Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 51 Reuter Stine Lise Hattestad fagnar sigri í hólasvigi. ■ NORÐMENN hafa ákveðið að nefna hluta hlíðarinnar þar sem keppt var í bruni eftir sigurvegaran- um. Neðri hluti brautarinnar verður hér eftir nefndur í höfuðið á Tommy Moe og ofar mun ein brekkan kallast Diann Roffe, sem sigraði í risasvigi. B VEÐRIÐ hefur leikið við kepp- endur, áhorfendur og ekki síst mótshaldara. Spáin er góð og allt útlit fyrir að keppnin geti farið fram án þess að fresta verði greinum vegna veðurs. ■ SKIPULEGGJENDUR Ólympíuleikanna hafa nokkrar úhyggjur af því hvemig farið er með bíla þá sem notaðir eru í tengsl- um við leikana. Þegar hafa 44 slík- ir bílar skemmst vegna óhappa á hálum vegum Noregs og tveir far- þegar hafa slasast lítillega. „Þetta er meira en við bjuggumst við,“ sagði talsmaður leikanna. H „VIÐ erum búnir að tala við alla ökumennina og sagt þeim að aka varlega, þeir verða að sýna meiri varkárni en hingað til,“ sagði sami maður. Hann sagði að mikið væri ekið og um 1.200 bílar ækju um 400 km hver á hveijum degi. HANDBOLTI Stúlkumar leika báða leikina í Ung- verjalandi Islenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir ung- verska landsliðinu í keppni um sæti í úrslitakeppni Evrópu- mótsins og verða leikirnir í mars. Reynt var að fá Ungveg'a til að leika báða leikina á Is- landi, en þeir tóku það ekki í mál. Hins vegar buðu þeir að leika báða leikina í Ungveija- landi 4. og 5. mars og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- 'hs bendir allt til að tilboðinu, sem felur m.a. í sér greiðslu ferðakostnaðar og uppihalds, verði tekið. Kristinn og Haukur ekki með Kristinn Björnsson og Haukur Amórsson verða ekki meðal keppenda í risasvigi á Ólympíuleik- unum í Lillehammer í dag. Að sögn Sigurðar Einarssonar formanns Skiðasambands íslands em móts- haldarar með nýja túlkun á reglun- um þannig að íslensku keppendum- ir hafa ekki unnið sér rétt til þátt- töku í þessari grein og raunar fær Haukur, samkvæmt sömu túlkun, ekki að keppa fyrr en í svigi 27. febrúar. Kristinn keppir í stórsvigi 23. febrúar og síðan í sviginu. „Þetta er auðvitað alveg ferlegt og ég veit ekki hveijum maður á að kenna um þetta rugl,“ sagði Kristinn Björnsson í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég er langt frá því að vera ánægður, enda keppi ég ekki fyrr en á slðasta keppnisdegi. Ég hef verið að æfa risasvig í fjóra daga, en hefði betur verið rneð liði mínu á keppnisferða- lagi á Ítalíu og Slóveníu. Komið sfðan beint I svigkeppnina, í stað þess að vera hér allan þennan tíma,“ sagði Haukur, sem kom til Lillehammer fyrir sjö dögum. Sigurður Einarsson fonnaður SKÍ sagði að þetta væri algjörlega ný túlkun á reglunum. „Það var fundur í gær [þriðjudag] fyrir farar- stjóra þeirra þjóða sem töldu sig þurfa einhveijár skýringar á hlutum sem þeir skildu ekici. Eg fór ekki á þann fund, enda hélt ég að ég skildi þetta allt saman. En þar kom í ljós að íþróttamenn mega keppa ef þeir hafa verið undir fimmhundruðusta sæti á FlS-listanum í nóvember, og þá bara I þeirri grein, en ekki I öðrum alpagreinum. Venjulega hafa menn fengið að keppa í öðrum alpagreinum ef þeir hafa náð inn á leikana fyrir