Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 45 SKILNAÐURINN ÁTTI EFTIR AÐ BREYTASTí MARTRÖÐ Einn mesti sálfræðiþriller seinni tíma. Hún er hættuleg - hún heimtar fjölskylduna aftur með góðu eða illu. Jamie Lee Curtis frábær í hlutverki geðveikrar móðiu-. Sýnd kl. 5,7,9 Og 11. Bönnuð innan 14 ára. SÍMI: 19000 Vegna gífurlegs þrýstings færum við PÍANÓ í A-sal í tvo daga Tilnefnd til 8 Óskarsverðlauna M.a. besta mynd, besti leik- stjóri, besta aðalleikkona og besta aukaleikkona. PÍANÓ Sigurvegari Cannes-hátíðarinnar 1993 „Píanó, fimm stjörnur af fjórum möguleg- um.“ G.Ó. Pressan Aðalhlutverk: Holly Hunter, (Golden Globe verðlaunin, besta aðalleikkona), Sam Nelll, Harvey Keitel og Anna Paquin. Leikstjóri: Jane Camplon. Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10. KRYDDLEGIN HJÖRTU Aðsóknarmesta erlenda myndin í USA frá upphafi. ★ ★ ★ ★ Hallur Helgason, Pressan. ★ ★ ★ Júlíus Kemp, Eintak ★ ★ ★ Hilmar Karlsson, D.V. ★ ★ ★ 1/2 Sæbjörn Valdimarsson, Mbl. ★ ★ ★ hallar í fjórar, Ólafur Torfason, Rás 2. Aðalhlutverk: Marco Leonardi (Cinema Paradiso) og Luml Cavazos. Sýnd kl. 5,7,9og11. MAÐUR ÁN ANDLITS * * * A.I. MBL. Aðalhlutv.: Mel Gibson. Sýnd kl. 4.50,6.50,9 og 11.10. HVfTAlMDIB Stepping Razor Stórbrotin mynd um reggímeistar- ann Peter Tosh. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. „Hrífandi, spennandi «g erótísk.“ (Alþýðubl.) ★ ★ ★ 1/2„MÖST“, Pressan „Yngstu leikararnir fara á kostum.“ (Morgunbl.) Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. íslenskt - já takkl Oð móðir Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Laugarásbíó: Banvæn moðir - Mother’s Boys Leikstjóri Yves Simone- au. Aðalleikendur Jamie Lee Curtis, Peter Gallag- her, Joanne Whalley-Kil- mer, Vanessa Redgrave, Joss Ackland. Miramax 1994. í glænýjum sálfræðiþrill- er leikur Jamie Lee Curtis ruglaða móður sem birtist fjölskyldu sinni aftur eftir þriggja ára fjarvistir. (Ástæða þeirra í rauninni aldrei útskýrð frekar en margt annað hér.) Curtis vill að þráðurinn sé tekinn upp líkt og ekkert hafi í skorist en Gailagher maður hennar er á annarri skoðun, krefst skilnaðar og er kom- in með Whalley-Kilmer uppá arminn. Hjónin eiga þrjá, unga syni sem vita ekki gjörla hvað er á seyði og tekst Curtis að vinna þá á sitt band og leggja banvæna gildru fyrir Whal- |ey- Kilmer, án þess þeir geri sér grein fyrir ráða- brugginu. Hér er á ferðinni ekki ólaglega gerð en afar hversdagsleg spennumynd sem er ósmeyk við grip- deildir í annarra smiðjur eins og í myndina Höndin sem vöggunni ruggar og þá er „Carrie-brellnnni“ beitt á ódýran hátt sem fáa skelfir. En hún er kennd við lokaatriðið í Carrie, (76), hrollvekju þeirra Stephens King og Brians De Palma, og hefur verið minni spámönnum inn- blástur í ófáum b-myndum. Annars gengur myndin vafningalítið fyrir sig frá upphafi til enda. Áhorfand- inn veit nokkurnvegin hvemig málin þróast í eft- irlíkingum sem þessari, allt heidur fyrirsjáanlegt, án þess að honum leiðist tiltak- anlega, Eplið fellur sjaldnast langt frá eikinni, Janet Leigh hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í öðrum sál- fræðiþriller, reyndar í allt öðrum og betri gæðaflokki, eða Psycho en gott ef dótt- ir hennar, Jamie Lee, getur ekki enn betur. Allavega heldur hún Banvænni móð- ur uppi og dregur úr linju og ófrumleika söguþráðar- ins. Skyggir aukinheldur á slaka