vinstrimanna (PDS), fyrrver-
andi kommúnistaflokks Itálíu,
var í gær settur á lista yfir þá
sem grunaðir eru um aðild að
spillingarmálunum sem tröllr-
iðið hafa ítölskum stjórnmál-
um. Flokkurinn hefur verið
sakaður um að hafa brotið lög
um íjármögnun stjórnmála-
flokka. Flokkurinn er í kosn-
ingabandalagi með nokkrum
vinstriflökkum og það þykir
sigurstranglegt í komandi
þingkosningum.
Atvinnulaus-
um Bretum
fjölgar aftur
SAMKVÆMT nýjustu hag-
tölum jókst atvinnuleysið í
Bretlandi nokkuð í janúar og
það er í fyrsta skipti sem það
gerist frá því í ágúst í fyrra.
Þetta þykir áfall fyrir stjórn
íhaldsflokksins og bendir til
þess að efnahagsbatinn sé ekki
eins mikill og talið var. Verð-
bólgan jókst þó minna en búist
var við, eða úr 1,9% frá því i
desember í 2,5%.
Samið um lík
Gamsakhurdia
YFIRVÖLD í Georgíu og
Tsjetsjeníu komust í gær að
samkomulagi um að lík Zvíads
Gamsakhurdía, fyrrverandi
forseta Georgíu, verði flutt til
Tsjetsjeníu og grafið þar. Sam-
eiginleg nefnd verður ennfrem-
ur skipuð til að bera kennsl á
líkið, sem er einhvers staðar í
vesturhluta Georgíu og aðeins
skyldmenni og nánir sam-
starfsmenn Gamsakhurdía vita
hvar þar er.
Michael Jack-
son sýknaður
HÉRAÐSRÉTTUR í Denver í
Bandaríkjunum sýknaði á
þriðjudag poppsöngvarann
Michael Jack-
son af ákæru
um að hafa
stolið Iaginu
„Dangerous"
af lagahöf-
undi í borg-
inni. Lagið
naut mikilla
vinsælda árið
1991. Michael Jackson
Harding sigur-
viss í Noregi
Sögð hafa fallið tvisvar á lygamælisprófi
Ósló. Reuter.
SKAUTAKONAN bandaríska, Tonya Harding, kom í gær til
Óslóar á leið sinni til Ólympíuþorpsins í Hamar, síðust banda-
rískra keppenda, rétt eins og á leikunum í Albertville fyrir
tveimur árum. Takmark hennar er að sigra og hljóta gullverð-
laun í listhlaupi en hún varð í fjórða sæti á síðustu leikum, næst
á eftir löndu sinni Nancy Kerrigan sem varð fyrir líkamsárás
af hálfu lífvarða Harding 6. janúar sl. við upphaf bandaríska
meistaramótsins.
Kerrigan gat af þessum sökum
ekki keppt og Harding varð banda-
rískur meistari. Nokkrum dögum
síðar bárust böndin að samverka-
mönnum hennar og hefur fyrrum
eiginmaður hennar viðurkennt að
hafa lagt á ráðin um árásina á
Kerrigan. Sagði hann Harding
hafa verið með í ráðum og átt síð-
asta orðið en því hefur hún neitað
staðfastlega.