árangur í annari grein. Þetta þýðir að Kristinn má keppa í svigi og stórsvigi en ekki risasvigi og Haukur má bara keppa í svigi. Þetta er túlkun Norðmanna og hún er endanleg. Nú er þetta orðinn „elítuflokkur“ sem fær að keppa hér enda eru aðeins 69 keppendur skráðir i risasvigið en venjulega hafa keppendur verið um 100 í alpa- greinum. Ég túlka reglumar allt öðravísi, eða eins og þær hafa ver- ið í gegnum tíðina. Þessi regla var sett til að koma I veg fyrir lélega keppendur en það virðist sem marg- ir hafi skilið þetta eins og ég því íjöldinn allur af keppendum fær ekki að vera með. Svo er undantekningarregla sem segir að ef þjóð eigi ekki keppenda í alpagrein en einhver sé innan við 1.600 á nóvember FlS-listanum þá geti hann keppt. Það verður Mara- kómaður með I risasviginu en hann er númer 1.476 á FlS-listanum. Tæknilega hefði það getað gerst að við hefðum valið keppanda sem hefði komið hingað út án þess að fá að keppa í einni einustu grein. Ef einhver hefði verið fyrir ofan 500 á umræddum lista en síðan bætt sig í öllum greinum og verið komin niður fyrir 500. sæti hefði hann samt ekki fengið að keppa,“ sagði Sigurður í gærkvöldi. Þessar takmarkanir taka ekki til keppni kvenna enda era þær ekki eins margar og karlmennirnir og því þarf ekki að takmarka þátttöku þeirra ennþá, Daníel Jakobsson og Rögnvaldur Ingþórsson keppa í 10 km göngu í dag og er Rögnvaldur með rásnúm- er 21 en Daníel 56. HANDKNATTLEIKUR Þorgerður fyrst Þorgerður Gunnarsdóttir skráði nafn sitt í sögu 1. deildar karla i hand- knattleik, þegar hún var annar dóm- ari leiks Vals og KR í íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda í gærkvöldi. Þar með er hún fyrsta konan, sem dæmir I deildinni, en fyrr í vetur hóf hún að dæma í 1. deild kvenna. Morgunblaiði/Árni Sæberg Lokjokoglæs... Sigurður Bjarnason sækir að marki FH-inga í Kaplakrika, en það er vel tekið á móti honum, að hætti hússins. Atli Hilmarsson og Gunn- ar Beinteinsson loka leiðinni fyrir Sigurð. Veltekiðá í Krikanum Það var svo sannarlega vel tekið á í Kaplakrika í gærkvöldi er FH tók á móti Stjörnunni og urðu l'ðin að sætta sig við Skúli Unnar eitt stiS því leiknum Sveinsson lauk með 20:20 skrífar jafntefli. Leikurinn var bráðfjörugur og spennandi en að sama skapi ekki áberandi vel leikinn, en spennan og átökin bættu það upp. Bæði lið gerðu mikið af mistök- um og stundum var eins og leik- menn vildu gera mörg mörk í einu. Sóknir FH-inga voru stuttar en þeir fengu samt mikið af opnum færum sem þeir misnotuðu vegna þess að í marki Stjörnunnar var Ingvar Ragnarsson sem varði mjög vel, hvað eftir annað einn á móti einum. Stjarnan hafði undirtökin í fyrri hálfleik en FH gerði tvö síðustu mörkin fyrir hlé og tvö þau fyrstu eftir hlé og komst síðan yfír um miðjan hálfleikinn. Eftir það voru heimamenn alltaf á undan og á lokasekúndunum skutu FH-ingar framhjá. Bergsveinn varði vel og Hans lék vel auk þess sem Atli var mikilvæg- ur liðinu. Hjá Stjömunni voru Pat- rekur og Konráð sterkir og Sigurð- ur lék vel fyrir liðið í sókninni þó svo hann hafi ekki skorað mikið. Þætti Ingvars er áður getið. Marka- súpaá Selfossi Sigurður Jónsson skrífar frá Selfossi Það var sannkölluð markaveisla sem Selfossliðið bauð