meðleikara. Gallag- her er atkvæðalítill líkt og í flestum öðrum myndum, ef undan er skilin Leikmað- urinn hans Altmans og Whalley-Kilmer getur mik- ið betur, en þessi tilvonandi Scarlett O’Hara var m.a. feikigóð í Scandal og ekki síður í smámyndinni dökku, Kill Me Again, bestu fram- leiðslu Sigurjóns Sighvats- sonar til þessa í Vesturvík- ing. Aiííragðsleikurunum Redgi-ave og Ackland rétt bregður fyrir í lítilsigldum aukahlutverkum. Annar eigandi blómaverslunarinnar í Garðabæ, Sophus Jón Björnsson og Margrét Henný Grétarsdóttir, blóma- skreytingafræðingur sem starfar í blómaversluninni. Blómabúð Garða- bæjar stækkuð NYIR eigendur, Garðbæingarnir Kolfinna S. Magnúsdótt- ir og Sophus Jón Björnsson hafa tekið við rekstri Blóma- búðar Garðabæjar. Verslunin hefur nú flutt sig um set í næsta hús, frá Kirkjulundi 19 að Kirkjulundi 13 í sama húsi og lögregluvarðstofan. Við flutninginn batnar verulega aðkoma að versl- uninni og bílastæðum fjölgað. Nýja húsnæðið er mun stærra og bjartara og þar verður boðið upp á fjölbreyttari þjón- ustu en hægt var á gamla staðnum. Má þar meðal ann- ars nefna að gjafavöruúrvalið verður meira og aðstaða til að vinna hvers kyns blóma- skreytingar fyrir viðskiptavini verður betri. Þá mun verslun- in veita fyrirtækjum sérstaka skreytingaþjónustu og um- sjón með skreytingum en Kolfinna útskrifaðist sem skreytingahönnuður frá Dup- ont skólanum í Kaupmanna- höfn. Uppgjör bókavertíðar FÉLAG íslenskra fræða heldur aðalfund sinn í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20, í Skólabæ við Suð- urgötu. Að loknum venjulegum að- alfundarstörfum'flytur Krist- ján B. Jónasson, bókmennta- fræðingur og gagnrýnandi, framsögu um bækur úr síð- ustu jólahrotu. Öllum er vel- komið að hlýða á erindi Krist- jáns meðan húsrúm leyfir og taka þátt í umræðum á eftir. tí i iti Útí I ntgyfÉ#* ífll: ■ SKÁKSKÓLI Hafnar- fjarðar hefur starfsemi sunnu- daginn 20. febrúar kL 16. Kennsla verður í húsnæði Skák- félags Hafnarfjarðar í Dverg. Gengið inn frá Suðurgötu. Kennsla verður á sunnudögum kl. 16 og á miðvikudögum kl. 18. Miðað er við að hver kennslustund verði 90 mínútur. Námskeiðið mun standa yfir í 8 vikur. Skákskólinn er opinn öll- um yngri en 14 ára. Skóiagjald er 3.000 kr. fyrir námskeiðið. Skákskóli Hafnarfjarðar mun starfa í nánu samstarfi við Skákskóla íslands. Ef næg þátt- taka fæst verður boðið upp á sérstakt námskeið þar sem kennsla verður miðuð við að barn og foreldri eða aðstandandi læri skák saman. Þetta er kjörið tækifæri fyrir foreldra að læra mannganginn og eiga sameigin- legt áhugamá! með barninu. Þátttökugjald á þetta námskeið verður 3.000 kr. á mann en kennsla verður einu sinni í viku, á fimmtudagskvöldum kl. 20 og mun standa í 8 vikur. ‘iviavoQi 4*i sir'i' 2 I KVOt D: Bubbi Morthens Tonieikar hetjast kl. 22.00 FÖSTUDAGSKVÖLD: Aivaran: Grétar Öt varsson, Rut Reginalds, Sigtús Ótt- arsson, Kristján Edei- stein og Joi Asmunds LAUGARDAGSKVÖLD: Hinn eini sanni Bogomii Font asamt Öreiqunum Heigm? 2b og 26. feb : Hífomsveitin Ra&k RAUÐIR TÓNLEIKAR ( Háskólabíói fimmtudaginn 17. febi 1. 20.00 Hljómsveitarstjóri: BHetfried Bernet Einleikari: Einar Jóhannesson SSKRfl Carl Mari 'eber: Der Freischútz, forleikur | Klarinettukonsert nr. 1 j rt Shumann: Sinfónía nr. 1 \ sy f Sími Hljómsvelt allra íslendlnga 622255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.