Harding gekk síðust frá borði
eftir lendingu á Fornebu-flugvelli
og ræddi ekki við blaðamenn. Fékk
hún lögreglufylgd út í bifreið sem
beið hennar og óeinkennisklæddir
lögregluþjónar óku næst á eftir
bifreið hennar til Hamars þar sem
skautakeppni ólympíuleikanna fer
fram. Hún ávarpaði hins vegar
fylgismenn sína. fyrir brottförina
frá Portland í Oregon-ríki og sagði
þá: „Sýnið engan bilbug og giatið
ekkí trúnni á mig, ég fer á leikana
til þess að sigra.ý
Afklæðist á myndbandi
Þátttaka Harding í leikunum var
lengi óljós en öllum hindrunum var
rutt úr vegi um síðustu helgi er
hún féll frá 25 milljóna dollara
skaðabótakröfu á hendur banda-
rísku ólympíunefndinni. En vart
hafði hún lágt af stað til Noregs
er mál hennar tóku á sig nýjar
víddir. Annars vegar var sýnt í
sjónvarpi myndband sem maður
hennar hafði tekið af henni að
afklæðast og hins vegar skýrði
KATU, sjónvarpsstöð í Portland,
frá því að hún hefði þrisvar geng-
ist undir lygamælispróf vegna
rannsóknarinnar á árásinni á Kerr-
igan á síðustu vikum og fallið á
tveimur þeirra.
Við upptöku á sjónvarpsþætti í
Bandaríkjunum í gær, hneig móðir
Harding niður og var flutt á
sjúkrahús. Ekki er vitað hvað að
henni amar en líðan hennar er
sögð ágæt.
Reuter
Kuldinn bítur
TONYA Harding við komuna til Óslóar I gær. Kom hún síðust
niður landganginn og er að sjá sem henni ói við nistandi kulda
sem nú er i Noregi.
Mannskæður land-
skjálfti á Súmötru
Bandar Lampung, Indónesíu. Reuter.
AÐ minnsta kosti 131 manns biðu bana og um eitt þúsund slösuð-.
ust, margir lífshættulega, af völdum jarðskjálfta sem reið yfir eyna
Súmötru í Indónesíu klukkan sjö mínútur yfir miðnætti í fyrrakvöld
að staðartíma.
Tuttugu stundum eftir að skjálft-
inn reið yfir höfðu mjög takmarkað-
ar fréttir borist frá skjálftasvæðun-
um sem eru afskekkt fjallahéruð
er teljast hluti af svonefndum „eld-
barmi Kyrrahafsins." Þau einangr-
uðust er þjóðvegir rofnuðu í sundur
af völdum sprungumyndana og
skriðufalla og símalínur slitnuðu.
Stærsta borg skjálftasvæðisins
er Liwa þar sem um 100 þúsund
manns búa. Hermt var að 75% borg-
arinnar hefðu jafnast við jörðu.
Óttast var að eftirskj álftar og rign-
ingar ættu eftir að valda enn meira
tjóni. Björgunar- og hjálparsveitir,
bæði hers og sjálfboðaliða, með
hjálpargögn höfðu ekki komist til
Hrun þorskstofnsins á Miklabanka
Kanadasljórn vill
algjört veiðibann
Brussel. Reuter.
KANADAMENN hvöttu til þess að þorskveiðar yrðu bannaðar með
öllu á Miklabanka á þriggja daga fundi Fiskveiðiráðs Norður-Atlants-
hafsins (NAFA) i Brussel sem hófst á þriðjudag.
Margra ára ofveiði, einkum tog-
ara frá aðildarríkjum Evrópusam-
bandsins (áður Evrópubandalags-
ins, EB) og skipa með hentifána,
hefur orðið til þess að þorskstofninn
á Miklabanka er að hrynja. „Þetta
er jafn alvarlegur umhverfisglæpur
og eyðing regnskóganna," sagði
Brian Tobin, sjávarútvegsráðherra
Kanada, við fréttamenn.
Tobin kvaðst hafa rætt málið við
Yannis Paleokrassas, sjávarútvegs-
fulltrúa framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins, sem hefði sagt að
hann gæti ekki fallist á veiðibann
án samþykkis þeirra Evrópusam-
bandsríkja sem eiga aðild að NAFA.
Tobin bætti við að hann hefði einn-
ig rætt við sjávarútvegsráðherra
Spánar, Danmerkur, Bretlands,
Noregs og íslands.