uppá í leiknum við Þór í gærkvöldi. Mörk- in urðu samtals 67, Selfyssingar áttu 40 en Þórsarar 27. Leikurinn var hrað- ur og nánast sýnir^^ í hraðaupphlaupum. Hraðinn gerði að verkum að varnir beggja liða urðu gloppóttar. „Eftir svona leik getur leiðin ekki legið öðruvísi en uppávið," sagði Hermann Karlsson fyrirliði Þórs. Þórsarar réðu ekkert við hraða Selfyssinga og drógust inn í sama hraða sem þeir réðu ekki við. „Sókn- arleikurinn var afleitur og léleg vörn fylgdi með. Við buðum þeim upp á svona leik,“ sagði Hermann. Leikurinn jaðraði við upplausn á köflum og svo mikið lá Selfyssing- um stundum á að skora að sóknim- ar vörðu bara í nokkrar sekúndur áður en skotið var á mark. Nýir menn fengu að spreyta sig— í Selfossliðinu, Ásmundur Jónsson lék nánast allan leikinn í markinu og átti góðan leik, varði 15 skot, þar af eitt víti. „Þetta var skemmti- legt og ágætt að geta haldið sæmi- legri einbei.tingu út leikinn,“ sagði Ásmundur. Sævar Þór Gíslason kom inná í fyrsta sinn með liðinu í deildarleik. „Við erum komnir í annan gír núna, og viljum vera á toppnum þegar úrslitaleikirnir byija,“ sagði Sigurður Sveinsson. „Við spiluðum góðan sóknarleik en gátum gert betur í vörninni. Við eram komnir yfir þreytuna eftir Evrópuálagið og nú undirbúum við okkur vel fyrir komandi átök,“ sagði Einar Þof- varðarson þjálfari Selfossliðsins. Staðan / Bls. 49 KR-ingar svæfðu meistara Vals Nýliðar KR-inga fögnuðu gríð- arlega, þegar flautað var til leiksloka í Valsheimilinu í gær- pmpi kvöldi, enda var sig- Steinþór 21:20> SeSn Þre' Guðbjartsson foldum meisturum skrífar Vals frá fyrra ári í höfn og áframhald- andi sæti í 1. deild karla nánast tryggt- Fyrstu 50 mínúturnar var sem um létta æfingu að ræða og fyrst var kallað á strákinn með kústinn, þegar liðlega níu mínútur voru til leiksloka. KR-ingar beittu deyfingaraðferðinni — héldu boltan- um og léku langar sóknir — með þeim árangri að Valsmenn ekki aðeins dofnuðu, heldur nánast sofn- uðu og vöknuðu ekki fyrr en allt var um seinan. Jafnræði var með liðunum fyrsta stundarfjórðunginn og 100% sókn- arnýting enda slakar varnir og markvarsla, en eftir að Valsmenn náðu fyrst forystunni bættu þeir jafnt og þétt við og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 14:11. Þeir komust í 18:14, en gestirnir gáfust ekki upp og jöfnuðu. Valsmenn fengu tækifæri til að ná tveggja marka forystu á ný, en þess í stað gerðu KR-ingar tvö mörk í röð og héldu fengnum hlut síðustu 44 sek- úndurnar. Valsmenn fengu fimm aukaköst á þessum tíma og bæði lið misstu tvo menn útaf, en vörnin hélt. Valsmenn kenndu dómurunum um í lokin og má til sanns vegar færa að í stað þess að fá aukakast, þegar 15,3 sekúndur voru eftir virt- ist vítakast augljóst. En þegar á heildina er litið geta heimamenn sjálfum sér um kennt. Þeir höfðu undirtökin og góða forystu, en van- mátu mótheijana og sofnuðu # verðinum. KR-ingar börðust vel, einn fyrir alla og allir fyrir einn, fullir sjálfs- trausts eftir sigurinn gegn FH. Markvarsla Revines vó þungt í seinni hálfleik og vítakastið, sem hann varði I stöðunni 20:20 ásamt næsta skoti á eftir skiptu sköpum, en þá var rúm mínúta til leiksloka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.