Morgunblaðið - 17.02.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994
7
Stjómarskrárnefnd
Ný mannrétt-
indaákvæði
til umræðu
FORMAÐUR stjórnarskrár-
nefndar, Matthías Bjarnason,
hefur fengið í hendur fyrstu til-
lögur að nýjum mannréttinda-
ákvæðum stjórnarskrárinnar.
Býst hann við að nefndin ljúki
umfjöllun um tillögurnar fyrri-
hluta næsta mánaðar og þá verði
þær sendar til Alþings og ríkis-
stjórnar. Segir hann að nefndin
hafi tekið vel í hugmyndir um
að leggja til að afgreiðsla mann-
réttindaákvæðanna verði aðal-
málið á fundi Alþingis sem fyrir-
hugaður er á Þingvöllum 17. júní
í tilefni þess að 50 ár eru liðin
frá stofnun lýðveldisins.
Matthías Bjarnason, formaður
stjórnarskrárnefndar, segir að
nefndin sé búin að vinna mikið að
væntanlegum mannréttindakafla
stjórnarskrárinnar. Margt hafi
breyst á því sviði á seinni árum og
núverandi ákvæði ófullnægjandi.
Gaukur Jörundsson, umboðs-
maður Alþingis, hefur nú skilað
nefndinni drögum að nýjum mann-
réttindaákvæðum og segir Matthías
að verið sé að senda þau út til
nefndarmanna þessa dagana. Verði
þau rædd á næsta fundi stjórnar-
skrárnefndar. Býst hann við að
nefndin geti afgreitt tillögur sínar
til Alþingis og ríkisstjórnar fyrri-
hluta næsta mánaðar.
-----♦ ♦ ♦
Verslunarráðið
Athugasemd-
ir gerðar við
Póst og síma
PÓSTl og síma er ekki heimilt
að blanda rekstri söludeildar,
sem rekin er í samkeppni við
fyrirtæki sem flytja inn fjar-
skiptabúnað, saman við almenn-
an rekstur fyrirtækisins að sögn
formanns Verslunarráðs, Vil-
hjálms Egilssonar.
Greint hefur verið frá því í Morg-
unblaðinu að Póstur og sími loki
fyrir afnot af símtækjum sem ekki
hefur verið staðið í skilum með
greiðslur af þrátt fyrir að afnota-
gjöld og gjöld fyrir símtöl hafi ver-
ið greidd. Innflytjendur í fjarskipta-
búnaði í samkeppni við Póst og síma
telja þetta óeðlilega samkeppnis-
stöðu. Vilhjálmur Egilsson segir að
ekki sé æskilegt að fyrirtækið noti
þá vernduðu starfsemi sem þjónusta
við símnotendur sé til að hjálpa til
í samkeppnisrekstri söludeildarinn-
ar. Nokkrir yfirmenn Pósts og síma
hafa verið erlendis síðustu daga og
segir Vilhjálmur að þeim verði bent
á þessi mistök strax og kostur er.
^.íTASá,
LANDSINS BESTl BRALDRETTIR
Stórglæsileg verðlaun eru í bobi:
1. verblaun: 125. 000 krónur
2. verblaun: 75. 000 krónur
3. ver&laun: 50. 000 krónur
4.-10. verðlaun: Ársáskrift a& Gestgjafanum
Einnig verbur dregib úr öllum
öbrum innsendingum og fá
40 þátttakendur í verblaun
vandaba Tefal braubrist frá
Bræbrunum Ormsson.
Framkvæmd samkeppninnar er í samvinnu vib
Gestgjafann.
Sendu þína uppskrift ásamt nafni, heimilisfangi og
símanúmeri meb utanáskriftinni:
„Landsins bestu braubréttir"
Gestgjafinn
Bíldshöfba 18
110 Reykjavík
Faxnúmerib er 689982
Skilafrestur er til 10. mars.
Skapabu spennandi braubrétt!
Braub frá Samsölubakaríi er ekki abeins gott eins
og þab kemur fyrir beint úr pokanum því mögu-
leikarnir sem þessi gæbabraub bjóba upp á í mat-
arcjerb eru óþrjótandi.
I Uppskriftasamkeppni Samsölubakarís er lýst
eftir spennandi bráubréttum. Vib erum viss um ab
víba á heimilum landsins luma matgæbingará
uppskriftum af braubréttum sem eiga jafnvel skilib
ab fá verblaun.
Nú er því um ab gera ab láta
hugmyndaflugib rába ferbinni og
senda inn uppskrift þar sem Bakara-
braub, Stór-samlokubraub eba
einhver önnur brauðtegund frá
Samsölubakaríi kemur vib sögu.
Samsölubakarí áskilur sér rétt
til þess ab gefa út bækling
meb uppskriftunum án þess
að aukaþóknun komi til.
Allar nánari upplýsingar um Uppskrifta-
samkeppnina eru í nýjasta tölublabi Gestgjafans.
Formabur dómnefndar er Sigurbur L. Hall.
a
OSKRANDI OSKUDAGSUTSALA
FRAMLENGD I DAG .,
SÆVAR KARL & SYNIR
Kringlunni, sími 689988