Kanadastjórn hefur bannað
þorskveiðar kanadískra togara á
Miklabanka og beitir sér nú fyrir
alþjóðlegu banni til að byggja upp
þorskstofninn. NAFA samþykkti í
september að setja 6.000 tonna
heildarkvóta á veiðarnar í suður-
hluta bankans á þessu ári en
Kanadastjórn vill að fallið verði frá
þessu vegna nýrra upplýsinga sem
benda til þess að stofninn hafí
minnkað um 75% á aðeins tveimur
árum.
250.000 tonn af þorski voru veidd
á Miklabanka árið 1967 og Kanada-
stjórn vonast til þess að með veiði-
banni verði hægt að byggja stofninn
upp, þannig að veiða megi 65.000
tonn á ári án þess að ganga á stofn-
inn þegar fram líða stundir. Þar af
myndu Kanadamenn veiða um
helminginn.
skjálftasvæðanna í gær ef frá er
skilin ein sveit sem komst þangað
fótgangandi.
Veðurstofan á eynni Jövu sagði
að jarðskjálftinn hefði mælst 6,5
stig á richter en bandaríska jarðvís-
indastofnunin í Colorado sagði hann
hafa verið 7,2 stig. Upptök hans
voru í Indlandshafi, 450 kílómetrum
suðvestur af Jakörtu.
Jarðskjálftar hafa verið tíðir á
þessum slóðum undanfarnar vikur.
Skjálfti að styrkleika 5,5 skók hluta
Súmötru 22. janúar sl. og daginn
áður fórust sjö manns er 6,8 stiga
skjálfti reið yfir Halmahera, af-'
skekkta eyju austast í Indónesíu. í
désember 1992 fórust 2.000 Indó-
nesíumenn í jarðskjálfta á eynni
Flores.
Landskjálfti
í Indónesíu
Að minnsta kosti 131 maður beið
bana og um eitt þúsund stösuðust,
margir lífshættulega, af völdum
jarðskjálfta sem reið yfir eyna
Súmötru í Indónesíu klukkan sjö
mínútur yfir miðnætti i fyrra-
kvöld að staðartíma
Þetta mun vera mann-
skæðasti skjálftinn í
Indónesíu frá því í des-
ember 1992 þegar
2.000 manns biðu
bana á eyjunni Flores
Liwa
íbúar: 100.
75% jöfn-
uðust við
jörðu
Japansstjórn um hugsanlegt viðskiptastríð
Hyggjast skjóta
málinu til GATT
Tókýó. Rcutcr.
STJORNVÖLD í Japan vísuðu í gær á bug ásökunum Bandaríkja-
stjórnar um að þau hefðu brotið samninga um að opna japanska
markaðinn fyrir farsímum. Kváðust þau mundu bregðast við hugsan-
legum refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar vegna þessa máls með því
að vísa þeim til úrskurðar GATT-samtakanna.
„Við hörmum, að Bandaríkja-
stjórn skuli hafa ákveðið upp á eig-
in spýtur, að við höfum brotið við-
skiptasamninginn frá 1989 og verði
gripið til refsiaðgerða munum við
svara þeim með viðeigandi hætti,
meðal annars með því að skjóta
þeim undir dóm GATT,“ sagði Tak-
enori Kanzaki, póst- og fjarskipta-
ráðherra Japans, í gær.
Mickey Kantor, viðskiptafulltrúi
Bandaríkjanna, lýsti því yfir í fyrra-
kvöld, að Japanir hefðu ekki staðið
við samning frá 1989 um opna
markaðinn fyrir farsímum og sagð-
ist mundu tilkynna um refsiaðgerð-
ir innan 30 daga. Sagði hann þær
mundu kosta japönsk fyrirtæki
hundruð milljóna dollara.
Deilan um farsímana er aðeins
talið það fyrsta af mörgum ágrein-
ingsefnum ríkjanna en Japanir
hagnast gífurlega á viðskiptunum
við Bandaríkin. Bandarísk fyrirtæki
kvarta hins vegar undan alls kyns
hindrunum á japanska markaðin-
um.